Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 264. tbl. 75. árg.________________________________FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarísku fjárlögin: Verðbréf lækkuðu vegna fyrirstöðu hjá repúblikönum New York, Washington, Reuter. SKYNDILEGT verðfall varð á hlutabréfum í kauphöllinni í New York síðdegis í gær þegar út spurðist að hópur repúblikana á þingi legðist gegn drögum, sem fyrir lægju, að samkomulagi um aðgerðir til að draga úr halla á ríkisfjárlögum. Féll Dow Jones-verðbréfavísi- talan um 43,77 stig í 1.859,39 stig. Sérfræðingar sögðust óttast verðhrun af því tagi, sem varð í október, ef samkomulag tækist ekki um niðurskurð á útgjöldum hins opinbera eða ef aðgerðir, sem samstaða næðist loks um, þættu ófullnægjandi. Búizt var við því í gærkvöldi að samkomulag tækist um aðgerðir til að draga úr fyrirsjáanlegum halla á fjárlögum, en á síðustu stundu lagðist hópur repúblikana í öld- ungadeildinni gegn samkomulags- drögunum. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var óvíst hvort samningar tækjust en í dag rennur út frestur, sem fulltrúar þingsins og ríkis- stjómarinnar hafa til að ná samkomulagi. Fulltrúar Hvita hússins sögðust í gær bjartsýnir á að samkomulag næðist fyrir kvöldið um alhliða nið- urskurð útgjalda. Bob Packwood, leiðtogi repúblikana í fjárhagsnefnd öldungadeildarinnar, skýrði hins vegar frá því að nær allir repúblik- anar í deildinni væru andvígir þeim Banana- keimur af Beaujolais París, Reuter. NÝR árgangur af Beaujolais- rauðvíninu var til sölu í gær og sögðu sérfræðingar að líklega væri nýja vínið bezti árgangur- inn af Beaujolais til þessa. Það kom mörgum á óvart að bananakeimur er af nýja víninu, sem kynnt var með pompi og prakt eins og endranær. Var því ekið, flogið og siglt til 50 ríkja í fyrri- nótt svo það yrði komið á sinn stað á vertshúsum og krám samkvæmt hefð að morgni þriðja fimmtudags í nóvember. ráðstöfunum, sem fyrirhugaðar væru í samningsdrögum. Dollarinn féll gagnvart helztu gjaldmiðlum í Evrópu; verð á gulli hækkaði og verðbréf lækkuðu í London og Tókýó þegar fregnir bárust af því að snurða væri hlaup- in á þráðinn í viðræðunum í Washington um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Orsakir ókunnar Reuter Reykur stígur upp úr stigagangi, sem liggur miklum eldsvoða í lestarstöðinni í fyrrakvöld. niður í King’s Cross-neðanjarðarlestarstöðina. Orsakir brunans eru ókunnar. ítarlegar frásagn- Þrjátiu menn biðu bana og tugir slösuðust f iraf slysinu er að finna á blaðsíðum 26 og 27. Sovétmenn fallast á kröfur Bandaríkjamanna: Heimila skoðun kjama- flauga í verksimðjuhliði Washington, Reuter. SOVÉTMENN hafa gengið að einni meginkröfu Bandaríkja- manna vegna samninga um gjöreyðingu meðaldrægra kjarnaflauga og samþykkt að bandariskir menn geti skoðað kjarnaflaugar á smíðisstað. Blað- ið Washington Post skýrði frá þessu i gær. Samkvæmt þessu geta fulltrúar Bandaríkjastjórnar skoðað kjama- vopn Sovétmanna í hliði vopnaverk- smiðja. Fá Bandaríkjamenn heimild til að hafa varðmenn allan sólar- hringinn við verksmiðjumar. Hinar meðaldrægu SS-20-flaugar eru keimlíkar langdrægum flaugum af gerðinni SS-25 og hafa andstæð- ingar afvopnunarsamninga á Bandaríkjaþingi haldið því fram að ef Sovétmenn féllust ekki á eftirlit í verksmiðjuhliði hefði þeim verið í lófa lagið að smíða SS-20-flaugar áfram og láta líta út fyrir að um SS-25-flaugar væri að ræða. Hafa Sovétmenn nú óskað eftir því að fá að vakta bandarískar eldflauga- verksmiðjur. Washington Post sagði ennfrem- ur að Sovétmenn hefðu einnig fallið frá þeirri kröfu að samningar um fækkun vígvallarkjamavopna og flugvéla, sem borið geta kjama- vopn, í Evrópu, verði gerðir í kjölfar samningsins um útrýmingu meðal- drægra kjamaflauga, sem búist er við að leiðtogar stórveldanna undir- riti í Washington í byijun desember. Bandaríkjamenn hafa verið andvíg- ir skilyrði af þessu tagi þar sem þeir óttast að með samningum af því tagi stæði Vestur-Evrópa ber- skjölduð frammi fyrir gífurlegum yfirburðum Varsjárbandalagsríkj- anna á sviði hefðbundins vopnabún- aðar. Seint i gærkvöldi var frá því skýrt að utanríkisráðherrar stór- veldanna, George Shultz og Eduard Shevardnadze, myndu hittast í Genf í næstu viku og ryðja úr vegi síðustu hindmnum, sem væm í vegi sam- komulags um útrýmingu meðal- drægra kjamaflauga. Dýrasti bíltínn Bifreið af gerðinni Bugatti Royale, árgerð 1931, var seld brezkum bílakaupmanni á upp- boði í London í gær fyrir 5,5 milljónir sterlingspunda, eða 363 milljónir íslenzkra króna. Er það hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir bifreið. Að- eins voru smíðaðir sjö bílar af þessari tegund og eru sex þeirra ökufærir. Bugatti Roy- ale voru á sínum tíma þrisvar sinnum dýrari en Rolls Royce. Reuter Átök mótmælenda og lögreglu í Lettlandi Vín, Reuter. LETTNESKUM mótmælendum sem minntust þess á miðvikudag að 69 ár voru liðin frá þvi að landið fékk sjálfstæði lenti saman við þúsundir lögreglumanna að sögn lettneskra innflytjenda í Vin. Lettland, Láland og Litháen voru sjálfstæð ríki frá árinu 1918 en árið 1945 voru þau innlimuð i Sovétríkin. í hafnarbænum Liepaja gengu 900 manns um götur á miðvikudag og báru rauðan og hvítan fána sjálf- stæðs Lettlands. Fólkið söng þjóð- söng Letta og samkvæmt frásögn sjónarvotta brutust átök út milli þess og lögreglu. Einn mótmælendanna slasaðist alvarlega. í höfuðborginni Riga komu fimm þúsund herlög- reglumenn í veg fyrir að sjö þúsund Lettar legðu blóm að minnismerki sjálfstæðs Lettlands. Tveir lúterskir prestar, Yuris Rubenis og Mavis Ludiviks auk Janis Barkans forystu- manns mannréttindasamtakanna Helsinki ’86, voru hnepptir í varð- hald. Prestamir voru síðar látnir lausir en ekki er vitað um afdrif Barkans. Þessar upplýsingar hafa komið fram í símtölum innflytjend- anna í Vín við heimamenn. Sovéska fréttastofan Tass greindi frá því á miðvikudag að tíu þúsund Lettar hefðu fyrr um daginn mót- mælt afskiptum Bandaríkjamanna af málefnum Lettlands. Fréttastofan sagði ennfremur að talsmenn full- trúadeildar Bandarílq'aþings hefðu viljað heimsækja Lettland í tilefni sjálfstæðisafmælisins en því hefði verið hafnað sem „tilraun Banda- ríkjamanna til að hafa áhrif á innanríkismál í Sovétríkjunum".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.