Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 76

Morgunblaðið - 19.11.1987, Side 76
V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa $ SUZUKI FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Viðræðum VSÍ og VMSÍ slitið í dag? SAMKVÆMT heimildum Morg- unblaðsins verður viðræðum Verkamannasambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands Og VinnnmAlaRflmhnnHa sam- vinnufélaganna um kjarasamn- inga fyrir næsta ár slitið í dag, að minnsta kosti að sinni, en samningafundur hefur verið boðaður klukkan tvð f dag. Fundur framkvæmdastjómar VMSÍ hefur verið boðaður fyrir samningafundinn. Heimildir Morg- unblaðsins herma að VMSÍ telji tilgangslaust að halda viðræðum áfram vegna dræmra undirtekta vinnuveitenda við kröfum sam- bandsins. Átta bílar skemmdust í óhappi á Kringlu- mýrarbraut ÁTTA bifreiðar skemmdust meira eða minna þegar maður missti stjórn á bifreið sinni á Kringlumýrarbraut í gær. Bif- reið mannsins lenti á sjö kyrrstæðum bifreiðum og skemmdi þær og sumar mikið. Óhappið varð skömmu eftir kl. 15 í gær. Maðurinn ók bifreið sinni suður eftir. Kringlumýrarbraut- inni, en af ókunnum ástæðum missti hann stjóm á henni. Bifreið- in fór því hægra megin út af brautinni, upp á grasbala og loks að bifreiðastæðum við Suðurver. Þar skall hún utan í sjö kyrrstæð- ar bifreiðar og skemmdust fjórar verulega, en hinar minna. Þar með var för bifreiðarinnar ekki á enda, því hún stöðvaðist ekki fyrr en hún var aftur komin út á Kringlumýr- arbraut og var þá illa farin. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild, en ekki slösuð- ust aðrir, fyrir utan mann sem sat í einni kyrrstæðu bifreiðanna og fékk á sig högg. Sem fyrr segir er ekki vitað enn hvað olli því að maðurinn missti stjóm á bifreið- inni með þessum afleiðingum. Morgunblaðið/Július Siguijónsson Loftmynd af brunarústum Nesfisks i Garði og aðstæðum. Næst á myndinni eru íbúðarhúsin Gerðavegur 31 og 33 (t.v.). Ofan við þau eru fiskverkunarhúsin. Frystiklefinn er lengst til hægri (þakið sigið) en talið er að i honum eða í salnum við hliðina (rústimar) hafi eldurinn komið upp. Húsin era svo til alveg fallin suður til verkstæðanna sem eru lengst til hægri á myndinni. Veggirnir á stóra húsinu á upp- fyllingunni eru hluti af nýbyggingu sem ekki skemmdist i brunanum. Frystihús Nesfisks brann í Garði: Tjón yfir 100 milljónir, 50 manns missa viimima Tólf miklir eldsvoðar í f iskverkunarhúsum á áratug TALIÐ er að á annað hundrað milljóna króna tjón hafi orðið i Garði i fyrrinótt er fiskverkunarhús Nesfisks hf. brunnu til grunna. Mikið var af físki i húsunum, bæði óunnum og fullunnum afurðum. Einnig tæki og búnaður í fiskverkunarhúsunum og bifreiða- og hjólbarða- verkstæði sem var sambyggt. Allt eyðilagðist, nema ein bifreið og eitthvað af tælgum sem tókst að bjarga út úr verkstæði frystihúss- ins. Unnið er að rannsókn á upptökum brunans. Á annan tug stórbruna hafa orðið á fískverkunarhúsum hér á landi á áratug. Eldsins varð fyrst vart rétt fyrir klukkan 3.30 I fyrrinótt. Sjómaður sem þarna átti leið um vakti upp í næstu íbúðarhúsum og lét vita um eldinn. Fólk í þremur íbúðarhúsum í nágrenni fyrirtækisins yfirgaf hús sín, en eitt húsið er aðeins um 13 metra frá þeim hluta frystihússins sem talið er að eldurinn hafi kvikn- að. Reykur og sót barst inn í íbúðarhúsin en ekki varð tjón á þeim. Eldurinn virtist ekki mikill í fyrstu en eftir að sprenging varð í húsinu breiddist hann út af ógnar- krafti um allt húsið. Allt að 60 menn frá slökkviliðunum á Suður- nesjum börðust við eldinn með 7 slökkvibflum en ekki varð við neitt ráðið og eftir þrjá tíma voru nær öll húsin fallin. Ekki urðu meiðsli á Viðskiptahallinn 9,2 millj- arðar á næsta ári að mati VST Óraunhæft að miða við núverandi gengi dollars, segir Þröstur Ólafsson Viðskiptahallinn verður 9,2 mil(jarðar króna á næsta ári, sem er nær 4% af landsframleiðslu, og er svipaður halli og var að meðal- tali árin 1981-86, þegar erlendar skuldir þjóðarinnar fóru ört vaxandi. Þetta kemur meðal annars fram i drögum að þjóðhagsspá, sem Vinnu- veitendasamband íslands hefur látið gera. Þar segir ennfremur að landsframleiðsla dragist saman um rúmlega 1% á næsta ári og þjóðar- tekjur um nær 2% vegna versnandi viðskiptakjara. í þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofnunar er hins vegar gert ráð fyrir 4,4 mil(jarða viðskipta- halla og óbreyttum viðskiptakjörum. Þröstur Ólafsson, framkvæmda- sljóri Dagsbrúnar, segir að ekki sé raunhæft að miða við núverandi gengi dollars, eins og gert sé í spánni, útflutningur þoli ekki þetta gengi og ef dollar eigi eftir að lækka meira þýði það gengisfellingu. Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, segir að endurskoðun þjóðhagsáætlunar sé ekki tímabær ennþá og Ólafur ísleifsson, efna- hagsráðgjafi ríkisstjómarinnar, segir að þessar niðurstöður komi sér ekki á óvart. Þá segir einnig í þjóðhagsspá VSÍ að ljóst sé að efnahagsforsendur nú séu um margt aðrar en miðað var við í þjóðhagsáætlun og við mótun efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar fyrir næsta ár. Mestu máli skipti að nú stefni í langtum meiri halla á utanríkisviðskiptum þjóðarinnar en áður var reiknað með. Stjómvöld hljóti því að þurfa að endurmeta efiiahagsstefnuna í ljósi breyttra við- horfa og þessar breyttu forsendur hljóti einnig að liggja til grundvallar kjarasamningum fyrjr næsta ár. Sjá nánar fréttir og viðbrögð á bls. 41. fólki í eldsvoðanum en slökkviliðs- menn vom hætt komnir á þaki húsanna þegar sprenging varð und- ir. Rannsóknarlögreglumenn frá Keflavík unnu við rannsókn á upp- tökum eldisins, en niðurstöður liggja ekki fyrir. Rafinagnið var tekið af hverfinu um miðnættið og sett aftur á um hálfri klukkustund áður en fyrst varð vart við eld í frystihúsinu. Starfsmenn Nesfisks hf. hafa verið um 50 og er fyrirtækið stærsta atvinnufyrirtækið í bænum. Forráðamenn verkalýðsfélagsins hafa áhyggjur af atvinnuástandinu, en gera sér vonir um að hluti starfs- fólksins fái vinnu áfram hjá Nes- fiski. Bmninn hjá Nesfiski hf. í Garði er tólfti eldsvoðinn í fiskverkunar- húsum hér á landi á undanfömum tíu ámm og em þá einungis þeir stærstu taldir. Árið 1978 brann Stemma á Höfn I Homafirði, 1979 Hraðfrystihús Stokkseyrar, 1983 Hraðfrystihús Hellissands og Hrað- frystihús Keflavíkur, 1984 saltfisk- verkun í Ólafsvík, Hraðfrystihúsið Jökull á Raufarhöfn og Freyja á Suðureyri, 1986 Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar og Hraðftystihús Hellissands og það sem af er árinu 1987 fískverkun KEA í Grímsey, Meitillinn í Þorlákshöfn og Nes- fiskur í Garði. Sjá frétt og viðtöl á bls. 48—49.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.