Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
WJ[D[DQ
til að hreinsa KÍSILSKÁN af vaskinum, baðkarinu eða
sturtubotninum.
Reynslan hefur sýnt að árangur næst með NUDDA.
Fáðu þér pakka og prófaðu.
Sölustaðir t.d.: Flestar matvöruverslanir og bensín-
stöðvar Esso.
HREINLÆTISÞJONUSTAN HF.,
sími27490.
Samdráttur í fram-
leiðslu og þjóðar-
tekjum á næsta ári?
Ræða Þórðar Friðjónssonar forstjóra
Þjóðhagsstofnunar á fiskiþingi
Frá og með janúar 1988
AUSTRM/V A/RUNES
Austurríska flugfélagið
Umboðsaðilar okkar á íslandi eru Flugleiðir,
Lækjargötu 2, 101 Reykjavík. Sími 27800.
Farseðlapantanir og nánari upplýsingar á
skrifstofu Flugleiða og á ferðaskrifstofunum.
Hér fer á eftir ræða, sem Þórð-
ur Friðjónsson forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar flutti á fiskiþingi
sl. mánudag:
Fyrir um það bil viku flutti ég
erindi á aðalfundi LÍÚ um sjávarút-
veg og efnahagslífíð. Ég var beðinn
um að fjalla um sama efni hér á
þessum fundi. Þetta erindi verður
því að hluta af sama stofni. Ég
mun þó leggja áherslu á að fjalla
meira um horfumar framundan í
sjávarútvegi og þjóðarbúinu. í aðal-
atriðum mun ég fjalla um þrennt:
Afla og framleiðslu sjávarvöra, af-
komu sjávarútvegs og samspil
afkomunnar í sjávarútvegi og góð-
ærisins í þjóðarbúskapnum.
Mikið góðæri hefur sett svip sinn
á þjóðarbúskapinn síðastliðin tvö til
þijú ár. Landsframleiðslan hefur
vaxið að jafnaði um 5,5—6% á ári.
Vegna batnandi viðskiptakjara hafa
þjóðartekjur aukist enn örar, eða
um 7—7,5% á ári. Kaupmáttur at-
vinnutekna á mann hefur aukist
um 35—40% frá 1985. Á þessu ári
stefnir í um 16% aukningu kaup-
máttar atvinnutekna á mann, sem
er líklega meiri aukning kaupmátt-
ar milli tveggja ára en nokkra sinni
frá því á stríðsárunum. Mikil eftir-
spum hefur verið eftir vinnuafli og
reyndar meiri en framboðið.
Ein meginástæðan fyrir þessu
Gæðaparkett á góðu verði
Gefur hlýlegt,
glæsilegt og
sígilt gólf.
"Hjá okkur ná
gæðin í gegn"
Marqar qerðir
Jfálinarty
mm 19
cityJöod h?
VILDARKIOR
V/SA
Dúkaland
Grensásvegi 13
sími 91-83577 og 91-83430
ÍOI
'kii0
Við styðjum
átttöku íslands
lympíuleikunum
í Seoul1988
góðæri era hagstæð skilyrði í sjáv-
arútvegi. Hvort tveggja hefur farið
saman; aukinn sjávarafli og hækk-
andi verð á afurðum erlendis. Aðrar
ástæður sem má nefna í þessu sam-
bandi era lækkun olíuverðs og mikil
eftirspum í efnahagslífínu af völd-
um halla á ríkissjóði og mikils
innstreymis erlends lánsfjár, eink-
um á þessu ári.
Nú era hins vegar horfur á vera-
legum umskiptum í efnahagslífinu.
Þjóðhagsáætlun og fjárlagafram-
varp fyrir árið 1988 gera ekki ráð
fyrir neinum vexti landsframleiðslu
og þjóðartekna á næsta ári. Ástæða
er jafnframt til að ætla að forsend-
ur þessara áætlana séu of bjartsýn-
ar. Þessu veldur fyrst og fremst
tvennt. í fyrsta lagi er líklegt að
afkoma þjóðarbúsins verði lakari
en reiknað var með vegna gengis-
falls dollarans að undanfömu og
hægari hagvaxtar í heiminum í kjöl-
far verðhransins á verðbréfamörk-
uðum víða um heim nýlega. í öðra
lagi era ríkar ástæður til að draga
meira úr afla en gengið var út frá
við gerð þjóðhagsáætlunar og fjár-
lagaframvarpsins. Þetta tvennt
gæti þýtt samdrátt í framleiðslu og
þjóðartekjum á næsta ári.
Afli og framleiðsla
sjávarvöru
Afli hefur aukist um 45% á
síðustu þremur áram. Þannig jókst
hann á föstu verði um 14% 1985,
17,5% 1986 og í ár stefnir í um
8% aukningu. Þótt þessi aukning
skiptist misjafnlega á fisktegundir
munar langmest um aukningu
þorskafla og rækjuafla. Sjávarvöra-
framleiðslan jókst á þessu tímabili
um 28%.
Ekki hefur einungis aflast vel á
síðustu árum heldur hefur verð á
sjávarafurðum einnig hækkað mik-
ið. Sem dæmi má nefna að verð á
freðfiski í Bandaríkjadolluram hef-
ur hækkað um 55% frá 1984. Verð
á saltfiski hefur hækkað enn meira
á þessu tímabili, eða um 90%. Sé
litið á þetta ár sérstaklega hefur
verð á freðfiski hækkað um 23% í
íslenskum krónum og á saltfiski um
25%. Ýmislegt bendir til þess að
fískverð erlendis hafí náð hámarki
í bili og reyndar hefur verð á sum-
um afurðum lækkað á síðustu
mánuðum, meðal annars á rækju
og hörpuskel.
Horfur um afla á næsta ári era
óvissar. Ekki hafa enn verið teknar
ákvarðanir um hámarksafla ein-
stakra tegunda. Stefnt er að því
að framvarp til laga um stjórn físk-
veiða verði lagt fyrir Álþingi á
næstu dögum. Jafnframt verða
fljótlega teknar ákvarðanir um
hámarksafla. Forsendur þjóðhags-
Þórður Friðjónsson
„Nú eru hins vegar
horfur á verulegum
umskiptum í efna-
hagslífinu. Þjóðhags-
áætlun og fjárlaga-
frumvarp fyrir árið
1988 gera ekki ráð fyr-
ir neinum vexti lands-
framleiðslu og
þjóðartekna á næsta
ári. Astæða er jafn-
framt til að ætla að
forsendur þessara áætl-
ana séu of bjartsýnar.“
áætlunar gera hins vegar ráð fyrir
jm 2% samdrætti í sjávarafla. Á
únn bóginn var reiknað með að
ureyting á afurðasamsetningu vegi
upp á móti aflasamdrættinum þann-
ig að framleiðsla sjávarvöra verði
svipuð og á þessu ári.
Hafrannsóknastofnun hefur hins
vegar lagt til að veralega verði
dregið úr þorskafla á næsta ári.
Tillögur stofnunarinnar fela í sér
10—12% samdrátt í sjávarafla.
Myndir (mynd 1 og 2) sem ég bregð
hér upp, sýna glöggt muninn á til-
lögum Hafrannsóknastofnunar og
forsendum þjóðhagsáætlunar. Þótt
auðvitað sé alltaf álitamál hvar eigi
að setja mörkin um hámarksafla,
draga fáir í efa að skynsamlegt sé
að draga tímabundið úr sókn í of-
veidda fískstofna — einkum þorsk-
stofninn — og búa þannig í haginn
fyrir framtíðina. Sterk rök era fyrir
því að ganga mun lengra í átt til
tillagna Hafrannsóknastofnunar en
forsendur þjóðhagsáætlunar gera
ráð fyrir, þótt því fylgi óhjákvæmi-
lega tímabundinn samdráttur í
kaupmætti ráðstöfunartekna, af-
komu fyrirtækja og framkvæmd-
úm.