Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 AP Ramaswami Venkatar, forseti Indlands og Ólafur Ragnar Grímsson við afhendingu Indiru Gandhi verðlaunanna. ÓlafurRagnar tekur viðlndiru Gandhi-verðlaununum Ólafur Ragnar Grímsson tók við friðarverðlaunum sem kennd eru við Indiru Gandhi í Nýju Delhi á Indlandi í gær. Ólafur tók við verðlaununum fyrir hönd al- þjóðlegu friðarsamtakanna Parliamentarians Global Action, sem hann hefur veitt forstöðu. Forseti Indlands, Ramaswami Venkatar, afhenti verðlaunin. Meðal þeirra sem viðstaddir voru athöfnina var Rajiv Gandhi for- sætisráðherra Indlands. VEÐURHORFUR í DAG, 20.11.87 YFIRLIT á hádegl f gaer: Lægðardrag á Grænlandshafi en mikil hæö suöur í hafi. SPÁ: í dag verður sunnan- og suðvestangola eða kaldi um mest allt land. Dálítil rigning á Suður- og Vesturlandi en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 1 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA LAUGARDAGUR OG SUNNUDAGUR: Fremur hæg vestan- og norð- vestanátt með skúrum eða slydduéljum á víð og dreif vestan- og norðanlands en líklega þurrt suðaustanlands. Hiti 0 til 4 stig. TÁKN: Heiðskirt á & m Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # * # * * * * Snjókoma # # * 1 o Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður Vfi VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hlti veður Akureyri 2 slydduól Reykjavfk 2 skýJaS Bergen vantar Helslnki vantar Jan Mayen 3 skýjað Kaupmannah. 10 þokumóða Narasarssuaq +1 frostrlgnlng Nuuk vantar 0*16 vantar Stokkhólmur 4 rlgning Þórshöfn vantar Algarve 18 léttskýjað Amsterdam vantar Aþena vantar Barcelona 17 hólfskýjað Berlín 9 rignlng og súld Chicago 1 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 9 skýjað Glasgow vantar Hamhorg 10 þokumóða Las Palmas vantar London 13 súld LosAngeles vantar Lúxemborg 8 skýjað Madrid 13 léttskýjað Malaga 18 léttskýjað Mallorca 10 skýjað Montreal 3 skýjað NewYork 8 léttskýjað Parfs 11 alskýjað Róm vantar V(n vantar Washlngton 6 skýjað Winnipeg +7 skýjað Valencia 18 mlstur Islenska málfræðifélagið: Málþing í tilefni 200 ára afmælis Rasmusar Rasks ÍSLENSKA málfræðifélagið efn- ir til málþings laugardaginn 21. nóvember. Málþingið sem ber yfirskriftina „að halda við íslenskunni - og þjóðarinnar heiðri“ er haldið í tilefni 200 ára afmælis danska málfræðingsins og íslandsvinarins Rasmusar Kristjáns Rasks. Fundarstjóri fyrir hádegi verður Helgi Bernódusson. Guðrún Kvaran formaður íslenska málfræðifélags- ins setur þingið klukkan 9 árdegis og flytur inngangsorð um Rasmus Kristján Rask. Síðan flytur Magnús Fjalldal erindið: Ensk tökuorð í íslensku að fomu og nýju. Bergljót Baldursdóttir talar um máltöku og málbreytingar. Bima Ambjöms- dóttir flytur erindi, sem hún nefnir: Flámæli og önnur fyrirbæri í vest- ur-íslensku og Svavar Sigmundsson talar um íslensku í samanburði við önnur mál. Fundarstjóri eftir hádegi verður Sigurður Konráðsson. Þá flytja eft- irtaldir erindi: Hrafnhildur Ragn- arsdóttir; Samanburður á tímatilví- sunum í sögum bama og fullorðinna. Baldur Sigurðsson; „Kantvissir Reykvingingar". Jör- undur Hilmarsson; Um upgruna e2 í germönsku. Kristján Ámason; Hendingar í dróttkvæðum hætti. Jón Aðalsteinn Jónsson; Bóndakarl, kerling og húnn. Ámi Böðvarsson; Viðhorf Rasks til tungumála. Málþingið fer fram í stofu 201 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla íslands, og er opið öllum sem áhuga hafa á íslensku máli. Flokksráðs- og formannafundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag: Fyrsti stóri fundur Sjálf stæðisflokks eftir kosningar FLOKKSRÁÐS- og formanna- fundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag klukkan 15.30 með formannafundi í sjálfstæðishús- inu Valhöil. Á morgun verður siðan sameiginlegur fundur formanna og flokksráðs að Hótel Selfoss. Að sögn Kjartans Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, er það nokkur nýlunda að flokksráðs- fundur sé haldinn utan Reyjavik- ur, það hafi ekki verið gert i langan tíma. Fyrri daginn verða almennar umræður en afgreiðsla stjómmálaályktunar þann síðari. Kjartan sagði þetta vera fyrsta stóra fund Sjálfstæðisflokksins eftir kosningar og gerði hann ráð fyrir að fjallað yrði vitt og breitt um stöðu hans. 377 aðilar eiga rétt á þátttöku á fundinum. Formannafundurinn hefst eins , og áður sagði í Valhöll klukkan 15.30 og mun Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra og formaður Sjálf- sfyeðisflokksins setja fundinn. Inga Jona Þórðardóttir, formaður fram- kvæmdanefndnar, mun síðan gera grein fyrir flokksstarfinu framund- an. Formaður fræðslunefndar, Bessí Jóhannsdóttir gerir grein fyr- ir starfi fræðslunefndar, Sigurbjöm Magnússon, framkvæmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna fýrir starfí málefnanefnda og Guðmund- ur Magnússon, formaður Varðar félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, fjallar um félagsstarf sjálfstæðisfélaganna. Að þessum erindum loknum verða almennar umræður. Hlé verður gert á umræð- unum klukkan 19 vegna sameigin- legs kvöldverðar en þær halda síðan áfram til klukkan 22. Á morgun, laugardag, verður fundað að Hótel Selfossi. Rútuferð- ir verða frá Valhöll klukkan 9.15 en fundurinn hefst klukkan 10 með ávarpi Þorsteins Pálssonar. Einnig mun Brynleifur Steingrímsson, læknir á Selfossi, ávarpa fundinn. Að loknum ávörpum verður gert grein fyrir drögum að stjómmála- ályktun og kosið í stjómmálanefnd. Eftir kjörið flytur Friðrik Sophus- son, iðnaðarráðherra ræðu og eftir hana verða almennar umræður og hádegisverður. Klukkan 14 verða ræður annarra ráðherra Sjálfstæðisflokksins þeirra Birgis Isleifs Gunnarssonar, menntamálaráðherra, og Matthías- ar Á. Mathiesen, samgöngumála- ráðherra og síðan almennar umræður. Loks verður stjómmálaá- lyktun fundarins afgreidd en ráðgert er að slíta fundi klukkan 18.30. Að fundi loknum verða rútu- ferðir til Reykjavíkur. Heijólfur bilaður: Viðgerð tekur viku Þegar Vestmannnaeyjafeijan Heijólfur var á leið til Eyja frá Þorlákshöfn á þriðjudag, kom í ljós bilun f kúplingu. Tókst að sigla skipinu á hálfri ferð til Eyja. í ljós hefur komið að bUun- in er það alvarleg að taka mun að minnsta kosti viku að gera við skipið. Þjóðvegur Eyjamanna er þeim þvf lokaður að sinni. Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Heijólfs hf, sagði að talið væri að þijá daga tæki að rífa kúpl- inguna og fleira til að komast að biluninni. Annan eins tíma að minnsta kosti tæki að koma henni saman og íjóra daga að fá vara- hluti. Sagði Magnús að stoppið kæmi sér að vonum afar illa fyrir Eyjamenn því miklir flutningar væm með skipinu á þessum tíma og allir vissu að skipið væri þjóðveg- ur Eyjamanna. „Þetta sýnir líka efasemdamönn- um hve öryggið er lítið að hafa skip með einni vél á þessari leið. Slíkt öiyggisleysi er óviðunandi. -Bjarni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.