Morgunblaðið - 19.11.1987, Page 43

Morgunblaðið - 19.11.1987, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 43 „Kynbundinn kvóti“ í sljórnir og ráð: Jafnrétti á gnmdvelli hæfni og þekkingar sagði Sólveig Pétursdóttir Frumvarp Hjörleifs Guttorms- sonar og Guðrúnar Helgadóttur, þingmanna Alþýðubandalags, þessefnis, að „í nefndum, stjórn- um og ráðum, sem skipuð eru beint af ráðuneytum eða á vegum opinberra stofnana og fyrir- tækja, skuli ekki vera færri en 40% af hvoru kyni“, kom til fram- halds (fyrstu) umræðu í neðri deild í gær. Lára Júlíusdóttir (A/Rvk) sagði efnislega, að rétt væri að láta frekar reyna á jafnréttislögin. Heppilegri leið en sú er frumvarpið gerir ráð fyrir væri að fara sömu leið og Danir. Þar bæri að tilnefna jafn margar konur og karla til kjörs í nefndir, ráð og stjómir hins opin- bera, án þess að lögbinda ákveðna skiptingu milli kvenna og karla. Þessi leið hafí gefíð góða raun. Sturla Böðvarsson (S/Vl) sagði rétt að stefna að sem beztri jafn- stöðu milli kvenna og karla, bæði á fíjálsum vinnumarkaði og hjá því opinbera. Frumvarpið bæri hinsveg- ar fremur vott kapps en forsjár. Það gerði ráð fyrir því að setja kvótakerfi á kjör í nefndir, ráð og stjómir. Kvóti af þessu tagi myndi skapa fleiri vandamál en hann leysti — og þjónar ekki tilgangi jafnréttis. Það á hinsvegar að stefna að jafnræði á þessu sviði, fyrst og fremst eftir leikreglum lýðræðis. Jafnrétti næst fyrst og fremst með skoðanamótun, í uppeldi, bæði á heimilum og í skólum, sem virðir rétt beggja kynja og kveður niður fordóma og fomeskju í verkaskipt- ingu kynjanna. I því bæjarfélagi, sem ég þekki bezt til, sagði þingmaðurinn, hefur ekki þurft sérstakt kvótakerfí til þess að konur næðu að vera í meiri- hluta í bæjarráði — og í forystu í atvinnulífi. Hjörleifur Guttormsson (Abl/ Al) sagði það merg málsins að stefna að og ná jafnstöðu kvenna og karla í samfélaginu. Fmmvarpið er flutt í þeim tilgangi. Hann sé fús til að vega og meta aðrar leiðir að þessu marki, eins og þá sem farin hafí verið í Danmörku. Hann sagð- ist hinsvegar ekki sjá nein vand- kvæði á því að velja í nefndir og stjómir eftir ákvæðum frumvarps- ins. Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk) vék fyrst að jafnréttislögunum, sem nú hafí gilt í tvö ár. Þeim hafí ver- ið ætlaður fímm ára rejmslutími, en í 23. grein þeirra er tekið fram, að þau skuli endurskoðuð að fimm reynsluámm liðnum. AUMflGI Skilatrygging: Úrelding bifreiða Bílflök víða vandamál Á næstu árum munu tugir þús- unda bifreiða úreldast. Áætlað er að árleg úrelding verði milli 10-20 þúsund. Svo segir í tillögu til þingsályktunar sem Guð- mundur H. Garðarsson (S/Rvk), Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk) og Jóhann Einvarðsson (F/Rn) flytja um skilatryggingu vegna úreldingar bifreiða. Hugmynd tillögunnar er að leggja sérstakt skilatryggingar- gjald á kaup nýrra bifreiða. Þetta gjald er sfðan endurgreitt þegar bifreið úreldist. Þessi „háttur tíðkast víða erlendis hjá þjóðum sem komnar em lengra í umhverfísmál- um en íslendingar", segir í greinar- gerð. Það sem vinnst við þetta fyrir- komulag er: 1) Brotajámi er skilað á hag- kvæmari hátt til endurvinnsiu. 2) Bílflök og annað brotajám verður ekki skilið eftir á víðavangi. 3) Breytt almennt hugarfar til hins betra í umhverfismálum. Samkvæmt þessum lögum hafí stjómvöld í hendi sér, við stöðuveit- ingar á þeirra vegum, að veita konu frekar en karli stöðu, ef bæði telj- ast jafnhæf, til að jafna metin milli kynjanna. Þingmaðurinn minnti á verklags- reglu, sem vel hefí gefíst hjá grannþjóðum, að tilnefna tvöfalda þá tölu sem velja á, jafn margar konur og karla, þegar kosið er í nefndir, ráð eða stjómir hjá hinu opinbera. Þetta vinnulag nýtur vax- andi vinsælda og hefur reynst stórt skref að settu marki, því jafnt og þétt eykst fjöldi kvenna í forystu- störfum og kynin njóta réttlætis á grundvelli hæfni og þekkingar. Ef ráðamenn fara á svig við ákvæði jafnréttislaga, sagði þing- maðurinn, kann það að verða réttlætanlegt, og þá tímabundið, að fara þá leið, sem þetta fmmvarp gerir ráð fyrir. Sólveig sagði að sagan sýndi að þegar saman fer jafnrétti manna og umbun til þeirra, sern fá notið hæfileika sinna og atorku, þá miði þjóðfélaginu sem heild hraðast fram á við. Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) sagði fmmvarpið vantraust á íslenzka þjóð. Vantraust á þjóð, sem hafí valið konu sem þjóðhöfðingja. Vantraust á þjóð sem hafí kosið fjölda kvenna í sveitarstjómir vítt Nýir þingmenn hlusta á umræður: Sturla Böðvarsson (S/Vl), Unnur Stefánsdóttir (F/Sl) og María E. Ingvadóttir (S/Rvk). og breitt um landið. Finnst fyrsta flutnipgsmanni framgangur kvenna of mikill, spurði þinmgaðurinn. Ætlar hann karlkyninu að veijast við 40% mörk- in? Þingmaðurinn sagði fmmvarpið lýsa forsjárhyggju og raunar remb- ingi. Þá sagði þingmaðurinn að til réttrar áttar stefndi um jafnstöðu kvenna og karla. Hann minnti á að fleiri stúlkur en drengir tælg'u nú stúdentspróf og að konur væm í meirihluta meðal fyrsta árs nem- enda f Háskóla íslands. Hjörleifur Guttormsson sagði það á sinn hátt verðmætt, bæði fyrir þing og þjóð, að geta um al- þingistíðindi skyggnzt inn í þann hugarheim sem birzt hafi í ræðu Ólafs Þ. Þórðarsonar. Stuttar þingfréttir: Heildarbyggingarkostnaður B-álmu Borgarspítala, fram- reiknaður til verðlags í október 1987, nemur rúmlega 359 mil(j- ónum króna. Þetta kom fram í svari Guðmundar Bjarnasonar, heilbrigðisráðherra, við fyrir- spurn Svavars Gestssonar og Guðrúnar Helgadóttur, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Ráð- herra sagði einnig að til ársloka 1986 hafi framlag borgarsjóðs Reykjavíkur til byggingarinnar numið tæpum 49 m.kr. * * * Álfheiður Ingadóttir (Abl/ Rvk) tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður fyrir^ Svavar Gestsson, sem er erlendis. Ásmundur Stefáns- son hefur setið á þingi í fjarveru Svavars undanfarið. Álfheiður mætir nú í hans stað. * * * Eitt mál var á dagskrá efri deild- ar í gær. Atkvæðagreiðsla um frumvarp um dagvistun bama, eftir fyrstu umræðu. Fundurinn stóð í þijár mínútur. * * * Guðrún Heigadóttir (Abl/Rvk) mælti fyrir endurfluttu frumvarpi um umboðsmann bama. Frum- varpið er að hluta til sniðið eftir norskri löggjöf. Þingmaðurinn sagði að íslenzk böm byggju við verri uppeldisskilyrði í velferðar- þjóðfélagi dagsins í dag en fyrir 15-20 árum. Astæðan væri langar vinnufjarvistir foreldra, of fá dag- vistarheimili og skóladagheimili, sem og flóðbylgja erlends og um- deilds sjónarpsefnis, oft án íslenzks tals. Nokkrir þingmenn tóku til máls. Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) taldi þjónustu af þessu tagi betur komna hjá sveitarfélögum en ríkisstofnun í Reykjavík (dómsmálaráðuneyti), ekki sízt frá landsbyggðarsjónar- hóli séð. * * * Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) mælti fyrir frumvarpi um niðurfellingu heimildar til handa ^ármálaráðherra til að veita undan- þágur frá söluskatti. Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, sagði ríkistjómina stefna að niður- fellingu undanþága. Albert Guðmundsson, fyrrverandi fjár- málaráðherra, taldi frumvarpið sníða fjármálaráðherra of þröngan starfsstakk. * * * Salome Þorkelsdóttir (S/Rn) spyr dómsmálaráðherra: 1) Hvaðá ráðstafanir era fyrir- hugaðar til þess að efla löggæzlu í þeim byggðarlögum sem hejrra undir lögregluna í Hafnarfirði? 2) Hvenær má vænta að komið verði upp lögregluvarðstöð í Mos- fellsbæ sem þjóni jafnframt Kjalar- nes- og Kjósarhreppum? I-—— ........ --------- - ■■ ■ ■ .. ....... i ......■— smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar \ Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn. Sími 28040. I.O.O.F. 11 = 1691119872 = E.T. 1. 9.0. I.O.O.F. 5 = 16911198V2 = ET II Sk. □ Mímir 598719117 = 6 Frl. □ HELGAFELL 598711197 VI - 2 Aðalfundur félagsins veröur haldinn mið- vikudaginn 2. desember kl. 20.00 á Amtmannsstig 2. Fund- aretni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. mi útivist j Gröfinni 1, 's-----' Slmar: 14606 og 23732 Fimmtudagur 19. nóv. Myndakvöld Útivistar Annað myndakvöld Útivistar í vetur verður í Fóstbræðraheimil- inu, Langholtsvegi 109, kl. 20.30. Myndefnl: LJós og form suðvestursins f Bandarfkjun- um. Gérard Delavault sýnir myndir sínar frá eldfjallasvæð- um Oregon og Washington, t.d. jöklum og eldfjöllum eins og Mt. Hood og göngu á Mt. Raner. Ennfremur frá þjóðgörðum í Utah, Arizona og Colorado, t.d hinum fræga Yellowstone þjóð- garði. Stórgóð myndasýning með vönduðum skýringum. Þetta er sannarlega myndakvöld sem hægt er að mæla með. Kaffiveitingar í hléi. Allir vel- komnir meöan húsrými leyfir. Aðventuferð í Þórsmörk 27.-29. nóv. Gist i Útivistarskálunum Básum. Gönguferðir. Aðventukvöld- vaka. Pantið timanlega þvi pláss er takmarkað. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, simar: 14606 og 23732. Sjáumstl Góðtemplarahúsið Hafnarfirðí Félagsvlstin i kvöld, fimmtudag 19. nóv. Verið öll velkomin. Fjölmennið. iraCTgii Aðaldeild-KFUM Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstíg 2b. Bibliulestur í umsjá dr. Sigurbjörns Einars- sonar biskups. Allir karlmenn velkomnir. HÍP IfeteÉ: Almenn samkoma Almenn lofgjöröar- og vakning- arsamkoma verður í Grensás- kirkju í kvöld kl. 20.30. Predikun: Eirný Ásgeirsdóttir. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Þakkar- og lofgjörðarsamkoma i kvöld kl. 20.30. Vitnisburðir og mikill söngur. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almennur bibliulestur i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. fíuniijálp I kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum, Hverfisgötu 42. Almennur söngur. Vitnisburðir. Samhjálparkórinn tekur lagiö. Ræðumenn Brynjólfur Ólason og Kristinn Ólason. Allir velkomnir. Samhjálp. Aðalfundur félagsins verður haldinn miö- vikudaginn 25. þ.m. kl. 20.00 á Amtmannsstíg 2. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstöf. Stjórnin. VEGURINN Kristið samfélag Þarabakka3 Bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Vegurinn. ^tglýsinga- síminn er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.