Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987 25 Staða loftskeytamanna í fjarskiptamálum eftir Björn Ólafsson »En nú hafa málin allt í einu snúist við, nýjar alþjóðareglur um fjar- skipti hafa séð dagsins ljós, sem skapa starfs- svið fyrir 20.000 loft- skeytamenn í fjar- skiptakerfi heimsins." Eins og alþjóð er kunnugt, hefur engin menntun verið veitt í fjar- skiptum á íslandi síðustu átta árin og fjarskiptamál okkar því komin i megnustu óreiðu, radíóviðskiptum skipa okkar ásamt neyðar- og ör- yggisþjónustu hefur einnig verið stefnt í algjöran voða. Sláandi dæmi um það er sjóslys- ið er ms. Suðurland fórst fyrir Norðausturlandi, og strandgæzlu- skip Færeyinga varð að bijótast á slysstað, gegn stormi og stórsjó, til björgunar áhafnar skipsins. Sjóslysið við Skrúð er ms. Syneta fórst er líka sorglegt dæmi um al- vöru þessara mála, sem ég ætla þó ekki að rekja, því að sannleikurinn allur hefur enn ekki komið í ljós. Allir hugsandi menn til sjós þekkja þörfína á hlustvörzlu og neyðarþjónustu við sjófarendur og hafa um langan tíma verið áhyggju- fullir og beðið með óþreyju eftir ákvarðanatöku Alþjóða fjarskipta- sambandsins, ITU, um stöðu loft- skeytamanna í fjarskiptaþjónustu heimsins. Um langt skeið hafa misvitrir póst- og símamálastjómir og sinnu- Iitlar ríkisstjómir svæft þessi mál og komið þeim í algjört óefni. Svo langt hefur þessi sofanda- háttur gengið hér á landi, að stjómendur þessara mála hafa nær gengið af allri ijarskiptamenntun og loftskeytamannastéttinni dauðri. Landssími íslands er búinn að loka fyrir alla morse-þjónustu á strandstöðvum landsins nema Reykjavíkur-radfó, TFA, og getur því ekki veitt þá þjónustu er honum ber, lögum og reglugerðum sam- kvæmt, vegna vöntunar á sér- menntuðum fjarskiptamönnum. Varðskipin okkar eru nú loft- skeytamannslaus í svartasta skammdeginu, en þau hafa til skamms tíma verið sjófarendum okkar hin eina von og aðal bjarg- vættur í slysa- og neyðartilfellum við strendur landsins. Svona er nú málum komið, enda orðið mörgum áhyggjuefni. En nú hafa málin allt í einu snú- ist við, nýjar alþjóðareglur um FINNSK FRAMLEIÐSLA Hoildsölubirgðir SpÞYSK-ISLENSKAHF. I ■ Lynghálsi 10-110 Reykjavik - Simi: 82677 fjarskipti hafa séð dagsins ljós, sem skapa starfssvið fyrir 20.000 loft- skeytamenn í fjarskiptakerfí heimsins. Við, sem aðrir, þurfum því að taka upp myndarlega fjar- skiptakennslu og vakna af þymi- rósar-svefninum. í októberfréttabréfí Alþjóða flutningaverkamannasambandsins (Intemational Transport workers Federation, ITF,) segir frá afger- andi ákvörðun er gerð var á ráð- stefnu Alþjóða fjarskiptasambands- ins (Intemational Telecommunicati- ons Union, ITU,) í Genf hinn 14. október síðastliðinn. Miklar deilur og harðvítug átök hafa staðið um þessi mál í árarað- ir, en nú loksins hefur náðst afgerandi lausn hjá hinum ábyrgu aðilum. Það gerðist með samþykkt málamiðlunartillögu Alþjóða flutn- ingamannasambandsins. í henni var krafist sérmenntaðra manna í fjarskiptum og rafeinda- tækni, með annaðhvort 1. eða 2. flokks loftskeytamanns skírteini á öll skip í úthafssiglingum og In- marsats (gerfítungla) neyðar- og fjarskipti. Hin raunhæfu áhrif þessarar nið- urstöðu eru, að loftskeytamenn heyra ekki fortíðinni til, eins og of margir virðast hafa haldið, enda er kunnátta og menntun 5 þessu starfi sem öðmm ávallt forsenda framfara og árangurs í starfí. Höfundur er loftskeytamaður. Björn Ólafsson /ssssa. -en þekking margfaldar vinningslíkur Höfuömálið er aö fylgjast meö. Ef þú kynnir þér stööu og árangur liðanna stendurðu betur aö vígi. N / \ / V ISLENSKAR GETRAUNIR íþróttamiöstööinni v/Sigtún - 84590 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.