Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987
25
Staða loftskeytamanna
í fjarskiptamálum
eftir Björn Ólafsson »En nú hafa málin allt
í einu snúist við, nýjar
alþjóðareglur um fjar-
skipti hafa séð dagsins
ljós, sem skapa starfs-
svið fyrir 20.000 loft-
skeytamenn í fjar-
skiptakerfi heimsins."
Eins og alþjóð er kunnugt, hefur
engin menntun verið veitt í fjar-
skiptum á íslandi síðustu átta árin
og fjarskiptamál okkar því komin
i megnustu óreiðu, radíóviðskiptum
skipa okkar ásamt neyðar- og ör-
yggisþjónustu hefur einnig verið
stefnt í algjöran voða.
Sláandi dæmi um það er sjóslys-
ið er ms. Suðurland fórst fyrir
Norðausturlandi, og strandgæzlu-
skip Færeyinga varð að bijótast á
slysstað, gegn stormi og stórsjó, til
björgunar áhafnar skipsins.
Sjóslysið við Skrúð er ms. Syneta
fórst er líka sorglegt dæmi um al-
vöru þessara mála, sem ég ætla þó
ekki að rekja, því að sannleikurinn
allur hefur enn ekki komið í ljós.
Allir hugsandi menn til sjós
þekkja þörfína á hlustvörzlu og
neyðarþjónustu við sjófarendur og
hafa um langan tíma verið áhyggju-
fullir og beðið með óþreyju eftir
ákvarðanatöku Alþjóða fjarskipta-
sambandsins, ITU, um stöðu loft-
skeytamanna í fjarskiptaþjónustu
heimsins.
Um langt skeið hafa misvitrir
póst- og símamálastjómir og sinnu-
Iitlar ríkisstjómir svæft þessi mál
og komið þeim í algjört óefni.
Svo langt hefur þessi sofanda-
háttur gengið hér á landi, að
stjómendur þessara mála hafa nær
gengið af allri ijarskiptamenntun
og loftskeytamannastéttinni dauðri.
Landssími íslands er búinn að
loka fyrir alla morse-þjónustu á
strandstöðvum landsins nema
Reykjavíkur-radfó, TFA, og getur
því ekki veitt þá þjónustu er honum
ber, lögum og reglugerðum sam-
kvæmt, vegna vöntunar á sér-
menntuðum fjarskiptamönnum.
Varðskipin okkar eru nú loft-
skeytamannslaus í svartasta
skammdeginu, en þau hafa til
skamms tíma verið sjófarendum
okkar hin eina von og aðal bjarg-
vættur í slysa- og neyðartilfellum
við strendur landsins. Svona er nú
málum komið, enda orðið mörgum
áhyggjuefni.
En nú hafa málin allt í einu snú-
ist við, nýjar alþjóðareglur um
FINNSK FRAMLEIÐSLA
Hoildsölubirgðir
SpÞYSK-ISLENSKAHF.
I ■ Lynghálsi 10-110 Reykjavik - Simi: 82677
fjarskipti hafa séð dagsins ljós, sem
skapa starfssvið fyrir 20.000 loft-
skeytamenn í fjarskiptakerfí
heimsins. Við, sem aðrir, þurfum
því að taka upp myndarlega fjar-
skiptakennslu og vakna af þymi-
rósar-svefninum.
í októberfréttabréfí Alþjóða
flutningaverkamannasambandsins
(Intemational Transport workers
Federation, ITF,) segir frá afger-
andi ákvörðun er gerð var á ráð-
stefnu Alþjóða fjarskiptasambands-
ins (Intemational Telecommunicati-
ons Union, ITU,) í Genf hinn 14.
október síðastliðinn.
Miklar deilur og harðvítug átök
hafa staðið um þessi mál í árarað-
ir, en nú loksins hefur náðst
afgerandi lausn hjá hinum ábyrgu
aðilum. Það gerðist með samþykkt
málamiðlunartillögu Alþjóða flutn-
ingamannasambandsins.
í henni var krafist sérmenntaðra
manna í fjarskiptum og rafeinda-
tækni, með annaðhvort 1. eða 2.
flokks loftskeytamanns skírteini á
öll skip í úthafssiglingum og In-
marsats (gerfítungla) neyðar- og
fjarskipti.
Hin raunhæfu áhrif þessarar nið-
urstöðu eru, að loftskeytamenn
heyra ekki fortíðinni til, eins og of
margir virðast hafa haldið, enda er
kunnátta og menntun 5 þessu starfi
sem öðmm ávallt forsenda framfara
og árangurs í starfí.
Höfundur er loftskeytamaður. Björn Ólafsson
/ssssa.
-en þekking margfaldar vinningslíkur
Höfuömálið er aö fylgjast meö. Ef þú kynnir þér stööu og árangur
liðanna stendurðu betur aö vígi.
N /
\ /
V
ISLENSKAR GETRAUNIR
íþróttamiöstööinni v/Sigtún - 84590
4-