Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 ál tekið að sér sem verktaki að leggja sjónvarpsdreifikerfi fyrir loftnets- félög í samkeppni við einkafyrir- tæki. Loftnetskerfi, þar sem erlendum sjónvarpssendingum, m.a. ft-á gervitunglum, er dreift til notenda, hafa verið heimiluð um langt skeið í Svíþjóð. Þar hefur aldr- ei verið litið á slíka starfsemi sem útvarpsrekstur. Gervjtunglasj ónvarp Mikill fijöldi erlendra sjónvarps- rása, sem sendar eru um gervitungl, er nú aðgengilegur fyrir Islendinga. Til dæmis er nú þegar hægt að dreifa norrænum sjónvarpsrásum til notenda á íslandi. Ekki þarf að fjölyrða um aukið norrænt samstarf og betri tengsl okkar við hið nor- ræna menningarsvæði, sem hlytist af því að opna fyrir þennan mögu- leika. Fyrir nokkrum árum var mikið rætt um samnorrænan gervi- hnött, NORDSAT-hnöttinn, sem var ætlað að dreifa norrænu sjón- varpsrásunum um öll Norðurlöndin. Það má segja, að þessu marki sé nú þegar náð þótt það sé með öðr- um hætti. Nú er spurt. Var það aldrei ætlunin að leyfa íslendingum að horfa á hinar norrænu sjónvarps- dagskrár frá NORDSAT-hnettin- um? Samkvæmt útvarpslögunum frá 1985 er einstaklingum heimilt að setja upp búnað til móttöku á sjón- varpsefni frá gervitunglum svo og stofnunum og allt að 36 íbúðum samtímis. Þessi búnaður er mjög dýr og aðeins á færi efnamanna. Til þess að setja upp móttökubúnað fyrir 36 íbúðir samtímis, þarf dýran og flókin aukabúnað, þannig að kostnaður verður lítið lægri á hveija íbúð en fyrir einstakling. Miklu hagkvæmara væri að sjálf- sögðu að leysa þetta verkefni með sameiginlegu loftnetskerfí. Sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu svo og fjölmörg sveitarfélög úti á landi hafa sýnt áhuga á því að koma upp slíkum kerfum, sem yrðu þá undan- fari breiðbandskerfísins. Um leið myndi hægt að stórbæta móttöku- skilyrði fyrir innlendar sjónvarps- sendingar. í rauninni er auðvelt að tengja staðbundin strengkerfi við ljósleiðarakerfí Pósts- og símamála- stofnunarinnar og hafa eina sjón- varpsmóttökustöð á vegum stofnunarinnar fyrir allt landið. Með þessu yrði kostnaður á hveija íbúð og þar með þjóðfélagsins í heild miklu lægra en ella. Þá óttast menn þá sjónmengun, sem óneitanlega yrði, ef stór sjónvarpsdiskur kæmi við hvert hús. Þótt gerð sjón- varpsmóttökuloftneta fleygi ort fram er ekki líklegt, vegna legu landsins, að þau verði minni og ódýrari í framtíðinni. Hins vegar er ljóst, að verði áfram þráast við að leyfa lagningu strengkerfa til dreifíngar á erlendu sjónvarpsefni mun almenningur kaupa þessi mót- tökuloftnet þótt dýr séu. Um þýðingarskylduna Ég tek undir með þeim, sem hafa miklar áhyggjur af íslenzkri tungu og þeim áhrifum, sem hún verður fyrir, einkum vegna ensk- unnar. Ég er þó viss um, að textun á ódýru bandarísku afþreyingar- sjónvarpsefni hjálpar lítið. Það verður að ráða bót á meinsemd- inni, þar sem skórinn kreppir að, í skólakerfmu. Mér virðist, að íslenzkukunnáttu skólafólks hafi hrakað verulega og merki það á þeim fjölmörgu nemendum, sem ég hef haft afskipti af í háskólanámi undanfarin ár. Einhver slappleiki virðist hafa gripið um sig í skóla- kerfinu og ekki er lengur við hafður sá agi, sem er nauðsynlegur til þess að nemendur tileinki sér og læri góða íslenzku. Textun á erlendu sjónvarpsefni er eðlileg, þegar um er að ræða dagskrárgerð á vegum útvarps- stöðvar. Einfaldlega vegna þess, að þorri almennings vill fá íslenzkt sjónvarp og textað efni. Þess vegna er nóg, að í útvarpslögunum sé ákvæði þess efnis, að erlent sjón- varpsefni skuli textað eða þýtt eftir því sem hægt er. Hins vegar er fráleitt að meina almenningi að horfa á þýzkar eða danskar sjón- varpsfréttir öðru hveiju eða reyna að fylgjast með óþýddum útsend- ingum ítalska, franska og spænska sjónvaipsins ef einhver hefur áhuga á því. Islenzkri tungu er ekki búin hætta af þeim áhrifum. Það eru textaðar amerískar og enskar af- þreyingarmyndir, sem eru hættu- legar íslenzkunni ef sjónvarpsefni er hættulegt á annað borð. Þegar útvarpssendingar hófust fyrir tæplega 60 árum datt engum í hug, að það gæti verið varhuga- vert að leyfa mönnum að hlusta einstöku sinnum á erlendar útvarps- stöðvar. Ýmsir hafa gaman af því að ná útsendingum BBC og margra annarra evrópskra útvarpsstöðva. Þorri fólks hlustar þó eingöngu á (slenzkar útvarpsstöðvar og sama myndi eflaust gilda þótt móttaka á erlendum sjónvarpsdagskrám yrði leyfð. Forráðamenn Stöðvar 2 og íslenzka ríkissjónvarpsins þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur vegna þessa. Að lokum er spurt. Ef prentlistin væri að koma til sögunnar nú, myndi höfundur Reykjavíkurbréfs vilja leggja það til, að innflutningur á erlendum bókum og tímaritum yrði bannaður? Höfundur er einn af aiþingis- mönnum Borgaraflokksins. BUBBI - DÖGUN í fyrra útnefndu gagnrýnendur „Frelsi til sölu“ með Bubba Morthens bestu íslensku plötu allra tíma. Almenningur var á sama máli. Nú er meistar- inn Bubbi kominn með nýja plötu „Dögun“. „Dögun“ skartar Ijúfri blöndu af þjóðlagapoppi og kraftmiklu rokki. Lögin eru grípandi, hnitmiðuð og fjölbreytt. Söngur Bubba er blæbrigðaríkur og hik- laust má fullyrða að söngur hans hefur aldrei verið betri. Upptökustjórn á Dögun var í höndum Tómasar Tómassonar, en auk hans koma fram á plötunni Þorsteinn Magnússon, Ásgeir Óskars- son, Kristján Edelstein og Ásgeir Jónsson. „Dögun“ er væntanleg á geisladisk innan skamms. „Þetta erskotheldskífa, hvort sem litið erá lag- asmíðar, útsetningar eða annað. Dögnun„sándar" afburðavel ÞJV-DV „Dögun erbestplata Bubba hingað til, texta- lega og tónlistarlega, og rís háttyfirmestalltþað sem verið eraðgefa útá isfandiídag“ AMMbl. Fríshlcg 0« HNYTTIN* MEGAS-LOFTMYND Þá er Megas mættur á svæðið með sína frískustu og fjölbreytilegustu plötu til þessa, Loftmynd. Textar Megasar á þessari plötu bregða upp skemmtilegum myndum af mannlífinu i Reykjavik fyrr og síðar og i tónlistinni er viða komið við. Á Loftmynd má heyra blús, rokk, kántri, fönk og fleira. Einvalaliö er Megasi til aöstoðar og má þar nefna Guðlaug Óttarsson, Sykurmolana Björk Guðmundsdótturog Sigtrygg Baldursson, Har- ald Þorsteinsson, Þorstein Magnússon, Eyþór Gunnarsson og Karl Sighvatsson. Hljóðfæravalið hjá Megasi segir sina sögu um sérstöðu hans sem tónlistarmanns. Jafnhliða hefðbundunum rokkhljóðfærum bregður hann upp nýstárlegum stemningum með harmóniku, munnhörpu, óbói, Hammondorgeli, kontra- bassa o.s.frv. Á þann hátt undirstrikar Megas sterka stöðu Loftmyndar sem hressilegustu, hnyttnustu og bestu Reykjavíkgrplötu sem gerð hefur verið til þessa. Væntanleg á geisladiski innan skamms. ☆ ☆☆☆☆DómurGS-HP IMITHSt ^KANGEWAYS, HERC WE COML| í \ KNN O R D E R SI B STANC K 19 87 THE SMITHS • STRANGE- WAYSHERE WE COME Smiths enda ferilinn jafn- glæsilega og þeir hófu hann. Fyrsta breiðskífa þeirra þyk- ir með bestu frumburðum rokksögunnar og önnur eins grafskrift og STRANGE- WAYS er vandfundin. NEW ORDER - SUBSTANCE Tvöfalt albúm með sögu New Order frá upphafi til dagsins í dag. Inniheldur m.a. Blue Monday, The Perfect Kiss, True Faith. Mörg laganna hafa aöeins komið út á 12". Sannkall- aðurgæðagripur. D0NDIX0N -ROMEOATJULIEARD Ný piata frá manninum að baki velgengni REM og The Smithereens. Ljúft popp í anda Elvis Costello. ÍSLENSKARPLÖTUR Bubbi - Frelsi til sölu Bubbi - Blús fyrir Rikka Bubbi-Kona Bjarni Tryggva - önnur veröld Gaui - Gaui Grafík - Leyndarmál Gildran - Huldumenn HöröurTorfason - Hugflæöi Hremming Smartans Megas-fgóðri trú Rikshaw - Rikshaw Sykurmolar - Birthday Sykurmolar - Cold Sweat S.H. Draumur - Drap mann með skóflu 7“ Cramps - Live Creedens Clearwater R. - Cronicles 1 og 2. CD. Textones - Cedar Creek The Dead Milkman -Bucky Fellini Mojo Nixon - Bo-Day-Shus Head - Snog on the Rocks The Bambi Slam-ls Clannad - Sirius L. Cole and the Commotions - Mainstream Cabaret Voltaire - Coda The Cure - Kiss Me... Cock Robin - After here... Bryan Ferry - Béte Noire Decon Blue - Raintown T.T. D'Arby -The Hardline Van Morrisson - Poetic Champions Compose Pretenders - The Singles Swans - Children of God Skin - Blood, Woman, Roses D. Sylvian - Secrets of The Beehive B. Springsteen - Tunnel of Love Sonic Youth - Sister Schoolly D - Saturday Night REM - Documents The Young Gods-T. Y. G. Tom Waits - Franks Wild Years „ GÆÐA TÓNLIST Á GÓÐUMSTAÐ" Steve Winwood - Best of M. Jagger - Primitive Cool PIL-Happy Miracle Legion - Surprise The Jesus & Mary Chain - Darklands Pink Floyd - A Momentary... Pet Shop Boys - Actually Michael Jackson - Bad ANNAÐ Cure - Flestar Cabaret Voltaire - 5 titlar Elvis Costello - Flestar Dire Straits - Allar Police-Allar Smiths - Allar U 2 - Allar Yello - Flestar Talking Heads - Flestar Eigum jafnframt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af Blues, Rock'n’mle. Soul, Jazz, tón- listarbókum, o.fl., o.fl. SENDUM ÍPÓSTKRÖFU SAMDÆGURS. Laugaveg 17. Sími: 12040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.