Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Morgunblaðið/GSV Minkabú Pólarpels er í fimm skálum, en húsið sem er lengst til vinstri á myndinni er skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins og þar er einnig verið að innrétta 700 fermetra fyrir skinnaverkunarstöð. „Minkurínn er Rolls Royce fataframleiðslunnar “ - segir Þorsteinn Már Aðalsteinsson loðdýrabóndi á Dalvík Unnið við að meta lífdýr. Frá vinstri: Ottó Gunnarsson bústjóri, Ævarr Hjartarson ráðunautur og Þorsteinn Már Aðalsteinsson loð- dýrabóndi. „Stjóravöld hafa alls ekki stað- ið nægilega vel að málefnum loðdýraræktar á íslandi þó yfir- völd lofi loðdýrarækt í öðru hvoru orði og ætlast tíl að hún taki við af hinum hefðbundna búskap. Rekinn var óhemju áróð- ur fyrir refaræktinni í fyrstu og eftir verðfall á undanförnum tveimur árum standa bændur eftir með sárt ennið á meðan stjórnvöld firra sig allri ábyrgð. Veitt eru leyfi út um hvippinn og hvappinn sem er í sjálfu sér í lagi, en tryggja verður gæði vi nns 1 urásarinnar frá upphafi til enda,“ sagði Þorsteinn Már Aðal- steinsson minkabóndi á Dalvík. Stærsta búið Þorsteinn hefur rekið stærsta loð- dýrabú á landinu, Pólarpels, nú í sextán ár og var hann einn af átta bændum sem komu fyrstir upp loð- dýrabúum hérlendis. Húsnæði búsins telur 13.000 fermetra að gólffleti og hefur Þorsteinn nú 3.000 minkalæður og 800 refalæður. Af- komuna í vor í minkarækt sagði Þorsteinn hafa verið mjög góða, yfir fimm hvolpar á læðu, en í refa- ræktinni hefði hver læða gotið undir fimm yrðlingum á meðan eðlilegt (i er að hver sé með þetta sex til sjö talsins. Aðalmarkaðurinn fyrir mink og ref er á uppboðum í Danmörku auk þess sem ögn af refaskinnum fer til London. „Reksturinn gekk mjög erfiðlega framan af. Þrálátur sjúkdómur kom upp á minkabúunum sem reyndar var útiýmt með öllu fyrir þremur til flórum árum og nú höfiim við jafnmikla möguleika á að standa okkur og þeir sem lengst eru komn- ir í ræktuninni, frændur vorir Danir. Skorið var niður á öllum búum og gerð var krafa um að bændur keyptu ný dýr af úrvalsstofni frá Dönum og er ísland nú eina landið án þessa sjúkdóms. Sjúkdómi þess- ,r um má líkja við eyðni og hefur hann gert út af við hundruð eða þúsundir minkabúa víðsvegar um heim,“ sagði Þorsteinn. Minkurinn á framtíð Hann sagði að minkaræktin væri kjölfestan I loðdýraræktinni, eins- konar Rolls Royce fataframleiðsl- unnar. „Við fslendingar stöndum mjög veí að vígi í samkeppni við aðrar þjóðir, en ennþá erum við ekki búnir að slíta bamsskónum í rætkuninni. Stofninn er góður en sárlega vantar á að skinnameð- höndlunin sé á því stigi sem hún á að vera. Refamarkaðurinn hefur verið í lægð undanfarin tvö ár. Refa- bændur eiga nú afar erfítt upp- dráttar og þurfa nánast að greiða með framleiðslunni. Varla líður sú vika að maður heyri ekki um ein- hvem sem gefíst hefur upp. Sumir - halda þó í vonina ennþá, bæði hefur refastofninn skánað og menn eru famir að fara út í sæðingar í meira' mæli en áður. Refurinn er hinsvegar miklu háðari tískusveiflum en mink- urinn svo það skiptast á skin og skúrir hjá refabændum á meðan afkoma minkabænda er alltaf jöfn og tiltölulega óháð verðsveiflum. Yfír minkaskinnum er mikill glæsi- leiki og álitið er að enn meiri markaður sé fyrir skinnin en fram- boð segir til um. Karlmenn em famir að sækjast eftir minkapelsum meira en áður. Ekki hefur þó verið ráðist í markaðssetningu á minka- • pelsum fyrir karlmenn að neinu marki þar sem heimsframleiðslan er ekki orðin það mikil. Fullvíst er þó að mjög bjart er yfir minkarækt- inni og því hlýtur hún að vera framtíðaratvinnugrein fyrir íslend- inga. Verð á minkaskinnum mætti jafiivel lækka örlítið þar sem það hefur verið fullhátt undanfarið." Áróður yfirvalda Þorsteinn sagði að stjómvöld hefðu aldrei tekið á málefnum loð- dýraræktarinnar af neinni alvöm þó einstaka þingmenn sýndu þessari atvinnugrein áhuga. „Refaræktin átti að bjarga bændum úr hinum hefðbundna búskap og varla hefur verið haldin framboðsræða undan- farin ár án þess að loðdýraræktin sé lofuð í hástert og talað um himin- hátt verð á uppboðsmörkuðunum. Mönnum er ef til vill vorkunn. í þá daga var skinnaverð hátt, en menn áttu að vita um þær verðsveiflur sem skapast geta á þessu sviði, sérstak- lega varðandi refaræktina. Öll vinnubrögð viðvíkjandi atvinnu- greininni hafa verið mjög svo handahófskennd svo ekki sé sterk- ara að orði kveðið og engin heildar- stefna verið mörkuð af hálfu yfírvalda þrátt fyrir fögur fyrirheit." Fóðurflutningar í ólestri Ekki em allir á eitt sáttir um fóðurflutninga og fóðurverð, en þær reglur sem nú em við lýði álítur Þorsteinn fyrir neðan allar hellur. „Ef til dæmis loðdýrabú er reist í óraQarlægð frá fóðurstöð stór- hækkar það fóðurverð hjá þeim loðdýrabændum sem reist hafa bú sín nálægt stöðinni. Þetta em ekki smáar upphæðir, jafnvel 10-20% af fóðurverði. Allir bændur borga sama fóðurverð burtséð frá búsetu. Aukin skattheimta er sett á okkur bænd- ur, sem búum ef til vill í næsta húsi við fóðurstöð, eins og tilfellið er með mig, til þess að greiða niður flutningskostnað fyrir þá sem fjærst búa. Ekki finnst mér mikið réttlæti í þessu. Mér finnst sjálfsagt að þeir bændur, sem búa fjærst, taki þátt í eigin flutningskostnaði, í stað þess að láta aðra bændur svíða fyrir stað- setningu þeirra. Jaftiframt finnst mér koma til greina að ríkiskassinn taki á sig eitthvert jöfnunargjald úr því þau endilega vilja veita þess- um búum leyfi. Persónulega finnst mér að setja eigi fast gjald á alla loðdýrabændur vegna fóðurflutn- inga. Síðan ætti að setja á aukagjald með tilliti til þess kílómetraflölda sem er á milli fóðurstöðva og loð- dýrabúa og ef stjómvöld veita leyfi fyrir loðdýrabúum á óhagstæðum svæðum verða þau líka að taka þátt í þeim kostnaðarauka sem því fylg- ir í stað þess að velta vandanum yfir á óviðkomandi aðila." Alvöruskinna- verkunarstöðvar Þorsteinn sagði að skinnaverkun hérlendis stæði á brauðfótum og lítill skilningur virtist ríkja um að skinnaverkun gæti verið alvöruat- vinnuvegur. „Gífurlega mikið atriði er að skinnaverkun sé vel úr garði gerð. Þetta eru síðustu mínútumar í framleiðsluferlinum og vanda þarf mjög meðferð þar sem gæðin ráðast mikið af verkuninni. Líkja má skinnaverkuninni við umbúðir fram- leiðsluvömnnar. Engum, sem framleiddi dýrt og fínt ilmvatn, dytti í hug að dreifa því í verslanir til kaupandans á maltflöskum. Því miður er alltof algengt að bændur neyðist til að setja upp lágmarks- græjur í íjárhúsunum hjá sér til verkunarinnar og vildi maður gjam- an geta státað af skilningi stjóm- valda á alvömskinnaverkunarstöðv- um.“ Þorsteinn stendur í því þessa dagana að gjörbreyta skinnaverkun fyrirtækis síns. Áður fór verkunin fram í þremur til flómm litlum her- bergjum en flyst nú í tæplega 700 fermetra stórt húsnæði þar sem Þorsteinn rak áður fóðurstöð. Hann hefur fest kaup á sjálfvirkum vél- búnaði til verkunarinnar svo sem loftstýringu í alla þurrkklefa, skröp- unarvélar, þurrkblásara með stillan- legum Ioftinntökum auk þurrkunar- og pökkunarklefa. „Þama er ég að byggja fyrir framtíðina enda þarf ég að verka um 20.000 skinn á ári hveiju aðeins fyrir sjálfan mig auk þess sem eitthvað er um að menn séu að biðja mig að verka fyrir sig sem ég hef ekki getað sinnt að neinu marki." Veggir allstaðar Þorsteinn sagði að óhætt væri að segja að loðdýrabændur rækju sig á veggi endalaust! þessari hring- iðu loðdýraræktarinnar og tók sem dæmi þá byltingu sem hann væri að gera á sviði skinnaverkunar hjá sér. Hann kvaðst ekki mæta nokkr- um skilningi stofnana sem ættu að sinna slíkum málum. Stjómmála- menn væm enn að tala með fagurg- ala um þessa nýju atvinnugrein sem öllu ætti að bjarga sem reyndar væri ekkert fjarri lagi. Hinsvegar væri annað hljóð í strokknum þegar áhugasamir menn ætla virkilega að fara að byggja upp hjá sér, að vísu þó með mjög skemmtilegum undan- tekningum, að sögn Þorsteins. Til væm menn í kerfinu sem væm eins í orði og á borði en hann yrði að játa að viss sofandaháttur virtist ríkja í ráðuneytinu hvað þetta varð- aði. „Loðdýraræktinni er ætlað að taka við stórum hluta af vanda hins hefðbundna búskapar, en ef hún getur ekki einu sinni tekið á eigin vandamálum og byggt sig upp skyn- samlega er ekki hægt að ætlast til að hún taki við vanda annarra at- vinnugreina. Menn verða að byija á réttum enda," sagði Þorsteinn að lokum. IVERSLUN & VIÐSKIPTI Á AKUREYRI Vandaður karlmannafatnaður í úrvali Leggjum áherslu á góða og örugga þjónustu. Klæðskeraþjónusta. errabodin RJURAMtUTI 92 602 AKURtTRI SlRRI W 2R7W R0X 397 41 Hafnarstrati 92 - Sími 96-26708 SIEMENS heimilistæki • Örbylgjuofnar • Þvottavélar • Þurrkarar Furuvöllum 1, 600 Akureyri Sími 96-27788 TISKU- UÓS \ AKURUÓSI AKURVÍK Jólakort Pantiðjólakortin tímanlega 15% afsláttur til 1. des. ^PediGmyndir? Hafnarstræti 98 - Sími 96-23520
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.