Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Baldur Þórhalls- son - Minning Fæddur 8. maí 1915 Dáinn 10. nóvember 1987 Þann 10. nóvember síðastliðinn lést í Vífílsstaðaspítala vinur minn og afabróðir, Baldur Þórhallsson. Mér er sagt að fundum okkar hafí fyrst borið saman fyrir rúmum þremur árum, þegar foreldrar mínir komu með mig nokkurra daga gamla heim af fæðingarheimilinu. Þar beið, á útidyratröppúnum, Baldur eftir komu minni, með blóm- vönd, til þess að bjóða mig vel- komna, og kemur það vel heim og saman við síðari kynni mín af hon- um. Bjó þá fjölskylda mín í kjall- araíbúð þeirra Baldurs og Guðrúnar, eiginkonu hans, allt þangað til ég var orðin rúmlega fímm ára gömul. Því eru fyrstu minningar mínar óneitanlega tengdar þessu góða fólki. Baldur lét sér annt um böm og minnist ég þess oft þegar hann kenndi mér að tefla, sýndi spila- galdra og bauð í bfltúr. Við morgunraksturinn þurfti ég að vera viðstödd til að fá sápu og síðan rakspíra. Á eftir fylgdi svo ævinlega brjóstsykurmoli. Eftir að Qölskylda mín flutti úr húsi Baldurs og Guðrúnar var ég tíður gestur eftir sem áður á heim- ili þeirra. Þær voru ófáar helgamar sem ég fékk að gista og ævinlega var sama tilhlökkunin að hitta Bald- ur. Lengi má telja og rifja upp marg- ar gleðistundir sem í hugann koma og yrði það æði langt mál. Menn koma og fara, þannig er gangur lífsins. Nú er horft á eftir góðum vini sem skilur eftir í huga mínum ótal gleðistundir. Þannig mun ég ævinlega minnast Baldurs Þórhalls- sonar. Hann hvfli í friði. Ásta Karen Þegar hugurinn reikar aftur í tímann og maður fer að hugsa um líf og starf Baldurs Þórhallssonar, kærs mágs og vinar, sem kvaddur er í dag, rifjast upp atburðir 50 ár aftur í tímann, sem ollu því að fjöl- skylda hans fluttist frá Djúpavogi til Húsavíkur. Það var í ársbyijun 1937 að Þórhallur Sigtryggsson, faðir Bald- urs, var beðinn að taka við stjóm Kaupfélags Þingeyinga, sem var illa statt vegna undanfarinnar kreppu og annarra erfíðleika. Þór- hallur lifði bemskuár sín á Húsavík og átti þangað ættir sínar að rekja. Hann tók að sér starfíð. Ekki leið langur tími þar til augljóst var að vel hafði tekist með valið á kaup- félagsstjóranum. Þórhallur var ákaflega vel gefínn hæfíleikamað- ur, grandvar og heiðarlegur í öllum verkum. Þá búinn að ná fæmi og reynslu í verslunarrekstri við störf sín, bæði á Vopnafírði og Djúpa- vogi. A Vopnafjarðarárum sínum kvæntist Þórhallur Kristbjörgu Sveinsdóttur frá Fagradal í Vopna- fírði. Hún var manni sínum mikill styrkur í öllum hans störfum og heimili þeirra var friðarreitur §öl- skyldu og vina. Það var mikill fengur að fá Þórhall og hans glæsi- legu fjölskyldu til Húsavíkur. Þijár dætur og einn sonur fluttust með þeim norður. í Reykjavík höfðu sest að þrír synir og ein dóttir. Einn af sonunum í Reykjavík var Baldur. Hann var á þessum ámm við trésmíðanám hjá Tómasi Vigfússyni, húsasmíða- meistara. Eftir námið vann hann áfram nokkur ár hjá Tómasi. Seinna gerðist hann starfsmaður við emb- ætti Húsameistara ríkisins og vann þá undir stjóm hins kunna bygg- ingameistara, Bjöms Rögnvalds- sonar. Á þessum áram var mikið unnið við uppbyggingu prestsbú- staða í sveitum landsins og var Baldur þá langdvölum úti á lands- byggðinni og kynntist þar mörgu góðu fólki. Eftir stríð, þegar skipafloti lands- manna stækkaði og siglingar jukust fékk Baldur skipspláss á ms. Ámar- felli, þá nýju skipi Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hann hugði gott til að geta unnið fyrir sér og séð sig um í heiminum um leið. Utþrá ungra efnalítilla manna á þeim áram varð ekki svalað á annan hátt. Um árabil stundaði hann sjó- mennsku, einungis á Sambands- skipum og átti það allvel við hann. Ekki síst að geta séð sig um í þeim löndum, sem siglt var til. Árið 1958 urðu þáttaskil í lífí Baldurs. Þá eignaðist hann sinn lífsföranaut, Guðrúnu Sigurðar- dóttur frá Kvennabrekku í Dölum og var henni fagnað af tengdafólk- inu, enda frábær kona. Þá hætti Baldur á sjónum og tók aftur til við fyrri störf. I þetta sinn hjá læri- meistara sínum, Tómasi, sem stóð fyrir byggingu verkamannabústaða í Reykjavík. Fyrir sjómannsár sín hafði Baldur hlotið meistararéttindi í iðngrein sinni, en eftir langa fjar- vera hefur hann fundið sig hafa orðið eitthvað viðskila við framfarir í iðngreininni. Hann hætti ekki á að verða verktaki, gekk úr meist- arafélaginu í Sveinafélag trésmiða og vann framvegis sem slíkur. Þetta má kallast mikil trúmennska og virðing við verkið sem vinna átti, og þann sem unnið var fyrir. Síðustu starfsár ævi sinnar var Baldur húsvörður við Búnaðarbank- ann í Austurstræti og var ánægður í því starfí, sem og öllum öðram. Hann líktist foreldram sínum með heiðarleikann og trúmennskuna í öllum sínum verkum. Guðrún og Baldur eignuðust eina dóttur, Emu Björku, gifta Ólafi Óskarssyni, og eiga þau tvö böm. Fýrir hjónaband sitt átti Baldur eina dóttur, Bimu, sem búsett er á Sauð- árkróki. Stjúpsonur Baldurs er Sigurður Ingólfsson, búsettur í Reykjavík. Baldur Þórhallsson var sannar- lega það sem kallað er drengur góður. Fjölskylda mín kveður kær- an bróður, mág, frænda og vin. Guð blessi góðan mann og alla sem hon- um unnu. Bryndís Bjarnadóttir Að áliðnum degi, þriðjudaginn 10. nóvember, lést í Vífílsstaðaspít- ala Baldur Þórhallsson. Með örfáum línum langar okkur að minnast þessa vinar okkar og velgjörðarmanns. Ættir sínar átti Baldur að rekja til Austurlands. Hann var sonur þeirra sæmdarhjóna Kristbjargar Sveinsdóttur, Sveins í Fagradal og Þórhalls Sigtryggssonar kaupfé- lagsstjóra á Djúpavogi og síðar á Húsavík. Hann var sá fjórði í röðinni af átta systkinum, fæddur þ. 8. maí 1915 á Djúpavogi. Enginn vafí er á því að Baldur hefur hlotið gott veganesti í föður- húsum, svo vel sem hann reyndist okkur og öðram sem hann um- gekkst, enda hafa fleiri þá sögu að segja. Baldur lagði snemma grann að sínu ævistarfí. Ungur hóf hann trésmíðanám í höfuðborginni og lauk sveinsprófí í húsasmíði að þeim tíma liðnum. Á sama tíma reisti hann sér glæsilegt íbúðarhús á Langholtsvegi 208, svo oft hefur vinnutíminn verið langur á þeim áram. I þessu húsi bjuggu um tíma foreldrar hans á þeirra efri áram og hann síðar, eftir að hann eignað- ist sína eigin fjölskyldu. Baldur og eiginkona hans Guð- rún Sigurðardóttir, sem lifír mann sinn, eignuðust eina dóttur, Emu Björgu. Hún er gift Ólafi Óskars- syni framkvæmdastjóra. Þau eiga tvö böm, Baldur Inga og Völu Ósk. Eina dóttur, Bimu, hafði hann eignast áður. Það mun hafa verið árið 1960 er fundum okkar Baldurs bar eitt sinn saman. Við hjón áttum í hús- næðisvandræðum og það barst í tal fyrir tilviljun. Baldur taldi þetta ekki stórmál og fínna mætti lausn á því. Við skyldum bara flytja inn í kjallaraíbúðina í húsi þeirra á Langholtsvegi 208 og þar með var Heimilistæki sem bíða ekki! isskápnr íWii m ímm uiiinriiiM þurrkari eldavóT fryslikista Nú er ekki eftir neinu að bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrsta greiðsla eftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör- hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki eftir neinu að bíða. \ TAKMARKAÐ _A =MAGN fMltSS a Þessum kjorum^ ^SAMBANDSINS ÁRMÓLA3 simi 687910 .. ÓOOOOO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.