Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
23
Lionsmenn og börn þeirra sáu um að pakka tannkremstúpu með hverju dagatali og er myndin tekin við
það tækifæri.
Samstarf Lions-
klúbba og Golgate
ÞESSA dagana er Lionsklúbbur-
inn Freyr ásamt lionsklúbbum
víða um land að hefja árlega
sölu sína á hinum vinsælu jóla-
dagatölum. Að þessu sinni dreifa
klúbbarnir í samvinnnu við H.
Ólafsson & Bernhöft hf. 1,8 tonni
af Colgate-tannkremi, sem gefið
er til 39.000 barna á landinu.
Yngstu kynslóðinni finnst daga-
tölin með súkkulaðimolunum bæði
skemmtileg og nauðsynleg til að
telja niður langan tíma til jóla og
með þessu nota Lionsmenn tæki-
færið til að hvetja bömin til að
bursta í sér tennumar eftir hveija
máltíð.
Stór hluti af andvirði dagatal-
anna rennur í líknarsjóði klúbbanna
og eflir fjölþætt hjálparstarf þeirra.
Tekjum síðasta árs ráðstafaði Li-
onsklúbburinn Freyr til dæmis til
nýrrar endurhæfingarstöðvar að
Reykjalundi, gjörgæsludeild Borg-
arspítalans, Styrktarfélags vangef-
inna, MS-félagsins, Gigtarfélags
íslands, vímuefnavama o.fl.
(Fréttatilkynning)
Skógræktarfélag Reykjavíkur:
280 þúsund trjá-
plöntur gróður-
settar 1 sumar
AÐALFUNDUR Skógræktarfé-
lags Reykjavíkur var haldinn 7.
maí sl. og er nú stjóm félagsins
þannig skipuð: Þorvaldur S. Þor-
valdsson, formaður, Jón Birgir
Jónsson, varaformaður, Ólafur
Sigurðsson, ritari, Björa Ófeigs-
son, gjaldkeri, Bjarni K. Bjaraa-
son, meðstjóraandi.
Sumarið reyndist eitt hið besta
um langa hríð, og vöxtur og þrif á
gróðri var eftir því. Sumarvinnan
gekk líka vel, nýtt 450 m2 gróður-
hús var tekið í notkun og heildar
plöntuframleiðsla varð nær 600
þúsund.
Á Heiðmörk var plantað um 80
þúsund og á útivistarsvæði borgar-
innar um 200 þúsund. Við það unnu
um 150 unglingar í 2 mánuði á
vegum Reykjavíkurborgar. Mest
var gróðursett í Hólmsheiði eða 100
þúsund plöntur. Þessar skógar-
plöntur er unglingamir hafa
gróðursett undanfarin ár em víða
að verða að gróskumiklum trjám
svo sem í holtunum umhverfis
Breiðholt 1 og 3. Nú er að mestu
fullplantað í Breiðholtið og Selásinn
svo og í Elliðaárhólma og Oskjuhlíð.
Nú er vetrarstarf að hefjast og
jólasala verður eins og undanfarin
ár í Skógræktinni í Fossvogi.
Fræðslufundir hafa verið skipulagð-
ir og hinn fyrsti þeirra verður
haldinn í Norræna húsinu mánu-
Þorvaldur S. Þorvaldsson
daginn 23. nóvember kl. 20.00. Þar
munu þeir landslagsarkitektamir
Einar E. Sæmundsen og Reynir
Vilhjálmsson segja frá Þjóðgörðum
N-Ameríku, tijágróðri þar og lands-
lagi og sýna myndir.
(Fréttatilkynning)
^^^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
3 Þegar við kynntum árgerð 1988 af FIAT UNO seldist sendingin upp á
fyrsta degi. Nú höfum við aftur fyllt sýningarsal okkar í Framtíð við
Skeifuna af nýjum FIAT UNO bílum og í þrjá daga, 20. 21. og 22. nóV'
ember getur þú komið, skoðað og valið þér bíl beint úr sýningarsal.
Vegna hagkvæmra innkaupa
getum við boðið árgerð 1988 af
FIAT UNO á 319 þús. krónur
Útborgun er aðeins 85 þús.
krónur og eftirstöðvarnar eru
lánaðar í allt að 24 mánuði.
FIAT UNO kom fyrst á markað árið 1984. Sama ár var hann kjörinn
„bíll ársins" í Evrópu. í ár (1987) er FIAT UNO mest seldi bíllinn í'Evr-
ópu.*
I FRAMTIÐ VIÐ SKEIFUNA SIMAR: 688850 & 685100
Heimild; Aulomotive News