Morgunblaðið - 19.11.1987, Page 26

Morgunblaðið - 19.11.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Þakka hjartanlega öllum sem glöddu mig meÖ gjöfum ogheimsóknum á nirœÖisafmœli mínu. GuÖ blessi ykkur öll. Magdalena Kristjánsdóttir, Túngötu 16, Patreksjirði. S*E£*«r eðaheilar samstæour f y \ / " Níösterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stæröir. Hentarnánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBODS OG HEILDVEfíSLUN BÍLDSHÖFÐA 16 SIMI 6724 44 í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG A RÁÐHÚSTORGI Þú svalar lestraiþörf dagsins ájSÍóum Maggans! A SACHS KÚPPLINGAR SACHS originalS]teile -kúpplingar og pressur í allar helstu gerðir fólks- og vöru- bíla. -Orginal vestur þýsk gæði. HEILDSÖLUBIRGÐIR OG EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI. ® JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 SUNDABORG 13 - 104 REYKJAVÍK - SÍMI 688588 VELDU ®TDK ÞEGAR ÞÚ VILT HAFA ALLT Á HREINU AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir PATRICK WORSNIP Geta umbætur í efna- hagsmálum o g kommún- isminn ekki farið saman? í höfuðborgum Austur-Evrópulandanna er mikið talað um efna- hagslegar umbætur en margir hagfræðingar efast samt um, að hið rígskorðaða kerfi kommúnismans sé fært um að laga sig að nýjum timum og greiða götuna fyrir atvinnu- og stjómun- araðferðum, sem taka nieira tillit til markaðarins. Leiðtogar Austur-Evrópuríkj- anna vilja gera í líkingu við Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sov- étríkjanna, og hafa ýmist þegar kynnt sínar eigin tillögur um umsköpun efnahagslífsins eða eru teknir upp á því á gamals aldri að boða hinn nýja sið. „Breytingin, sem orðið hefur á forystu Sovétríkjanna, hefur haft mjög góð áhrif," segir vest- rænn stjómarerindreki. „Menn hafa það ekki lengur á tilfinning- unni, að Kremlverjar muni ávallt setja þeim stólinn fyrir dymar.“ Breytingar í A-Evrópu Ungverjar, sem riðu á vaðið með breytingar á miðstýrðu efna- hagslífínu fyrir 20 árum, ætla að ganga enn lengra á næsta ári. Þá verður í fyrsta sinn lagð- ur á virðisaukaskattur og tekju- skattur á einstaklinga og sett verða lög um gjaldþrot fyrir- tækja. Pólska stjómin kynnti í síðasta mánuði áætlanir um að minnka skriffínnskuna, segja upp 3.000 embættismönnum og auka vald verksmiðjustjóranna og annarra forsvarsmanna í atvinnulífínu. Verða þessar tillögur bomar und- ir þjóðaratkvæði 29. nóvember nk. í Búlgaríu hefur Todor Zhivkov, hinn hálfáttræði leiðtogi kommúnistaflokksins, skipað fyrir um vemlega breytingar á stjómkerfinu og kynnt nýtt kerfí, sem felur í sér nokkra sjálfstjóm iðnverkamanna. í Tékkóslóvakíu hefur einnig verið ákveðið að gefa einstökum fyrirtækjum frjálsari hendur frá og með 1989. Af AustantjaldBríkjunum em það aðeins Rúmenar og Austur- Þjóðveijar, sem telja sig ekki hafa neina þörf fyrir breytingar. Helmingi meiri til- kostnaður Vestrænir sendimenn sem fylgjast vel með efnahagsmálum í Austur-Evrópu, segja, að breyt- ingamar, sem þegar em áorðnar, hafí verið óhugsandi fyrir fímm eða tíu árum. Þrátt fyrir það eru margir hagfræðingar vantrúaðir á árangurinn og líkja þeir umbót- unum við flugvél, sem skoppar eftir flugbraut en fær aldrei að komast á þann hraða, sem þarf til flugtaks. Öllum ber saman um, að. ástæðan fyrir umbótaáhuganum í austurvegi sé, að mönnum þar er farið að skiljast, að kom- múnískt hagkerfí, með mikilli Qárfestingu í þungaiðnaði og ósveigjanlegum framleiðsluáætl- unum, er ófært um að halda f við tækniþróunina. Samkvæmt tölum, sem pólski hagfræðingur- inn Jan Winiecki hefur birt, þurfa Varsjárbandalagslöndin helmingi meira af orku og jámi en Vesturl- önd til að framleiða ákveðna verðmætaeiningu. Lífskjörin eru langt á eftir því, sem gerist á Vesturlöndum, og iðnframleiðsla austanijaldsríkjanna er ekki samkeppnishæf á heimsmarkaði, þróunarlönd á borð við Taiwan og Suður-Kóreu taka þeim langt fram nú þegar. Ófullkomnar umbætur Kommúnistaleiðtogamir hafa komist að þeirri niðurstöðu, að ráðið sé að minnka áætlunarbú- skapinn, sem metur meira magn en gæði, og láta verksmiðjusljór- ana um meiri ábyrgð og ákvarð- anir. Þetta hefur verið gert í Ungveijalandi, að nokkru leyti a.m.k., og í Sovétríkjunum hefur Gorbachev sagt, að frá og með næsta ári verði fyrirtækin að standa undir sjálfum sér án fram- laga af opinberu fé. Hagfræðingar segja, að margvíslegir gallar hafí komið í ljós á ungversku aðferðinni. Pyr- irtæki í landbúnaði og þjónustu hafa fengið nokkuð lausan taum- inn en í þungaiðnaði hefur engin breyting orðið á. Þar em embætt- ismenn flokksins enn allsráðandi og hlutast til um dulbúna styrki í stað fjármálalegs aðhalds. Ann- að er það, að til að geta gert sér grein fyrir hagnaði eða tapi verð- ur verðlagningin að vera rétt en ekki tilbúin af stjómvöldum. Ríkisstjómir í ýmsum Austur- Evrópulöndum gera sér grein fyrir þessu en verðhækkanir eru viðkvæmt mál, ekki síst í Póll- andi. Þar er þó búist við miklum hækkunum á næsta ári og hefur stjómin hamrað á því við almenn- ing, að ástandið muni versna áður en það fer að batna. Kommúnismi á kross- götum Efnahagsumbótunum stafar þó langmest hætta af embættis- mannaskaranum og verksmiðju- stjórum, sem vilja hvorki missa af bitlingunum né takast á við samkeppni og aðhald í rekstri. Rikisstjómir í Austur-Evró- puríkjunum geta heldur ekki hugsað þá hugsun til enda, að þar verði verulegt atvinnuleysi enda hafa þær hingað til talið það einkenna kapitalísku löndin. Winiecki, sem er aðstoðarpró- fessor við atvinnurannsókna- stofnunina í Varsjá, telur, að pólitískar breytingar séu óhjá- kvæmilegár. „Það kemur ekki á óvart þótt einu hugmyndimar, sem virðast líklegar til að bera árangur, felist í uppstokkun á öllu hinu komm- úníska kerfi, ekki bara á efna- hagsmálunum," segir hann í bók, sem gefín hefur verið út á Vest- urlöndum. Comecon í vanda Hagfræðingar á Vesturlönd- um segja, að annað vandamál sé það, að fari fyrirtækin að miða framleiðsluna við markaðinn en ekki áætlanir stjómvalda, geti það valdið ringulreið innan Comecon, efnahagsbandalags Austur-Evrópuríkjanna. Það á við um gjaldeyri allra ríkjanna, að hann er ekki viðurkenndur sem gild greiðsla í alþjóðavið- skiptum og þess vegna er ein- göngu um vöruskiptaverslun að ræða innan Comecon. Landi A ber að flytja inn frá landi B jafn mikið og það flytur til þess og getur þess vegna ekki eignast viðskiptaafgang, sem unnt væri að nota í landi C. Að undanfömu hafa sést til- lögur um að koma á hörðum gjaldeyri í Austur-Evrópu en líklega er langt í, að þær verði að raunveruleika. Hvað sem því líður hafa sumar austur-evróp- skar ríkisstjómir trú á, að þær séu nú á réttri leið í átt til „mark- aðssósíalismans". Höfundur er blaðamaður Reuter-f réttastofunnar. Eru biðraðir og efnahagsöngþveiti óhjákvæmilegur fylgifiskur komini'ininmanH?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.