Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 WJ[D[DQ til að hreinsa KÍSILSKÁN af vaskinum, baðkarinu eða sturtubotninum. Reynslan hefur sýnt að árangur næst með NUDDA. Fáðu þér pakka og prófaðu. Sölustaðir t.d.: Flestar matvöruverslanir og bensín- stöðvar Esso. HREINLÆTISÞJONUSTAN HF., sími27490. Samdráttur í fram- leiðslu og þjóðar- tekjum á næsta ári? Ræða Þórðar Friðjónssonar forstjóra Þjóðhagsstofnunar á fiskiþingi Frá og með janúar 1988 AUSTRM/V A/RUNES Austurríska flugfélagið Umboðsaðilar okkar á íslandi eru Flugleiðir, Lækjargötu 2, 101 Reykjavík. Sími 27800. Farseðlapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofu Flugleiða og á ferðaskrifstofunum. Hér fer á eftir ræða, sem Þórð- ur Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar flutti á fiskiþingi sl. mánudag: Fyrir um það bil viku flutti ég erindi á aðalfundi LÍÚ um sjávarút- veg og efnahagslífíð. Ég var beðinn um að fjalla um sama efni hér á þessum fundi. Þetta erindi verður því að hluta af sama stofni. Ég mun þó leggja áherslu á að fjalla meira um horfumar framundan í sjávarútvegi og þjóðarbúinu. í aðal- atriðum mun ég fjalla um þrennt: Afla og framleiðslu sjávarvöra, af- komu sjávarútvegs og samspil afkomunnar í sjávarútvegi og góð- ærisins í þjóðarbúskapnum. Mikið góðæri hefur sett svip sinn á þjóðarbúskapinn síðastliðin tvö til þijú ár. Landsframleiðslan hefur vaxið að jafnaði um 5,5—6% á ári. Vegna batnandi viðskiptakjara hafa þjóðartekjur aukist enn örar, eða um 7—7,5% á ári. Kaupmáttur at- vinnutekna á mann hefur aukist um 35—40% frá 1985. Á þessu ári stefnir í um 16% aukningu kaup- máttar atvinnutekna á mann, sem er líklega meiri aukning kaupmátt- ar milli tveggja ára en nokkra sinni frá því á stríðsárunum. Mikil eftir- spum hefur verið eftir vinnuafli og reyndar meiri en framboðið. Ein meginástæðan fyrir þessu Gæðaparkett á góðu verði Gefur hlýlegt, glæsilegt og sígilt gólf. "Hjá okkur ná gæðin í gegn" Marqar qerðir Jfálinarty mm 19 cityJöod h? VILDARKIOR V/SA Dúkaland Grensásvegi 13 sími 91-83577 og 91-83430 ÍOI 'kii0 Við styðjum átttöku íslands lympíuleikunum í Seoul1988 góðæri era hagstæð skilyrði í sjáv- arútvegi. Hvort tveggja hefur farið saman; aukinn sjávarafli og hækk- andi verð á afurðum erlendis. Aðrar ástæður sem má nefna í þessu sam- bandi era lækkun olíuverðs og mikil eftirspum í efnahagslífínu af völd- um halla á ríkissjóði og mikils innstreymis erlends lánsfjár, eink- um á þessu ári. Nú era hins vegar horfur á vera- legum umskiptum í efnahagslífinu. Þjóðhagsáætlun og fjárlagafram- varp fyrir árið 1988 gera ekki ráð fyrir neinum vexti landsframleiðslu og þjóðartekna á næsta ári. Ástæða er jafnframt til að ætla að forsend- ur þessara áætlana séu of bjartsýn- ar. Þessu veldur fyrst og fremst tvennt. í fyrsta lagi er líklegt að afkoma þjóðarbúsins verði lakari en reiknað var með vegna gengis- falls dollarans að undanfömu og hægari hagvaxtar í heiminum í kjöl- far verðhransins á verðbréfamörk- uðum víða um heim nýlega. í öðra lagi era ríkar ástæður til að draga meira úr afla en gengið var út frá við gerð þjóðhagsáætlunar og fjár- lagaframvarpsins. Þetta tvennt gæti þýtt samdrátt í framleiðslu og þjóðartekjum á næsta ári. Afli og framleiðsla sjávarvöru Afli hefur aukist um 45% á síðustu þremur áram. Þannig jókst hann á föstu verði um 14% 1985, 17,5% 1986 og í ár stefnir í um 8% aukningu. Þótt þessi aukning skiptist misjafnlega á fisktegundir munar langmest um aukningu þorskafla og rækjuafla. Sjávarvöra- framleiðslan jókst á þessu tímabili um 28%. Ekki hefur einungis aflast vel á síðustu árum heldur hefur verð á sjávarafurðum einnig hækkað mik- ið. Sem dæmi má nefna að verð á freðfiski í Bandaríkjadolluram hef- ur hækkað um 55% frá 1984. Verð á saltfiski hefur hækkað enn meira á þessu tímabili, eða um 90%. Sé litið á þetta ár sérstaklega hefur verð á freðfiski hækkað um 23% í íslenskum krónum og á saltfiski um 25%. Ýmislegt bendir til þess að fískverð erlendis hafí náð hámarki í bili og reyndar hefur verð á sum- um afurðum lækkað á síðustu mánuðum, meðal annars á rækju og hörpuskel. Horfur um afla á næsta ári era óvissar. Ekki hafa enn verið teknar ákvarðanir um hámarksafla ein- stakra tegunda. Stefnt er að því að framvarp til laga um stjórn físk- veiða verði lagt fyrir Álþingi á næstu dögum. Jafnframt verða fljótlega teknar ákvarðanir um hámarksafla. Forsendur þjóðhags- Þórður Friðjónsson „Nú eru hins vegar horfur á verulegum umskiptum í efna- hagslífinu. Þjóðhags- áætlun og fjárlaga- frumvarp fyrir árið 1988 gera ekki ráð fyr- ir neinum vexti lands- framleiðslu og þjóðartekna á næsta ári. Astæða er jafn- framt til að ætla að forsendur þessara áætl- ana séu of bjartsýnar.“ áætlunar gera hins vegar ráð fyrir jm 2% samdrætti í sjávarafla. Á únn bóginn var reiknað með að ureyting á afurðasamsetningu vegi upp á móti aflasamdrættinum þann- ig að framleiðsla sjávarvöra verði svipuð og á þessu ári. Hafrannsóknastofnun hefur hins vegar lagt til að veralega verði dregið úr þorskafla á næsta ári. Tillögur stofnunarinnar fela í sér 10—12% samdrátt í sjávarafla. Myndir (mynd 1 og 2) sem ég bregð hér upp, sýna glöggt muninn á til- lögum Hafrannsóknastofnunar og forsendum þjóðhagsáætlunar. Þótt auðvitað sé alltaf álitamál hvar eigi að setja mörkin um hámarksafla, draga fáir í efa að skynsamlegt sé að draga tímabundið úr sókn í of- veidda fískstofna — einkum þorsk- stofninn — og búa þannig í haginn fyrir framtíðina. Sterk rök era fyrir því að ganga mun lengra í átt til tillagna Hafrannsóknastofnunar en forsendur þjóðhagsáætlunar gera ráð fyrir, þótt því fylgi óhjákvæmi- lega tímabundinn samdráttur í kaupmætti ráðstöfunartekna, af- komu fyrirtækja og framkvæmd- úm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.