Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
Eldsvoðinn á King’s Cross-brautarstöðinni
„Renmstiginn bar okkur
hratt í átt að eldsvítinuu
London, Reuter.
„ÞEGAR ég var kominn hálfa
leið upp braust eldurinn út á
skörinni og þá reyndi ég að troð-
ast til baka en rennistiginn bar
okkur hratt í átt að eldsvítinu,"
sagði einn þeirra, sem komust
lifs af úr eldsvoðanum á King’s
Cross-brautarstöðinni í London.
„Ég sá móður sveipa kápunni um
bamið sitt en eldurinn læsti sig í
hana og það var það síðasta, sem
ég sá til þeirra," sagði annar.
„Skelfíngin var alger og ringulreið-
in slík, að fólkið vissi hvar það var
né hvert það átti að fara. Það vildi
bara komast burt.“
Haft er eftir vitnum, að fólk hafí
farið úr lestum á brautarstöðinni
eftir að eldurinn braust út en aðrar
lestir voru ekki stöðvaðar þótt lest-
arstjóramir yrðu að aka í gegnum
þykkan reykjarmökkinn. „Þegar
lestin kom inn á stöðina mætti okk-
ur kolsvart reykjarkófið og ég
heyrði fólkið hlaupa æpandi um
allt,“ sagði Leroy Bigby, farþegi
með einni lestinni.
Súgurinn, sem jafnan er í lestar-
göngunum, magnaði eldinn skjótt
og er það haft eftir slökkviliðs-
mönnum, að stöðin hafi verið líkust
smiðjuafli, slíkur var hitinn. Lét
einn slökkviliðsmannanna lífíð, Col-
in Townsley, 45 ára gamall. Ætlaði
hann að reyna að komast að elds-
upptökunum en þá breyttist súgur-
inn og logatungumar gleyptu hann
samstundis.
Lögreglumaður og slökkviliðsmaður sinna
meðvitundarlausum í lestargöngunum.
Reuter
, sem var bjargað
Eldsvoðinn kom eins og
reiðarslag yfir Breta
Frá Árna Johnsen, blaðamanni Morgunblaðsins í London.
Reuter
Örþreyttir slökkviliðsmenn ræðast við eftir baráttuna við eldinn.
Lundúnabúar eru felmtri
slegnir vegna eldsvoðans í King’s
Cross-neðanjarðarlestarstöðinni
í gær, þar sem þrjátíu manns
létu lífið og tuttugu og einn eru
hroðalega brenndir og sjúkir
Næstmesta slys í sögn
neðanjarðarlestanna
London, Reuter.
Eldsvoðinn, sem í fyrradag
varð að minnsta kosti 30 mönnum
að bana í King’s Cross-neðan-
jarðarstöðinni, er næstmesta
slys, sem orðið hefur i lestar-
göngunum undir London, en árið
1975 iétu 43 menn lífið i miklum
árekstri.
Lítið hefur verið um slys í neðan-
jarðarlestunum í London þótt þær
flytji daglega nokkrar milljónir
manna til og frá vinnu. Það mesta
til þessa átti sér stað 28. febrúar
árið 1975 en þá var einni lestinni
ekið á fullum hraða út af brautar-
enda og inn í jarðstálið við Moor-
gate-stöðina. Biðu 43 bana og 74
siösuðust.
Á King’s Cross tengjast lestimar
í London lestunum, sem fara til
Norður-Englands og Skotlands og
er það haft eftir talsmanni sam-
göngumálaskrifstofu borgarinnar,
að 10.000 manns fari um stöðina
á mesta annatímanum á kvöldin.
í janúar árið 1985 voru reyking-
ar bannaðar á neðanjarðarstöðvn-
um og í lestunum en skömmu áður
höfðu hundruð manna lokast inni á
Oxford Circus vegna eldsvoða, sem
þó varð engum að meini.
Breska stjómin ákvað í gær að
skipa nefnd til að rannsaka slysið
og tildrög þess en ekki er enn ljóst
hver þau voru. Slökkviliðsmenn
telja þó, að eldurinn hafí fyrst kom-
ið upp í tréstiga og borist þaðan í
miðasöluklefana, sem eru um sjö
metra undir yfírborði jarðar.
Noregur:
Dómsmálaráðherrann
höfðar til náungakærleika
Osló, frá Jan Erik Laure,
fréttaritara MorgainbLadsins.
HELEN Besterud, dómsmálaráð-
herra Noregs lenti f óhappi á
laugardag f síðustu viku og varð
þá áþreifanlega vör við skeyting-
arleysi nútímamannsins nm hag
náungans.
Bosterud var að koma úr mat-
vöruverslun með tvo innkaupapoka
þegar henni skrikaði fótur á hálu
haustlaufinu og hún skall í götuna.
Bosterud meiddist á handlegg og
missti meðvitund. Þegar hún rank-
aði við sér hrópaði hún á hjálp og
veifaði til vegfarenda. En fólk hand-
an götunnar gekk áfram sína leið
og enginn bflanna sem framhjá óku
nam staðar.
Seint og um síðir gat ráðherrann
komist á fætur fyrir eigin rammleik
og leitað hjálpar í verslun. „Ég skil
vel að fólk sé feimið og ef til vill
hrætt við að vasast í málefnum
annarra. En mér fínnst að það ætti
að gefa sér tíma til þess. Eg skora
á alla að rétta náunganum hjálpar-
hönd þegar mikið liggur við,“ sagði
Helen Besterud dómsmálaráðherra.
Noregur:
í fótspor Nansens
OhIó, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins.
FJÓRIR Norðmenn hyggjast feta sem Nansen gerði árið 1888, með
ERLENT
í fótspor Friðþjós Nansen á
næsta ári og ganga yfir Græn-
landsjökul. Þá verða hundrað ár
liðin frá för Nansens.
Fjórmenningamir ætla að fá svar
við spumingunni: Tekst okkur það
sama búnaði? Búnaðurinn sem
Nansen notaði er geymdur á safni
í Noregi og það auðveldar undirbún-
inginn. Mennimir ætla að leggja
í’ann í ágúst á næsta ári og ganga
600 km á sex vikum.
vegna reykeitrunar. Læknar
höfðu aldrei séð eins óhugnanleg
brunasár. Eldsvoðinn kom eins
og reiðarslag yfir Breta í gær,
enda lang alvarlegasti eldsvoði í
sögu bresku neðanjarðarbraut-
anna, sem eru þær elstu f
heiminum. Þar var kaldhæðnis-
legt að sfðdegis f gær var hópur
fólks að dreifa aðvörunarmiðum
til farþega við eina neðanjarðar-
stöðina og benda á eldhættuna
sem leyndist vfða í mannvirkjun
neðanjarðarbrautanna og skort
á öryggisbúnaði. Hópnum var
hótað lögreglu þó þeir kæmu
mjög pcúðmannlega fram og
þegar blaðamaður Morgunblaðs-
ins fór um umrædda stöð, buðu
þeir vegfarendur aðvörunar-
miðana án orðaskipta.
Augljóst er að ótrúlegt sam-
bandsleysi er innan kerfís neðan-
jarðarbrautanna í London og
öryggisbúnaður á brautapöllum er
í algjöru lágmarki. Tvær lestir skil-
uðu fólki inná King’s Cross-stöðina
eftir að eldurinn var laus og þar
með vom þær komnar í gildru.
Þar fara milljónir manna daglega
með neðanjarðarlestum Lundúna-
borgar og um King’s Cross-stöðina
fara á annað hundrað þúsund
manns á dag, en King’s Cross er
einn stærsta stöðin með fímm leiðir
um stöðina.
Eldurinn var laus í efsta stiga
lyftustigans fyrir neðan miðasölu-
salinn, sem er sjö metrum undir
yfírborði jarðar. Samkvæmt frá-
sögn sjónarvotta var sem eldhnöttur
yrði til á augabragði efst í stiganum
og þeir sem voru í efri hluta hans
áttu enga undankomuleið úr eld-
hafinu, því lyftustiginn var fullur
af fólki og flutti það inn f eldinn.
Fjöldi manna vann í gær við
hreinsun King’s Cross-stöðvarinnar
og rannsókn eldsupptaka, en uppi
voru getgátur um að eldurinn hefði
komið út frá rafmagni í vélum lyftu-
stiganna. Rannsókn var ekki það
langt komin að unnt væri að taka
af skarið hvort um hryðjuverk væri
að ræða eða ekki. Það var hrikalegt
að sjá salarkynni King’s Cross-
stöðvarinnar eftir eldsvoðann, allt
ein rúst. Slökkviliðsmenn eru taldir
hafa sýnt stórkostlega framgöngu
og unnið mikið afrek við ótrúlega
aðstæður, en einn slökkviliðsmaður
fórst í eldsvoðanum.
í gær varð að fella niður umferð
um þijár af fimm leiðum King’s
Cross-stöðvarinanr og olli það því,
ásamt óhugnum í Lundúnabúum í
kjölfar brunans, að mikill umferðar-
öngþveiti skapaðist á allri umferð
f London í gær, sérstaklega síðdeg-
is, því mun fleiri en venjulega
ferðuðust í einkabflum. Leigubíl-
stjóri tjáði blaðamanni Morgun-
blaðsins að hann hefði aldrei fyrr
lent í öðru eins umferðaröngþveiti
í Lundunaborg.
Þó var að venju verulegur fjöldi
fólks sem ferðaðist með neðanjarÖ-
arlestunum í gær.
Unnið verður að rannsókn máls-
ins fyrir opnum tjöldum, en neðan-
jarðarbrautimar eru helsta
samgönguleið Lundúnabúa alla
daga vikunnar og mikið í húfí að
sú umferð geti farið eðlilega fram
og af öryggi.
Talsmenn neðanjarðarbrautanna
hafa svarað gagnrýni um skort á
öryggisbúnaði með því að benda á
að fjármagnskortur sé til þeirra
hluta, en allt virðist benda til þess,
að þetta hrikalega slys verði tl þess
að gerð verði gangskör að breytingu
til betri vegar.
Þeir verst brenndu sem lifðu af
brunann voru ekki úr lífshættu í
gær, en ljóst er að margir þeirra
þurfa að ganga undir miklar skurð-
aðgerðir.
Ítalía:
Stjornar-
kreppunni
að ljúka
Róm, Reuter.
SÍÐUSTU stjómarkreppunni á
Ítalíu virðist ætla að ljúka fyrir
vikulok og hefur um það samist,
að Francesco Cossiga forseti
hafni afsögn Giovannis Goria
f orsætisráðherra.
Goria sagði af sér sl. laugardag
og á þriðjudag fékk hann umboð
til að mynda nýja stjóm. Gekk það
vonum framar og á miðvikudag
féllst Fijálslyndi flokkurinn, sem
hafði rofið stjómarsamstarfið, á
breytingartillögur Goria við §árlög-
in en á þeim hafði stjómarfleyið
steytt. Búist er við, að stjómin biðji
þingið um traustsyfírlýsingu í dag
eða á morgun og þarf líklega ekki
að óttast útkomuna.
Vegna þess, að Cossiga ætlar að
hafna afsagnarbeiðninni er litið svo
á, að sama stjóm sitji áfram eins
og ekkert hafí í skorist, sú 47. frá
stríðslokum.