Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 19 Um aðlögnnarhæfni og úrval laxa eftirBjörn Jóhannesson Fyrir áhugamenn um laxarækt er ómaksins vert að hugleiða nokk- ur atriði sem varða ofannefnda áhrifaþætti en þau liggja næsta ljóst fyrir. í þessu greinarkomi snýst umræðan um neðangreind þijú umhverfis- eða framleiðslusvið: I. Náttúrlegt umhverfi, bæði í ferskvatni og í hafinu. II. Hafbeit, þ.e. ferskvatnsum- hverfi í eldisstöðvum og náttúrlegt umhverfi í hafinu. III. Matfiskframleiðslu í sjókví- um, þ.e. ferskvatnsumhverfí í eldisstöðvum og sjóeldi í kvíum eða geymum á landi við strendur lands- ins. í köflum IV, V og VI eru reifuð nokkur atriði er varða laxakyn- bætur með úrvali; einnig er vikið að hugtakinu „erfðamengun". I. Náttúrlegt umhverfi í ferskvatni og hafi Fyrir tiltekna laxá er auðsætt, að í tímans rás hafa þeir einstakl- ingar eða laxastofnar orðið ráðandi, sem nýta betur umhverfísaðstæð- umar til að dafna og viðhalda kynstofninum en aðrir einstaklingar eða laxastofnar. Umhverfisáhrifin lýsa sér fyrst og fremst í gönguvenj- um fisksins í og úr sjó og vaxtar- hæfni hans bæði í ferskvatni og hafinu. Þau geta einnig komið fram í útliti og stærð fisksins. í þessu sambandi skal drepið á tvo umhverfísþætti: Veðráttu og straumeiginleika árinnar. 1. Áhrif veðráttu Vetur em nokkm kaldari og lengri á Norðurlandi en t.d. á Suð- vesturlandi. Og á Norðurlandi munu þeir laxastofnar ná yfirhönd, sem verða kynþroska tiltölulega snemma að haustinu og hrygna fyrr en t.d. laxar á Suðvesturlandi. Til að nýta sem best gróðurmagn sumarsins þurfa pokaseiði að vera tilbúin til að hirða fæðu í ánum strax og slíkt æti stendur til boða. í ám norðanlands tekur það laxa- seiði lengri tíma að komast á slíkt neyslustig, frá því hrygning fór fram að hausti, en t.d. á Suðvestur- landi. Því velur náttúran úr af- sprengi þeirra laxa sem hrygna „hæfilega" snemma að hausti og em þannig vel í stakk búin til að hagnýta sumareldistímabilið í við- komandi á. Því myndi væntanlega óhagstætt að flytja norðlenska stofna í ár suðvestanlands, vegna þess að kviðpokaseiðin yrðu matar- þurfi of snemma að vorinu, eða áður en viðhlítandi átuskilyrði hafa skapast. Með ámóta hætti myndu sunnlensk pokaseiði í norðlenskum ám verða of seint á ferð til þess að nýta að fullu gróðartímabil sum- arsins. Þessi landshlutamunur er þó ekki meiri en svo, að Elliðaár- stofninn nær ömggri fótfestu í ám á Norðurlandi. Þetta virðist vera harðger stofn, þótt einstaklingar hans séu smávaxnir eða afurðarýr- ir. 2. Áhrif straum- eiginleika í straumhörðum ám með fossum og flúðum verða þeir laxar smám saman ríkjandi, sem sterklegast stikla fossana. Þetta em „rennileg- ir“ fiskar með stóra sporða miðað við þyngd. Þar sem laxar sækja í tiltölulega lygn vötn án fossa eða straumharðra flúða verða laxarnir þéttvaxnari og styttri miðað við þyngd. II. Hafbeit Laxaseiði em alin í eldisstöðvum j við vaxtarskilyrði sem em gjörólík þeim sem ríkja í hinni frjálsu nátt- úm. Hér er eðlilegt að velja úr og undirbúa til sleppiríga til sjávar þau seiði sem em hraustust og hrað- vöxnust. Skipta hér væntanlega mestu máli erfðaeiginleikar hinna náttúrlegu stofna, svo sem dval- artímabil í hafinu, vaxtarhraði og viðnám gegn kvillum. En jafnframt er mikilvæg aðlögunarhæfni hinna villtu stofna til að þrífast við gjör- breytt umhverfi eldisstöðvanna. Um þetta atriði getur reynslan ein fellt sinn dóm. III. Matfiskeldi Laxaseiði em fyrst alin í fersk- vatni í eldisstöðvum, en síðan flutt í lokaðar sjókvíar eða geyma á landi, þangað sem dælt er sjó. Við þessar aðstæður er auðveldara að auka með úrvali afköst eða afurðir laxins en ef um ræðir náttúrlegt umhverfi (kafli I hér að framan) eða hafbeit (kafli II). Af laxræktar- þjóðum munu Norðmenn hafa náð bestum árangri á þessum vett- vangi. Með úrvali hafa þeir á síðustu ámm náð fram laxastofn- um, sem vaxa í senn hratt og verða ekki kynþroska fyrr en eftir 3ja ára eldi í sjó og halda því áfram að dafna á þessu tímabili. Við kyn- þroska hættir fiskurinn að vaxa og rýmar vegna myndunar hrogna og svils. Laxinn verður óhæf söluvara. í þessu sambandi ber að undir- strika, að íslenskir laxastofnar em illa fallnir til matfiskeldis vegna þess hve fljótt þeir verða kyn- þroska. Á þetta einkum við um laxastofna við sunnanverðan Faxa- flóa. Samkvæmt skýrslu Veiðimála- stofnunar, sem birtist í ágústhefti Veiðimannsins 1987, var hlutdeild smálax (1 árs lax í sjó) sumarið 1986 sem hér segir eftir lands- hlutum: Reykjavík 90% Vesturland 85% Vestfirðir 72% Norðurland vestra 62% Norðurland eystra 51% Austurland 58% Suðurland 75% Þó að þessar prósentutölur sýnist með ólíkindum háar og séu mjög svo frábmgðnar tölum um sama efni, sem birtar vora af Veiðimála- stofnun í 10. árgangi, 2. hefti íslenskra landbúnaðarrannsókna 1978, þá er það ljóst og alkunna, að hlutdeild smálaxa í íslenskum stofnum er tiltölulega mikil. Þessi annmarki einn saman mun valda því, að aðrar þjóðir, sem sannreyna þessa líffræðilegu eigind, kaupa' aðeins íslensk laxaseiði til sjókvía- eldis í neyðartilfellum. Gera má ráð fyrir, að fiskar sem aðlagast sjókvíaumhverfi glati smám saman að vemlegu leyti hæfninni til að bjarga sér í þeirra fyrmm náttúrlega umhverfí og að rata „heim". Því myndi óskynsma- legt að sleppa til hafbeita seiðum sem komin em af vel aðlöguðum sjókvíalaxi, ellegar að nota slík seiði til að bæta laxastofna í ám. Seiðin myndu væntanlega skila sér tiltölu- lega illa af hafí. IV. Um laxakynbætur með úrvali Vitað er að villtir laxfiskastofnar og einstaklingar þessara fiskteg- unda vaxa mjög mishratt við sambærileg skilyrði. Því er auðvelt að auka vaxtarhraðann á skömmum tíma, einfaldlega með því að velja með skipulögðum hætti stærstu ein- staklingana til undaneldis kynslóð fram af kynslóð. í þessu sambandi mætti geta þess, að á gmndvelli upplýsinga frá Veiðimálastofnuninni, sem birtar vom í 2. hefti 10. árgangs ís- lenskra landbúnaðarrannsókna 1978; reiknaði ég það út í júníhefti Veiðimannsins 1979, að sambæri- legur meðalþungi 2ja ára laxa í sjó („vænna“ laxa) væri sem hér segir fyrir neðantaldar ár: Elliðaámar 3,3 kg Laxá í Kjós 3,8 kg Norðurá 5,3 kg Þverá 6,0 kg Laxá í Aðaldal 6,6 kg Víðidalsá 7,4 kg Stærðargráða þessa samanburð- ar mun marktæk, þó að einstakar tölur séu hvergi nærri eins áreiðan- legar og æskilegt væri. Mikinn breytileika af þessum toga telja laxakynbótamenn að veiti lang- mesta möguleika til að auka afköst laxfíska, hvort heldur um ræðir kvíaeldi eða hafbeit. Á þessu sviði var dr. Lauren R. Donaldson, fyrr- um prófessor við Washington-há- skóla í Seattle í Bandaríkjunum, óralangt á undan sinni samtíð, náði enda undraverðum árangri. Afstöðu hans til þessara mála lýsti ég laus- lega með birtingu bréfs frá honum í 11. tbl. Ægis 1979. Þar segir m.a.: „Ég vil undirstrika svo skýrt sem verða má, að kynbætur laxfiskastofna með úrvali (select- ive breeding) eru bráðnauðsyn- legar fyrir hveija þá fiskræktar- starfsemi sem leitast við að þrífast (remain viable)“. Á síðustu ámm hefur Tryggve Gjedram, pró- fessor við háskólann í Ási í Noregi, látið mikið að sér kveða á þessu sviði, og má í þessu sambandi vitna til greinar hans í tímaritinu Norsk Fiskeoppdrett, desemberhefti 1984. Þar segir hann m.a., að á 20 árum, eða eftir 5—6 kynslóða úrval, muni unnt að tvöfalda vaxtarhraða laxa. Hér á hann við sjókvíaeldi, þar sem úrval er auð- veldara en ef um ræðir hafbeit. Svo stórfelld aukning á afurðagetu laxa er raunar með ólíkindum og marg- falt meiri en dæmi em til um í heimi þurrlendis húsdýra. Eða myndu búfjárræktarmenn ekki telja það góðan árangur ef t.d. mætti tvöfalda fallþunga dilka á 20 ámm! Þess má einnig geta, að úrval gegn sjúkdómum hefur stundum borið jákvæðan árangur. í næsta kafla (nr. V) er spurt, hvemig hagnýta megi þær laxakyn- bætur með úrvali, sem greint er frá í þessum kafla, fyrir þær umhverfis- aðstæður sem lýst er í málsgreinum I, II og III hér að framan. V. Kynbætur með úr- vali við mismunandi framleiðsluaðferðir 1. Hin mikilvæga viðvörun. Allar laxakynbætur byggjast á því að sleppa seiðum úrvalseinstakl- inga í ár, til hafbeitar eða í sjóeldis- kvíar. Hér ræðir oftast um gönguseiði, en í færri tilvikum um sumaralin seiði. í öllum þessum tilfellum er lífsnauðsynslegt fyr- ir laxaiðnaðinn í heild, að seiðin séu ekki berar illkynjaðra sjúk- dóma. Á þessum tímamótum er það raunar ein pest, sem að skaðsemi yfirskyggir allar aðrar hér við land, nefnilega nýmaveikin. Án þess að fjalla hér um eðli þessa sjúkdóms — sem telja má óviðráðanlegan, komist hann á hátt stig í tilteknu náttúrlegu umhverfi — er við hæfí að mæla með því, að undir engum kringumstæðum verði laxaseið- um sleppt í laxár, til hafbeitar eða í sjókvíar, ef á því leikur grunur að seiðin séu berar nýrnaveiki. Af þessum þremur eld- isþáttum ber að sýna mesta vark- ámi með sleppingar í laxár. Hins vegar em stórfelldar sleppingar sýktra seiða til hafbeitar líklegar til að valda mestu tjóni með smituð- um fiskum sem „villast" í hinar ýmsu ár eða hafbeitarstöðvar lands- ins. Er þegar fyrir hendi bitur reynsla af þessu tagi með sleppingu 180.000 gönguseiða frá Kollafirði sumarið 1985, en þessi seiði rejmd- Björn Jóhannesson „ Aðeins með því að grundvalla úrval laxa á úrvali náttúrunnar er að vænta jákvæðs árangurs um stofn- ræktun laxánna og í starf i hafbeitarstöðva. Til þess að forðast rýr- an afrakstur laxánna þarf raunar aðeins að gæta eins (auk sýking- arhættunnar), nefni- lega að velja til undaneldis einvörð- ungu einstaklinga, sem eru tiltölulega vænir, hvort heldur um „stór- lax“ eða „smálax“ er að ræða.“ ust hafa verið talsvert sýkt af nýrnaveiki. í eftirfarandi umræðu er gert ráð fyrir því, að seiði sem framleidd em í íslenskum eldis- stöðvum til sleppinga, séu laus við nýmaveiki. 2. Kynbætur á laxi í náttúrlegu umhverfi. Um úrvalsseiði, sem ætlunin er að sleppa í tiltekna á til að bæta hennar náttúrlega laxastofn, mun rétt að hafa eftirfarandi til viðmið- unar: a) Seiðin ættu að vera uppmnnin á landsfjórðungssvæði árinnar, jafnvel í ánni sjálfri (sjá umræðu í kafla I. 1.). b) Seiðin þyrfti að velja með hlið- sjón af straumeigind árinnar, sbr. athugasemd í kafla I. 2. c) Seiðin þarf að velja af foreldri sem er stórvaxnara en meðalein- staklingar árinnar, hvort heldur um ræðir „stórlax" (2ja ára físk í sjó) ellegar „smálax" (1 árs físk í sjó). 3. Kynbætur á hafbeitarlaxi. a) Valin skulu seiði af vænum foreldmm, sem skiluðu sér af hafí, og sem uxu vel í eldisstöðinni. Ef tiltækt er að merkja úrvals sleppi- seiði með útvortis merkjum skal það gert. Æskilegt er að velja hrað- vaxna úrvalslaxa, sem annars vegar dveljast tvö ár { hafi (vænn „stór- lax“), og hins vegar eitt ár (vænn „smálax"). b) Eflaust er æskilegt að velja hafbeitarlax af því landsvæði, þar sem hafbeitarstöðin er staðsett, en þetta mun þó ekki eins mikilvægt og þegar um sleppingar í laxár er að ræða. 4. Kynbætur á matfiski i sjókví- um. Hér skiptir uppmni laxins ekki máli, en aðeins hitt, að hann sé hraustur, hraðvaxinn og verði ekki kynþroska fyrr en eftir tveggja, helst þriggja ára eldi i sjókvíum eða geymum. VI. Hvað um „erfðamengun“? Með hugtakinu „erfðamengun" — ef hugtak skyldi kalla — er átt við það að í tiltekna á gangi lax, sem ekki er uppmnninn í ánni. Slíkir „aðkomufiskar" geta átt þrenns konar uppmna: a) frá seið- um sem sleppt var í ána; b) frá seiðum sem sleppt var í hafbeitar- stöð; eða c) frá fiskum sem sloppið hafa úr sjókvíum. Eins og fýrr greinir skulum við ganga út frá því, að „aðkomufiskar" beri ekki smitandi sjúkdóma. Þá er spum. Hvaða áhrif geta aðkomufiskamir hugsanlega haft? I fyrsta lagi em þeir viðbót við náttúrleg afköst árinnar sumarið sem þeir ganga. Ekki yrði slíkt til baga, en myndi í flestum tilvikum skipta litlu máli. Um áhrif á afkomendur vegna kynblöndunar við aðkomufiska er þetta að segja: Eigi fiskamir auðvelt með að dreifa sér um ána með hliðsjón af straumeiginleikum hennar.hafi þeir ekki meiri smálaxa-erfðaeiginleika en stofn árinnar, og séu þeir ekki smávaxnari en þessi stofn, þá geta þeir í engu tilviki valdið tjóni. Slík kynblöndun myndi hins vegar verða til bóta, ef aðkomufískamir hefðu hagstæðari erfðaeiginleika en ár- stofninn. Skaðleg áhrif á ratvísi koma naumast til greina. Áratuga reynsla af hafbeit, einkum í Svíþjóð, hefur sýnt svo að ekki verður um villst, að laxaseiði skila sér nær undan- teknirígarlaust þangað sem þeim var sleppt, án tillits til uppmna seiðanna. Af hérlendum niðurstöð- um um jjetta atriði má vísa til greinar Áma ísakssonar í Veiði- manninum desemberhefti 1986. Ýmsir óttast, að kynblöndun í ám geti haft „skaðleg" áhrif (sem em þó sjaldnast skilgreind), einkum ef um langt að komna stofna er að ræða, eins og t.d. norska sjókvía- stofna. Þannig er spurt: Hvað myndi ske, ef norsk-ættaðir laxar slyppu í hafið frá stöð íslandslax hf.? Um hugsanleg áhrif af slíkri sleppingu er þetta að segja. Eftir nokkurra kynslóða eldi í sjókvíum er hæfileiki þessa stofns til að bjarga sér í hafinu og rata „heim“ eflaust farinn að sljóvgast. í öðm lagi er þessi stofn aðlagaður náttúr- legum aðstæðum sem em ólíkar því sem gerist á íslandi, og af þessari ástæðu einni saman illa í stakk búinn til að aðlagast íslensku um- hverfi og keppa við innlenda stofna. í þriðja lagi — og þetta er mergur- inn málsins — færi svo ólíklega, að slíkur stofn næði umtalsverðri fót- festu í íslenskri náttúm myndi það til bóta, með því að hér er um hrað- vaxnari og stórvaxnari stofn að ræða en fyrirfinnst í íslenskum ám, og kynblöndun því ákjósanleg. Að lokum þetta: í tímans rás myndi náttúran velja úr þá einstaklinga sem spjara sig best í íslensku um- hverfi, hver svo sem kann að vera uppmni þeirra. Einstaklingar sem em illa samkeppnisfærir hverfa smám saman úr myndinni og svo myndi eflaust fara um innflutta stofna. Aðeins með því að grund- valla úrval laxa á úrvali náttúr- unnar er að vænta jákvæðs árangurs um stofnræktun lax- ánna og í starfi hafbeitarstöðva. Til þess að forðast rýran afrakstur laxánna þarf raunar aðeins að gæta eins (auk sýkingarhættunnar), nefnilega að velja til undaneldis ein- vörðungu einstaklinga, sem em tiltölulega vænir, hvort heldur um ræðir „stórlax" eða „smálax". í þessu sambandi virðist mér hugtak- ið „erfðamengun" dæmigert hræðsluhugtak, þar sem óttinn um óljósar, válegar og dramatískar af- leiðingar hefur tekið ráðin af líf- fræðilegri þekkingu og skynsam- legri yfirvegun. Að ósekju mætti fella orðskrípi þetta úr íslensku máli. Þess í stað má t.d. nota eftir atvikum orðin „úrkynjun" eða „kyn- bætur“. Annars vex „erfðamengunar"- óttanum bersýnilega fiskur um hrygg, þegar þar er komið, að aðal- fundur Landvemdar lýsir þeirri einörðu skoðun, að umraédd „meng- un“ sé ekki aðeins háskaleg laxa- stofnum framtíðarinnar, heldur geti hún einnig veitt óbomum íslending- um þungar búsiijar. Og þá býður í gmn að dómgreind manna, þótt skýrir séu, geti einnig orðið fyrir þess konar „mengunar“-áhrifum, að gamanið fari að káma. Höfundur er efnaverkfræðingur ogjarðvegafræðingur. Hann starfaði um árabil lyá Þróunar- stofnun SÞíNew York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.