Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 an fyrir því að lánin myndu dreifast svo ójafnt miðað við greiðslur í lífeyrissjóði. Það verður að bregðast við þess- um tilflutningi í tengslum við þær breytingar sem nú er verið að gera á húsnæðislánakerfinu. Það má ekki til þess koma að húsnæðis- málastjóm fari að veita þúsundir lánsloforða sem flytja annan millj- arð króna í viðbót frá landsbyggð- inni. Þessi mikli tilflutningur styður enn frekar þær hugmyndir að lán- veitingamar gangi frá lífeyrissjóð- unum til einstaklinganna í gegnum bankakerfið en hafi ekki viðkomu f Byggingarsjóði ríkisins. Framkvæmdalán nauðsynleg íbúðabyggingar á landsbyggð- inni hafa verið í lægð og nauðsyn- legt er að þær fari aftur af stað. Ef einstaklingar eru tregir til að fara af stað þarf að gefa bygginga- fyrirtækjum kost á framkvæmda- lánum og öðrum fyrirtækjum kost á að taka almenn húsnæðislán til að byggja leiguíbúðir fyrir starfs- fólk sitt. Mörg fyrirtæki á lands- byggðinni geta einmitt ekki ráðið til sín fólk vegna húsnæðiseklu. Útlán byggingarsjóðs skiptist eftir kjördæmum Það er að sjálfsögðu mjög róttæk breyting að láta lífeyrissjóðina sjálfa um að lána sjóðsfélögum sínum húsnæðislán. En náist ekki samstaða um slíka breytingu verður að minnsta kosti að skipta útlánum úr Byggingarsjóði ríkisins upp eftir kjördæmum í sama hlutfalli og greitt er í lífeyrissjóði. Þannig yrði til sérstök biðröð fyrir hvert kjördæmi og tryggt eins og unnt er að húsnæðislánakerfið flytji ekki fjármagn frá landsbyggð- inni með sama hætti og nú. Með þessum hætti yrði líka svigrúm fyr- ir aukin framkvæmdalán og leigu- íbúðalán á almennum kjörum. Höfuadur er hagfræðingur. Iðnþróuiiarfélag Austurlands og atvinnumálanefnd Seyðisfjarðar: ist. í útreikningum var yfirleitt miðað við að vextir af teknum lán- um Byggingarsjóðs væru um 5%. Ljóst var þegar á þeim tíma að Byggingarsjóðurinn stæðist ekki 3% eða meiri vaxtamun nema um örskamman tíma. Frumvarp félagsmálaráðherra snýst fyrst og fremst um að neita tiltölulega litlum hópi umsækjenda um lán og færa aðra til í biðröðinni eftir lánum. Ekki er gert ráð fyrir því að fjárhagsstaða sjóðsins batni við þessa aðgerð. Til þess að tryggja fjárhagsstöðuna verða kjör af veitt- um lánum að vera í meira samræmi við kjör af teknum lánum. Skattaívilnanir í stað niðurgreiðslu Það er að sjálfsögðu íþyngjandi fyrir húsbyggjendur eða kaupendur íbúða að hækka vexti af húsnæðis- lánum. Stjómmálamenn, hverjir sem í hlut eiga, munu því tæpast gera slíkt fyrr en í lengstu lög og þá mjög líklega of seint. Af þessum ástæðum hafa komið fram hugmyndir um að húsnæðis- lánin gangi frá lífeyrissjóðunum til lántakenda í gegnum bankakerfið en ekki í gegnum byggingarsjóð. Ríkið gæti þá aðstoðað lántakendur með skattaívilnunum sem kæmi svipað út og niðurgreiðsla á vöxtum þar sem ástæða er til. Ljóst er að taka verður á fyrirsjá- anlegum fjárhagsvanda Byggingar- sjóðs ríkisins. Félagsmálaráðherra var til skamms tíma mikill gagnrýn- andi húsnæðislánakerfisins og taldi það vera hrunið. Gagnrýni ráð- herrans var að miklu leyti óréttmæt á sínum tíma en það er Ijóst að kerfið getur ekki staðist til fram- búðar nema að fjárhagsstaða þess sé tryggð. Milljarður frá landsbyggðinni Samkvæmt þeim lánsloforðum sem veitt hafa verið í nýja hús- næðislánakerfinu rennur um einum milljarði króna minna til lands- byggðarinnar sem svarar til greiðslna í lífeyrissjóði. Þetta kemur fram á töflunni sem fylgir hér með. Skipulagt samstarf um bygerðaþróun www. «/ o JL Seyðisflrði. UNDANFARNA mánuði hefur Iðnþróunarfélag Austurlands og atvinnumálanef ndar Seyðis- fjarðar og Egilsstaða unnið að þvi að skipuleggja samstarf þess- ara byggðarlaga um byggðaþró- un í samvinnu við Byggðastofn- un. Axel H. Beck iðnráðgjafi Austurlands hefur haft forgðngu um þetta mál. Hefui þetta verk- efni hlotið nafnið „Átaksverkefni Seyðisfjarðar og Egilsstaða" og kynnti hann það í fjölmiðlum í september sl. Stjórn þessa verk- efnis skipa Axel H. Beck, formenn atvinnumálanef nda byggðarlaganna, þeir Adolf Guð- mundsson, Seyðisfirði, og Einar Rafn Haraldsson, Egilsstöðum, og bæjarstjórarnir Þorvaldur Jóhannsson, Seyðisfirði, og Sig- urður Símonarson, Egilsstöðum. Á fundi sínum þann 6. nóvember síðastliðinn ákvað stjómin að ráða Elísabetu Benediktsdóttur rekstrar- hagfræðing til starfa_ sem verkefn- isstjóra fyrir þetta Átaksverkefni. Hún hóf störf 16. nóvember sl. Hún mun hafa starfsaðstöðu á skrifstofu Morgunblaðið/Garðar Rúnar Sigurgeirsson Elísabet Benediktsdóttir nýráðin verkefnisstjóri. Iðnþróunarfélags Austurlands hér á Seyðisfirði og á bæjarskrifstofu Egilsstaða. Elísabet er Reyðfírðingur og er nýútskrifuð frá Álaborgarháskóla í Danmörku, sem rekstrarhagfræð- ingur með stjómun og skipulagn- ingu fyrirtækja sem sérgrein. I samtali við fréttaritara sagðist Elísabet hafa unnið að samskonar verkefni á Norður-Jótlandi í 6 mán- uði á námsferli sínum. Hún sagðist hlakka mjög til að takast á við þetta verkefni. Það væri ánægjulegt að vita til þess að fólk hér væri til- búið nú í svona verkefni, sér skildist að þessar hugmyndir væm búnar að vera til umræðu hjá ráðamönn- um bæjarfélaganna nokkuð lengi, en nú hefði verið ákveðið að fram- kvæma þær. Hún sagðist hefja störf sín með því að heimsækja forráða- menn atvinnufyrirtækjanna í bæjarfélögunum, kynnast þeim og viðhorfum þeirra. Síðan eru fyrir- hugaðir borgarafundir í desember í báðum bæjarfélögunum, þar sem hugmyndir verða kynntar og rædd- ar. Eiginmaður Elísabetar er Jó- hannes Pálsson, nýráðinn forstöðu- maður verkfræðistofunnar Hönnunar á Reyðarfírði, og eiga þau eina dóttur. — Garðar Rúnar eftir Vilhjálm Egilsson Hin hávaðasama umræða um húsnæðismálin sem upphófst þegar félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp sitt á dögunum sneiddi að mestu framhjá veigamiklum þáttum þessara mála. Frumvarp ráðherrans tekur lítið á þeim vanda sem var fyrirséður þegar lögin voru samþykkt að 3% eða meiri vaxta- munur á teknum og veittum lánum Húsnæðisstofnunar myndi stéfna fjárhag Byggingarsjóðs ríkisins í óefni. Frumvarpið tekur heldur alls ekki á þeim vanda sem hefur skap- ast við að lánsloforð Húsnæðis- stofnunar leiða af sér mikinn tilflutning á fjármagni frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Of mikill vaxtamunur Þegar nýja húsnæðislánakerfið var í smíðum var það almenn skoð- un að raunvextir gætu farið lækkandi og að 3,5% raunvextir á útlánum Byggingarsjóðs gætu stað- Vilhjálmur Egilsson „Þessi mikli tilflutning- ur styður enn frekar þær hugmyndir að lán- veitingarnar gangi frá lífeyrissjóðunum til ein- staklinganna í gegnum bankakerf ið en haf i ekki viðkomu í Bygg- ingarsjóði ríkisins.“ Ljóst er að þessi tilflutningur á fjármagni gengur alls ekki upp gagnvart landsbyggðinni. Það koma einfaldlega upp kröfur um að einstakir lífeyrissjóðir dragi sig út úr kerfínu og láni sjálfír. Þegar nýja kerfið var í smíðum óraði eng- Tilflutningnr fjármagns í húsnæðiskerfinu Kjördæmi: Lánsloforð 1.9.86-12.3.87 í%af heild Framtaldar Launatekjur 1985 i%afhei!d Tilflutn. Qármagns millj. kr. Reykjavík 48,2% 37,2% +960 Reykjanes 24,8% 24,5% + 30 Vesturland 4,7% 6,1% -120 Vestfirðir 2,8% 4,6% -160 Norðurl. vestra 2,3% 4,6% -200 Norðurl. eystra 7,6% 10,2% -230 Austurland 3,3% 5,3% -170 Suðurland 5,8% 7,9% -180 Ótilgreint 0,6% + 60 Heimildir: Húsnæðisstofnun, Byggðastofnun Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. VESTURBÆR Ægisíða 80-98 o.fl. Nýlendugata Einarsnes SELTJNES Sæbraut UTHVERFI Grænahlíð KOPAVOGUR Hgltagerði Ásbraut Bræðratungu Skjólbraut GARÐABÆR Háholt Hrísholt Eskiholt Raunverulegar lausn- ir í húsnæðismálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.