Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Verðlagsstofnun: Eggjabændur falli frá sam- þykkt um verðhækkun FULLTRÚAR Verðlagsstofnun- ar kröfðust þess á fundi með talsmönnum eggjabænda i gær að fallið yrði frá samþykkt eggjaframleiðenda um verð- hækktm á eggjum. Fulltrúar eggjabænda voru boðaðir á fund- inn vegna samráðs um verð, en slíkt samráð er ólöglegt sam- kvæmt verðlagslögum. „Við sögðum þeim að þeir yrðu að falla frá þessari samþykkt þar sem hún stangast á við verðlags- lög,“ sagði Gísli G. ísleifsson, lögfræðingur Verðlagsstofnunar f samtali við Morgunblaðið í gær, sem sat fundinn fyrir hönd Verð- lagsstofnunar ásamt Kristni Briem. „Þeir munu því væntanlega koma því til skila við sína félagsmenn að þess sé krafist af Verðlagsstofnun að þessi samþykkt verði felld niður. Lögum samkvæmt fengu þeir frest til að skila greinargerð og sá frest- ur rennur út klukkan 11.00 næstkomandi mánudag," sagði Gísli. Eggjabændur samþykktu á sam-~ eiginlegum fundi sínum síðastliðinn sunnudag að hækka heildsöluverð á eggjum úr 55 krónum í 180 krón- ur. Að sögn talsmanna þeirra voru þeir nauðbeygðir til þessara að- gerða þar sem eggjaverð hafí verið komið alngt niður fyrir framleiðslu- kostnaðarverð. Heildsöluverðið var í síðustu viku komið niður í 55 krón- ur á samá tíma og fóðurkostnaður við hvert kfló af eggjum nam um 80 krónum og væri þá ekki tekið tillit til fóðurskostnaðar við end- umýjun stofnsins. Talsmenn eggja- bænda sögðu að framreiknaður verðlagsgrundvöllur eggjafram- leiðslu væri 210 krónur, en menn hefðu ekki treyst sér til að fara svo hátt með verðið, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Búist er við að eggjaframleiðend- ur haldi fund um málið á næstu dögum, en á þessu stigi er óljóst hvert framnhaldið verður. Ef eggja- bændur ákveða að taka ekki tillit til tilmæla Verðlagsstofnunar um að draga samþykktina til baka kem- ur til greina að kæra málið til rannsóknarlögreglu ríkisins, sam- kvæmt upplýsingum Verðlagsstofn- unar. Ennfremur kemur til greina að setja eggjaframleiðslu undir verðlagsákvæði og myndi málinu þá verða vísað til sexmannanefnd- arinnar, sem tæki þá ákvörðun um verð á eggjum. VEÐURHORFUR í DAG, 19.11.87 YFIRLIT é hádagi f g»r: Skammt suðvestur af Reykjanesi var 980 miltibara lægð ó hreyfingu aust-norð-austur. önnur álfka djúp lægð við suöausturströndina á leiö norð-norðaustur. Hitl var vfða á billnu 0 til 5 stig. SPÁ: f dag verður norð- og norðvestanátt, vfða stinningskaldi eða alihvasst. Snjó- eða slydduél noröanlands, en þurrt og sums staö- ar láttskýjað syðra. Hitl á blilnu 0 til 5 stig. , VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA FÖSTUDAGUR: Norðvestan-átt og smáól á annesjum Norðaustan- lands f fyrstu, annars suðvestanótt á landlnu og fer að rigna vestan til síðdegis, en léttlr til austanlands. LAUGARDAGUR: Vestlæg étt með skúrum vfða um land. Hiti 2—B stig bóða dagana. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- Heiðskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað / / / / / / / Rlgnlng Hálfskýjað / / / * / * Skýjað / * / * Slydda / * / Alskýjað # # # * * * # Snjókoma # * # 10 Hrtastig: 10 'gráður á Celsíus Skúrir — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur j-^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hhl vaftur Akureyri 1 •kýjaft Reykjavfk 6 Bergan 6 •kýjað Heltlnki 2 rignlng JanMayen 2 •lakýjað Kaupmannah. e háHakýjftð Narsaaraauaq léttakýjað Nuuk +7 alakýjað Oaló 3 ikýjað Stokkhélmur 3 •Iskýjað Þórahöfn 10 rignlng Algarva 18 hetðakfrt Amatardam 13 •kýjað Aþana 30 léttakýjað Barcelona 18 •kýjað Barifn 8 aúld Chicago 3 rignlng og aúld Feneyjar 10 þokumófta Frankfurt 11 akýjaft Qtaagow 13 rigning Hamborg 10 rigning LaaPalmai 23 halðakfrt London 12 •kýjaft LoaAngelaa 13 mlatur Lúxamborg 8 »kýl*ð Madrfd 18 Mttakýjaft Malaga 18 •kýjað Mallorca 18 Mttakýjaft Montreal 12 •kýjað NewYork 17 •kýjað Paria Róm 13 17 hoíðtklrt Vfn 8 •kúr Waahlngton 14 mlatur Winnlpag *T Mttakýjað Valaricla vantar Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Guðmundur Sigurbergsson bóndi í Götu í Selvogi stendur við rústirn- ar. Fjós og hlaða brunnu að bænum Götu í Selvogi bnrl&lrahXfn ÞRÍR nautgripir og 180 baggar af grænu og fallegu vélbundnu heyi brunnu í fyrrinótt í eldsvoða sem varð að Götu í Selvogi. Fjós- ið og Utíl hlaða brunnu til kaldra kola og að sögn lögreglu eru eldsupptök ókunn ennþá, en mál- ið er i rannsókn. Það var um þijúleytið í fyrrinótt að bóndinn í Götu í Selvogi, Guð- mundur Sigurbergsson, vaknaði og var þá að eigin sögn eitthvað órótt og gekk því fram í eldhús. Sá hann þá mikinn bjarma frá Qósinu. Við nánari athugun kom f ljós að þakið var farið að hrynja. Guðmundur vakti þá son sinn og hringdi í lög- regluna sem síðan hringdi í slökkvi- liðið í Þorlákshöfn. Þegar út var komið sá Guðmundur að skepnun- um yrði ekki bjargað en vörubfl og fleira dóti sem nálægt var tókst þeim feðgum að bjarga. Þegar slökkviliðið í Þorlákshöfn kom á vettvang um fjögurleytið, en að Götu er um 30 mínútna akst- ur, voru húsin að mestu fallin. Að sögn Sigurðar Ólafssonar slökkvi- liðsstjóra var austanátt svo að nærliggjandi hús voru ekki í hættu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og dugði vatnið á bflnum sem betur fer því langt var í vatn. Útihús þessi voru tryggð en ólíklegt er að trygging nái að bæta tjónið. Guðmundur í Götu, sem er einn af fjórum búandi í Selvogi, er með um 170 ær og ræktar mikið af kartöflum. Hann sækir einnig vinnu til Þorlákshafnar því enginn lifír af svona búskap, eins og hann sagði. _ JHS Is-skott tekið til gjaldþrotaskipta FYRIRTÆKIÐ ís-skott hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Birtist mnköllun til lánardrotta i Lögbirtingablaðinu í siðustu viku og er kröfulýsingarfrestur- inn tveir mánuðir að vanda, en fyrsti skiptafundur f þrotabúinu er boðaður 8. febrúar á næsta ári. Fyrirtækið var stofnað síðastliðið haust, af fyrirtækinu Icescot, sem skoskir aðilar og Islendingurinn Eðvarð Benediktsson áttu f samein- ingu. í nýja fyrirtækinu ís-skott átti Eðvarð 26% og var stjómar- formaður, Icescot átti 49% og framkvæmdastjórinn, Kristinn Guðmundsson, átti einnig 25%. Fyr- irtækið keypti físk hér á landi og sendi til Hull og Grimsby. Á vertíð- inni síðastliðinn vetur bauð ís-skott allt að 37 krónum fyrir kflóið af óslaégðum netaþorski, en varð fyrir talsverðum skakkaföllum svo halla tók undan fæti. Vegna skulda fyrir- tækisins við ýmsa útgerðarmenn og skipstjóra hættu margir að selja fyrirtækinu físk. ísskott gat ekki staðið við samn- inga um að senda allt að 200 tonnum af físki í hverri ferð með skipinu ísafold, en Icescot átti 20% í útgerðarfyrirtæki þess, Kæliskipi hf. Skotamir ókyrrðust því, enda munu þeir hafa sent hingað til lands um 24 milljónir króna vegna kostn- aðar við skipið og fískkaup. Þann 6. maí mættu meðeigendur Eðvarðs Benediktssonar á skrifstofu hans ásamt tveimur lögfræðingum og var honum eftir það meinaður að- gangur að bókhaldsgögnum fyrir- tækisins. Sigurmar K. Albertsson hrl. er bússtjóri þrotabús ís-skott. Hann sagði enn of snemmt að segja til um hversu umfangsmikið gjaldþrot fyrirtækisins væri, því enn hefðu borist fáar kröfur f búið. Hann kvaðst þó ekki reikna með að ein- staklingar töpuðu miklu vegna gjaldþrotsins, en líklega yrðu Skot- ar verst úti og ef til vill einhveijir aðilar, sem ís-skott hefði flutt út físk fyrir. Sigurmar ítrekaði þó að of snemmt væri að fullyrða nokkuð um gjaldþrotið. Þess má geta, að kærur hafa gengið á víxl milli stjómarform- annsins, Eðvarðs Benediktssonar, og framkvæmdastjórans, Kristins Guðmundssonar, vegna meintra auðgunarbrota þeirra. Manndrápið 1 Innri-Njarðvík: Málið sent til ríkissaksóknara stakk hinn með hníf. Þegar lögregl- an kom á staðinn var maðurinn látinn. Einar Siguijónsson játaði að hafa orðið honum að bana og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi síðan. Þá var honum einnig gert að sæta geðrannsókn. Rannsóknarlögregla rfkisins hef- ur nú sent málið til ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um málshöfð- un. MÁL 23 ára manns, Einars Sigur- jónssonar, sem játaði að hafa orðið félaga sínum að bana i verbúð í Innri-Njarðvík þann 29. ágúst sl. hefur verið sent til rfkis- saksóknara. Átök urðu milli mannanna tveggja í verbúð fískvinnslunnar Bryi\jólfs í Innri-Njarðvík, og end- uðu þau með því að annar þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.