Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 Norður-Irland: Kaþólska kirkj- an fordæmir IRA St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. KLERKAR og biskupar á Norð- ur-írlandi og í írska lýðveldinu lásu á sunnudag yf irlýsingu bisk- upa kirkjunnar, þar sem ofbeld- isverk IRA eru fordœmd og sagt, að stuðningur við samtökin sé syndsamlegur. Atburðirnir í Enniskillen hafa þrýst á, að írska stjómin staðfesti samkomulag um framsal hryðjuverkamanna. Um helgina var Ken Livingston, þingmaður Verkamannaflokks- ins, sakaður um að vera „blóðug- ur um hendurnar" vegna tengsla sinna við Sinn Fein, stjómmála- arm IRA. Yfirlýsing biskupanna var lesin yfir um það bil þremur og hálfri milljón kaþólikka í messum á sunnudaginn. í henni segir, að ekki sé hægt að tvístíga lengur í þessum efnum. „í ljósi ofbeldisöldu IRA eru kostir kaþólskra skýrir, það er val á milli góðs og ills.“ I yfirlýsing- unni eru kaþólskir minntir á, að það sé syndsamlegt að styðja eða vera í samtökum, sem vinna ofbeldis- verk. Þetta er afdráttarlausasta yfir- lýsing kaþólsku kirkjunnar á írlandi um þetta efni, en mótmælendum hefur löngum þótt hún leggja bless- un sína yfir hryðrjuverk IRA. Þegar yfirlýsing biskupanna var lesin í kirkjum í hinum kaþólska hluta Belfast, gekk hluti safnaðanna út. IRA hefur áður haft tilmæli kirkj- unnar að engu og neitaði að hlýða á bón Jóhannesar Páls páfa árið 1979, þegar hann var á ferð um írland, um að ofbeldinu lyki á Norð- ur-írlandi. Búist var við, að Charles Haug- hey, forsætisráðherra írlands, tilkynnti Tom King, Norður- írlandsmálaráðherra bresku stjóm- arinnar, á fundi í Dublin í gær, að samningur landanna um framsal hryðjuverkamanna yrði staðfestur 1. desember næstkomandi, en nokk- urt hik hefur verið á stjómvöldum við að framkvæma þennan hluta Hillsborough-samkomulagsins, sem varð tveggja ára núna um helgina. Haughey er þeirrar skoðunar, að morðin í Enniskillen, ránið á tann- lækninum OÓrady á írlandi og taka bátsins Eksund hafi valdið Viðhorfs- breytingu til hryðjuverka á írlandi. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, fór til Dublin og Norður-írlands um helgina til að kynna sjónarmið sín og ræða við öryggismálayfírvöld. Hann for- dæmdi ofbeldisverk IRA. Á fundi vinstrihóps innan Verkamanna- fiokksins um helgina var Ken Livingston, þingmaður flokksins, sakaður um of náin tengsl við Sinn Fein. Livingston hefur bæði heim- sótt Belfast í fylgd stuðningsmanna IRA og heimilaði Sinn Fein að halda fundi í húsnæði Verkamannaflokks- ins í London, þegar Livingston var borgarstjóri þar. Á fundinum var verið að ræða tillögu um, að Bretar drægju hersveitir sínar til baka frá Norður-írlandi. Livingston lýsti því yfir, að hann væri andvígur of- beldinu á Norður-írlandi, en var hrópaður niður. Þingmaðurinn hvarf þá af fundinum. Tillagan var felid. Reuter Kona heldur á lofti spjaldi á kosningafundi Ættjarðarflokksins, þar sem Turgut Ozal er hvattur tíl að huga að ástandi í ríkisverk- smiðjum. Fylgi for- sætisráðherr- ans eykst Ankara, Reuter. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem birt var á miðvikudag i Tyrkl- andi, mun forsætisráðherra Tyrklands, Turgut Ozal, og flokk- ur hans ná meirihluta á þingi eftir kosningamar, sem fram fara í landinu 29. nóvember næstkom- andi. Skoðanakönnunin, sem gerð var af tyrkneska Dagblaðinu, sýndi að Ættjarðarflokkur Turguts Ozal hafði aukið fylgi sitt frá síðustu skoðana- könnunum úr 37,5% í 40,8%, sem þýðir að flokkurinn mun hljóta 250 þingsæti af 450. Aðrir hægrisinnaðir flokkar tapa fylgi samkvæmt skoð- anakönnuninni, en sósíaldemókratar auka fylgi sitt samkvæmt þessari nýjustu skoðanakönnun úr 17% í 17,9%. Fyigi annarra stjómmála- flokka er undir þeim 10%, sem flokkamir þurfa til að hljóta sæti á þingi. Sovétríkin: Sakar andstæðinga Yeltsins um hugleysi Moskvu, Reuter. KUNNUR stuðningsmaður Mik- hails Gorbachev, leiðtoga Sov- étríkjanna, og stefnu hans í Joaquim Chissano, forsetí Mozambique (tíl hægri), tekur á mótí Helmuth Kohl, kanslara Vestur- Þýskalands. Kohl kanslari heim- sækir Mozambique Maputo, Mozambique, Reuter. HELMUTH Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, kom til Maputo, höfuðborgar Moz- ambique, á þriðjudag. Kanslar- inn er á ferðalagi i Afriku þar sem hann heimsækir þrjú ríki. Kohl kom til Maputo frá Ka- merún, þar sem hann hafði verið' í þriggja daga opinberri heimsókn. Hann er fyrsti vestræni leiðtoginn sem heimsækir Mozambique frá því landið hlaut sjálfstæði árið 1975. Mozambique var áður port- úgölsk nýlenda. Landið hefur verið undir stjóm marxista frá 1975 og hefur verið lokað Vesturlöndum þar til nú, að stjómvöld óska eftir efnahags- aðstoð Vesturlanda. Þurrkar og borgarastyijaldir hafa hijáð landsmenn og er landið afar illa statt efiiahagslega. Kanslarinn ræddi við forseta Mozambique, Joaquim Chissano, sem tók við eftir að fyrirrennari hans, Samora Machel, fórst í flug- slysi fyrir ári. Tilkynnti Kohl að Vestur-Þýskaland myndi veita Mozambique aðstoð og væm 4.000 tonn af hrísi væntanleg til landsins innan tfðar. Kanslarinn sagðist vöna að heimsókn hans til Mozambique yki líkur á friði í Afríku. Kohl kanslari hélt áleiðis til Kenya í gær. efnahagsmálum sagði í gær, að rétt hefði verið að láta Boris Yeltsin fara frá en gagnrýndi hins vegar andstæðinga hans fyrir hræsni og hugleysi. Hagfræðingurinn Gavril Popov sagði í vikuritinu Moskvutíðindum, að Yeltsin hefði ekki skilið, að ein- ing yrði að ríkja í kommúnista- flokknum til að hann gæti tekist á við þau erfiðu verkefni, sem bíða hans. „Að öðmm kosti hefði hann ekki notað „sérstaka stöðu" sína til að setja sig upp á móti miðstjóm- inni,“ sagði Popov. Á miðstjómarfundinum sakaði Yeltsin ýmsa frammámenn í flokkn- um um að standa í vegi fyrir umbótum en þessi gagnrýni hans varð til þess, að hann var rekinn úr embætti sem formaður flokksins í Moskvu. Popov sagði, að með skoðanaá- greining ætti ekki að fara eins og dómsmál þar sem hinn ákærði verð- ur fyrir árásum þeirra, sem daginn áður höfðu „hjálpað" honum við mistökin. Sagði hann einnig, að íhaldssamir andstæðingar umbóta- stefnunnar reyndu að notfæra sér alla erfíðleika, sem á vegi hennar yrðu. Suður-Afríkumenn smíða eigin kafbáta London, Reuter. BLAÐIÐ Jaae’s Defence Weekly hefur eftír P. W. Botha, forseta Suður-Afríku, að Suður-Afriku- menn ráðgeri að smsíða sjálfir kafbáta tíl þess að efla sjóher sinn. Að sögn Botha verða kafbátamir nýju teknir í notkun snemma á næsta áratug. Um þessar mundir vinna skipasmíðastöðvar í Suður- Afríku að endurbótum á þremur frönskum kafbátum af Daphne- gerð, sem verið hafa í flota landsins í næstum tvo áratugi. Suður-Afríkumenn tóku í síðustu viku í notkun 12.500 tonna birgða- skip, og er það langstærsta herskip, sem byggt hefur verið þar í landi. Stjóm landsins hefur uppi ýmsar ráðagerðir til þess að Suður-Aftíku- menn geti orðið sjálfum sér nógir um hergögn vegna vopnasölubanns, sem sett var á landið vegna aðskiln- aðarstefnu stjómarinnar. Qatar tekur upp sam- band við Egyptaland Doha, Qatar, Reuter. STJÓRN Qatar ákvað á fundi sinum í gær að fara að fordæmi fjölmargra annarra Arabaríkja og taka að nýju upp stjómmála- samband við Egypta. Hafa þá tveir þriðju ríkja Arababanda- lagsins endurnýjað stjómmála- samband við Egypta, en í bandalaginu er 21 rUd. Með þessari ákvörðun leiðtoga Qatar hafa öll Persaflóaríkin, sem aðild eiga að svokölluðu Sam- starfsráði Flóans (GCC) endumýjað stjómmálasamband við Egypta. Öll ríki Arababandalagsins að Óman, Sómaiíu og Súdan undanskildum slitu stjómmálasambandi við Egypta í lqolfar friðarsamninga þeirra og ísraela árið 1979. Al-Yamamah, tímarit í Saudi- Arabíu, skýrði frá því í gær að Egyptar hefðu nú þegar óskað eftir 1,5 milljarða dollara láni hjá GCC til að endurgreiða hemaðarskuldir. Sérstök egypsk sendinefnd er nú I Kuwait til þess að reyna að fá þar- lend yfírvöld til að kaupa egypsk vopn. Egyptar hafa boðist til að byggja upp loftvamarkerfi í Kuwa- it til þess að veija landsmenn hugsanlegum eldflaugaárásum frá íran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.