Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 45
starfsfélaga og forráðamanna, og
væri ósanngjamt að ekki fylgdu hér
þakkir til þessara aðila fyrir drengi-
lega framkomu við Pál alla tíð og
ekki síst nú á þessum síðustu og
erfiðustu misserum.
Páll kvæntist rúmlega tvítugur
Marit Davíðsdóttur, flugfreyju, og
eignuðust þau einn son, Grím
Helga, sem nú er tæplega tvítugur
og stundar nám í háskólanum. Þau
Páll og Marit slitu samvistir, en
héldu vináttu og virðingu hvort fyr-
ir öðru meðan bæði lifðu. Veit ég
fyrir víst að vel hefur Marit rækt
vinskap við aldraða foreldra Páls
og tekið fullan þátt í raunum þeirra,
hvað þau og vel meta.
Snemma varð Páll mannvænleg-
ur maður. Hann var meðalmaður á
hæð og samsvaraði sér vel á allan
vöxt, hreyfíngar allar liðlegar og
þokkafullar. Hann var fríður sýn-
um, svipur og upplit, en þó einkum •
augun, lýstu djörfum dreng og
hreinskilnum. Glaðbeittur var hann
og hressilegur, enda varð bjartara
yfír þar sem hann kom. Hann var
þannig verki farinn, að hvaðeina lék
í höndum honum sem hann snerti
við. Greiðvikni hans kom best fram
í því að aldrei sá maður hann án-
ægðari en þegar honum hafði tekist
að verða þeim að liði, sem til hans
hafði leitað, en það var ósjaldan.
Sömuleiðis var hann sannur höfð-
ingi heim að sækja.
Páll var skapríkur en viðkvæmur
í lund, hann hélt þó glaðlegri og
uppörvandi framkomu til hins
síðasta og leyndi eftir föngum þján-
ingum sínum, því vorkunnsemi þoldi
hann ekki.
Þann 8. nóvember sl., síðasta
sunnudaginn sem hann lifði, hittum
við hjónin Pál á heimili foreldra
hans. Þá átti hann aðeins fjóra
daga ólifaða. Hann átti þá morgun-
inn eftir að fara inn á spítala, og
hefur sjálfsagt, ekki síður en aðrir,
vitað að þaðan ætti hann ekki aftur-
kvæmt. En slík var karlmennska
hans, svo óbugað stoltið, að jafnvel
þá, sárþjáður og farinn að þreki,
var hann með gamanyrði á vörum.
Hvað er hetjuskapur, ef ekki þetta?
Síðustu ár sín var Páll heitinn í
sambýli við Kolbrúnu Einarsdóttur
úr Grindavík, hina vænstu sóma-
konu. Kolbrún reyndist Páli slík
stoð og stytta, að betri förunaut
var erfítt að ímynda sér. Frá fyrstu
kynnum þeirra valt á ýmsu um
heilsu Páls. Hann hafði áður og
hefur síðan gengist undir margar
erfíðar og tvísýnar læknisaðgerðir
með tilheyrandi spítalavistum. í því
stríði öllu stóð Kolbrún sem klettur
honum við hlið. Þrautseigja hennar,
fómfysi og alúð, ásamt óbilandi
kjarki, er mér um megn að lýsa.
félaga sem við kveðjum með virð-
ingu.
Aðstandendum öllum sendum við
okkar samúðarkveðjur.
F.h. vinnufélaga í Sementsverk-
smiðju ríkisins,
Gísli Einarsson.
Afí minn, Óskar Kortsson, er
horfinn úr þessum heimi. Það er
sárt að hugsa til þess að enginn
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
Ég má samt til að votta henni að-
dáun og þakkir mínar og annarra
vina og vandamanna Páls heitins
fyrir ómetanlegt framlag hennar.
Það er beiskur biti að kyngja,
að sjá nú á eftir Páli Grímssyni á
hádegi ævidagsins. Þó verður minn-
ingin um góðan dreng öllum sígild
huggun. Hollt er og að riíja upp
þau sannindi að árafjöldi segir ekki
allt um langlífi né „lífsnautn fijóa“.
Einnig er vert að hafa í huga að
„sæt mun hvíldin eftir vegferð
stranga", svo aftur sé vitnað í góð-
skáldin.
Ég hef þekkt Pál Grímsson frá
því daginn sem hann fæddist, og
ég er þakklátur forsjóninni fyrir að
hafa mátt eiga hann að frænda og
vini alla hans ævi.
Þegar við nú fylgjum Erlendi
Páli Grímssyni síðasta spölinn bið
ég með orðum Sólarljóða:
„Drottinn minn
gefðu dauðum ró
en hinum líkn sem lifa.“
Unnustu Páls, syni, foreldrum
og öðrum, sem um sárt eiga að
binda, votta ég einlæga samúð mína
og minna.
Hilmar Pálsson
í dag verður til moldar borinn
sambýlismaður móður okkar, Páll
Grímsson, en hann lést á Landa-
kotsspítala þann 12. nóvember sl.
Þótt við vissum að hveiju stefndi
þá kom þetta sem reiðarslag og við
spyijum okkur, af hveiju tekur
maðurinn með ljáinn Palla okkar?
En er ekki dauðinn jafn nálægur í
sömii andrá sem hann er fjarlægur.
Palli hafði barist við erfíðan sjúk-
dóm um nokkurt skeið. Sú barátta
einkenndist af hetjumóð og kom
afi skuli vera í „Rauðu-Myllunni"
lengur, eins og hann kallaði jafnan
húsið sitt.
Þegar við krakkamir vomm Iítil,
var viðkvæðið jafnan, afi getur allt.
Það vom orð að sönnu, alltaf var
hægt að leita til hans, ef eitthvað
bjátaði á. Hann tók okkur alltaf
opnum örmum og lagaði það sem
úrskeiðis hafði farið, því hann var
ákaflega barngóður og skildi okkur
svo vel.
Afi minn var sú manngerð sem
ekkert aumt mátti sjá og tók ætíð
málstað þeirra sem minna máttu
stn.
Afi var mjög fróður og víðlesinn
og hafði gaman af að segja okkur
sögur frá liðnum ámm og hann
fylgdist jafnframt vel með atburð-
um líðandi stundar og hafði fast-
mótaðar skoðanir á flestum málum.
Ég mun sakna þessara góðu stunda
með afa.
Kristín litla frænka mín, sem átt
hefur heima á loftinu hjá langafa
sínum á bágt með að sætta sig við
að hafa misst svo góðan vin sem
afí var henni.
Ég vil að leiðarlokum þakka afa
mínum fyrir samfylgdina og vinátt-
una og það gerir litla frænka mín
líka.
Vertu í faðmi frelsarans
falinn allar stundir.
í vængjaslqóli væru hans
vaktu og sofðu undir.
Kristín Aðalsteinsdóttir
hans sterki persónuleiki og dagfars-
prýði ekki hvað síst í ljós á þessum
stundum.
Palli kom inn í líf mömmu okkar
fyrir fáeinum árum og við tók góð-
ur og dýrmætur kafli í lífí þeirra
beggja. Þau áttu svo yndislegar
stundir saman og lífíð virtist brosa
við þeim. Æ, þau voru svo lífsglöð
og áttu svo margt sameiginlegt.
Eitt af þeirra áhugamálum voru
ferðalög. Ferðuðust þau bæði til
útlanda og innanlands, einnig
gengu þau mikið hér í nágrenninu.
Það er svo fallegt að sjá sína nán-
ustu fyllast hamingju og orku að
maður samgleðst í hjarta sínu.
Allt hans fas var þægilegt og
fyllti okkur öryggi. Hjartahlýja,
rólyndi og greiðvikni voru hans
helstu kostir. Hann hafði allt sem
prýða má einn mann. Sérstaklega
var gott að leita ráða hjá honum í
sambandi við bílakaup og annað.
Hann á sannarlega þakkir skildar
fyrir þátttöku hans í brúðkaupinu
og skíminni hjá okkur á liðnu sumri.
Einhvern veginn var hann þannig
að hann kallaði fram allt hið besta
og við virtum hann og dáðum. Það
var svo að lítill og kraftmikill 3ja
ára snáði dáði Palla sinn og með
einstakri lagni tókst honum að róa
lítinn ærslabelg án nokkurra
skamma. Því miður var litli Pallinn
okkar of ungur til að geta notið
hans sem skyldi.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við kveðja Palla okkar sem
reyndist okkur sem besti pabbi. Við
vottum móður okkar, syni hans,
Grími Helga, foreldrum hans og
bróður sem og öðrum aðstandend-
um samúð okkar á þessari erfiðu
stundu. Blessuð_sé minning hans.
Valgerður, Óli, Laufey, Siggi,
Sævar og Andri Páll.
Það var ungur og óreyndur pilt-
ur, geislandi af lífsorku og trú á
framtíðina, sem kom að máli við
mig fyrir tæpum 26 árum og falað-
ist eftir starfi hjá Heklu hf. með
það í huga að læra bifvélavirkjun.
Á þeim tímum var fremur óal-
gengt að unglingar kæmu sjálfir
með slíka málaleitan. Venjan var
að foreldri eða aðrir fyrirsvarsmenn
töluðu máli þeirra í byijun, en Er-
lendur Páll sýndi þá strax að hann
vildi bera ábyrgð á sínum málum
sjálfur og rak erindi sitt af festu
og þeirri einstöku prúðmennsku,
sem einkenndi hans látbragð alla
tíð.
Undirritaður hreifst af einarð-
legri og látlausri framgöngu hins
unga manns, sem greinilega hafði
gert upp hug sinn að vandlega yfír-
lögðu ráði varðandi ævistarf sitt.
Það þurfti ekki lengi að ræða við
Pál heitinn til að verða þess áskynja
að þar fór gott mannsefni og í fyll-
ingu tímans var því gerður náms-
samningur milli hans og P.
Stefánssonar hf., sem þá var dóttur-
fyrirtæki Heklu og fékk Páll
sveinsbréf í bífvélavirkjun þann 29.
október 1966.
Páll stóð sig með stakri prýði við
námið enda var hann góðum gáfum
gæddur og hafði til að bera þann
vilja og faglega metnað, sem þarf
til að góður árangur náist.
Á námsárum hans voru að ýmsu
leyti umbrotatímar í okkar fyrir-
tæki, það óx mjög hratt og sú stefna
hafði verið tekin að leggja höfuð-
áherslu á innflutning bifreiða og
vinnuvéla ásamt þjónustu því við-
komandi. Einnig hafði þá nýlega
verið aflétt innflutningshöftum og
Hekla varð á skömmum tíma eitt
umsvifamesta fyrirtæki í landinu á
sviði sölu og þjónustu við bifreiðir.
Erlendur Páll átti sinn stóra þátt
í þessari uppbyggingu með sínum
öruggu og fagmannlegu vinnu-
brögðum. Hann naut trausts og
virðingar viðskiptavina fyrirtækis-
ins jafnt sem yfirmanna sinna og
það verður seint fullþakkað að
Hekla hf. fékk að njóta þekkingar
og starfskrafta þessa mæta manns,
sem nú er fallinn frá langt, um ald-
ur fram.
Undirritaður var samstarfsmað-
ur Páls heitins sl. 25 ár og minnist
hans nú sem hugljúfs vinnufélaga,'
sem ætíð lagði gott til málanna og
var ávallt reiðubúinn til að gera
öðrum greiða, ef um var beðið,
manns sem stóð fast á sínum rétti,
þætti honum við þurfa, manns sem
sýndi ótrúlegan styrk í löngu og
erfiðu stríði, sem honum var ljóst
að mundi tapast, en lét þó aldrei
bugast.
Undirritaður getur vel tekið und-
ir orð skáldsins þegar Erlendar
Páls Grímssonar er minnst: „Sann-
leikurinn er ekki í bókum, ekki einu
sinni í góðum bókum, hann er hjá
mönnum með gott hjartalag."
Erlendi Páli eru nú að leiðarlok-
um þökkuð störf hans í þágu Heklu
hf., sem hann innti af hendi af
stakri trúmennsku alla tíð, og eins
lengi og stætt var.
Minningin um vammlausan
dreng lifir. Við vottum aðstandend-
um Erlendar Páls Grímssonar
dýpstu samúð, og sérstakar þakkir
viljum við færa sambýliskonu hans
Kolbrúnu Einarsdóttur, sem af
ástúð og umhyggju létti honum
erfíðar stundir.
F.h. Heklu hf„
Finnbogi Eyjólfss.
Löngu og ströngu veikindastríði
er lokið. Hann Palli okkar Gríms
Sveinsína Ágústs
dóttir — Minning
Amma mín, Sveinsína Ágústs-
dóttir frá Kjós í Reykjarfirði, lést á
Hrafnistu 3. nóvember sl. Hún var
búin að liggja rúmföst í nokkra
mánuði eftir tvo erfiða uppskurði
en fljótlega eftir þá var ljóst að hún
ætti varla langt eftir. Samt sem
áður er erfítt að horfast í augu við
það að amma sé farin frá okkur,
að maður eigi aldrei framar eftir
að heimsækja hana og spjalla við
hana um heima og geima því óhætt
er að segja að það var komið víða
við þegar rætt var við ömmu.
Amma minntist oft á dauðann
við mig, ávallt í léttum tón og mér
er sérstaklega minnisstætt samtal
sem fór okkar á milli fyrir tæpu
ári síðan. Ég hafði tekið að mér
að vélrita fyrir hana ýmsan fróðleik
sem hún hafði sett á blað fyrir Þjóð-
minjasafnið og fyrir trassaskap í
mér hafði dregist úr hömlu að ljúka
því verki. Ég var í heimsókn hjá
ömmu og talið barst að því hvort
þetta færi nú ekki að verða tilbúið.
„Það liggur svo sem ekkert á,“
sagði amma, „mér þætti bara vænt
um að þetta yrði búið áður en ég
dræpist." „Við skulum nú vona að
þú farir ekki að taka upp á því
strax,“ segi ég. „Æ, góða vertu nú
ekki að óska mér langra lífdaga,"
sagði amma þá og bætti því við að
ekki langaði hana til að verða ósjálf-
bjarga og ruglað gamalmenni.
Ég bjó hjá ömmu í tvo vetur
meðan ég var í námi í Reykjavík.
Þar var gott að búa og ekki háði
aldursmunurinn því að sambúðin
gengi árekstralaust. Vinir mínir
voru alltaf velkomnir í heimsókn
og alltaf var þeim borinn kaffísopi
og meðlæti því að það jafngilti
móðgun við ömmu að afþakka góð-
gerðir hjá henni. Amma var vel lesin
og fróð kona þó ekki hlyti hún langa
skólagöngu. Mér fannst sérstaklega
gaman að ræða við hana um bók-
menntir og skáldskap enda var þar
ekki komið að tómum kofanum.
Hún kunni ógrynnin öll af sögum
og kvæðum og reyndar eru mínar
fyrstu minningar um ömmu þær
að hún sat á rúmstokknum hjá mér
og sagði okkur systkinunum gömul
ævintýri og þjóðsögur. Þar var sag-
an af Steini Bollasyni efst á
vinsældalistanum og þótt sama sag-
an væri pöntuð kvöld eftir kvöld
man ég aldrei eftir mótbárum frá
ömmu.
45
er allur. Þessi lífsglaði, jákvæði og
tápmikli félagi okkar, sem manna
líklegastur var til að standa af sér
slíkar atlögur, varð um síðir að lúta
í lægra haldi fyrir ofurefli sjúk-
dómsins.
Við horfðum uppá óvenjulegt
þrek og baráttuvilja mánuðum sam-
an og trúðum kannski ekki þess-
vegna lengi vel að svona gæti farið.
Hann vann t.d. með okkur á verk-
stæðinu hálfan daginn, mun lengur
en hann hafði í rauninni þrek til,
en að gefa eftir skyldi ekki verða
fyrr en allt um þryti.
Palli hóf nám í bifvélavirkjun hjá
Heklu hf. 1962, og starfaði þar alla
tíð síðan. Hann varð fljótt góður
fagmaður og eftirsóttur í hin vanda-
samari verk. Okkur hinum þótti því
gott að leita til hans með ráð og
aðstoð þegar með þurfti. Hann var
sérlega trúr fyrirtækinu og þeim
yfírboðurum sem hann vann hjá.
Kappsfullur í störfum og fyrirmynd
annarra í því að halda leikreglur
vinnustaðarins, skráðar sem
óskráðar. Félagslega sinnaður og
var annt um sitt stéttarfélag. Létt
lund og glaðværð var honum eðlis-
læg og stundum fannst manni að
vandamál og erfíðleikar væru hug-
tök sem hann þekkti ekki nema af
afspum. Það fer heldur ekki hjá
því að slíkir menn móta jafnan
starfsandann á sínum vinnustað,
enda hefur hann verið í besta lagi
á verkstæðinu.
Þegar átti að gera eitthvað
skemmtilegt sameiginlega, var það
annaðhvort að Palli Gríms nefndi
það fyrstur, eða menn sögðu, hvað
segir Palli Gríms um það, og síðan
var það gjaman hann sem dreif í
hlutunum.
Það var einnig áberandi hvað
hann var fljótur að greina aðalat-
riði frá aukaatriðum, átta sig á
manngerðum og umgangast eftir
því. Hann vissi jafnan hvað hann
vildi og sagði meiningu sína óhikað.
Já, það er sanni næst að stórt skarð
hefur verið höggvið í hópinn okkar.
Hann var náttúmbarn í sér, enda
fæddur við Tjömina í Reykjavík,
og var í sveit hjá móðursystkinum
sínum nokkur sumur að Seli í Land-
eyjum, en að slíku búa menn alla tíð.
Páll var svo lánsamur að kynnast
indælli konu, Kolbrúnu Einarsdótt-
ur frá Grindavík, og reyndist hún
honum hinn dýrmæti förunautur
og styrkur í veikindunum. Þeirra
fallega samvera varð því sorglega
stutt. Hann var áður kvæntur og
eignaðist þá son, mesta efnispilt,
sem nú er að verða fulltíða.
Við vottum af hjarta, sambýlis-
konu, foreldmm, syni og bróður,
samúð okkar.
Vinnufélagar
Ég veit að þessi fátæklegu orð
mín segja ekki margt en eiga þó
að vera örlítill þakklætisvottur til
ömmu fyrir öll okkar ánægjulegu
samskipti pg samverustundir.
Með kveðju frá systkinum mínum
og börnum þeirra.
Fríða Eyjólfsdóttir