Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
Kristín Ingvars-
dóttir — Kveðjuorð
Mínar bemskuminningar eru
meira og minna tengdar Kristínu
Ingvarsdóttur og heimilinu hennar.
Ég var bara lítil stelpa þegar við
Bryndís, dóttir hennar, kynntumst,
og þó hún væri svolítið eldri en ég
og svo miklu skynsamari, urðum
við afskaplega góðar vinkonur.
Bryndís hafði verið í ísaksskóla og
kunni allt mögulegt. Ég bar geysi-
lega virðingu fyrir svona lærðri
manneskju, og átti þá ósk heitasta
að feta í fótspor hennar, verða læs,
geta skrifað, reiknað og líka allt
hitt sem hún Bryndís gat. En hún
Bryndís átti líka afskaplega góða
foreldra, og alltaf var ég jafn vel-
komin til Kristínar og Braga. Ég
heid líka að þangað hafi ég lagt
Leiðrétting
í minningargrein í blaðinu í gær
um Baldur Þórhallsson eftir Astu
Karen varð meinleg villa. Setning
í byijun greinarinnar átti að hefjast
þannig: Mér er sagt að fundum
okkar hafi fyrst borið saman fyrir
tuttugu og þremur árum ...
Morgunblaðið biðst velvirðingar
á þessum mistökum.
leið mína hvem einasta dag, og flest
kvöld. Og þó ég ætti heima í næsta
húsi var ég alltaf svo hrædd við
að fara ein heim á kvöldin, en þá
datt Kristínu það í hug að þær
mæðgur myndu alltaf fara út í
glugga á kvöldin og veifa mér á
meðan ég hlypi heim. Þetta þótti
mér miklu betra þegar ég vissi að
einhver fylgdist með mér. Veifaði
ég þeim þá „afturábak" á hlaupun-
um eins og ég kallaði það.
Kristín sagði líka alltaf við mig
að sér fyndist hún eiga svolítinn
part í mér, og að ég væri orðin eins
og önnur litla stelpan sín. Ég var
ánægð að eiga part í henni, og það
var alltaf gott að finna hlýjuna sem
allir veittu mér heima hjá Bryndísi,
og afi hennar og amma umvöfðu
mig líka.
I fyrsta skipti sem ég fór í Þórs-
mörk var ég í för með þeim. Ég
skemmti mér alveg konunglega og
á ég margar góðar minningar úr
Þórsmerkurferðum með þeim
Kristínu og Braga. Þau kunnu að
fara í útilegu og láta alla njóta
þess. Og Landrover-bíllinn þeirra
var merkilegasti og besti farkostur
sem ég gat hugsað mér. Á honum
mátti komast á svo marga staði sem
TIIBOEMN
Juvel oe Kornax
hvfiltl 2to kr.35/
2009»
suiusúkkulaiikfjl^.
80
Kjörbúð Lóuhólum 2-6 sími 74100
bíllinn hans pabba míns komst ekki.
Við Biyndís ætluðum líka báðar að
eignast Landrover, og ekkert annað
ökutæki, þegar við yrðum stórar.
Við ætluðum líka að skoða landið
okkar og vera eins vel að okkur í
öllu sem snerti það, eins og pabbi
og mamma hennar Bryndísar voru.
Og skíðaferðirnar. Mínir fyrstu
klaufalegu tilburðir til að standa á
skíðum voru undir handleiðslu
Braga. Ég man að ég gat í fyrstu
með ómögulegu móti rennt mér
áfram á jafnsléttu, heldur rann allt-
af stjómlaust afturábak og hélt
engu jafnvægi. En ferðimar urðu
fleiri og ég gat að lokum staðið
hjálparlaust. Mér fannst ég aldrei
hafa séð neina eins góða á skíðum
og Braga og Bryndísi. Kristín varð
líka skíðamanneskja, þó hún byijaði
ekki að stunda þetta sport fyrr en
seinna, og þá fór öll fjölskyldan
saman á skíði.
Fyrstu, og einu, skautana mína
fékk ég líka frá Bryndísi í jólagjöf,
og ekki urðu þær ferðir síður
skemmtilegar.
Það var líka erfitt fyrir mig að
flytja úr Hvassaleitinu, og var ég
lengi að jafna mig á umskiptunum.
En Kristín var alltaf jafn hugsunar-
söm og góð við mig. Hún lét mig
hafa iykil af húsinu þeirra, svo ég
gæti alltaf átt þar samastað ef á
þyrfti að halda. Ég hélt nefnilega
áfram í mínum gamla skóla og
hann var rétt hjá húsinu þeirra. Þá
þurftu foreldrar mínir ekki að hafa
áhyggjur af mér á þvælingi langt
frá heimili mínu.
Svona var Kristín, alltaf hugs-
andi um aðra. Ég á henni svo ótal
margt að þakka, og því mun ég
aldrei gleyma, því þó fólk flytjist
búferlum og hittist jafnvel sjaldan
þá breytast tilfinningar ekki við
það.
Og nú er hún flutt þangað sem
við eigum öll eftir að flytjast ein-
hvem tíma. Við söknum hennar öll
mjög mikið og við sendum fjöl-
skyldu hennar okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Nína Tóta
Björn R. Hjálmarsson
frá Hlíð — Kveðjuorð
Fæddur9.júlí 1906
Dáinn 12. nóvember 1987
í gær, fimmtudag, fór fram útför
Bjöms Ragnars Hjálmarssonar.
Hann fæddist 9. júlí árið 1906.
Hann afi byijaði ungur á sjó og
var hálft sitt líf á Esjunni, hann
hefur örugglega verið góður og
duglegur sjómaður.
Hann var góður, hlýr og elsku-
legur maður, sem þótti mjög vænt
um bamaböm sín. Hann gaf okkur
systkinunum alltaf kandís og 100
kall, þegar við fómm út í búð að
kaupa sígarettur handa honum. Það
var alltaf gott og gaman að tala
við hann og þær vom margar stund-
imar, sem við horfðum saman á
sjónvarpið og töluðum um efnið í
því.
Hann var mjög lánsamur að
kynnast konu sinni, Kristjönu
Gísladóttur, yndislegri konu, sem
hann mat mikils.
Við höldum að það sé bara gott
að hann sé farinn sína hinstu ferð.
Hann var orðinn gamall og þreyttur
eftir allt sitt Iíf.
Við emm glöð, að hafa þekkt
okkar eina afa, Bjöm Ragnar
Hjálmarsson.
Konu hans, Kristjönu Gísladótt-
ur, bömum þeirra, fjölskyldu,
ættingjum og vinum hans sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Svala Birna Sæbjömsdóttir,
Magnús Logi og
Ágústa Brynjólfsdóttir.
Jón Stein arGunnfc
dugsson
Deilt á dómarana
Bókin sem fjallað hefur verið um í fréttatímum og á forsíðum dag-
blaða. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður gagnrýnir
meðferð Hæstaréttar á sex málum þar sem reynir á nokkur mannrétt-
indaákvæði stjómarskrárinnar.
Geta íslendingar treyst Hæstarétti?
bók
góð bók