Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 Viðtalsbók eftir Hjört Gíslason HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hefur gefið út viðtalsbókina Aflakóng- ar og athafnamenn. Höfundur bókarinnar er Hjörtur Gíslason og í henni ræðir hann við 5 skipstjóra, sem skarað hafa fram úr, hver á sinu sviði sjávarútvegsins. Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, ritar inngang að bókinni. Aflakóngar þessarar bókar eru Magni Kristjánsson, skipstjóri á Berki NK, Þorsteinn Vilhelmsson á Akureyrinni EA, Guðjón A. Kristj- ánsson, skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS, Sigurður Georgsson á Suðurey VE og Ragnar Guðjónsson, skip- stjóri og eigandi Esjars SH á Hellissandi. Magni er fulltrúi nóta- veiðimanna og Austfirðinnga, en hann hefur einnig unnið við þróun- araðstoð á Grænhöfðaeyjum. Þorsteinn er fulltrúi frystitogara og norðanmanna, og er einn fengsæl- asti skipstjóri landsins. Guðjón er fulltrúi Vestfírðinga og ísfísktogar- anna, en hann er jafnframt forseti Farmanna- og fískimannasam- bands íslands. Sigurður Georgsson er Vestmannaeyingur og fulltrúi netabátanna og Ragnar fulltrúi smábátaeigenda og hann er ein mesta aflakló þeirra. Þessir menn rekja feril sinn á sjónum, fjalla um fiskveiðistefnuna og sávarútveginn í dag og segja frá mörgu mark- verðu og skemtilegu, sem á daga þeirra hefur drifíð. Höfundurinn Hjörtur Gíslason er Akureyringur að uppruna og er blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hann hefur síðustu árin sér- Hjörtur Gíslason hæft sig í skrifum um sjávarútveg. Aflakóngar og athafnamenn er 156 síður að stærð og er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápa er unnin af Auglýsingastofu Emst Backman. Morgunblaðið/RAX Heimir Pálsson greinir frá útgáfu Perestrojka, ný hugsun — ný von. Aðrir á myndinni eru frá vinstri, Vladimir Verbenko yfirmaður APN á íslandi, Jón Karlsson framkvæmdastjóri Iðunnar, Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra, Igor N. Krassavin sendiherra Sovétríkjanna og túlkur hans og loks Sigurður G. Tómasson starfsmaður Iðunnar. Bók Mikhails Gorbatsjov komin út á íslensku Fundurinn með Gorbatsjov hafði veruleg áhrif á afstöðu mína til heimsmála, segir utanríkisráðherra Þriðja bindi æviminninga Huldu Á. Stefánsdóttur - Húsfreyjaí Húnaþingi ÞRIÐJA bindi æviminninga Huldu Á. Stefánsdóttur er kom- ið út lyá Emi og Örlygi. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Undirtitill bókarinnar er Húsfreyja í Húnaþingi. Hulda var húsfreyja á Þingeyrum 1923 og átti þar heima röska fjóra ára- tugi. Á bókarkápu segir m.a.: „Utsýni er mikið og fagurt af Þingeyrahlaði og sér þaðan vítt um söguríkt hérað. Þangað leiðir Hulda Á. Stefánsdóttir lesanda sinn og svipast um með honum í Vatnsdal og Þingi, bendir honum á bæina og segir deili á þeim sem þar áttu heima þegar eyfírska stúlkan kynntist fyrst högum og háttum Húnvetninga.' Hún lýsir Blönduósi og íbúum hans fyrir meira en sextíu árum. Gamalt og nýtt fléttast saman og ýmist segir Hulda frá samtíðarmönnum sínum og atburðum á eigin æviskeiði eða sest á gamla traðarbakkann á Klaustrinu með lesanda sínum og hrífur hann með sér langt inn í MINNINGAR HULDU Á. STEFÁNSDÓTTUR Husfreyja t Húnaþlngi liðna tíð við svanasöng á Húna- vatni og dularfullan hófadyn gróinna gatna í haustblíðunni.““f Bókin er 188 blaðsíður að stærð. BÓK eftir Gorbatsjov aðalritara sovéska kommúnistaflokksins var gefin út samtimis i flestum löndum Vestur-Evrópu á mið- vikudaginn. Bókaútgafan Iðunn annast útgáfuna hérlendis og kynnti bókina, sem ber nafnið Perestrojka, ný hugsun - ný von, á blaðamannafundi að við- stöddum Steingrími Hermanns- syni utanríkisráðherra - og sovéska sendiherranum á fslandi. Bókin Perestrojka, ný hugsun — ný von, er skrifuð í sum- ar á þeim tíma er Gorbatsjov dró sig í hlé úr sviðsljósinu og fjölmiðl- ar leituðu ákaft skýringa á „hvarfí" hans. Bókin fjallar frá sjónarhóli sovétleiðtogans um ástand mála í heimalandi hans og heimsbyggðinni allri. í bókinni kemur Gorbatsjov einnig þeirri andstöðu sem tilraunir hans til að opna sovéskt samfélag hafa mætt og segir um það í einum kafla bókarinnar: „Perestrojka kemur harðast nið- ur á þeim sem orðnir eru vanir því að vinna upp á gamla mátann... sumir verða að afsala sér til fram- búðar forréttindum og fríðindum sem þeir eiga ekki skilið og hafa áunnið sér með ólögmáétum hætti, og réttindum sem hafa staðið í vegi fyrir framförum." Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra flutti ávarp á fundinum í tilefni af útgáfu bókar Gorbatsjovs og sagði að sér þætti ákaflega virðingarvert að svo mikil- vægur heimsleiðtogi skuli setjast niður og skrá sínar hugsanir og hugmyndir í bók fyrir almenning. Utanríkisráðherra sagði einnig að fundur sá sem hann átti með Mik- haíl Gorbatsjov í Moskvu 2. mars síðastliðinn liði sér seint úr minni. „Samtal okkar var tveggja manna tal og ég hef ekki kosið að greina frá því nákvæmlega en þó hef ég ekki hikað við að lýsa þeirri skoðun minni að hann hafði veruleg áhrif á mína afstöðu til þess sem er að gerast í heimsmálum," sagði Steingrímur Hermannsson utanrík- isráðherra. 10 þýðendur þýddu bókina á íslensku og luku þeir verkinu á 5 sólarhringum. Bókin er 204 síður að lengd. Ritstjóri íslensku útgáf- unnar var Heimir Pálsson. Dómar Hæstaréttar í máli Jóhanns Þóris Jónssonar og Jóhönnu Heiðdal: Lögfræðilegt furðuverk og slys í íslenskri réttarsögu - segir Sigurður Gizurarson, bæjarfógeti á Akranesi í grein í Ulfljóti, tímariti laganema ÚLFLJÓTUR, timarit laganema birtir i nýjasta tölublaði sínu grein eftir Sigurð Gizurarson, bæjarfógeta á Akranesi, þar sem fjallað er um tvo dóma Hæstaréttar í málaferlum Jóhanns Þóris Jónsson- ar, ritstjóra Skákar og Jóhönnu Heiðdal stórkaupmanns. Dóma þessa telur Jón vera slys i íslenskri réttarsögu. Um er að ræða tvö mál, annars ingu Jóhönnu um útgáfuna í kæru vegar einkamál Jóhanns Þóris á hendur Jóhönnu til innheimtu á 20 skuldabréfum að fjárhæð ein milljón króna og hins vegar mál ákæru- valdsins á hendur Jóhanni Þóri, þar sem hann var meðal annars ákærð- ur fyrir að hafa beitt Jóhönnu fjárdrætti með því að ráðstafa nefndum 20 bréfum í eigin þarfir til greiðslu á skuld hans við þriðja aðila. Sigurður líkir þessum dómum við flugslys; dómarnir hafi ekki getað fallið á þann veg, sem raun varð á, nema vegna þess að átt hafí sér stað löng runa mistaka, fyrst við rannsókn málsins og síðan við dómsmeðferð. Skuldabréf án útgef- anda og kröfuhafa: Lögfræðilegur ómögn- leiki Fyrri dómurinn gekk 13. febrúar 1986. Fyrst fjallar Sigurður um undirritun og afhendingu Jóhönnu á 20 verðtryggðum skuldabréfum að nafnvirði einnar milljón króna til Jóhanns. Hann bendir á yfírlýs- til Ríkissaksóknara og furðar sig á því að HR skyldi byggja á síðari staðhæfingu hennar um að við af- hendingu hefðu bréfín hvorki verin gefín út á nafn né til handhafa. Skuldabréf verða ekki til með nein- um öðrum hætti en með útgáfu skuldara á því til annars manns. Sigurður segir HR þannig hafa gengið út frá því að aldrei hefðu orðið til fullgild skuldabréf og bréf- in 20 því aðeins eftirlíkingar skuldabréfa. Sigurður segir þá at- höfn Jóhönnu að afhenda og undirrita bréfin vera lögfræðileg kennimörk skuldabréfaútgáfu og erfítt sé að komast hjá því að draga af því þá ályktun, að samkvæmt ákvæðum samningalaga hafi Jó- hann orðið kröfuhafí samkvæmt bréfunum og þar með eigandi krafnanna. Annað mál sé að honum hafí ekki verið skylt að taka við bréfunum sem greiðslu til efndar á skuldbindingum. Fórsendan hafí hlotið að vera sú að bréfín seldust eða fengjust greidd ella hafí hann getað horfíð að fyrri kröfum sínum á hendur henni. Sigurður segir siðan að skulda- bréfín hafi með einhveijum óútskýr- anlegum hætti orðið að fullgildum skuldabréfum í dómsforsendum HR, þótt þau hefðu að hyggju dóm- stóla hvorki verið gefin út né ættu sér kröfuhafa. „Skuldabréf án út- gefanda og kröfuhafa er lagalegur og rökfræðilegur ómöguleiki", segir Sigurður og fínnur að því að ekki sé skýrt í dómsforsendum hvemig skuldabréfslíkin urðu að fullgildum skuldabréfum. „Ekki fínnst laga- heimild til löggildingar HR á skuldabréfum." Hæstiréttur gerði ráð fyrir því að skuldabréfin væru í eigu Jó- hönnu og kveður Sigurður eignarétt þennan styðjast við þá dómsfor- sendu, að bréfín hafi ekki verið gefin út til Jóhanns. „Óútgefín skuldabréf án kröfuhafa í eigu skuldara (útgefanda) eru lögfræði- legt furðuverk,“ segir Sigurður. Um þá umsögn Hæstaréttar að Jóhanni hafí verið heimilt að skrá sig eiganda að skuldabréfunum að því marki sem hann greiddi skuldir Jóhönnu, sagði Sigurður að ekki væri gert grein fyrir því í dóms- forsendum hvar sú heimild væri sótt. Slíka „eignamámsheimild" kvað Sigurður ekki að finna í íslenskum réttarheimildum. „Hvemig átti Jóhann að geta með einhliða athöfn bundið þriðja aðila, þ. e. tvær konur, sem höfðu skráð nöfn sín í rými fyrir sjálfskuldar- ábyrgðarmenn á skuldabréfaeyðu- blöðum? Engin íslensk lagaákvæði veita heimild til þess." Óréttlætanleg ósam- kvæmni Með dómi meirihluta Hæstarétt- ar þann 2. febrúar 1987 var Jóhann Þórir Jónsson dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo óskil- orðsbundið, fyrir m. a. að hafa beitt Jóhönnu Heiðdal fjárdrætti. Það kvað Hæstiréttur Jóhann Þóri hafa gert þegar hann hefði ráðstafað skuldabréfunum og notað í „eigin þarfír" með því að afhenda Jóni Hjaltasyni þau, „að því er telja verð- ur til til greiðslu a skuldum sínum við Jón.“ Einn dómenda Hæstaréttar sýknaði Jóhann af þessari ákæru, þar eð hann taldi ekki séð að hann hefði með ráðstöfun bréfanna á nokkum hátt auðgast á kostnað Jóhönnu. Sigurður tekur í grein sinni und- ir þessi sjónarmið, en víkur síðan að dómi meirihlutans. Hann gagn- rýnir þá forsendu meirihlutans, að bréfin 20 væru „eign“ Jóhönnu. „Grandvöllur dóms meirihlutans var þannig sú lokleysa, að óútgefín skuldabréf án kröfuhafa og veðs gætu verið verðmæti í eigu skuldar- ar (útgefanda)." í öðra lagi bendir Sigurður á, að hafi bréfin ekki verið gefín út til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.