Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
Fréttir um samskipti Stefáns Jóhanns Stefánssonar og CIA:
Fréttastofan segir
fréttina tílhæfulausa
Dag Tangen segist aldrei hafa séð skjöl um slík samskipti
FRÉTTASTOFA Ríkisútvarpsins
lýsti þvi yfir í kvöldfréttatíma i
gærkvöldi að fréttir um náin
samskipti Stefáns Jóhanns Stef-
ánssonar fyrrum forsætisráð-
herra við leyniþjónustu
Bandaríkjanna hefðu reynst úr
lausu lofti gripnar. í Banda-
ríkjunum hefðu engin skjöl
fundist sem bendi til slikra sam-
skipta og Dag Tangen sagnfræð-
ingur í Noregi segi nú að hann
hafi aldrei séð slik skjöl. Aftur
á móti segi Jón Einar Guðjónsson
fréttaritari útvarps í Noregi að
Dag Tangen hafi áður sagt að
hann hafi séð skjöl um slík sam-
skipti. Fréttastofan harmaði
síðan að heimild sem hún sá ekki
ástæðu til að véfengja hefði
reynst ótraust.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Friðrik Páll Jónsson varafréttastjóri
hljóðvarps að fréttastofan hefði afl-
að sér gagna, ma. úr Truman-
Alþjóðlega skákmótið á Suðurnesjum:
Hannes Hlífar náði
meistaraáfanga
KoflaviL
Keflavík.
Hannes Hlifar Stefánsson náði í
gær sinum fyrsta áfanga að al-
þjóðlegum meistaratitli þegar
hann gerði jafntefli við Þröst
Þórhallsson. Hannes Hlifar, sem
er aðeins 15 ára, sagði i samtali
við Morgunblaðið, að hann ætlaði
að taka þátt i móti í Hastings um
áramótin og freista þess þá að
ná öðrum áfanga. Þeir Þröstur
Þórhallsson og Björgvin Jónsson
eiga enn möguleika á að ná
áfanga að titli alþjóðameistara.
Þeir þurfa að ná jafntefli i skák-
um sinum i siðustu umferðinni
sem tefld verður i dag. Þeir eiga
báðir í höggi við stórmeistara,
Þröstur teflir með svörtu gegn
Helga Ólafssyni, en Björgvin
stýrir hvitu mönnunum gegn
Guðmundi Siguijónssyni.
Bretinn David Norwood er nú
efstur á mótinu með 7V2 vinning,
en næstir eru þeir Helgi Ólafsson
og Hannes Hlífar Stefánsson með
7 vinninga. Helgi sat að tafli gegn
Finnanum Antti Pyhala og hafði
skákin þá farið tvívegis í bið. Helgi
hafði lakara tafl. Næst koma svo
þeir Þröstur Þórhallsson og Björg-
vin Jónsson með 6V2 vinning og
Guðmundur Siguijónsson er með 6
vinninga.
Úrslitin í gær urðu þessi: Þröstur
Þórhallsson - Hannes Hlífar Stef-
ánsson V2-V2, Guðmundur Sigur-
jónsson - Byron Jacobs 1-0,
Jóhannes Ágústsson - Charles
Weldon 1-0, Davíð Ólafsson - Björg-
vin Jónsson 0-1, David Norwood -
Sigurður Daði Sigfússon 1-0 og
skák Antti Pyhala og Helga Ólafs-
son fór í bið. gg
RUV:
Svæðisútvarp
á Austur landi
tekið til starfa
RAUST, svæðisútvarp Rikisút-
varpsins á Austurlandi byrjaði í
gær og verður fyrst um sinn út-
varpað tvisvar i viku frá klukkan
18.30 til 19. Deiidarstjóri er Inga
Rósa Þórðardóttir sem unnið
hefur fyrir fréttastofu Ríkisút-
varpsins.
safninu sem hefðu borist til landsins
á miðvikudag, og borið þau saman
við önnur gögn auk þess sem Tang-
en hefði verið spurður nákvæmlega
út í málavexti. Niðurstaðan hefði
verið þessi afsökunarbeiðni.
Friðrik sagði að málið hefði byij-
að á þann hátt að Tangen nefndi
að fyira bragði í viðtali við norska
útvarpið að hann hefði komist yfir
skjöl um samskipti íslands og
Bandaríkjanna. Viðtalið var vegna
uppljóstrana Tangens um samband
forustumanna norska Verkamanna-
flokksins og bandarísku leyniþjón-
ustunnnar á eftirstríðsárunum.
Þetta hefði Jón Einar Guðjónsson
heyrt og haft samband við Tangen.
Jón Einar segir að þá hafi Tangen
sagt sér að hann hefði skjöl sem
sýndu náið samband Stefáns Jó-
hanns Stefánsonar við bandarísku
leyniþjónustuna. Fréttastofan hefði
ekki talið ástæðu til að rengja þetta
þar sem Tangen hefði verið gesta-
prófessor í Bandaríkjunum um tíma
og stundað sagnfræðirannsóknir
þar undanfarin 3 ár. En þegar Jón
Einar vildi sjá skjalið um Stefán
Jóhann hefði Tangen fyrst sagst
ekki fínna þau og síðan hafa sent
þau í pósti til kunningja á íslandi.
í kvöldfréttatíma útvarpsins í
gærkvöldi var ma. eftirfarandi haft
orðrétt eftir Tangen: „Ég hef ekki
sagt að ég hafí séð skjöl sem sýni
samband milli CLA og Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar. (...) Skjalið þar
sem nafn Stefáns Jóhanns er að
fínna er ómerkileg orðsending þar
sem segir að fulltrúar Banda-
ríkjanna skuli ræða við hann. Annað
hefði auðvitað vakið mikla athygli."
Morgunblaðið/Þorkell
Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands íslands, afhendir
Birgi ísleifi Gunnarssyni, menntamálaráðherra, skólastefnuna. Jón
Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, fylgist með.
*
Kennarasamband Islands:
Skólastefna Kennara-
sambandsíns gefin út
£>
INNLENT
SKÓLASTEFNA Kennarasam-
bands íslands er komin út. í
tilefni þess afhenti Svanhildur
Kaaber, formaður sambandsins,
Birgi ísleifi Gunnarssyni,
menntamálaráðherra og Jóni
Baldvini Hannibalssyni, fjár-
málaráðherra, eintök af bækl-
ingnum í húsakynnum
sambandsins i gær.
Svanhildur sagði við afhendingua
að sambandið hefði samþykkt á
fulltrúaþingi sínu í júní sl. heildar-
stefnu í menntamálum. í skóla-
stefnunni birtist í fyrsta skipti
heildstæð stefna þar sem tekið
væri á öllum meginþáttum skóla-
starfsins. í henni birtist álit kennara
á skólastarfí í landinu í framtíðinni
og jafnframt vilji sambandsins til
að vinna að umbótum í skólastarfí.
Nú í nóvember hittist grunnskóla-
kennarar á fundum um allt land til
að ræða skólastefnuna. Eftir ára-
mótin mjmdu síðan kennarar kynna
foreldrum stefnuna því hún væri
samin með hagsmuni nemenda að
leiðarljósi. Hún taldi að um tveir
þriðju hlutar kennarastéttarinnar
hefðu unnið að mótun stefnunnar.
Birgir ísleifur sagðist hafa
gluggað í stefnuna og taldi að hún
væri í samræmi við stefnu hans sem
menntamálaráðherra. Hann óskaði
kennurum til hamingju með það
mikla starf sem lægi að baki stefti-
unnar. Jón Baldvin sagði að skóla-
stefna væri mikið mál en hann vildi
leggja áherslu á aukna valddreif-
ingu, þannig að hlutur skólanna
yrði gerður stærri.
í dag
Gengisfelling ekki óumflýjanleg þrátt fyrir versnandi viðskiptakjör:
Höfum séð það svartara
- segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra
JÓN BALDVIN Hannibalsson
segir það slæmt að slitnað hafi
upp úr samningaviðræðum
Vinnuveitendasambands ís-
lands og Verkamannasam-
bands íslands og ljóst sé að
samningar verði erfiðari ef
þeir dragast fram yfir áramót.
Hann segir að það fari ma. eft-
ir hvað gerist á vinnumarkaði
og hvernig ytri skilyrði þróast
hvort fastgengisstefna ríkis-
stjórnarinnar haldi en segir að
það sé ekki það bráðaástand
yfirvofandi að menn geti hróp-
að með réttu að gengisfelling
sé yfirvofandi. Ástandið hafi
oft verið svartara.
í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi sagðist Jón Baldvin
Hannibalsson vona að þráðurinn
yrði tekinn upp að nýju í viðræð-
unum þótt sú von væri ekki
rökstudd. Samkvæmt samningum
opinberra starfsmanna, sem gilda
út árið 1988, koma launahækkan-
ir strax í janúar og febrúar. „Ég
tel það slæmt að ekki skuli hafa
tekist nú að ganga til samninga
á þeim nótum út amk. árið 1988
þvl að ég held að það verði ekki
auðveldara við þessi mál að fást
eftir áramót," sagði Jón Baldvin.
Hann sagði að inn í þessi mál
hefðu blandast áieitnar spuming-
ar um starfsskilyrði fiskvinnsl-
unnar sérstaklega. „Áraunin á
gengið er vaxandi með falli doll-
ara og ýmsir aðilar hafa fært það
í tal við fulltrúa ríkisstjómarinnar
hvort hún geti gert eitthvað til
að bæta þesi starfsskilyrði og þar
með treyst stöðu fiskvinnslunnar
til að mæta leiðréttingu á kjörum
fískvinnslufólks. Ef tekist hefði
samkomulag um leiðréttingu á
kjörum þeirra hópa sem ekki hafa
notið fastlaunasamninga á árinu
var ríkisstjómin búin að lýsa yfir
vilja sínum til að skoða annars-
vegar starfsskilyrði fískiðnaðarins
og hinsvegar framkvæmd skatt-
kerfísbreytinganna," sagði Jón
Baldvin.
Þegar Jón var spurður um kröf-
ur þess efnis að ríkisstjómin
endurskoðaði Qármálastefnu sína
í ljósi nýrra draga að þjóðhagsspá
sem Vinnuveitendasamband Is-
lands lagði fram á miðvikudag,
sagði hann stefnt hefði í 7,5 millj-
arða króna halla á ríkissjóði fyrir
aðgerðir ríkisstjómarinnar í sum-
ar og haust. Það hefði kostað svo
mikil átök að rétta það af á ekki
skemmri tíma að borin von væri
að tala um meira og raunar gott
ef markmið um hallalaus Qárlög
næðist því einstakir ráðherrar eða
ráðuneyti þeirra hefðu undanfarið
verið að leggja fyrir fjárveitingar-
nefnd kröfur um frekari útgjalda-
aukningu sem þegar er farin að
mælastum 1500 milljónir króna.
„Við vissum frá upphafí að
ákvörðunin um stöðugt gengi er
hin vandasamari leið,“ sagði Jón
Baldvin. „Gengislækkunin er
gamalkunnug skottulækning til
bráðabirgða og þegar við höfnuð-
um þeirri leið byggðist það á því
mati að hún yrði mjög skammæ,
sérstaklega í því gífurlega þenslu-
ástandi sem við búum við. Leiðin
sem við erum að feta er torsótt-
ari og seinfamari og beinist að
því að kæla þessa ofhituðu vél á
nokkrum tíma, og árangurinn er
undir því kominn að okkur takist
að ná verðbólgu nokkuð ört niður
á fyrri hluta næsta árs. Verð-
bólgumarkmiðinu náum við ekki
með gengislækkun. Ef ríkisstjóm-
in stendur við hallalaus fjárlög er
hún búin að gera sitt en vafalaust
þarf að herða á peningamálum.
Síðan er spuming hvað gerist á
vinnumarkaði og varðandi ytri
skilyrði. En það er ekki það bráða-
ástand yfírvofandi að menn geti
hrópað með réttu að gengislækk-
un sé óumflýjanleg. Menn hafa
oft séð það svartara."
—En verður ekki erfítt að
standa við þetta markmið ef átök
verða á vinnumarkaði í vetur?
„Þetta verður erfítt en til hvers
em ríkisstjómir ef þær þola ekki
erfíðleika," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.
BLAÐ B
y ^
=^5 J*4
blað C