Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
29
Sólfari á sigurbraut
John Harrington, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, situr hér
undir stýri á Sólfara, sólknúnum bU frá General Motors-verk-
smiðjunum í Bandaríkjunum, en bíllinn bar nýlega sigur úr býtum
í kappakstri yfir þvera Ástralíu. Myndin er tekin í Washington,
fyrir utan minnismerkið um Lincoln forseta.
Finnland:
Heimsborgari kem-
ur yfirvöldum í klípu
Borgá, Finnlandi, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins.
HIÐ harðsnúna útlendingaeftir-
iit í Finnlandi hefur nú fengið
óvenjulegt mál til umfjöllunar.
Bandaríkj amaðurinn Charles
Hall viU setjast að í borginni
Borgá 50 km austur af Helsinki.
Hann er hálffertugur, einhleyp-
ur og finnskumælandi. HaU fær
hvorki dvalarleyfi né atvinnu-
leyfi því hann er vegabréfslaus.
Á hinn bóginn er ekki hægt að
vísa honum úr landi þvi hann
hefur hvergi ríkisborgararétt.
Einu skilríkin sem Hall hefur, er
„heimsvegabréf" sem gefíð er út
af samtökum í Bandaríkjunum sem
nefnast World Service Authority.
Finnsk yfírvöld viðurkenna ekki
slíkt vegabréf og því telst Hall hafa
komið á ólöglegan máta til Finn-
lands. Sagt er að 250.000 manns
ferðist um heiminn með slíkt al-
heimsvegabréf.
Nokkrir tugir manna hafa ritað
undir meðmæli í því skyni að út-
vega Hall dvalar- og atvinnuleyfí.
Þar á meðal er tilvonandi vinnuveit-
andi Halls, eigandi garðyrlq'ustöðv-
ar í Borgá. Hún segist endilega vilja
ráða menn eins og Hall sem hafa
hugrekki til að afsala sér vemd
ríkisvaldsins.
Hall segist vera heimsborgari
sem viðurkenni ekki skiptingu jarð-
arinnar í ríki. Hann segir ríkjaskipt-
inguna vera upphaf allra styijalda.
Fyrir nokkrum árum reyndi Hall
að komast til Finnlands án vega-
bréfs. Þá var honum vísað úr landi
og hann sendur til baka til Banda-
ríjanna. Það er ekki lengur hægt
vegna þess að Hall hefur afsalað
sér bandarískum ríkisborgararétti.
Samt getur hann ekki talist pólitísk-
ur flóttamaður enda hefur hann
ekki sagst vera slíkur.
í Finnlandi hefur útlendingaeftir-
Iitið sætt gagnrýni fyrir að ofsækja
útlendinga og gera þeim erfítt fyrir
að dvelja langdvölum í landinu.
Túlkun stofnunarinnar á innflytj-
endalögum þykir mjög ströng.
Talsmenn útlendingaeftirlitsins
segja að verkefni þeirra sé að koma
í veg fyrir „útlendingavandamál".
Enda segja gárungamir að Finn-
land jafnist á við Albaníu hvað
varðar möguleika útlendinga á því
að setjast þar að.
Móðir Teresa hyggst
faratil Suður-Afríku
MÓÐUR Teresu í Kalkútta hefur
mlisverið boðið að koma í heim-
sókn til Suður-Afriku næsta vor
og hefur hún ákveðið að taka
boðinu. Kalþólskur prestur, Ger-
hardt Brunner að nafni, bauð
henni fyrir hönd félagsskapar
kaupsýslumanna sem kallar sig
„Matteusargildið" og helgar sig
Maríuvitruninni i Fatima i Port-
úgal 1917. „Gildi“ þetta er
einskonar klúbbur sem hittist til
skrafs og ráðagerða yfir hádeg-
isverði eftir settum reglum.
Fulltrúar baráttuhreyfinga
svartra Afríkumanna hafa bragðist
illa við þessum tíðindum og segja
hana bijóta gegn samtökum um
andstöðu við stóm hvítra manna
með því að þiggja þetta boð. Tilefni
þess er að kaþólskir menn hafa
ákveðið að halda mót í Pretoríu í
maí og er þungamiðja þess móts
rósakransinn (talnabandið) og iðk-
un þeirra bæna sem honum tilheyra.
Það era einkum talsmenn ÁNC
(African National Congress) sem
era óhressir út af heimsókn þessari
og sagði einn þeirra í viðtali við
Catholic Herald að þeir hefðu viljað
að Móðir Teresa hefði rætt heim-
boðið við trúmáladeild samtakanna
áður en hún tók því. Stjóm Suður-
Afríku muni notfæra sér þessa
heimsókn hennar í áróðursskyni og
íjölmiðlar Suður-Afríku muni elta
hana á röndum og reyna að færa
sér hana í nyt.
Sumir hafa velt því fyrir sér,
eftir að Móðir Teresa tók boðinu,
hvort heimsókn þessi muni vera
einskonar „uppbót" fyrir það að
páfinn hefur ákveðið að koma ekki
til Suður-Afríku þegar hann fer í
Afríkuför sína á næsta ári. Denis
Hurley, erkibiskup í Durban, hefur
neitað því að svo sé en bætti við:
„Allir biskupar þessa lands hafa
verið að reyna að fá hana til að
koma undanfarinn áratug. Það er
því hálfkynlegt að hún skuli fallast
á að koma í þetta skipti.“
Aðalritari biskuparáðs Suður-
Afríku, séra Smangaliso Mkhatsh-
wa, sagðist líka vera hissa á þessu.
„Félagið sem bauð henni er mjög
lítið og starfar hvergi nema í erki-
biskupsdæmi Pretoríu," sagði hann.
„Ég er ekki viss um að það hafí
verið skynsamlegt af henni að taka
boðinu. Ég verð að bíða og sjá hver
skipuleggur þessa heimsókn."
(Heimild: Catholic Herald)
UNDRASAPAN
ER K0MIN AFTUR
VANDINN ER LEYSTUR
LAUSNIN ER FUNDIN
Vanish-undrasápan. Ótrúlegt en satt.
Tekur burtu óhreinindi og bletti sem
hvers kyns þvottaefni og sápur eða
blettaeyðar ráða ekki við. Fáein dæmi:
Olíur, blóð-, gras-, fitu-, lím-, gos-
drykkja-, kaffi-, vín-, te-, eggjabletti,
snyritvörubletti, bírópenna-, tús-
spennablek og fjölmargt fleira. Nothæft
ails staðar, t.d. á fatnað, gólfteppi,
málaða veggi, gler, bólstruð húsgögn,
bílinn, utan sem innan, o.fl. Urvals
handsápa, algerlega óskaðleg hörund-
inu. Notið einungis kalt eða volgt vatn.
Nú einnig í fljótandi formi. Fæst í flest-
um matvöruverslunum um land allt.
Heildsölubirgðir. Logaland, heildversl-
un, símar 1-28-04 og 2-90-15.
Gæ JAR 2. ÁRA
/ '
í TILEFNIAFMÆLISINS 10% AFSLÁTTUR
20. og 21. NÓYEMBER
VERSLUNIN GÆJARINGÓLFSSTRÆTI8