Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 37 Bandaríkin: Eiturlyfj akóngnr vildi valda upplausn Jacksonville í Flórfdu, Reuter. MAÐUR, sem sagður er fyrr- verandi félagi hins meinta eiturlyfjakóngs Carlos Lehder Rivas, bar fyrir rétti í Banda- ríkjunum á þriðjudag, að Lehder hefði vifjað valda þjóð- félagsólgu og upplausn i Bandaríkj unum með þvi að láta kókaín og önnur eiturlyf flæða yfir landið. Nú fara fram réttar- höld yfir Lehder og á hann á hættu að vera dæmdur í lífstíðarfangelsi og 165 ára fangelsi að auki. Maðurinn, George Jung, situr inni fyrir eiturlyfjamygl, en hann sagði að Lehder hefði sóst eftir pólitískum völdum, ekki síður en auði, þegar hann lagði á ráðin um uppbyggingu kókaínsveldis síns. Jung sagði í réttinum að meðan þeir sátu saman í fangelsi í Connecticut árið 1974 hefði Leh- der látið í ljós ákaft hatur sitt á Bandaríkjunum, en á hinn bóginn hefði hann dáðst að þeim Adolf Hitler og suður-ameríska skæru- liðanum Che Guevara. „Hann vonaðist til þess að geta komið af stað upplausn í banda- rísku þjóðlífí með því að láta kókaín flæða yfír landið," sagði Jung, en þeir Lehder munu hafa verið trúnaðarvinir í fangelsinu. Meðan á fangavistinni stóð ræddi Lehder meðal annars mögu- leikann á valdatöku í Belize, eða þann kost að spilla stjómvöldum. Hugðist Lehder nota landið sem Paradís eiturlyfjasmyglara og annars illþýðis. Lehder er ákærður fyrir 11 sak- ir, sem tengjkast smygli á 3,3 tonnum á kókaíni frá Kölumbíu til Bandaríkjanna á árunum 1979 og 1980. Grænland: Abelsen tekur víð af Olsen Kaupmannahöfn, frá NJ. Bruun, Grœn- landsfréttaritara Morgunblaðsins. EMIL Abelsen hefur nú tekið að sér sjávarútvegs- og iðnaðarmál í grænlensku landsstjórninni en Moses Olsen, sem áður gegndi embættinu, neyddist til að segja af sér eins og kunnugt er. Abels- en fer einnig með fjármálin. Jonathan Motzfeldt varð að biðja einhvem landsstjómarmann um að taka við embættinu því að ella hefði orðið að kalla þingið saman. Emil Abelsen hefur hins vegar nóg á sinni könnu og við ærinn vanda að glfma þar sem eru fjármál lands- stjómarinnar. Hefur hún fengið 200 millj. dkr. lán í grænlensku bönkun- um tveimur en nú hefur danski þjóðbankinn lokað fyrir þessar lán- veitingar. Abelsen hefur skýrt svo frá, að landsstjómin ætli að taka 400 millj. dkr. lán í danskri lánastofnun gegn veði í eignum landsstjómarinnar en alls þarf hún að taka einn milljarð dkr. að láni á þessu ári. Kyndillinn kominn til vestur um haf Ólympfueldurmn, sem tendraður var í Grikklandi í sfðustu viku, var fluttur þaðan til Nýfundnalands þar sem Ferd Hayward og Barbra Ann Scott King tóku við honum og báru hann fyrsta spölinn f Kanada. Alls munu 7.000 manns hafa borið kyndilinn með ólympfueldinum áður en til leikamir verða settir f Calgary. Uppgrip 1 smokka- útflutningi Japana Tókió, Reuter. 0 FRAM að þessu hafa Japanir flutt út rafmagnstæki hverskon- ar, vefnaðarvöru og bfla, en nýjasti markaðurinn, sem þeir eru að ná undirtökum á, er smokkamarkaðurinn. Markaður- inn er nú orðinn gifurlegur vöxtum og siglir sá vöxtur i kjöl- far alnæmishræðslunnar, sem farið hefur um Vesturlönd sem logi um akur. Að sögn talsmanna eins stærsta smokkaframleiðslufyrirtækis Jap- ans, Okamoto, eru nú fluttir út um 12.240.000 smokkar á mánuði til Bandaríkjanna og Evrópu, en á sama tíma í fyrra var meðaltalið um 2.016.000 á mánuði. Eftirspum á heimamarkaði mun hins vegar vera nær óbreytt. Fyrirtækið Fuji Latex staðfesti að um mikla sölu- aukningu væri að ræða, en vildi ekki gefa upp neinar tölur. í fyrra vom framleiddar um 835 milljónir smokka í Japan, en af því var um fjórðungur fluttur út. íh STOR UTSOlDMARKAÐDRDin Iðnaðarmannahúsinu,HallTeigarstíg, við hliðina á Atlantik MUÍjóíwff™ LEÐURJAKKAR RÚSKíNNSJAKKAR hgerð/rpeysur mmJiT . ------ © °°CQ’ Mikið af nýjum vðrum Allt að 75% AFSLÁTTUR 8 GERÐIRÚLPUR SKÓR JOGG/NGGALLAR töskur SOKKAR skyrtur MÆRFATNAÐUR buxur SLOPPAR °9 margt fíeira OPIÐ9-7 - LAUGARDAGA 9-6 é
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.