Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Tilboð í HafQarðará, Oddastaðavatn og tiu jarðir: Vilja kaupa fyr- ir liðlega 100 milljónir kr. Að sögn oddvita Kolbeinsstaðahrepps. Heimamenn kanna stöðu sína í málinu ÓTTAR Yngvason lögmaður og Páll Jónsson, eigandi ferðaskrif- stofunnar Pólaris, hafa gert samning nm kaup á Oddastaða- vatni, Haffjarðará, sem er ein af betri laxveiðiám á landinu, og tiu jörðum í Eyjahreppi og Kol- beinsstaðahreppi i Hnappadals- sýslu fyrir liðlega 100 miiyónir króna sem greiðast eiga núver- andi eigendum, börnum Richards Thors, á iiðlega einu ári að sögn Guðmundar Albertssonar odd- vita Kolbeinsstaðahrepps. Óttar Yngvason hefur verið lög- maður eigendanna í mörg ár en Páll Jónsson hafði Laxá í Kjós á leigu til skamms tíma. Þeir sögðu báðir það rétt vera að þeir hefðu gert samning um kaup á ofan- greindum eignum en vildu hins vegar ekki gefa upp kaupverðið. Þeir sögðu málið vera í biðstöðu þar sem Eyjahreppi og Kolbeins- staðahreppi hefði verið gefinn eins mánaðar frestur, frá og með síðast- liðnum mánudegi, til að ákveða hvort þeir vildu nýta forkaupsrétt sinn á eignunum. Málaferli hafa staðið yfir í mörg ár á milli núver- andi eigenda og íbúanna í hreppun- um um HafQarðará og jarðimar tíu og hafa íbúamir m.a. sakað eigend- Innbrot Baulu * 1 BROTIST var inn i söluskál- ann Baulu í Borgarfirði aðfaranótt miðvikudagsins og þaðan stolið bœði fé og tóbaki. Þjófurinn, eða 'pjófamir, bmtu glugga á söluskálanum og fóm þar inn. Þar vom fyrir 30 þúsund krónur, sem ekki reyndust á sínum stað morgun- inn eftir. Þá hvarf einnig tölu- vert af tóbaki. Söluskálinn er við Norður- landsveg, hjá Haugum í Staf- holtstungum. í dag : JafnvíteMlitf ■ , :: *k/** JUorjjunbKnbiö VIÐSKIFTIAnnNNUIÍF 'amstíirfsnefnd seturreglur !»•« V •>»<»: iM) í í i • j Tliiffvöxlu "^ vift 10% MindrAtf i ■: ý. ■ ’í vegsbankiiw fær WM-tulvukerfí s V'~sr~'*r" !„I<4 i -e uraa um að hafa látið hús á jörðunum drabbast niður. Páll Jónsson sagði að ábúendur á þeim Qómm jörðum sem em í byggð af þessum tíu gætu fengið að búa eins lengi og þeir vildu á þeim. „Helst vildum við fá ábúendur á fleiri jarðir en hins vegar er það rétt að við emm aðallega að hugsa um veiðina í Haffjarðará með þess- um kaupum," sagði Páll. Guðmundur Albertsson, oddviti Kolbeinsstaðahrepps, sagði að það gæti ekki verið löglegt að leggja samninginn fyrir Eyjahrepp og Kolbeinsstaðahrepp eins og gert væri. „í samningnum," sagði Guð- mundur, „er einungis kveðið á um heildaifyárhæð fyrir allar eignimar en fímm af jörðunum em í Kolbeins- staðahreppi en hinar fimm em í Eyjahreppi. Ef einungis annar hreppanna myndi kaupa allar jarð- imar eignaðist hann þar með stóran hluta af hinum hreppnum. Lögmaður okkar er nú að athuga hvort löglegt er að leggja samning- inn fyrir hreppana á þennan hátt. Það er aiveg ljóst að þessir tveir hreppar hafa ekki bolmagn til að kaupa þessar eignir fyrir þetta verð, sem samið hefur hefur verið um fyrir eignimar, liðlega 100 milljón- ir, sem greiðast eiga á rúmlega einu ári. Við emm því að athuga hvort einhveijir fjársterkir aðilar em ekki tilbúnir að gera samning við okkur um kaup á þessum eignum," sagði Guðmundur. Svanur Guðmundsson, oddviti Eyjahrepps, sagði að lögfræðingur væri að athuga málið fyrir sig. „Það er hins vegar alveg ljóst að það er ekki hægt að leggja þetta fyrir hreppsnefnd Eyjahrepps eins og þetta er sett fram í samningn- um, verð eignanna þyrfti að sjálf- sögðu að vera sundurliðað," sagði Svanur. óttar Yngvason sagðist ekki geta séð neitt óeðlilegt við þetta fyrir- komulag. „Það hefur verið gerður ákveðirn samningur sem er til umfjöllunar hjá forkaupsréttar- höfum. Það em ótal atriði í samn- ingnum sem hægt er að kíkja á frá lögfræðilegu sjónarmiði, hins vegar get ég ekki séð neitt ólöglegt við samninginn," sagði Óttar. Frímínútur Sjálfstæðisflokkur: Formanna- og flokks- ráðsfundur Sjálfstæðisflokkurinn heldur hinn árlega flokksráðs- og form- annafund sinn um næstu helgi. Á föstudag munu formenn aðildar- félaga og samtaka flokksins hittast á fundi í Valhöll og á iaug- ardag verður siðan efnt til sameiginlegs fundar flokkráðs og formanna í nýja hótelinu á Sel- fossi. Samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins kemur flokksráð saman í upphafi hvers þings og á milli Landsfunda flokksins er venju- lega haldinn sameiginlegur fundur formanna aðildarsamtaka og flokksráðs. Að sögn Þorsteins Páls- sonar, forsætisráðherra og formanns flokksins, var ákveðið að halda sam- eiginlegan fund að þessu sinni. Á formannafundinum á föstudag verða einkum rædd innri mál og starfsemi flokksins, skipulagsmál og félags- störf. Á sameiginlega fundinum á Selfossi á laugardag verða hins veg- ar almennar pólitískar umræður og stefnuyfirlýsing fiokksins. Fundur- inn á Selfossi hefst klukkan 10.00 árdegis og er áætlað að honum ljúki síðdegis á laugardag. Sovétmenn hafa ekki staðfest kaup á 50 þús. saltsfldartunnum: Viðskiptin óhag- stæð um 570 millj. STEINGRÍMUR Hermannsson utanrikisráðherra segir íslend- inga hafa í lok september verið búna að kaupa vörur af Sovét- mönnum fyrir 570 milljónum króna hærri fjárhæð en Sovét- menn höfðu keypt af íslending- um. Þvi geti gjaldeyrisskortur varla verið ástæðan fyrir að Sov- étmenn hafi ekki enn staðfest kaup á 50 þúsund sUdartunnum af þeim 200 þúsund tunnum sem samningar náðust um í lok síðasta mánaðar. Verðmæti þeirra 200 þúsund tunna sem samningar náðust um var talið um 700 milljónir króna þannig að verðmæti þeirra 50 þús- und tunna sem eftir er að staðfesta kaup á er um 175 milljónir. Einar Benediktsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar sagði við Morgunblaðið að nefndin hefði undanfarið verið í sambandi * í BLAÐ B Jeppar innkall- aðir vegna galla FYRIRTÆKIÐ American Mot- ors Corp. hefur óskað eftir þvS við EgO Vilþjálmsson hf., að fyrirtækið innkalli alla Wag- oneer, Grand Wagoneer og Cherokees, jeppa árgerð 1979 til 1988, sem seldir hafa verið hér á landi, vegna galla í raf- búnaði í afturrúðu. í Banda- ríkjunum hafa þijú börn látist og önnur slasast þegar rúðan stóð á sér og hefur verið ákveð- ið að innkalla 180.000 jeppa. Að sögn Sveinbjöms Tryggva- sonar forstjóri Egils Vilhjálmsson- ar hf. hafa um 10 jeppar af þeirri gerð sem hér um ræðir, svokallað- ur „stærri bíll“, verið fluttir til landsins. Eru eigendur þeirra beðnir um að snúa sér til fyrirtiak- isins. Von er á búnaði sem settur verður í jeppana og koma á í veg fyrir að slys sem þessi geti gerst. Hættan felst í að hægt er að opna afturrúðuna með lykli, sem í fyrrgreindum slysatilfellum hef- ur staðið á sér þegar honum var sleppt, en þá á rúðan að stöðvast. í fréttaskeyti Reuters er þess ekki getið með hvaða hætti slysin urðu en talið er að höfuð bamanna hafí orðið á milii þegar lykillinn stóð á sér og rúðan þrengdi að. Sveinbjöm tók fram að eigend- ur bifreiðanna yrðu þess varir ef lykillinn stæði á sér og hefði þessi galli ekki komið fram í bifreiðum hér, eftir því sem hann kæmist næst. við Sovryflot, sovéska fyrirtækið sem sér um sjávarútvegsviðskipti Sovétmanna, en ljóst væri að horfur væra ekki góðar á að staðfesting fengist. Steingrímur Hermannsson sagði við Morgunblaðið að verið væri að vinna að þessu máli í utanríkisvið- skiptaráðuneytinu og Sfldarútvegs- nefiid. Hann sagðist ekki vilja segja neitt um málið á þessu stigi en taldi ekki vonlaust að þessir samningar gætu gengið eftir. Þegar hann var spurður hvort þetta mál yrði tengt fyrirhuguðum olíuviðskiptaviðræð- um við Sovétmenn sagði hann það ekki vera en hinsvegar væra við- skipti þessara þjóða Sovétmönnum mjög í hag eins og er. „í lok septem- ber vora okkar kaup orðin 570 milljónum króna meiri en þeirra svo við teljum að við eigum veralega inni hjá þeim. Þeir hafa borið því við, og við vitum að það er rétt, að þeir era mjög fátækir af gjald- eyri en við teljum að gagnvart okkur geti það varla verið ástæðan vegna þess að við kaupum meira af þeim og borgum í dollurum," sagði Steingrímur Hermannsson. Árlegur fundur viðskiptanefnda Islands og Sovétmanna verður í næstu viku í Moskvu og er þar fjall- að um framkvæmd fimm ára rammasamningsins sem er í gildi milli landanna. Búist er við að þar beri á góma sfldarkaup Sovétmanna og staðfestinguna á sfldarsamn- ingnum sem undirritaður var í októberlok. Skipverji slasaðist AKUREYRIN EA 10 kom inn til Siglufjarðar í gærkvöldi með slasaðan skipveija. Meiðsli hans munu þó ekki vera alvarleg. Skipveijinn féll við vinnu sína um borð og meiddist á öxl. Ákveðið var að fara til Siglufjarðar, sem er um tíu tíma sigling af miðunum. Þar var gert að meiðslum mannsins á sjúkrahúsinu, en Akureyrin hélt aftur til veiða. Búsljóri í þrota- búinu skipaður í dag ÚRSKURÐUR um gjaldþrot Kaupfélags Vestur-Barðstrend- inga var kveðinn upp i gær hjá sýslumannsembættinu á Patreks- firði. Bústjóri í þrotabúinu verður væntanlega skipaður í dag og verður þá fljótlega tekin ákvörðun um hvort verslunum kaupfélagsins verður lokað. Kaupfélagið rekur matvöruversl- un, byggingavöraverslun og sölu- skála á Patreksfirði og eitt útibú í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi að auki. Alls vinna um 15 manns hjá Kaupfélagi V-Barðstrendinga og hefur þeim öllum verið sagt upp störfum. Enn era allar verslanir félagsins opnar og bíður starfsfólk eftir ákvörðun væntanlegs bústjóra um hvemig rekstri þeirra skuli hátt- að. Ekki er vitað á þessu stigi máls- ins hvort nýir aðilar hyggist taka við einhveijum hluta af þeim rekstri sem Kaupfélag V-Barðstrendinga hefur haft á hendi til þessa, en heimamenn f Rauðasandshreppi munu þó vera að fhuga að taka við rekstri útibúsins þar. Útibú Kaup- félags V-Barðstrendinga f Örlygs- höfti er eina verslunin í Rauða- sandshreppi, þar sem um hundrað manns búa, en tvær matvöraversl- anir eru á Patreksfirði fyrir utan kaupfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.