Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Minning: Kristín Ingvarsdóttir framkvæmdasijóri Fædd 17. febrúar 1945 Dáin 8. nóvember 1987 Að kvöldi 2. nóvember hringdi síminn. Það var Kristín. Hún var á Borgarspítalanum og átti að gang- ast undir erfíðan uppskurð næsta dag. Hún sagðist vera að hringja í góða vini sína til að láta vita að það gæti farið svo að hún kæmi ekki aftur. En þetta lýsti Kristínu best, hún var kjamorkukona í öllu. Við töluðum lengi saman og þegar leið á samtalið voram við allt í einu famar að ráðgera vélsleðaferð á Vatnajökul í vetur. Það var einmitt í einni slíkri ferð sem ég kynntist Kristínu fyrst. Hún var mikill úti- vistarannandi og betri ferðafélaga á jökli var ekki hægt að fá. Við hjónin eram búin að fara margar góðar ferðir með Kristínu og Braga og sumar nokkuð ævintýralegar. Fyrir nokkram áram voram við t.d. stödd í Hvítámesi á Kili og kom þá Kristín inn rennandi blaut og hafði dottið niður um ís við árbakk- ann. Ekki hafði hún mörg orð um hvað þama hefði getað gerst. Þann- ig var Kristín, róleg og yfírveguð. Nú fer Kristín ekki í fleiri ferðir með okkur og verður hennar sárt saknað. Bragi minn, Bryndís, Hörð- ur og Sólrún, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Ásta Óskarsdóttir „Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann legg- ur hönd sína á einhvem sem vér unnum.“ (Madame de Stael.) í dag kveðjum við kæra vinkonu, sem svo skyndilega var kölluð á brott frá eiginmanni, ungum böm- um og ástvinum. Kristín var fædd í Reykjavík en fluttist 3 ára með foreldram sínum, þeim Ingvari Þórðarsyni og Ingi- björgu Svövu Helgadóttur, að Rauðuskriðum í Fljótshlíð. Þar ólst Kristín upp ásamt systkinum sínum, Dóra og Helga. Uppeldið í Fljótshlíðinni á sögu- slóðum Njálu og öll sú náttúrafeg- urð, sem blasir við frá Rauðuskrið- um, hefur eflaust átt sinn þátt í að móta hinn sterka og heilsteypta persónuleika Kristínar. Kristín var yngst af systkinum sínum og frekar langj; var að næsta bæ, þannig að Kristín vandist snemma á að vera sjálfri sér nóg og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Kristín var mikið náttúrabam að eðlisfari og vildi helst eyða öllum sínum fristundum í óbyggðum ásamt fyölskyldu sinni, hvort heldur var að vetri eða sumri. Fyrstu kynni okkar vinkvenn- anna hófust í bamaskólanum í Fljótshlíðinni. Síðan hefur sú vin- átta haldist. Eftir bamaskólann fóram við í Héraðsskólann á Skóg- um, þar sem kunningjahópurinn stækkaði og höfum við síðan hist reglulega. Nú er stórt skarð högg- við í hóp okkar vinkvennanna, sem aldrei verður bætt. Strax í bamaskóla komu fram miklir námshæfíleikar Kristínar, enda fór það svo að hún valdi menntaveginn. Þegar hún var 16 ára bragðu foreldrar hennar búi og Gervineglur, styrking á eigin nöglum,vidgerðir. Ath. Nýtt efni sem ekki skemmir eigin neglur, heldur styrkir og verndar. Pantið tíma og fáið upplýsingar. RAKARASTOFAN KLAPPARSTÍG SlMI12725 KLAPPARSTÍG 29 101 REYKJAVÍK Tel.: 17144 Laugavegi 24 101 Reykjavík Tel.: 46422 Nýbýlavegi 22 200 Kópavogi HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG SÍMI13010 fluttu til Reykjavíkur. Þá fór Kristfn í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent úr stærðfræðideild 1966. 19. ágúst 1967 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Braga Hannibalssyni skriftvélavirkja frá Hanhóli í Bolungarvík, og eignuð- ust þau 3 myndarleg böm. Þau era: Bryndís, fædd ’67, Hörður, fæddur ’79, og Sólrún, fædd ’84. Nokkram áram eftir stúdents- próf hóf Kristín nám í viðskipta- fræðum við Háskóla íslands og lauk þaðan prófí 1979. Hún var mikill dugnaðarforkur til vinnu og gegndi alltaf ábyrgðarstörfum. í nokkur ár var hún verslunarstjóri Bóksölu stúdenta. Eftir að hún lauk námi var hún um nokkurra ára skeið deildarstjóri áætlunardeildar Skrif- stofu ríkisspítalanna og nú sfðustu árin var hún framkvæmdastjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Það er sárt að kveðja svo góða og kæra vinkonu, sem Kristín var, og orð mega sín lítils á svona stundu. Elsku Bragi, Bryndís, Hörð- ur, Sólrún og aðrir aðstandendur. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi góður Guð styrkja ykkur á þessari stundu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í fríði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem) Dagrún, Margrét, Hrefna, Guðrún, Inga Sigrún, Maja, Sigrún og Freyja. Ég kynntist Kristínu fyrst þegar ég starfaði sem stundakennari við Háskóla íslands. Kristín rak bók- sölu stúdenta af miklum myndar- brag á áranum 1969—1974. Árið 1975 settist hún síðan í viðskipta- deild Háskólans og þar kenndi ég henni tölvufræði. Kristín hóf störf hjá Ríkisspít- ölum á árinu 1979 og var þar fyrsti forstöðumaður áætiana- og hag- deildar. Hún lagði í raun allan grann að áætlanadeildinni og verk- stýrði þar með í reynd upphafi á þeim fræðilegu vinnubrögðum sem nú era notuð við alla áætlanagerð Ríkisspítala. Kristín var í senn vandvirk, metnaðargjöm og hörkudugleg. Alltaf kom hún okkur hinum á óvart með snerpu sinni og kímni og því hversu fljót hún var að ná tökum á flóknum verkum. Það brást ekki að á erfiðum fundum þegar allir vora í raun orðnir úrræðalausir þá kom Kristín með sitt bros, sína kímnigáfu og þekkingu og fékk okkur hin til að sjá leið út úr sjálf- heldunni. Það er erfítt að sætta sig við að þessi tápmikla kona, sem hljóp upp um öll öræfí í frístundum sínum og leið hvergi betur en í jöklaferð með fyölskyldunni, skuli hafa orðið sjúkdómi að bráð svo ung. Kristín flutti sig frá Ríkisspít- ölum á árinu 1983 og tók síðar að sér starf framkvæmdastjóra Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra. Við söknuðum hennar mikið hér á Ríkisspítölum en skildum að leiðin lá upp mannvirðingastigann. Eftir að Kristín hætti störfum hjá Ríkisspítölum ræddum við oft saman um heilbrigðisþjónustuna og vandamál í sambandi við rekstur hennar. Mér fannst Kristín ávallt jafn úrræðagóð hvert sem málið var er leitað var til hennar með. Aldrei skynjaði ég þá byrði sem sjúkdómur hennar hlýtur að hafa verið henni á undanfömum misseram. Það kom því sem reiðarslag þeg- ar sameiginlegur vinur okkar sagði mér frá sjúkdómi Kristínar nokkr- um dögum fyrir andlát hennar. Öll trúum við á úrræði góðrar heilbrigð- isþjónustu og vonum hið besta. Stundum bresta vonimar og þá grípur mann skilningsleysi á þetta allt. Hver er tilgangur með þessu lífí ef ungt tápmikið fólk þarf að hverfa héðan frá ungum bömum sínum. Einhvers staðar stendur skrifað: „Þeir sem guðimir elska deyja ung- ir“, og við sem eftir lifum verðum, þegar við horfum á fólk á besta aldri hverfa héðan, að trúa að þetta sé satt og rétt, en sorgin verður ekki minni þrátt fyrir það. Við Elín sendum þér, Bragi, og bömum ykkar, okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Samstarfsfólk Kristín- ar á Ríkisspítölum og sljómamefnd senda ykkur sínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi Guð blessa ykkur og styðja. Davíð Á. Gunnarsson „Þar er mikil og mæt kona fall- in,“ varð mér að orði þegar ég frétti lát Kri' tínar Ingvarsdóttur, skólasystur n: ínar. Hún var vissu- lega mikil o^ .næt, trú og trygg. Það fór enginn í grafgötur með það hvar hann hafði Kristínu. Kynni okkar hófust skömmu efítr að við hófum báðar nám í viðskipta- deild Háskóla íslands. Við voram á annað hundrað nýnemar í deildinni og þar af um 15 konur, sem marg- ar hverjar vora að hefya nám að nýju eftir margra ára störf í at- vinnulífínu. Þeirra á meðal var Kristín. Hún tókst á við námið af miklum dugnaði og elju jafnhliða heimilisstörfum. Kristín vakti fljótt athygli mína í þessum stóra nem- endahópi með sitt fallega, síða og þykka rauða hár og hæglátu fram- komu. Hún sat oftast í sama sætinu, fylgdist með í tímum, glósaði af kappi og velti fyrir sér námsefninu. Alltaf jafnróleg og yfírveguð. Við fundum báðar fljótlega að við áttum mörg sameiginleg áhugamál og höfðum líkar skoðanir. í náminu veittist okkur auðvelt að vinna sam- an að verkefnum, oftlega á heimili Kristínar sem vildi komast sem fyrst heim úr skólanum til ungrar dóttur sinnar. Hún var mikil heimil- ismanneskja og gekk þar jafnt í öll störf og var þar sjálfri sér sam- kvæm, því hún trúði á jafnrétti allra og jafna stöðu karla og kvenna og vann á því sviði mikil félagsstörf. Oft ræddum við um lífið og tilver- una, æsku okkat og uppvöxt og það sem hafði borið við í lífí okkar að ógleymdum ferðalögunum sem við sögðum hvor annarri frá. Kristín var mikill unnandi íslenskrar nátt- úra og þau hjónin fóra margar ferðir um öræfí íslands, m.a. á snjó- sleða, létu fyrirberast í tjaldi í stórhríð á jöklum eins og ekkert væri. Nám okkar beggja tók brátt enda og Kristín hóf störf í hagdeild Ríkisspítalanna og reyndist mér þar sem ávallt áður haukur í homi við gagnasöfnun vegna kandídatsrit- gerðar minnar. Fundir okkar urðu stijálli eftir að námi lauk og báðar höfðum við um margt að hugsa en í lok skóla- göngu okkar boðaði Kristín mig heim til sín og færði mér stóra og fallega stofujurt sem hún hafði sjálf komið til og ræktað í langan tíma og fékk mér jurtina sem þeim orð- um að ég yrði að snúa henni reglulega svo hún fengi birtu á all- ar hliðar og yxi fallega. Nú fer Kristín sína hinstu för heim í hlíðina sína og heim í birtu fjallanna sinna. Við skólasystumar kveðjum Kristínu með söknuði. Eiginmanni, bömum og foreldram og systkinum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Dóra Skúladóttir Nú að leiðarlokum, er ég kveð frænku mína Kristínu Ingvarsdótt- ur, koma upp í huga minn margar kærar og hugljúfar minningar frá liðnum áram. Minningar, sem munu geymast, þó að fenni í mörg önnur gengin spor. Kristín var kölluð burt í blóma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.