Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 mov^i Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjórl Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Slgtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvln Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstrætl 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 55 kr. eintakiö. Fiskiþing og fiskveiðistefna ær umræður, sem nú fara fram um fískveiðistefnuna, eru hinar merkustu. Þótt mikið hafí verið talað um kvótakerfíð þann tíma, sem það hefur verið við lýði, má segja, að skipuleg- ar opinberar umræður um framtíð þess hafí hafízt á þingi Landssambands ísl. útvegs- manna fyrir skömmu svo og á þingi Verkamannasambands Islands nokkrum dögum áður. Sl. mánudag kom fískiþing svo saman til fundar og þar er nú rökrætt um alla þætti fískveiði- stefnunnar með þeim hætti, að til fyrirmyndar er. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, flutti yfír- gripsmikla ræðu um málefni sjávarútvegs og fiskvinnslu við upphaf fískiþings, þar sem hann fjallaði um flesta þá þætti, sem eru mest til um- ræðu. Það er hins vegar eftir- tektarvert, að í umræðum á fískiþingi og þingi LÍÚ virðist lítið vera fjallað um þann þátt málsins, sem vekur mesta at- hygli almennings en það er sú eignatilfærsla, sem orðið hefur í skjóli kvótakerfisins. Þegar kvótakerfíð var sett upp var það fyrst og fremst hugsað sem aðgerð til vemdar fískistofíium. Ætla verður, að menn hafí ekki gert sér grein fyrir öðrum áhrifum þess, sem síðar komu fram. Síðustu miss- eri hefur það hins vegar gerzt hvað eftir annað, að fískiskip hafa gengið kaupum og sölum á slíku yfírverði, að það verður ekki skýrt með öðru en að kaup- endur séu að borga fyrir kvótann, sem fylgir skipunum. Þá er í raun byijað að selja veiðileyfí á íslandi en söluverð veiðileyfanna rennur í vasa eig- enda fískiskipa en ekki þjóðar- innar, sem þó er eigandi að auðlindinni, sem um er að tefla. Eiríkur Tómasson í Grindavík sagði í umræðum á fískiþingi, að hann ceidi, að hátt verð á fískiskipum væri ekki einungis afleiðing kvóta- kerfísins heldur miklu frekar afleiðing þess að bannað væri að stækka flotann. Kristián Ragnarsson, formaður LIÚ, helt svipuðum röksemdum fram á þingi LÍÚ fyrir skömmu. En er það ekki staðreynd, að það hafa verið margvíslegar tak- markanir á því, að menn gætu keypt fískiskip að vild árum saman en yfirverðið kemur ekki til sögunnar fyrr en með kvóta- kerfínu? Er þetta ekki vísbend- ing um, að það sé fyrst og fremst kvótakerfíð, sem hafí valdið hinni miklu hækkun á verði skipa? Halldór Ásgrímsson vék að hugsanlegri sölu veiðileyfa í ræðu sinni á fiskiþingi er hann sagði: „Þá telja margir fræði- menn að raunhæfasta lausnin við fískveiðistjórnun felist í að veiðileyfí verði seld. Veiðamar myndu þá að þeirra mati safn- ast smám saman til þeirra er útgerð reka með mestri hag- kvæmni. í okkar fámenna landi höfum við reynt að feta veginn milli hagkvæmnis- og réttlætis- sjónarmiða af fyllstu varfæmi. Þau sjónarmið er liggja að baki fræðilegum ályktunum um þetta efni munu þó án efa vega þyngra í framtíðinni þegar ákvarðanir verða teknar um stjómun fískveiða." Þessi ummæli sjávarútvegs- ráðherra verða tæpast skilin á annan veg en þann, að hann telji, að sala veiðileyfa komi til sögunnar í framtíðinni en sé ekki tímabær nú. Ekki skal dregið í efa, að það þyrfti að undirbúa mjög rækilega nýtt skipulag, sem byggði á sölu veiðileyfa. Slíkt verður ekki gert á einni nóttu. Hagsmuna- aðilar í sjávarútvegi verða hins vegar að átta sig á því, að al- menningur í landinu sættir sig ekki við þá gífurlegu tilfærslu eigna, sem fram fer í skjóli kvótakerfísins. Þar em að koma fram áhrif, sem menn sáu ekki fyrir. Kerfíð var sett upp til þess að vemda fískistofnana en það hefur í raun leitt til þess, að auðæfí, sem hafa verið eign þjóðarinnar allrar, em að safn- ast á fárra manna hendur. Af þessum sökum verður að teljast með ólíkindum, að Alþingi ís- lendinga samþykki óbreytta eða lítið breytta fískveiðistefnu. En hvað sem því líður fer ekki á milli mála, að mörkun nýrrar fískveiðistefnu er eitt stærsta mál þjóðarinnar um þessar mundir. Þær umræður sem fram fara um þá stefnu- mörkun em lýðræðislegar og til fyrirmyndar. í þeim umræð- um má búast við, að öll meginsjónarmiðin komi fram. Það er svo Alþingis að taka endanlega ákvörðun. Þess er að vænta, að þingið rísi undir þeirri ábyrgð, sem því fylgir. SKIPTAR SKOÐAIMIR A FISKIÞINGI Jóhann K. Sigurðsson: Hámark á karfa- afla er leið í rétta átt „Svæðaskiptíngin er stærsta málið á þessu þingi. Það er viss ágreiningur nm hana milli þing- fulltrúa eftir því hvort þeir eru af suður- eða norðursvæði. Eins og málið snýr, er ósanngjarnt að segja að við, sem fórum í sóknar- markið á sinum tíma, höfum haft eitthvað af öðrum. Þegar þessu var skipt við upphaf kvótakerfis- ins, þótti það sanngjamt. Skip á suðursvæðinu höfðu verið meira í karfanum, enda liggur hann meira þar, en þorskurinn meira okkar megin,“ sagði Jóhann K. Sigurðsson frá Neskaupstað. „Menn á suðursvæðinu aðlöguðu sig þessum aðstæðum, bæði veiðar og vinnslu. Það höfum við fyrir norðan línu gert hvað varðar þorsk- inn, en ekki karfann því það er dýrt fyrir okkur að sækja hann suður og vestur fyrir. Fyrir sunnan er hreinlega um karfaverksmiðjur að ræða, vel til þess fallnar að vinna karfann, en við höfum sérhæft okk- ur í þorskinum. Ég held að meðal- þorskafli á skip á suðursvæðinu hafí ekki verið nema um 570 tonn á viðmiðunarárunum, en nú eru þeir komnir upp í 1.200 tonn. Því er búið að jaftia þetta út og nú á enn að bjóða meira. Mér finnst að mörgu leyti að hugmyndir um ákveðið hámark af karfa séu í rétta átt. Hér eru fjölmörg merk mál til umfjöllunar og af mörgu af taka. Ég vil sérstaklega nefna slysa- vamamál, sem Fiskifélag íslands hefur alla tíð haft mikil afskipti af. Við erum að áminna stjómvöld um það að leysa vanda, sem er mikill. Stjómun veiða smábáta er líka stórmál. Aðalfundur LÍÚ vísaði því frá sér að álykta um þau, en hér Jóhann K. Sigurðsson verður það sjálfsagt ekki gert. Mik- il aflaskerðing hjá eigendum smábáta mun ömgglega verða erfíð fyrir marga, sem hafa fíárfest af of mikilli bjartsýni. Þetta verður þeim ömgglega erfíð tanntaka," sagði Jóhann K. Sigurðsson. Guðmundur Runólfsson: Eigum allir að sitja við sama borð „STJÓRNUN fiskveiða er aðal- málið og það er víðtækt. Svæða- skiptingin er stóra málið í þessu, að við sitjum allir við saman borð. Það veit enginn hvað mun gerast með fiskistofnana við landið næstu árin. Verði þessi svæða- skiptíng samþykkt áfram tíl fjögurra ára, verður enn erfiðara en nú að fá henni breytt. Þetta óttast ég. Ég óttast lika að karfa- stofninn, sem á að nota tíl að friða okkur sunanlínumenn með, sé á niðurleið. Það er lengi búið að vara við því, en ég hef mikla trú á þvi að þorskstofninn sé á mik- illi uppleið," sagði Guðmundur Runólfsson frá Grundarfirði. „Það má benda á það, að á fjómm ámm höfum við veitt, sem samsvarar ársskammti fram yfír tillögur físki- fræðinga, en stoftiinn hefur eigi að síður náð sér upp og er sterkari en visindamenn töldu að hann yrði mið- að við sóknina," sagði Guðmundur. „Því tel ég mjög óvarlegt að skammta ákveðnum svæðum ákveðna fískistofna og að hreyfan- leiki verði enginn ámm saman. Ég tel að ftjálst fiskverð sé enn ekki tímabært. Við þolum það ekki að öllu leyti. Ég vil að einhver verð- gmnnur verði fundinn út frá því hvað fiskvinnslan og markaðimir þola og við það sé hægt að miða. Ekki að staðan verði þannig að verið sé að miða við óraunhæft verð á ein- hverri fisktegund vegna skyndilegrar þarfar fyrir hana á afmörkuðu svæði. Þannig verður verðið óeðlilega hátt. Ég held líka að siglingaskatturinn sé ekki réttlátur. Ég held að menn flytji fískinn ferskan utan í nauðvöm og af þörf og ekki sé vert að að setja þessum siglingum of þröngar skorð- ur. íslenzkur sjávarútvegur hefur þurft á erlendum fískmörkuðum að halda í áratugi. Þó æskilegt sé að vinna allan fiskinn heima í allra dýr- ustu og beztu pakkningamar, er það tæpast hægt. Ég vil jafnvel halda því fram, að við þurfum að leggja meiri rækt við ferskfiskmarkaði í Evrópu. Vitað er að markaðir í Frakklandi geta greitt hátt verð fyr- ir fiskitegundir, sem við höfum til þessa fengið lágt verð fyrir. Þann möguleika eigum við að nýta okkur. Guðmundur Runólfsson Mér fínnst ástæða til þess að íslenzkur sjávarútvegur fari að huga að því hvort ekki er hægt að kaupa veiðileyfi við Austur-Grænland eins og Japanir, Þjóðveijar og aðrar þjóð- ir gera. Við eigum einnig að leita leiða annars staðar, en megum ekki hleypa neinum inn hjá okkur í stað- inn. Við höfum ekki nóg fyrir okkur, þessa vegna þurfum við að leita ann- að, út fyrir hin þröngu landamæri okkar. Með vaxandi tækni og getu fínnst mér slæmt að loka sig inni í búri og nýta ekki þessa hæfileika og möguleika til öflunar meiri tekna fyrir þjóðarbúið," sagði Guðmundur Runólfsson. Krístján Ásgeirsson; Verðum að marka leiðandi stefnu „ÞAÐ má auðvitað taka mörg mál, en ég held að fiskveidistefn- an, markaðsmál, afkoman og fijálst fiskverð séu aðaimálin og auðvitað verður Fiskiþing að koma með stefnu, sem er leið- andi fyrir sjávarútvegsráðu- neytið og Alþingi. Geti það ekki gert svo, eigum við ekkert að vera að skipta okkur af þessu,“ sagði Kristíán Ásgeirsson frá Húsavík. „Helzta mál þessa þings er stjómun fískveiða næstu fjögur ár,“ sagði Kristján. „Mér sýnist vera fylgi við þann gildistíma hér. Þó hafa tillögur frá Fiskideildum og samböndum hljóðað upp á tvö, þijú og fíögur ár. Mikill ágreiningur er um skiptingu landsins í tvö aðal- veiðisvæði og sumir vilja að þau verði sameinuð í eitt svæði, en þá aðeins hvað varðar sóknarmark. Það kemur fram að á síðasta ári hafa aflamarksskip á Vestfjörðum, Norðurlandi og Áusturlandi verið með minni aflaverðmæti en skip á suðursvæðinu, en hins vegar er þessu öfugt farið með sóknar- marksskipin. Ég held að menn geri sér bara ekki grein fyrir því, að eigi að bijóta þetta upp, muni fleira fylgja í kjölfarið og uppstokkunin verði því meiri en menn ætla. Eðli- legast væri því að samkomulag næðist um núverandi svæðaskipt- ingu, en veruleg skerðing yrði á hlut sóknarmarksskipanna. Sóknar- markið átti aldrei rétt á sér meðan ekki var útlit fyrir aukningu á heild- arafla. Sé mönnum gefínn kostur á því að auka sinn hlut með sóknar- Kristján Ásgeirsson markinu, getur það ekki orðið á annan veg, en að af einhveijum öðrum verði tekið. Ég held því að þetta verði rætt af alvöru í sjávarút- vegsnefnd og vonast til að eitt álit komi frá henni svo það geti verið leiðandi fyrir stjómvöld. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 39 Marteinn Friðriksson: Fara verður eftir núgildandi lögum „NÚ ER að ljúka tímabili gild- andi laga og ég er þeirrar skoðunar að eftír þeim eigi að fara til áramóta. Samkvæmt þeim eigi að fást grundvöllur tíl að byggja á aflaskiptingu fyrir flotann næsta tímabil. Það er verið að bijóta settar reglur, fái sóknarmarksskipin ekki að vinna sig upp. Þau eiga að fá metinn ávinning, hafi þau aukið afla, en lækka, hafi afli þeirra minnkað. Sóknarmarkinu fylgir viss áhætta og i það fara þeir frek- ast, séu þeir óánægðir með aflareynslu sína og telja að hún hafi af einhveijum ástæðum ekki verið rétt,“ sagði Marteinn Frið- riksson frá Sauðárkróki. „Það er einn punktur í bréfí þing- mannanna 32, þess efnis að óeðli- legt sé að ýta undir flutning skipa á milli landssvæða með því að þau hljóti hærri meðaltalsafla, fari þau af suðursvæði yfir á norðursvæði," sagði Marteinn. „Það væri mjög einfalt fyrir Alþingi að setja það ákvæði inn í lögin, að aflareynsla fylgdi skipum við sölu. Þá þyrfti ekkert að vera að ræða um þetta, breytingin yrði þá engin við til- færslu skipa milli svæða. Það eru að vísu mörg ljón í veginum og bátar og skip hafa alltaf gengið kaupum og sölum. Það eru miklu fleiri bátar, sem eru á sóknarmarki en togarar og eigi að jafna afla milli togara eftir landsvæðum, verð- ur jöfnunin auðvitað að ná yfír alla skipaflokka. Togaramir hafa meiri möguleika til að færa sig á milli veiðisvæða en bátar og gera það auðvitað eftir aflabrögðum. Grunnur svæðaskipt- ingarinnar og aflaúthlutunar er byggður á nokkuð fijálsum aðgangi að miðunum, þar sem menn hugs- uðu fyrst og fremst um það, hvað væri hagkvæmast að gera. Á því var fyrsta úthlutun kvóta byggð. Hins vegar verður að taka það fram, að uppbætur, sem greiddar voru á Marteinn Friðriksson verð á karfa og annarra tegunda fyrir þessi skipti og voru síðan felld- ar niður, hafa verið bættar með verulegri aukningu þorskafla skipa á suðursvæði á sama tíma og dreg- ið hefur verið af skipum á norður- svæði. Aukning togara á suðursvæði er um 15%, en lækkun 15% fyrir norðan. í fíármunum tal- ið er þessi munur miklu meiri en þær verðbætur, sem vom felldar niður," sagði Marteinn Friðriksson. Hjörtur Hermannsson: „Siglingaskattur“ ekki rétta leiðin Fiskveiðistefnan er ákaflega erfitt mál úrlausnar og við- kvæmt. Hvað varðar skiptinguna í norður- og suðursvæði, verða menn að skoða afkomu útgerðar á þessum svæðum. Þá sjá menn að hún er engan veginn sambæri- leg. Það, sem togaraflotinn á suðursvæðinu þarf að ná fram, er meiri möguleiki til tekjuöflun- ar. Togarar á suðursvæðinu hafa ekki í dag sama möguleika til tekjuöflunar og togarar á norð- ursvæðinu. Það þarf að leiðrétta og það er mín skoðun að það verði útgerð og fiskvinnsla að gera saman sjálf. Þetta varðar ekki bara útgerðina, þvi fisk- vinnslufyrirtæki á suðursvæðinu hafa í raun heldur ekki sömu tekjumöguleika og fyrirtækin fyrir norðan línu. Ég hef enga „patent lausn“ á þessu máli, en menn verða að reyna að nálgast hvorn annan með einhveijum hættí," sagði Hjörtur Hermanns- Viðmiðunarárin, sem þessi skipt- ing byggist á, vom staðreynd. Mér fínnst það mjög eðlilegt, að þar sem karfí var þetta miklu meiri þáttur í afla sunnan skipa en skipa að norðan, megi gera ráð fyrir að fisk- vinnslan hafí aðajagað sig þessari skiptingu í afla. Úti á landsbyggð- inni er vinnslan miklu verr undir það búin að fara að vinna mikið af karfa. Á sama hátt' hlýtur aukin þorskveiði að valda erfíðleikum í vinnslu á karfasvæðunum. Menn verða líka að tala um jöfnun milli báta, ekki bara togara, en þar snýst dæmið við. Hámark báta að sunnan er hærra en fyrir norðan. Nú em veruleg umskipti í efna- hagsmálum samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar. Enginn veit hvað þau leiða af sér, en mér sýnast málin líta illa út miðað við verð- þróun í landinu og fastgengisstefn- una. Þetta góðæri, sem alltaf er verið að tala um, sér maður helzt í Reykjavík, til dæmis f Kringlunni, en ég sé engin dæmi um góðærið úti á landsbyggðinni. Ef hallar und- an fæti, vaxtaþróun verði eins og horfir í dag og vextir verði á milli 40 og 50%, sýnist mér horfa illa fyrir launþegum og fyrirtækjum í son frá Vestmannaeyjum. „Ferskfiskútflutningur er búinn að vera við lýði síðan togaraútgerð hófst á íslandi og er hreinlega aðal- lifibrauð sumra togaraútgerða og það er markaður, sem hefur verið og verður áfram og gefur oft á tíðum góða raun,“ sagði Hjörtur. „Svokallaður gámaútflutningur gerði það að verkum, £ið inn í fersk- fískútflutninginn bættust fleiri aðilar, smábátar og minni bátar. Það gerði þeim kleift að taka þátt í þessum markaði, oft með mjög góðum árangri, að vísu misjöfnum, en hann hefur hreinlega bjargað margri smáútgerðinni frá dauða, einkum og sérílagi þeim, sem und- anfarin ár hafa mikið til lifað á kolafiskiríi. Fyrir kola erlendis er hægt að fá upp í tífalt verð miðað við það, sem fæst hér heima. Það er alveg á hreinu að gámaflutning- urinn er kominn til að vera. Hitt er aftur annað mál, að á honum þyrfti að vera einhver stjóm eins landinu. Sóknin í rækjuna er bein afleið- ing af stjómun fískveiða síðustu ár. Rækjan hefur verið mjög góð búbót fyrir Norðlendinga og mörgum hveijum hefur hún gefið vel, en nú er komið að því, að allir viðurkenna að takmarka þurfí sóknina í rækj- una. Þá er málið hvemig sú takmörkun skuli vera. Um það em skiptar skoðanir, en ég tel að hún eigi að byggjast á þann hátt að veiðileyfum verði úthlutað á skipin, ekki vinnsluna. Hvort það verður svo byggt á aflareynslu að ein- hveiju leyti og stærð skipa að einhveiju leyti er framkvæmdaat- riði. Um þetta verðum við að marka stefnu og þá held ég að ágreiningur- inn verði fyrst og fremst um það hvort setja eigi kvóta á skip eða takmarka veiði með sóknardögum. í kvótanum finnst mér nauðsynlegt að leyft verði að framselja aflaleyfí til að auka hagkvæmni veiðanna. Þá fínnst mér of lítið hafa verið rætt um mikla skerðingu á veiði- heimildum loðnuskipa. Hlutdeild þeirra í loðnu nú og rækju virðist mér enginn grundvöllur fyrir rekstri þeirra. Þar verður eitthvað að gera,“ sagði Kristján Ásgeirsson. Hjörtur Hermannsson og öðmm ferskfísksölumálum. Hins vegar er sú stjómun ekki auðveld. Það em mýmargir þættir, sem þarf að hafa yfírsýn yfír og sumir þeirra ekkert auðveldir. Að mínu mati er hækkun á kvóta- frádrætti, „siglingakattinum", ekki rétta aðferðin til að ná fram þeim markmiðum, sem að er stefnt. Það er að segja að draga úr útflutn- ingi. Ég held að oft á tíðum muni þessi aukning á kvótafrádrætti alls ekki ná fram því markmiði og meg- inmarkmið allra, sem gera út, hlýtur að vera að fá sem hagstæð- ast verð fyrir afla sinn á hveijum tíma. Kvótafrádrátturinn er ekki rétta leiðin. Rétta leiðin hlýtur að vera sú að gefa fískvinnslu hérlend- is þann starfsgmndvöll, að hún geti borgað sambærilegt verð fyrir fískinn. Hér er náttúrlega farið yfir mörg mikilvæg mál. Þar má nefna físk- veiðistefnuna og öryggismál sjómanna. Sofandaháttur stjóm- valda á þvi sviði er alltof mikill. Þrátt fyrir margítrekaðar tillögur á Fiskiþingi um aukna fjárveitingu til öryggismála, virðist fjárveitinga- valdið hunza þær allar, skeri frekar niður en hitt. Síðan er nánast all skattlagt sem hægt er til að draga úr kaupum á öryggistækjum. Þar má nefna söluskatt á flotbúninga og ýmis önnur björgunartæki sem dæmi. Við þurfum að halda áfram að beijast fyrir þeim málum og ná þeim fram. Þá vil ég benda á það, að fískeldi í hvaða mynd, sem það er, á auðvit- að að heyra undir sjávarútvegsráðu- neytið. Það hlýtur að eiga meiri samleið með sjávarútvegi en land- búnaði," sagði Hjörtur Hermanns- son. Guðjón A. Kristjánsson: Verðum að ná sáttum um f iskveiðistef niina „FISKVEIÐISTEFNAN er auð- vitað aðalmálið, hvort sem hún verður til þriggja eða fjögurra ára. Inn í þá umræðu »11« bland- ast önnur mikil mál. Útflutning- ur á gámafiski og afkomumál í sjávarútvegi á hvaða sviði sem er svo dæmi séu nefnd. Þessi mál tvinnast öll saman í eina heild, þegar reynt er að móta stefnuna. Ég held það verði ákaf- lega vandasamt og erfitt eftir gangi umræðna, að fá þetta til að koma þannig út að sættir ná- ist miðað við öU þau ólíku sjónarmið, sem fram hafa kom- ið,“ sagði Guðjón A. Kristjáns- son, forsetí FFSÍ. „Hins vegar er ég alveg viss um það, að þegar menn fara að skoða raunverulegan mun milli norður- og suðursvæðis í sóknarmarki tog- ara, sjái þeir, að munur á þorskafla- hámarki hefur verið jafnaður verulega undanfarin misseri. Miðað við hámark á karfaafla á sama hátt og á þorskinum, en hærra fyr- ir sunnan en norðan, sé ég ekki betur en þessi munur sé jafnaður hvað aflaverðmæti varðar. Ég held að menn sjái að munurinn er nán- ast enginn, þegar þeir fara að skoða málin og þessi ágreiningur, sem hér er uppi, sé hreinlega byggður á því, að menn hafa ekki skoðað málin ofan í kjölinn. Hvað það er, sem liggur að baki þessum mismun. Það er alveg nauðsynlegt, vilji menn að mark verði tekið á samþykktum Fiskiþings, verði sættir að nást. Fram eru komin frumvarpsdrög um stjómun fiskveiða. Ég á ekki von á að á því verði neinar gjörbyltingar miðað við þau sjónarmið, sem uppi em. Hvort sem menn eru fylgjandi þessu kerfí eða ekki, eru þeir að vinna í þvf og það virðist vera meiri- hluti fyrir því að halda því áfram. Þá er bara spumingin um að hafa það þannig að sem flestir, helzt Guðjón A. Kristjánsson allir, geti sætt sig við útfærsluna á því. Vinnan lilýtur því að mestu leyti að snúast um það. Auðvitað hafa mörg önnur mál komið upp á borðið, svo sem lög félagsins, öryggismál og menntun- armál skipstjómarmanna. Innan þeirrar umræðu á einnig að ræða menntunarmál loftskeytamanna. Ég er á því, að þó sú stefna hafí verið tekin, sé það ekki tímabært að leggja niður störf lofskeyta- manna um borð í skipunum. í öllum lengri siglingum skipa, held ég að fyll þörf sé á lofskeytamönnum. Ég held því að ekki sé rétt að leggja menntun loftskeytamanna niður og stroka stéttina út. Það er ekki rétt hvað öryggismál varðar. Það hefur iðulega komið í ljós á neyðarstund- um og þegar slys verða, að full þörf hafí verið fyrir þessa menn. Það eru mörg dæmi þess, að ekki hafi gengið of vel að ná loftskeyta- sambandi á örlagastundum," sagði Guðpón A. Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.