Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 76
V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa $ SUZUKI FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Viðræðum VSÍ og VMSÍ slitið í dag? SAMKVÆMT heimildum Morg- unblaðsins verður viðræðum Verkamannasambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands Og VinnnmAlaRflmhnnHa sam- vinnufélaganna um kjarasamn- inga fyrir næsta ár slitið í dag, að minnsta kosti að sinni, en samningafundur hefur verið boðaður klukkan tvð f dag. Fundur framkvæmdastjómar VMSÍ hefur verið boðaður fyrir samningafundinn. Heimildir Morg- unblaðsins herma að VMSÍ telji tilgangslaust að halda viðræðum áfram vegna dræmra undirtekta vinnuveitenda við kröfum sam- bandsins. Átta bílar skemmdust í óhappi á Kringlu- mýrarbraut ÁTTA bifreiðar skemmdust meira eða minna þegar maður missti stjórn á bifreið sinni á Kringlumýrarbraut í gær. Bif- reið mannsins lenti á sjö kyrrstæðum bifreiðum og skemmdi þær og sumar mikið. Óhappið varð skömmu eftir kl. 15 í gær. Maðurinn ók bifreið sinni suður eftir. Kringlumýrarbraut- inni, en af ókunnum ástæðum missti hann stjóm á henni. Bifreið- in fór því hægra megin út af brautinni, upp á grasbala og loks að bifreiðastæðum við Suðurver. Þar skall hún utan í sjö kyrrstæð- ar bifreiðar og skemmdust fjórar verulega, en hinar minna. Þar með var för bifreiðarinnar ekki á enda, því hún stöðvaðist ekki fyrr en hún var aftur komin út á Kringlumýr- arbraut og var þá illa farin. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild, en ekki slösuð- ust aðrir, fyrir utan mann sem sat í einni kyrrstæðu bifreiðanna og fékk á sig högg. Sem fyrr segir er ekki vitað enn hvað olli því að maðurinn missti stjóm á bifreið- inni með þessum afleiðingum. Morgunblaðið/Július Siguijónsson Loftmynd af brunarústum Nesfisks i Garði og aðstæðum. Næst á myndinni eru íbúðarhúsin Gerðavegur 31 og 33 (t.v.). Ofan við þau eru fiskverkunarhúsin. Frystiklefinn er lengst til hægri (þakið sigið) en talið er að i honum eða í salnum við hliðina (rústimar) hafi eldurinn komið upp. Húsin era svo til alveg fallin suður til verkstæðanna sem eru lengst til hægri á myndinni. Veggirnir á stóra húsinu á upp- fyllingunni eru hluti af nýbyggingu sem ekki skemmdist i brunanum. Frystihús Nesfisks brann í Garði: Tjón yfir 100 milljónir, 50 manns missa viimima Tólf miklir eldsvoðar í f iskverkunarhúsum á áratug TALIÐ er að á annað hundrað milljóna króna tjón hafi orðið i Garði i fyrrinótt er fiskverkunarhús Nesfisks hf. brunnu til grunna. Mikið var af físki i húsunum, bæði óunnum og fullunnum afurðum. Einnig tæki og búnaður í fiskverkunarhúsunum og bifreiða- og hjólbarða- verkstæði sem var sambyggt. Allt eyðilagðist, nema ein bifreið og eitthvað af tælgum sem tókst að bjarga út úr verkstæði frystihúss- ins. Unnið er að rannsókn á upptökum brunans. Á annan tug stórbruna hafa orðið á fískverkunarhúsum hér á landi á áratug. Eldsins varð fyrst vart rétt fyrir klukkan 3.30 I fyrrinótt. Sjómaður sem þarna átti leið um vakti upp í næstu íbúðarhúsum og lét vita um eldinn. Fólk í þremur íbúðarhúsum í nágrenni fyrirtækisins yfirgaf hús sín, en eitt húsið er aðeins um 13 metra frá þeim hluta frystihússins sem talið er að eldurinn hafi kvikn- að. Reykur og sót barst inn í íbúðarhúsin en ekki varð tjón á þeim. Eldurinn virtist ekki mikill í fyrstu en eftir að sprenging varð í húsinu breiddist hann út af ógnar- krafti um allt húsið. Allt að 60 menn frá slökkviliðunum á Suður- nesjum börðust við eldinn með 7 slökkvibflum en ekki varð við neitt ráðið og eftir þrjá tíma voru nær öll húsin fallin. Ekki urðu meiðsli á Viðskiptahallinn 9,2 millj- arðar á næsta ári að mati VST Óraunhæft að miða við núverandi gengi dollars, segir Þröstur Ólafsson Viðskiptahallinn verður 9,2 mil(jarðar króna á næsta ári, sem er nær 4% af landsframleiðslu, og er svipaður halli og var að meðal- tali árin 1981-86, þegar erlendar skuldir þjóðarinnar fóru ört vaxandi. Þetta kemur meðal annars fram i drögum að þjóðhagsspá, sem Vinnu- veitendasamband íslands hefur látið gera. Þar segir ennfremur að landsframleiðsla dragist saman um rúmlega 1% á næsta ári og þjóðar- tekjur um nær 2% vegna versnandi viðskiptakjara. í þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofnunar er hins vegar gert ráð fyrir 4,4 mil(jarða viðskipta- halla og óbreyttum viðskiptakjörum. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- sljóri Dagsbrúnar, segir að ekki sé raunhæft að miða við núverandi gengi dollars, eins og gert sé í spánni, útflutningur þoli ekki þetta gengi og ef dollar eigi eftir að lækka meira þýði það gengisfellingu. Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, segir að endurskoðun þjóðhagsáætlunar sé ekki tímabær ennþá og Ólafur ísleifsson, efna- hagsráðgjafi ríkisstjómarinnar, segir að þessar niðurstöður komi sér ekki á óvart. Þá segir einnig í þjóðhagsspá VSÍ að ljóst sé að efnahagsforsendur nú séu um margt aðrar en miðað var við í þjóðhagsáætlun og við mótun efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar fyrir næsta ár. Mestu máli skipti að nú stefni í langtum meiri halla á utanríkisviðskiptum þjóðarinnar en áður var reiknað með. Stjómvöld hljóti því að þurfa að endurmeta efiiahagsstefnuna í ljósi breyttra við- horfa og þessar breyttu forsendur hljóti einnig að liggja til grundvallar kjarasamningum fyrjr næsta ár. Sjá nánar fréttir og viðbrögð á bls. 41. fólki í eldsvoðanum en slökkviliðs- menn vom hætt komnir á þaki húsanna þegar sprenging varð und- ir. Rannsóknarlögreglumenn frá Keflavík unnu við rannsókn á upp- tökum eldisins, en niðurstöður liggja ekki fyrir. Rafinagnið var tekið af hverfinu um miðnættið og sett aftur á um hálfri klukkustund áður en fyrst varð vart við eld í frystihúsinu. Starfsmenn Nesfisks hf. hafa verið um 50 og er fyrirtækið stærsta atvinnufyrirtækið í bænum. Forráðamenn verkalýðsfélagsins hafa áhyggjur af atvinnuástandinu, en gera sér vonir um að hluti starfs- fólksins fái vinnu áfram hjá Nes- fiski. Bmninn hjá Nesfiski hf. í Garði er tólfti eldsvoðinn í fiskverkunar- húsum hér á landi á undanfömum tíu ámm og em þá einungis þeir stærstu taldir. Árið 1978 brann Stemma á Höfn I Homafirði, 1979 Hraðfrystihús Stokkseyrar, 1983 Hraðfrystihús Hellissands og Hrað- frystihús Keflavíkur, 1984 saltfisk- verkun í Ólafsvík, Hraðfrystihúsið Jökull á Raufarhöfn og Freyja á Suðureyri, 1986 Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar og Hraðftystihús Hellissands og það sem af er árinu 1987 fískverkun KEA í Grímsey, Meitillinn í Þorlákshöfn og Nes- fiskur í Garði. Sjá frétt og viðtöl á bls. 48—49.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.