Morgunblaðið - 19.11.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.11.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Þakka hjartanlega öllum sem glöddu mig meÖ gjöfum ogheimsóknum á nirœÖisafmœli mínu. GuÖ blessi ykkur öll. Magdalena Kristjánsdóttir, Túngötu 16, Patreksjirði. S*E£*«r eðaheilar samstæour f y \ / " Níösterkarog hentugar stálhillur. Auðveld uppsetning. Margarog stillanlegar stæröir. Hentarnánast allsstaðar. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga UMBODS OG HEILDVEfíSLUN BÍLDSHÖFÐA 16 SIMI 6724 44 í Kaupmannahöfn F/EST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG A RÁÐHÚSTORGI Þú svalar lestraiþörf dagsins ájSÍóum Maggans! A SACHS KÚPPLINGAR SACHS originalS]teile -kúpplingar og pressur í allar helstu gerðir fólks- og vöru- bíla. -Orginal vestur þýsk gæði. HEILDSÖLUBIRGÐIR OG EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI. ® JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 SUNDABORG 13 - 104 REYKJAVÍK - SÍMI 688588 VELDU ®TDK ÞEGAR ÞÚ VILT HAFA ALLT Á HREINU AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir PATRICK WORSNIP Geta umbætur í efna- hagsmálum o g kommún- isminn ekki farið saman? í höfuðborgum Austur-Evrópulandanna er mikið talað um efna- hagslegar umbætur en margir hagfræðingar efast samt um, að hið rígskorðaða kerfi kommúnismans sé fært um að laga sig að nýjum timum og greiða götuna fyrir atvinnu- og stjómun- araðferðum, sem taka nieira tillit til markaðarins. Leiðtogar Austur-Evrópuríkj- anna vilja gera í líkingu við Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sov- étríkjanna, og hafa ýmist þegar kynnt sínar eigin tillögur um umsköpun efnahagslífsins eða eru teknir upp á því á gamals aldri að boða hinn nýja sið. „Breytingin, sem orðið hefur á forystu Sovétríkjanna, hefur haft mjög góð áhrif," segir vest- rænn stjómarerindreki. „Menn hafa það ekki lengur á tilfinning- unni, að Kremlverjar muni ávallt setja þeim stólinn fyrir dymar.“ Breytingar í A-Evrópu Ungverjar, sem riðu á vaðið með breytingar á miðstýrðu efna- hagslífínu fyrir 20 árum, ætla að ganga enn lengra á næsta ári. Þá verður í fyrsta sinn lagð- ur á virðisaukaskattur og tekju- skattur á einstaklinga og sett verða lög um gjaldþrot fyrir- tækja. Pólska stjómin kynnti í síðasta mánuði áætlanir um að minnka skriffínnskuna, segja upp 3.000 embættismönnum og auka vald verksmiðjustjóranna og annarra forsvarsmanna í atvinnulífínu. Verða þessar tillögur bomar und- ir þjóðaratkvæði 29. nóvember nk. í Búlgaríu hefur Todor Zhivkov, hinn hálfáttræði leiðtogi kommúnistaflokksins, skipað fyrir um vemlega breytingar á stjómkerfinu og kynnt nýtt kerfí, sem felur í sér nokkra sjálfstjóm iðnverkamanna. í Tékkóslóvakíu hefur einnig verið ákveðið að gefa einstökum fyrirtækjum frjálsari hendur frá og með 1989. Af AustantjaldBríkjunum em það aðeins Rúmenar og Austur- Þjóðveijar, sem telja sig ekki hafa neina þörf fyrir breytingar. Helmingi meiri til- kostnaður Vestrænir sendimenn sem fylgjast vel með efnahagsmálum í Austur-Evrópu, segja, að breyt- ingamar, sem þegar em áorðnar, hafí verið óhugsandi fyrir fímm eða tíu árum. Þrátt fyrir það eru margir hagfræðingar vantrúaðir á árangurinn og líkja þeir umbót- unum við flugvél, sem skoppar eftir flugbraut en fær aldrei að komast á þann hraða, sem þarf til flugtaks. Öllum ber saman um, að. ástæðan fyrir umbótaáhuganum í austurvegi sé, að mönnum þar er farið að skiljast, að kom- múnískt hagkerfí, með mikilli Qárfestingu í þungaiðnaði og ósveigjanlegum framleiðsluáætl- unum, er ófært um að halda f við tækniþróunina. Samkvæmt tölum, sem pólski hagfræðingur- inn Jan Winiecki hefur birt, þurfa Varsjárbandalagslöndin helmingi meira af orku og jámi en Vesturl- önd til að framleiða ákveðna verðmætaeiningu. Lífskjörin eru langt á eftir því, sem gerist á Vesturlöndum, og iðnframleiðsla austanijaldsríkjanna er ekki samkeppnishæf á heimsmarkaði, þróunarlönd á borð við Taiwan og Suður-Kóreu taka þeim langt fram nú þegar. Ófullkomnar umbætur Kommúnistaleiðtogamir hafa komist að þeirri niðurstöðu, að ráðið sé að minnka áætlunarbú- skapinn, sem metur meira magn en gæði, og láta verksmiðjusljór- ana um meiri ábyrgð og ákvarð- anir. Þetta hefur verið gert í Ungveijalandi, að nokkru leyti a.m.k., og í Sovétríkjunum hefur Gorbachev sagt, að frá og með næsta ári verði fyrirtækin að standa undir sjálfum sér án fram- laga af opinberu fé. Hagfræðingar segja, að margvíslegir gallar hafí komið í ljós á ungversku aðferðinni. Pyr- irtæki í landbúnaði og þjónustu hafa fengið nokkuð lausan taum- inn en í þungaiðnaði hefur engin breyting orðið á. Þar em embætt- ismenn flokksins enn allsráðandi og hlutast til um dulbúna styrki í stað fjármálalegs aðhalds. Ann- að er það, að til að geta gert sér grein fyrir hagnaði eða tapi verð- ur verðlagningin að vera rétt en ekki tilbúin af stjómvöldum. Ríkisstjómir í ýmsum Austur- Evrópulöndum gera sér grein fyrir þessu en verðhækkanir eru viðkvæmt mál, ekki síst í Póll- andi. Þar er þó búist við miklum hækkunum á næsta ári og hefur stjómin hamrað á því við almenn- ing, að ástandið muni versna áður en það fer að batna. Kommúnismi á kross- götum Efnahagsumbótunum stafar þó langmest hætta af embættis- mannaskaranum og verksmiðju- stjórum, sem vilja hvorki missa af bitlingunum né takast á við samkeppni og aðhald í rekstri. Rikisstjómir í Austur-Evró- puríkjunum geta heldur ekki hugsað þá hugsun til enda, að þar verði verulegt atvinnuleysi enda hafa þær hingað til talið það einkenna kapitalísku löndin. Winiecki, sem er aðstoðarpró- fessor við atvinnurannsókna- stofnunina í Varsjá, telur, að pólitískar breytingar séu óhjá- kvæmilegár. „Það kemur ekki á óvart þótt einu hugmyndimar, sem virðast líklegar til að bera árangur, felist í uppstokkun á öllu hinu komm- úníska kerfi, ekki bara á efna- hagsmálunum," segir hann í bók, sem gefín hefur verið út á Vest- urlöndum. Comecon í vanda Hagfræðingar á Vesturlönd- um segja, að annað vandamál sé það, að fari fyrirtækin að miða framleiðsluna við markaðinn en ekki áætlanir stjómvalda, geti það valdið ringulreið innan Comecon, efnahagsbandalags Austur-Evrópuríkjanna. Það á við um gjaldeyri allra ríkjanna, að hann er ekki viðurkenndur sem gild greiðsla í alþjóðavið- skiptum og þess vegna er ein- göngu um vöruskiptaverslun að ræða innan Comecon. Landi A ber að flytja inn frá landi B jafn mikið og það flytur til þess og getur þess vegna ekki eignast viðskiptaafgang, sem unnt væri að nota í landi C. Að undanfömu hafa sést til- lögur um að koma á hörðum gjaldeyri í Austur-Evrópu en líklega er langt í, að þær verði að raunveruleika. Hvað sem því líður hafa sumar austur-evróp- skar ríkisstjómir trú á, að þær séu nú á réttri leið í átt til „mark- aðssósíalismans". Höfundur er blaðamaður Reuter-f réttastofunnar. Eru biðraðir og efnahagsöngþveiti óhjákvæmilegur fylgifiskur komini'ininmanH?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.