Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 móna m m m . . . það er mátið! Hvernig væri að heimsækja ættingja og vini erlendis um hátíðina, kynnast jólahaldi annarra þjóða og sleppa þessu hefðbundna jólaamstri heima - svona einu sinni? Flugleiðir bjóða sérstök jólafargjöld til eftírtalinna staða: Kaupmannahafnar Gautaborgar Óslóar Stokkhólms Glasgow Lundúna kr. 18.790 (jólapex) kr. 18.630 (jólapex) kr. 18.490 (jólapex) kr. 21.440 (jólapex) kr. 14.040 (jólapex) kr. 16.150 (jólapex) Ennfremur: Luxemborgar New York Boston Chicago Baltimore Orlando kr.l 7.090 (pex) kr. 23.740 (super-apex) kr. 23.740 (super-apex) kr. 26.770 (super-apex) kr. 25.140 (super-apex) kr. 30.750 (super-apex) Jólapex gildir frá 1. til 31. desember 1987 Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, Lækjargötu, Hótel Esju og Kringlunni; umboðsmenn um land allt og ferðaskrifstofurnar. Upplýsingasími: 25 100. FLUGLEIDIR -fyrir þíg- < <5 íslensk tunga og bjórinn eftirHalldór * Arnason Höfundur síðasta Reykjavíkur- bréfs Morgunblaðsins fjallar um, á athyglisverðan hátt, frumvarp um breytingar á útvarpslögum, sem lagt var fram á Alþingi í síðustu viku og greinir frá umræðum þing- manna um frumvarpið. Frumvarpið felur m.a. í sér heimild til að taka á móti og dreifa um land allt er- lendu sjónvarpsefni án þess að íslenskur texti fylgi með. Alþingis- mennimir Júlíus Sólnes og Guðmundur Ágústsson eru flutn- ingsmenn frumvarpsins. Sem áhugamanni um íslenska tungu og íslenska menningu finnst mér rökin með og á móti frum- varpinu, sem greint var frá í Reykjavíkurbréfínu, vera svo til hin sömu og fram hafa komið í umræð- um um annað frumvarp, sem liggur fyrir Alþingi og felur í sér heimild til að framleiða og dreifa áfengu öli. Vil ég hér gefa nokkur dæmi þessu til stuðnings: í greinargerð með frumvarpinu, sem þeir Júlíus Sólnes og Guðmund- ur Agústsson flytja, er sagt að núverandi ástand hafí „komið í veg fyrir eðlilega framþróun á sviði upplýsingatækni á íslandi, sem hins vegar er komin á hraðferð í öllum nágrannalöndum okkar". Fylgis- menn bjórsins núa gjaman þeim sem eru á öndverðri skoðun því um nasir að standa í vegi fyrir eðlilegri framþróun menningarlífsins. Af lestri greinargerðarinnar má skilja hið sama og Guðmundur H. Garðarsson sagði í umræðum um málið að frumvarpið feli í sér „sjálf- sagt frelsi manna til þess að nýta þá möguleika sem framtíðin býður upp á á sviðum fjarskipta í sam- bandi við sjónvarpsefni". Það er höfuðröksemd fylgismanna bjórsins að spumingin um hvort leyfa eigi framleiðslu og dreifíngu á bjór snú- ist fyrst og fremst um frelsi manna til að neyta hverskyns áfengis án tillits til þeirra hörmunga sem aðrir þurfa að þola neyslunnar vegna. Þingmennimir Halldór Blöndal og Danfríður Skarphéðinsdóttir mæltu gegn frumvarpinu. Á sama tíma og tunga okkar væri á undan- haldi væri nær að snúa vöm í sókn en að samþykkja þetta frumvarp, enda væri það ásetningur stjóm- valda og ýmissa annarra að efla íslenska tungu og þá væri sóknin besta vömin. Hér gildir nákvæm- lega hið sama fyrir stjómvöld ef þau ætla að ná yfírlýstum ásetningi sínum að draga úr neyslu vímuefna og stuðla að auknu heilbrigði lands- manna. Danfríður Skarphéðinsdóttir sagði m.a. í þessum umræðum: „Nú er svo komið að kennarar margra ungra bama verða varir við að böm- in nota erlend orð og hugtök í stóram stfl án þess að gera sér grein fyrir að þau séu ekki að tala íslensku." Sömu rökin hafa verið notuð gegn bjómum, þ.e. að bjór sé drakkinn án þess að neytandinn geri sér alltaf raunveralega grein fyrir að hann sé að neyta áfengis á sama hátt og þegar sterkra drykkja er neytt. Höfundur Reykjavíkurbréfs segir m.a.: „Um leið og hin nýja fjar- . skiptatækni færir okkar nær umheiminum og á þannig þátt í að ijúfa aldagamla einangran eyþjóðar í Norðurhöfum kallar hún yfír okk- ur flóðöldu erlendra menningar- áhrifa." Bent hefur verið á að í mjög mörgum tilvikum sem bjór er drakkinn erlendis er hér á landi notast við óáfenga diykki. Því séu ekki einungis sterkar líkur á að heildameysla á áfengi stóraukist, heldur muni óæskileg erlend menn- ingaráhrif ryðja sér rúm hérlendis. Halldór Árnason „Sé íslenskri tungn hætta búin vegna flæðis á erlendu sjónvarpsefni í gegnum gervihnetti, þá má með sömu rökum ætla að íslenskri menn- ingu stafi hætta af því bjórflæði, sem líkur benda til að verði, ef sú rýmkun á áfengis- lögum sem bjórfrum- varpið leggur til nær fram að ganga.“ Höfundur Reykjavíkurbréfs held- ur áfram: „Suðurríkjamenn töluðu með sínu lagi. Sumum þótti það fallegasta enskan sem töluð væri vestan hafs. Nú era þessi einkenni í máli suðurríkjamanna að hverfa og ástæðan er sögð sú, að sjón- varpið hafí þessi áhrif." Og „það er óneitanlega lærdómsríkt að fylgj- ast með því hversu vel Evrópuþjóð- um á borð við Þjóðveija, Frakka og ítali gengur að halda þjóðlegum einkennum þrátt fyrir flóðöldu eng- ilsaxneskra áhrifa. Ástæðan er m.a. sú, að þessar þjóðir hafa um langan aldur lagt áherslu á að setja tal inn á allar kvikmyndir og mikið af sjón- varpsefni." Ándstæðingar bjórsins hafa einnig bent á reynslu annarra þjóða og telja ástæðu til að gaum- gæfa hana. í ályktunum sem höfundur Reykjavíkurbréfs dregur segir m.a.: „Það má vel vera, að við stöndum einhvem tíma í framtíðinni ráðþrota frammi fyrir þessari holskeflu er- lendra menningaráhrifa í gegnum alþjóðlega fjölmiðlun, en meðan við höfum einhver tök á, eigum við að takmarka aðgang þeirra að landinu svo sem kostur er.“ Þetta er hinn sami kjami og kemur fram í vamað- arorðum þeirra manna sem hvað best ættu að þekkja til áfengismála. Sé íslenskri tungu hætta búin vegna flæðis á erlendu sjónvarps- efni í gegnum gervihnetti, þá má með sömu rökum ætla að íslenskri menningu stafí hætta af því bjór- flæði, sem lfkur benda til að verði, ef sú rýmkun á áfengislögum sem bjórframvarpið leggur til nær fram að ganga. Þeir þingmenn sem hyggjast greiða atkvæði gegn framkomnu framvarpi um breytingar á útvarps- lögunum, berandi hag íslenskrar tungu og menningar fyrir bijósti, ættu að vera sjálfum sér samkvæm- ir og greiða atkvæði gegn fram- komnu framvarpi um breytingar á áfengislögum. Höfundur er forstöðumaður fjár- málasviðs Námsgagnastofnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.