Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
fclk í
fréttum
COSPER
(&IPIB
ItH ■■Ml*
COSPER 10599
Það er rétt hjá yður, frú, ég hef farið húsavillt með
vaguinn.
SJONVAEPSTJORNUR
Larry Hagman
hjálpar reyk-
ingamönnum
inur vor Larry „JR“ Hag-
man er drengur góður og vill
öllum mönnum hið besta.
Hann stendur nú fremstur í
flokki þeirra er vilja hjálpa
öðrum að hætta að reykja,
enda sjálfur fyrrverandi
reykingamaður. Hefur hann
nú ásamt sérfræðingum
IJCLA háskólans barið saman
klukkutíma langt myndband
sem ber heitið „Hættið að
reykja fyrir lífstíð“. Það er
Karl Lorimar fyrirtækið sem
sér um útgáfuna og er útgáfu-
dagurinn áætlaður 29. apríl.
Reuter
Fawn var mætt og lét sér ekki nægja minna en súkustæði.
Barbara er djúpvitur kona
og munar ekki um að gefa
aðdáendum sínum góð ráð.
ÁSTARÆVINTÝR
Barbara
gefur
góð
ráð
Barbara Cartland, sú aldna heið-
ursfrú og ástarsagnaritari varð
um daginn að 'setja ofan í við einn
aðdáenda sinna sem hafði tekið
bækur hennar aðeins of alvarlega.
Hafði hin 14 ára gamla Keeley
Raven hlaupist á brott með sér
helmingi eldri manni vegna
óánægju foreldra sinna með ást-
manninn. „Ef þú læsir bækumar
mínar gaumgæfilegar," sagði sú
vísa Barbara, „þá myndir þú vita
að það er mjög nauðsynlegt að þú
hlustir á það sem foreldrar þínir
segja. Þér til huggunar get ég sagt
að 14 ára aldursmunur er alls ekki
svo mikið, það er til dæmis sami
aldursmunur og á Karli Bretaprinsi
og Díönu stjúpbamabami mínu.“
Ekki fylgdi sögunni hvort Keeley
sneri aftur í heimahús.
ÖRYGGISMÁL BANDARÍKJANNA
Fawn kveður Caspar
Hún hefur síður en svo glatað
áhuganum á málefnum er
snerta öryggi Bandaríkjanna hún
Fawn Hall fyrrum ritari og samsæ-
riskona Olivers North. En Oliver
varð sem kunnugt er orðið uppvís
að ólöglegri vopnasölu til írana og
ólöglegum fjárgreiðslum til Kontra-
skæruliða og naut við yfírhylmingar
dyggrar aðstoðar ritarans síns
hennar Fawn. Hún missti vinnuna
sökum þessa og er lítið vitað um
hvar hún heldur sig. Því kættist
margur maðurinn er hún mætti
galvösk til kveðjuathafnarinnar er
Caspar Weinberger fyrrum vamar-
málaráðherra Bandaríkjanna var
settur af við Pentagon nú fyrr í
vikunni. Stóð Fawn þar fremst í
flokki og lét ekki kuldagoluna á sig
fá, frekar en aðrir gestir.
_cu. ekki
blikunT SV° á
„Harrison Ford var feikilega
góður í „Moskítóströndinni,
þannig vil ég vera,“ bætti Sting
við og setti upp gleraugun.
UTLIT
Sting
Harrison
Eastwood
Líkumar á því að móðir popp-
arans Sting myndi þekkja son
sHjn aftur fara minnkandi með
hveijum deginum sem líður. Þær
em reyndar orðnar hverfandi og
lái henni hver sem vill er hann
sér þessar myndir. Þær eru tekn-
ar nú síðsumars og sýna okkur
mann sem vill fylgjast með
tískunni, er kominn með hálfsítt
hár, hattkúf og þriggja daga
skeggtjásur. En annað hvort eru
allir ungir menn sem fylgjast vilja
með tískunni eins eða honum
Sting okkar hefur fatast flugið.
Hvað er orðið af reggírokkaranum
Sting með broddana sína sem með
útliti sínu var öðrum til eftir-
breytni, spyija menn nú. Hann
hieypur nú á eftir tískudillunum
í stað þess að skapa þær og apar
eftir bandarískum kvikmynda-
stjömum. Þeir Clint Eastwood og
Harrison Ford myndu reka upp
stór augu ef þeir mættu Sting á
götu eða í veislu og myndu halda
sig vera að horfa í spegil. Því
hann Sting okkar er eins og
klipptur út úr myndum þeirra fé-
laga. En hvort einskær kvik-
myndaáhugi ræður ferðinni er
annað mál.
-