Morgunblaðið - 20.11.1987, Side 1

Morgunblaðið - 20.11.1987, Side 1
88 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 264. tbl. 75. árg.________________________________FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandarísku fjárlögin: Verðbréf lækkuðu vegna fyrirstöðu hjá repúblikönum New York, Washington, Reuter. SKYNDILEGT verðfall varð á hlutabréfum í kauphöllinni í New York síðdegis í gær þegar út spurðist að hópur repúblikana á þingi legðist gegn drögum, sem fyrir lægju, að samkomulagi um aðgerðir til að draga úr halla á ríkisfjárlögum. Féll Dow Jones-verðbréfavísi- talan um 43,77 stig í 1.859,39 stig. Sérfræðingar sögðust óttast verðhrun af því tagi, sem varð í október, ef samkomulag tækist ekki um niðurskurð á útgjöldum hins opinbera eða ef aðgerðir, sem samstaða næðist loks um, þættu ófullnægjandi. Búizt var við því í gærkvöldi að samkomulag tækist um aðgerðir til að draga úr fyrirsjáanlegum halla á fjárlögum, en á síðustu stundu lagðist hópur repúblikana í öld- ungadeildinni gegn samkomulags- drögunum. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var óvíst hvort samningar tækjust en í dag rennur út frestur, sem fulltrúar þingsins og ríkis- stjómarinnar hafa til að ná samkomulagi. Fulltrúar Hvita hússins sögðust í gær bjartsýnir á að samkomulag næðist fyrir kvöldið um alhliða nið- urskurð útgjalda. Bob Packwood, leiðtogi repúblikana í fjárhagsnefnd öldungadeildarinnar, skýrði hins vegar frá því að nær allir repúblik- anar í deildinni væru andvígir þeim Banana- keimur af Beaujolais París, Reuter. NÝR árgangur af Beaujolais- rauðvíninu var til sölu í gær og sögðu sérfræðingar að líklega væri nýja vínið bezti árgangur- inn af Beaujolais til þessa. Það kom mörgum á óvart að bananakeimur er af nýja víninu, sem kynnt var með pompi og prakt eins og endranær. Var því ekið, flogið og siglt til 50 ríkja í fyrri- nótt svo það yrði komið á sinn stað á vertshúsum og krám samkvæmt hefð að morgni þriðja fimmtudags í nóvember. ráðstöfunum, sem fyrirhugaðar væru í samningsdrögum. Dollarinn féll gagnvart helztu gjaldmiðlum í Evrópu; verð á gulli hækkaði og verðbréf lækkuðu í London og Tókýó þegar fregnir bárust af því að snurða væri hlaup- in á þráðinn í viðræðunum í Washington um niðurskurð á ríkisútgjöldum. Orsakir ókunnar Reuter Reykur stígur upp úr stigagangi, sem liggur miklum eldsvoða í lestarstöðinni í fyrrakvöld. niður í King’s Cross-neðanjarðarlestarstöðina. Orsakir brunans eru ókunnar. ítarlegar frásagn- Þrjátiu menn biðu bana og tugir slösuðust f iraf slysinu er að finna á blaðsíðum 26 og 27. Sovétmenn fallast á kröfur Bandaríkjamanna: Heimila skoðun kjama- flauga í verksimðjuhliði Washington, Reuter. SOVÉTMENN hafa gengið að einni meginkröfu Bandaríkja- manna vegna samninga um gjöreyðingu meðaldrægra kjarnaflauga og samþykkt að bandariskir menn geti skoðað kjarnaflaugar á smíðisstað. Blað- ið Washington Post skýrði frá þessu i gær. Samkvæmt þessu geta fulltrúar Bandaríkjastjórnar skoðað kjama- vopn Sovétmanna í hliði vopnaverk- smiðja. Fá Bandaríkjamenn heimild til að hafa varðmenn allan sólar- hringinn við verksmiðjumar. Hinar meðaldrægu SS-20-flaugar eru keimlíkar langdrægum flaugum af gerðinni SS-25 og hafa andstæð- ingar afvopnunarsamninga á Bandaríkjaþingi haldið því fram að ef Sovétmenn féllust ekki á eftirlit í verksmiðjuhliði hefði þeim verið í lófa lagið að smíða SS-20-flaugar áfram og láta líta út fyrir að um SS-25-flaugar væri að ræða. Hafa Sovétmenn nú óskað eftir því að fá að vakta bandarískar eldflauga- verksmiðjur. Washington Post sagði ennfrem- ur að Sovétmenn hefðu einnig fallið frá þeirri kröfu að samningar um fækkun vígvallarkjamavopna og flugvéla, sem borið geta kjama- vopn, í Evrópu, verði gerðir í kjölfar samningsins um útrýmingu meðal- drægra kjamaflauga, sem búist er við að leiðtogar stórveldanna undir- riti í Washington í byijun desember. Bandaríkjamenn hafa verið andvíg- ir skilyrði af þessu tagi þar sem þeir óttast að með samningum af því tagi stæði Vestur-Evrópa ber- skjölduð frammi fyrir gífurlegum yfirburðum Varsjárbandalagsríkj- anna á sviði hefðbundins vopnabún- aðar. Seint i gærkvöldi var frá því skýrt að utanríkisráðherrar stór- veldanna, George Shultz og Eduard Shevardnadze, myndu hittast í Genf í næstu viku og ryðja úr vegi síðustu hindmnum, sem væm í vegi sam- komulags um útrýmingu meðal- drægra kjamaflauga. Dýrasti bíltínn Bifreið af gerðinni Bugatti Royale, árgerð 1931, var seld brezkum bílakaupmanni á upp- boði í London í gær fyrir 5,5 milljónir sterlingspunda, eða 363 milljónir íslenzkra króna. Er það hæsta verð, sem greitt hefur verið fyrir bifreið. Að- eins voru smíðaðir sjö bílar af þessari tegund og eru sex þeirra ökufærir. Bugatti Roy- ale voru á sínum tíma þrisvar sinnum dýrari en Rolls Royce. Reuter Átök mótmælenda og lögreglu í Lettlandi Vín, Reuter. LETTNESKUM mótmælendum sem minntust þess á miðvikudag að 69 ár voru liðin frá þvi að landið fékk sjálfstæði lenti saman við þúsundir lögreglumanna að sögn lettneskra innflytjenda í Vin. Lettland, Láland og Litháen voru sjálfstæð ríki frá árinu 1918 en árið 1945 voru þau innlimuð i Sovétríkin. í hafnarbænum Liepaja gengu 900 manns um götur á miðvikudag og báru rauðan og hvítan fána sjálf- stæðs Lettlands. Fólkið söng þjóð- söng Letta og samkvæmt frásögn sjónarvotta brutust átök út milli þess og lögreglu. Einn mótmælendanna slasaðist alvarlega. í höfuðborginni Riga komu fimm þúsund herlög- reglumenn í veg fyrir að sjö þúsund Lettar legðu blóm að minnismerki sjálfstæðs Lettlands. Tveir lúterskir prestar, Yuris Rubenis og Mavis Ludiviks auk Janis Barkans forystu- manns mannréttindasamtakanna Helsinki ’86, voru hnepptir í varð- hald. Prestamir voru síðar látnir lausir en ekki er vitað um afdrif Barkans. Þessar upplýsingar hafa komið fram í símtölum innflytjend- anna í Vín við heimamenn. Sovéska fréttastofan Tass greindi frá því á miðvikudag að tíu þúsund Lettar hefðu fyrr um daginn mót- mælt afskiptum Bandaríkjamanna af málefnum Lettlands. Fréttastofan sagði ennfremur að talsmenn full- trúadeildar Bandarílq'aþings hefðu viljað heimsækja Lettland í tilefni sjálfstæðisafmælisins en því hefði verið hafnað sem „tilraun Banda- ríkjamanna til að hafa áhrif á innanríkismál í Sovétríkjunum".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.