Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 21 Englatónlist í Bústaðakirkju — Hljómsveit Tónlistarskólans ásamt nokkrum kennurum á einleikaraprófstónleikum í kvöld eru tónleikar í Bú- staðakirkju kl. 20.30 á vegum Tónlistarskólans. Tilefnið er fyrst og fremst að einn af nem- endum skólans er að taka ein- leikarapróf. Hildigunnur Halldórsdóttir er að útskrifast þaðan með fíðlu undir hökunni, spilandi 5. fíðlukonsert Mozarts. Og fleiri þreyta frumraun í því verki. Gunnar Kvaran sellóleik- ari stjómar í fyrsta sinn opin- berlega, stjómar hljómsveit skólans. En hljómsveitin er ekki reynslulítil, því margir í henni eru þrautþjálfaðir úr Sinfóníu- hljómsveit æskunnar, sem Paul Zukofsky hefur oftast stjómað. Tónleikamir hefjast á kanón fyrir strengi eftir Johann Pachel- bel. Sá var þýzkur orgelleikari og tónskáld, uppi frá 1653—1706 og vinur föður Bachs, svo hann sé tengdur kunnuglegu nafni í tónlistarsög- unni. Eftir hlé verður fluttur oktett eftir Mendelssohn, sem þau Guðný, Gunnar og Helga Þórar- insdóttir víóluleikari og kennari við skólann hafa æft með fímm nemendum. Engin ástæða til að strá um sig lýsingarorðum, en oktettinn er ægifagur. Eins og áður er nefnt, stjómar Gunnar Kvaran einu verkanna í kvöld. Þeir, sem á annað borð fylgjast eitthvað með tónlistarlífí hér þekkja Gunnar sem sellóleik- ara, sem sneri heim frá Dan- mörku fyrir nokkmm ámm eftir að hafa lært þar og unnið í mörg ár. En nú sýnir hann á sér nýja hlið, sumsé sem stjómandi. Hvað segir hann um tónleikana í kvöld og hljómsveitarstjóm? „Þó prófið sé aðalhvatinn að tónleikunum, þá langaði okkur Guðnýju líka til að spila kammer- tónlist með krökkunum og völdum þess vegna Mendelsso- hn-oktettinn, sem hann samdi 1825, þá 16 ára. Oktettinn er kreQ'andi og margslungið verk. Guðný hefur svo æft kanóninn með krökkunum. Ég hef ekki áður stjómað heilli hljómsveit, svo þar er ég algjör byijandi. Én fyrir tuttugu og þremur ámm fór ég í tíma hjá Ole Schmidt, einum fremsta hljómsveitarstjóra Dana og lærði gmndvallarslögin hjá honum. í Garðabæ hef ég verið með litla bamasveit, strengjasveit. En ég hef aldrei staðið fyrir framan svona stóra hljómsveit áður með blásumm og öllu. Krakkamir em hins vegar vön að vinna með Zukofsky og Mark Reedman, svo þau hafa drjúga reynslu og gera kröfur til stjómandans. En þau hafa verið fjarska þolinmóð við mig. Þó ég þekki stjómendur og hlutverk þeirra vel sem hljóð- færaleikari, þá hefur mér þó tæpast skilist jafn vel og nú hvað stjómandinn er þýðingarmikill, hvað maðurinn á pallinum er mikilvægur og hvað hann hefur mikið vald. Góð hljómsveit getur spilað illa með slæmum stjóm- anda og öfugt. Hann hefur úrslitaþýðingu. Alit, sem stjómandinn gerir, kemur til baka til hans, rétt eins og þegar hljóðfæraleikari spilar á hljóðfæri, því hljómsveitin er hljóðfæri stjómandans. En þrátt fyrir þetta mikla vald, þá hefur staða hljómsveitarstjóra sem betur fer breyst. Það er liðin tíð, að stjórnandi geti leyft sér að koma fram við hljómsveitina hvemig sem honum sýnist.“ En hvemig undirbjóstu þig? „Ég þekkti verkið auðvitað áður, líklega er þetta sá þekkt- asti af fimm fíðlukonsertum sem Mozart samdi 1775, 19 ára gam- all, og mér fínnst hann sá besti þeirra. En þó ég hafí þekkt verkið fyrir, þá er allt annað að þekkja raddskrána til hlítar og það er grandvallaratriði. Og þó maður svo þekki verkið út og inn, þá þarf mikla tækni til að koma hugsunum sínum til skila til hljómsveitarinnar. Það er í raun heill skóli að koma hugsunum sínum og tilfinningunni fyrir tón- listinni skýrt til skila.“ Er eitthvert eitt atriði öðram fremur mikilvægara, þegar er staðið og stjómað? „Það er nauðsynlegt fyrir stjómanda að vinna fljótt til að ná upp athygli hljómsveitarinn- ar. Ef hann gefur henni of rúman tíma, þá sljóvgast hún.“ Væri ekki spennandi að halda áfram að stjóma? •> „Vísast, en sellóið er mjög krefjandi og auk þess kenni ég mikið, svo þetta er spuming um tíma. Ef á að stjóma af ein- hveiju viti þarf alltaf að vera að. Hljómsveitin er hljóðfæri stjóm- andans og það dugir ekki að grípa aðeins í það endram og sinnum. Það er hægt að gera góða hluti í ígripum, án reynslu eða kunnáttu, en aðeins upp að vissu marki. En þetta er einkar áhugavert viðfangsefni og skemmtilegt að upplifa tónlist og túlkun hennar á allt annan hátt en ég er van- ur. Og ekki spillir að þessi konsert Mozarts er makalaust verk, sannkölluð englatónlist. Einleikarinn, Hildigunnur Halldórsdóttir, er 21 árs, byijaði að læra á fiðlu átta ára, en er fædd inn í tónlistina. Pabbi henn- ar er söngvari, mamma hennar tónmenntakennari, bróðirinn í sellónámi í London og systirin að læra söng í Tónlistarskólan- um. Hildigunnur syngur ekki aðeins á fíðluna, heldur syngur öll fjölskyldan saman og hafa verið í söngsveitinni Hljómeyki. En fiðlan varð ofan á, í byijun kannski ekki sist vegna þess hvað henni fannst það hljóta að vera æsilegt að geta spilað í hljómsveit eins og stóri bróðir og ein frænka hennar, því tón- listin liggur víða í frændgarðin- um. Hildigunnur byijaði í Tónlist- arskólanum í Garðabæ, fór síðan í Tónskóla Sigursveins og þá í Tónlistarskólann. Stúdentspróf tók hún samhliða tónlistamám- inu, eins og svo margir félagar hennar í tónlistinni. Það er sjald- an ástæða fyrir ungt fólk að velta sér upp úr fortíðinni og líta til baka, en það er samt svolítið forvitnilegt að fá Hildigunni til að tala um tónlistarnámið, því það era ekki svo fáir krakkar, sem fara þessa leið. „Ég bý í Garðabæ, svo það lá beint við að fara í tónlistarskól- ann hér. Hann var þá til húsa við Hafnarfjörð, en þangað fór enginn strætó héðan. Ég var iðu- lega í fíðlutímum beint eftir skólann og man vel eftir að hafa þurft að dragnast með skólatösk- una og fiðluna í gegnum snjó- skafla, því það gekk enginn strætó þessa leið. Svo kom ég heim, öskrandi og æpandi af þreytu. Það var þó hægt að ná strætó niður í Tónskóla Sigursveins, en ferðimar tóku ógnartíma. Frænka mín var þama líka, hún býr rétt hjá mér, svo við höfðum félagsskap hvort af annarri. En í tónlistarnámi lærir maður fleira en að spila, lærir aga og að nýta tímann og slíkt gagnast í öðra en tónlistinni. Ég spilaði með Islensku hljómsveitinni meðan ég var í fjölbrautinni. Það tók sinn tíma. Ég reyndi svo sem að standa mig þar, en ég gat ekki fylgt öllu eftir og tók fíðluna alltaf fram yfír annað." Kemur hljóðfæranámið ekki upp á milli ykkar, sem stundið það, og svo annarra krakka, ein- angrist þið ekki? „Krakkar í tónlistamámi fara snemma út á frekar þrönga braut, en við systumar höfum alltaf haldið saman og fleiri í fjölskyldunni í tónlist, svo við höfum kannski ekki fundið fyrir þessu. En það var vissulega létt- ir að koma í Tónlistarskólann og hitta fyrir fullt af krökkum, sem maður átti heilmikið sameigin- legt með. Ekki svo að skilja að það hafi ekki verið nóg af skemmtilegum krökkum í grann- skólanum og í fjölbrautinni, en sama samt... Auðvitað var það léttir að kynnast krökkum, sem spurðu ekki hvort ég gæti bara ekki æft mig á morgun, þegar ég sagðist ekki geta komið út af því ég væri að æfa mig. Þó það sé fullt af krökkum í tónlist hing- að og þangað um bæinn, þá veit oft enginn af því nema þeir sem þekkja þá best og maður kynnist þeim ekki fyrr en leiðir liggja saman í Tónlistarskólanum, sem er kannski sorglega seint. Þegar era skoðanakannanir í skólanum um hvað unglingar geri í frístundum, þá er rækilega spurt um íþróttaiðkanir, en eng- inn reitur fyrir tónlist. Ég held að flest okkar séu sVo sem ekk- ert að flíka því að við eram að læra á hljóðfæri." Víkjum að viðfangsefni þínu í kvöld. Hvað er um það að segja? „Ég byijaði að læra konsert- inn fyrir um ári, tók þá fyrir fyrsta og annan kaflann, hvíldi mig svo og tók síðan þann síðasta upp í sumar. Nú hef ég unnið að honum í allt haust, ásamt undirbúningi að öðram próflið, sem era tónleikar 8. des. ásamt píanóleikara. Það er Cat- herhæ Williams, sem spilar með mér. Aður en ég bytjaði að æfa með hljómsveitinni, var ég búin að spila konsertinn nokkram sinnum með Catherine, fínnst ég heppin að fá að vinna með henni. A endanum valdi ég á milli þess að spila þennan konsert og svo fiðlukonsert Mendelssohns. Ég varð einhvem veginn hrifnari af Mozart-konsertinum, hann gekk líka greiðlegar í fyrstu, var fljót að læra hann. En það er ekki allt sem sýnist, þegar þessi konsert er annars vegar. Hann verður æ erfíðari og það kemur betur og betur í ljós hvað hann er flókinn. Það er erfítt að spila hann, erfitt að komast hjá öfugu áherslunum í honum, eins og Gunnar Kvaran segir. Hann er fínlegur, en samt þarf hann alveg að syngja út. Hann er gegnsær, ekki hægt að fela sig á bak við hljómsveitina, það er allt mikilvægt í honum og hljóm- sveitin þarf að vera góð, sVo hann hafí sín áhrif.“ Svo liggur leiðin til Banda- ríkjanna eftir áramótin. Hvemig gekk fyrir sig að komast að úti? „Ég sótti um og fékk aðstoð hjá íslenzk-ameríska félaginu til að sækja um skóla og þeir höfðu samband við Institute for Inter- national Education. Það er stofnun, sem sér um að sækja um skólavist í Bandaríkjunum. Þeir höfðu spólu frá mér með spili og út á umsóknina fékk ég svo styrk í nokkra skóla. Mér leist best í Eastman School of Music í Rochester. Mark Reed- man og Guðný Guðmundsdóttur vora þama bæði og þau hafa kennt mér.“ Og svo ... hugsarðu lengra fram í tímann? „Það væri gaman að svipast um í Evrópu eftir að hafa verið þama. Síðan liggur beint við að koma heim og spila hér... en það væri gaman að hafa líka tækifæri til að vinna eitthvað úti, svona í og með ...“ Þegar við nú föram og hlust- um á krakkana spila í kvöld eða seinna, er ekki úr vegi að hug- leiða að það era nokkur þúsund krakkar í tónlistamámi. Þessi stóri hópur á líka skilið að honum sé sýnd réttmæt og örvandi at- hygli, rétt eins og þeim sem hlaupa, stökkva, sparka og synda. Böm og unglingar era vitsmunaverar, sem þurfa og þola fjölbreyttara fæði en kókó- pöffs og harðkýldan hávaða léttmetisiðnaðarins. Inni á milli er fólk eins og Hildigunnur og félagar hennar... TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Hljómsveit Tónlistarskólans á æfingu í Bústaðakirkju og Gunnar Kvaran stjórnar. Hildigunnur Halldórsdóttir einleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.