Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 Viðtalstími borqarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- tals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurn- um og ábendingum og er öilum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 21. nóvember verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir, formað- ur atvinnumálanefndar, í stjórn framkvæmdabygginganefndar stofnana í þágu aldraðra og SVR og Haraldur Blöndal, formaður umferðarnefndar. VERIÐ VEL KLÆDD í VETUR Iðunnar peysur fyrir dömur, herra og börn Dömublússur og herraskyrtur frá OSCAROF SWEDEN Dömubuxur, buxnapils og pils frá GARDEUR Ný sending af dömubuxum, svörtum og sandbrúnum. * m JL. PRJÓNASTOFAN vdutttv Verslunineropin daglegafrá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-16. Kreditkortaþjónusta. Skerjarbraut 1 v/Nesveg, Seltjamamesi. Islandsvinur á hljómleikaferð Hann er fæddur í Ósló 6. maí 1930. Slaghörpuleikari, segja sumir þegar nafn hans ber á góma, dálka- höfundur og menningarviti, segja aðrir. Kvennagull, segja vinir hans. Hann heitir Kjell Martin Bække- lund og er í raun allt þetta. Orðstír hans hefur þó risið einna hæst með píanóleiknum og er hann gjama talinn einn allra fremsti einleikari Noregs og þótt víðar væri Ieitað. Einn vina hans segir þá sögu að eitt sinn þegar þekktur erlendur fiðluleikari kom til Noregs að leika verk í norska ríkisútvarpið, hafi hann beðið um að Kjell Bækkelund léki undir hjá sér og var það auð- sótt. Verkið var að sögn óhemju flókið og vandasamt. Síðan gerðist það að þegar fiðluleikarinn kallaði Kjell til æfinga, kom í ljós að þeim síðamefnda hafði ekki gefist tími til að skoða verkið hvað þá meir vegna anna á öðrum vígstöðvum og virtist þá fiðlaranum dýrmætum tíma á glæ kastað og jafnvel fokið í flest skjól. En viti menn, hinum erlenda fiðlumeistara til mikillar undranar greip Kjell nótnablöðin að óséðu, þessi blöð sem höfðu að geyma nótnaletrað fyrirmæli sem vora fast að því á mörkum hins mögulega, og tók að hlaða þeim á flygilinn sinn. Síðan sat hann um stund og rýndi í nótumar en svo, sagði fíðluleikarinn síðar, var eins og hann sogaði til sín táknin af pappímum, þau hyrfu innum augu hans og liðu niður handleggina og frammí fingurgómana, þarsem þau leystust úr læðingi og tóku þegar að flæða uppúr hljóðfærinu í mynd fagurra tóna. Hreint frábært, sagði fíðlarinn, eiginlega fullkomið. Það er ekki að ófyrirsynju að Kjell Bækkelund hefur orð á sér fyrir að vera liðtækur píanóleikari og ríflega það. Hann hefur langa reynslu í tónleikahaldi, haldið tón- leika um gjörvalla Evrópu og hvarvetna vakið athygli. Að auki hefur hann farið tónleikaferðir um Suður-Ameríku, Sovétríkin, Afríku og Asíu og var reyndar fyrsti vest- ræni píanóleikarinn sem boðið var að halda tónleika í Kínaveldi eftir menningarbyltinguna. En tónlistin er þó ekki hið eina sem heillar Kjell Bækkelund — og sumir vina hans segja jafnvel að hann deili sér milli alltof margra áhugamála, slíka tónlistargáfu sem hann þurfi að rækta. Aðrir þakka guði fyrir að hann skuli ekki hafa lokað sig inni við æfingar 10—12 tíma á dag heldur líka fengist við allt hitt. Og það er ekki lítið: alla tíð virkur í stjómmála- og menning- arlífi, setið í ótal nefndum, ráðum og stjómum, þar á meðal norska menningarráðinu, útvarpsráði, stjóm Norsku óperannar, menning- armálanefnd Verkamannaflokksins — svo aðeins nokkuð sé nefnt. Auk þess var hann dálkahöfundur við Morgenposten, Arbeiderbladet og frá 1972 hefur hann skrifað fasta dálka um menningarmál líðandi stundar í Verdens Gang undir yfir- skriftinni Tramp í klaveret. Hefur svona maður tíma til að iðka list sína? Já, hann hefur það meðan áhuginn og lífsgleðin reka hann áfram. Svo sem raunin hefur verið hingað til. Ferill Kjells Bækkelund hófst í Ósló árið 1951 og tveimur áram síðar vann hann fyrstu verðlaun í samkeppni píanista í Þrándheimi. Síðan hafa honum hlotnast marg- háttaðar viðurkenningar fyrir leik sinn og hann hefur fyrir löngu markað varanleg spor í gróðurmold tónlistarlífs Norðurlandanna. Á laugardaginn kemur hann hingað fljúgandi. Þetta er langt í frá fyrsta ferð hans hingað til lands, og í öll skiptin hefur hann leikið á slaghörpu fyrir landsmenn, eitt sinn með Sinfóníunni. Síðast var hann hér á ferðinni árið 1984. Og nú er hann sumsé að koma aftur. Til að halda tónleika í Norræna húsinu á sunnudagskvöldið klukkan hálf níu. Sé hann velkominn — Kjell Bække- lund. Texti: Kjartan Arnason Haustmót Skákfé- lags Hafnarfjarðar HAUSTMÓT Skákfélags Hafnar- fjarðar verðnr haldið helgina 20.-22. nóvember i íþróttahúsinu við Strandgötu. Fyrirkomulag mótsins verður þannig að tefldar verða 2 klukku- stunda skákir, 6-7 umferðir monrad. Fyrsta umferð verður föstudaginn 20. nóvember og hefst kl. 19.30. Þrjár næstu umferðir verða svo á laugardag og heQ'ast kl. 9.00, 14.30 og 20.00. A sunnu- dag verða tvær umferðir kl. 11.00 og 17.00. Fyrirhugað er að verðlaun verði sem hér segir: 1. verðlaun kr. 7000, 2. verðlaun kr. 5000 og 3. verðlaun kr. 3000. Sá hafnfirðingur sem fær flesta vinninga hlýtur titilinn Haustmeist- ari SH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.