Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 23 Afkoma Afkoma í sjávarútvegi hefur far- ið batnandi á síðustu þremur árum, einkum hefur afkoma útgerðar batnað. Þótt afkoma botnfiskveiða árið 1985 hafí verið betri en síðustu árin þar á undan var engu að síður tæplega 4% tap í hlutfalli við tekj- ur. Talsvert minna tap var á fiskveiðum í heild vegna góðrar afkomu loðnuveiða. Áætlanir Þjóð- hagsstofnunar benda hins vegar til að á síðasta ári hafí afkoma í físk- veiðum snúist til betri vegar. Rekstraryfírlit botnfískveiða fyrir árið 1986 sýnir hreinan hagnað nálægt 2% af tekjum miðað við 3% ávöxtun stofnfjár, sem er reiknuð stærð og kemur í stað afskrifta og vaxta af stofnlánum, og tæplega -1% miðað við 6% ávöxtun stofn- fjár. Mat á stöðu sömu útgerðar- greinar miðað við nóvemberskilyrði í ár sýnir enn betri afkomu. Þetta mat er þó meiri óvissu háð en oft- ast áður þar sem ófullnægjandi upplýsingar liggja fyrir um físk- verð. Sé t.d. miðað við 10% hærra fískverð en greitt var að meðaltali á tfmabilinu janúar-júlf á þessu ári sýnir rekstraráætlun botnfískveiða í nóvember 1987 um 5% hreinan hagnað af tekjum miðað við 3% ávöxtun stofnfjár og nálægt 2% hreinan hagnað miðað við 6% ávöxt- un. Afkoma botnfiskvinnslunnar hef- ur einnig farið batnandi á sfðustu þremur árum. Árið 1985 var 2% tap í hlutfalli við telgur miðað við 3% ávöxtun. Árið 1986 er áætlað að botnfískvinnslan hafí verið rekin með 2,8% hreinum hagnaði miðað við 3% ávöxtun og 1,6% miðað við 6% ávöxtun. Rekstrarskilyrði botn- fískvinnslunnar hafa hins vegar versnað á síðustu mánuðum. Kemur þar margt til. Hráefni til fiskvinnsl- unnar hefur hækkað, þótt ekki sé vitað með vissu hversu mikið, eins og nefnt var hér að framan. Annar innlendur kostnaður hefur jafn- framt hækkað með vaxandi verð- bólgu. Jafnframt hefur gengislækk- un dollarans á sfðustu vikum rýrt stöðu greinarinnar. Sé dæmi tekið um 10% hærra botnfískverð að jafn- aði, eins og í dæminu um afkomu botnfiskveiðanna, sýnir rekstrar- áætlun í nóvember 1987 um 4% tap á botnfiskvinnslunni miðað 3% ávöxtun stofnfjár. Frystinginn væri þá rekin með um 7,5% halla og söltun með um 2,5% hagnaði. Miðað við 6% ávöxtun stofnfjár væru sömu tölur um 5,5% halli fyrir botnfísk- vinnsluna í heild, þar af 9% halli í frystingu og 1,5% hagnaður í sölt- un. Sé afkoma botnfískveiða og -vinnslu tekin saman í eina tölu, þ.e. rekstraráætlun gerð fyrir grein- amar sameiginlega, þar sem seldur afli innanlands er jafnaður út á móti hráefniskaupum fiskvinnsl- unnar, er afkoman nálægt núllinu miðað við 3% ávöxtun stofnfjár en nálægt 3% halli miðað við 6% ávöxt- un stofnfjár. Myndin (mynd 3) sem ég ætla að bregða hér upp, dregur saman þessar afkomutölur í botn- fískveiðum, -vinnslu og loks í báðum greinunum saman. Flest bendir til að hagur sjávarút- vegs haldi áfram að versna á næstu mánuðum. í fyrsta lagi er líklegt að innlendur kostnaður hækki veru- lega vegna mikillar verðbólgu. í öðru lagi er fyrirhugað að leggja launaskatt á sjávarútveg og draga úr endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti. í þriðja lagi er ólíklegt að markaðsverð sjávarafurða er- lendis hækki umtalsvert á næst- unni. í fjórða lagi er líklegt að gengi dollarans verði áfram veikt. Síðast en ekki síst er vakin athygli á því að minni afli á næsta ári felur auð- vitað í sér lakari rekstrarskilyrði. Þær áætlanir um hag sjávarút- vegs, sem hér hefur verið drepið á, eru eins og jafnan áður með ýmsum fyrirvörum. Þessir fyrirvar- ar hafa oft verið tíundaðir rækilega við ýmis tækifæri. Þess vegna ætla ég ekki að endurtaka þá hér. Afkoman og góðærið Eins og við var að búast hefur góðærið því að hluta komið fram í þessum tölum. Það vekur hins veg- ar athygli, að slík umskipti á rekstrarskilyrðum, sem hér var lýst, hafi ekki skilað betri afkomu til sjávarútvegsins en raun ber vitni. Margar ástæður eru auðvitað fyrir þessu. Mestu skiptir þó líklega að ekki hefur enn tekist að koma á skipulegri sveiflujöfnun innan sjáv- arútvegsins sem einhverju verulégu máli skiptir. Til þess að koma í veg fyrir þenslu af völdum hagstæðra skil- yrða í sjávarútvegi eru einkum tvær leiðir færar. Sú fyrri er að hækka raungengið, sem felst í hlutfallslega meiri verð- og kostnaðarhækkunum innanlands en erlendis, og draga þannig úr afkomubatanum. Þetta gerist þannig að innlent verðlag og kostnaður hækkar meira en verðlag erlendis og gengið er ekki lækkað til að mæta þessum mismun. Síðari leiðin byggist á því að hvetja fyrir- tækin til þess að mæta hagstæðu árferði með því að leggja fé til hlið- ar og jafnhliða að greiða örar niður skuldir, þ.e.a.s. fyrirtækin bæti eig- inflárstöðuna. Þessi leið felur því í sér sveiflujöfnun með þeim hætti að í góðæri eflast fyrirtækin veru- lega en í hallæri gengur á sjóði þeirra. Slíka sveiflujöfnun má auð- vitað hugsa sér með margvislegum hætti. Ekki vinnst þó tími til að ræða ítarlega mismunandi leiðir í þessu efni. Hér á eftir verða þó nokkrar hugmyndir nefndar. í fyrsta lagi mætti freista þess að efla Verðjöfnunarsjóð fiskiðnað- arins, sem nú er ætlað það hlutverk að draga úr áhrifum sveiflna í verði sjávarafurða á erlendum mörkuð- um, því hann hefur í reynd ekki verið þess megnugur að draga veru- lega úr sveiflum í sjávarútvegi og þjóðarbúinu. Þetta mætti gera með ýmsum hætti. í því sambandi má meðal annars nefna að almenn efnahagsstjóm tæki meira mið af því að skapa skilyrði til þess að greitt verði í sjóðinn í hagstæðu árferði. Jafnframt þyrfti auðvitað að fylgja því fast eftir að greitt væri í sjóðinn þegar markaðsverð er hátt. Til álita kæmi ennfremur að breyta núverandi tilhögun á þann veg að hvert fyrirtæki hefði eigin reikning í sjóðnum í stað þess að safna í sameiginlegan sjóð fyrir hveija grein. í öðm lagi mætti athuga hvort unnt væri að leggja Verðjöfnunar- sjóðinn niður en á móti ákveða reglur um verðjöfnunarreikninga hjá viðskiptastofnun viðkomandi fyrirtækis. Almennum stjómtækj- um peningamála yrði síðan beitt til að hafa áhrif á útlánaþróun banka- kerfisins með það að markmiði að draga úr sveiflum í sjávarútvegi og þjóðarbúskapnum. í þriðja lagi er bent á að ástæða er til að huga að sveiflujöfnun í veiðum. Athuga þyrfti mismunandi leiðir í því efni ekki síst með hlið- sjón af þeim breytingum í fískveiði- stjóm sem gerðar hafa verið á síðustu ámm og þeim breytingum sem fyrirsjáanlegar em. í aðalatriðum hefur verið til- hneiging til að fara þá leið hér á landi að láta breytingar á raun- gengi krónunnar draga úr afkomu- sveiflum í sjávarútvegi. Með öðmm orðum við batnandi skilyrði sjávar- útvegs — hækkandi verð sjávaraf- urða og/eða aukinn afla — hefur raungengi farið hækkandi og af- koma fyrirtækjanna tiltölulega lítið batnað og óverulegar fjárhæðir lagðar til hliðar. í þessu sambandi má vísa til mismunandi tíir.abila meðal annars fyrri hluta 7. áratug- ar, áranna 1970—1974 og 1976—1978. Nú virðist sagan vera að endurtaka sig. Þannig hefur raungengi hækkað um 18% frá 1985. Nánar tiltekið var hækkun raungengis 3% 1986 og um 14% frá meðaltali 1986 til fjórða árs- flórðungs 1987. Fyrirsjáanlegt er að raungengið hækki enn frekar á næstu mánuðum. Þessi raungengis- hækkun hefur auðvitað dregið vemlega úr hugsanlegum afkomu- bata í sjávarútvegi. í almennum orðum hefði síðari leiðin falið í sér minni hækkun raungengis en orðið hefur að undanfömu og betri af- komu sjávarútvegsfyrirtækja. Þetta hefði auðvitað þýtt að sjávarútveg- urinn væri nú betur í stakk búinn til að mæta samdrætti í sjávarafla. Jafnframt hefði viðskiptahalli að öðm jöfnu orðið minni. Sjávarútvegur hefur gengið í gegnum mikið breytingaskeið síðastliðin tvö til þijú ár. Samhliða góðærinu hafa nýjar aðferðir við fiskveiðistjóm verið teknar upp. Þessar nýju aðferðir hafa haft mik- il áhrif á sókn og útgerðarhætti. Jafnframt hefur starfsumhverfí sjávarútvegs breyst með tilkomu fiskmarkaðanna. Þessar nýju að- stæður gefa tilefni til að endurskoða fleiri þætti í starfsskilyrðum sjávar- útvegs, ekki síst þá þætti sem stuðlað gætu að meiri stöðugleika í efnahagsllfínu. HVflÐA NYR BILL ER ÖRUGGASTA FJÁRFESTINGIN AD ÁLITIÞEKKTRA BÍLASALA? HVAÐA DEKK KAUPA ATVINNUBÍLSTJÓRAR? BllAR hækkudu MISMND EDAEKKERT 5. tölublað Bílsins er nýkomið á blað- sölustaði, fjölbreytt efni að vanda. (Ath! 4. tölublað seldist upp hjá útgefanda á 10 dögum). Áskriftasími er: 91 -82300 Frjálst framtak »T|| WM' VMi(l *{ | n i 3 akw áMMMMftl í s M í kl i s iCl * ' n v' vA 'M-. ' ÞANNIG MA SPARA BENSiN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.