Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
57
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR OG SUND
Sjö með farseðil
á Olympíuleikana
Nokkrireru ekki lángtfrá OL-lágmörkunum
SJÖ íslenskir frjálsíþrótta-og
sundmenn hafa náð Olympíu-
lágmörkunum fyrir Olympíu-
leikana í Seoul 1988. Nokkrir
eru ekki langt frá þeim lág-
mörkum sem íslenska
olympíunefndin hefur sett.
Spjótkastarinn íris Grönfeld
hefurt.d. náö alþjóðlega lág-
markinu, en ekki því íslenska.
Eðvarð Þór Eðvarðsson er einu
sundmaðurinn sem hefur náð
lágmarkinu. Nokkrir súndmenn
eru ekki langt frá því. Spjótkast-
ararnir Einar Vilhjálmsson og
Sigurður Einarsson hafa náð lág-
markinu. Þriðji spjótkastarinn,
Sigurður Matthíasson, er líklegur
til að ná því.
Kringlukastaramir Vésteir.n Haf-
steinsson og Eggert Bogason hafa
náð lágmarkinu og einnig Helga
Halldórsdóttir, 400 m grinda-
hlaup, og Ragnheiður Ólafsdóttir,
3.000 og 10.000 m hlaup.
Oddur Sigurðsson, sem hefur náð
góðum árangri á ÓL í Moskvu og
Los Angeles, hefur mikinn hug á
að komast til Seoul. Oddur hefur
átt við meiðsli að stríða tvö undan-
farin ár. Hann er að fara byrja
að æfa á fullu aftur.
Þeir sundmenn sem eiga mögu-
leika á að komast tiUSeoul með
Eðvarð Þór, eru: Ragnar Guð-
mundsson, Ragnheiður Runólfs-
dóttir, Bryndís Ólafsdóttir,
Hugrún Ólafsdóttir, Magnús Már
ólafsson og Amþór Ragnarsson.
ENGLAND
Arsenal þarf
aðferðast
Deildarbikarmeistarar Arsenal,
sem hafa verið heppnir að
dragast á heimavöll í deildarbikar-
keppninni, eða fímm sinnum í röð,
drógust gegn Sheffíeld Wednesday
í 8-liða úrslitum deildarbikarkeppn-
innar. Arsenal leikur ekki á
Highbury, heldur þurfa leikmenn
liðsins loksins að ferðast og leika á
Hillsborough í Sheffield 18. janúar.
Dregið var í deildarbikarkeppninni
í gær og getur farið svo að þrjú
af kunnustu félagsliðum Englands
komist í undanúrslit. Arsenal, Man.
Utd. og Everton.
Manchester United leikur gegn
Oxford, sem fékk heimaleik. Ever-
ton fékk aftur á móti heimaieik
gegn Manchester City, sem hefur
slegið Nottingham Forest og Wat-
ford út úr keppninni.
Hattaborgarliðið Luton leikur gegn
sigurvegaranum í leik Reading og
Bradford. Luton ætti að komast
áfram í undanúrslitin.
Suh heimsótti forsetann
Morgunblaöiö/Julius
Ryp Kyu Suh, formaður handknattleikssambands Suður-Kóreu, var staddur hér á landi á dögunum eins
og við sögðum frá. Hann heimsótti meðal annars forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, og var
meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri af Suh, Vigdísi, eiginkonu formannsins og Jóni Hjaltalín Magnús-
syni, formanni handknattleikssambands íslands. Suh hélt af landi brott á þriðjudag — ásamt Jóni Hjaltalfn.
Þeir eru nú á ráðstefnu í Dortmund í Vestur-Þýskalandi, þar sem rætt er um mótahald og skipulagningu
landsleikja næstu tvö árin.
VEGGTENNIS
|| BLAK
Keppendur á fyrsta kvennamótinu í veggtennis.
Enn tapa Víkingar
í karlaflokki
Víkingar virðast ekki ætla að
ríða feitum hesti frá fslands-
mótinu í blaki karla í vetur. Liðið
tapaði enn einum leiknum á mið-
vikudaginn og að þessu sinni gegn
HK í Digranesi. HK menn voru mun
betri í leiknum og unnu sanngjamt
15:7, 15:10 og 15:7. Sömu lið átt-
ust við í kvennaflokki og þar vann
Víkingur með sömu tölum og lyktir
karlaleiksins urðu.
Blikastúlkur unnu ÍS 15:12, 15:8
og 17:15. Síðasta hrinan tók rúma
hálfa klukkustund.
FRÆÐSLUMAL
Jim Parry
með fyrir-
lestur um
Ólympíu-
leikana
JIM Parry, einn þekktasti
fræðimaður í íþróttum á Bret-
landseyjum og fyrrum leikmað-
ur með knattspyrnuliðinu
Derby, flytur aðalfyrirlesturinn » r
á fyrsta fræðslufundi fræðslu-
ráðs Ólympíunefndar íslands,
sem verður á morgun, laugar-
dag, og hefst klukkan 17 í stofu
101 í Odda, húsnæði hugvís-
indadeiidar Háskóla íslands.
Parry, sem er prófessor við
íþróttadeild háskólans í Leeds
í Englandi og mjög eftirsóttur fyrir-
lesari víða um heim, verður með
fyrirlestur um Ólympíuleika í nútíð
og framtíð og þær hugsjónir, sem
Olympíuleikamir byggjast á f ljósi
raunveruleika samtimans.
Þá munu Valdimar Ömólfsson,
formaður ftæðsluráðs ólympíu-
nefndar, Gísli Halldórsson, forseti
ólympíunefndar og Sigmundur
Guðbjamason, háskólarektor, flytja
ávörp. Að auki flytja Ingólfur
Hannesson og Þorsteinn Einarsson
stutt erindi. Ingólfur fjallar um
starfsemi og aðstöðu alþjóða
ólympíunefndarinnar í Grikklandi
og Þorsteinn ræðir um þátt íþrótta
í fomum hátíðum.
Öllum er heimill aðgangur og að-
gangseyrir enginn. Sérstaklega er
þeim boðið er tekið hafa þátt f .
Ólympíuleikum, þjálfað íþróttafólk
til keppni á leikunum eða starfað. '
að þátttöku íslands að öðru leyti.
UPPSKERU-
HATIÐ
VALS
verðurhaldiní
sunnudaginn
22. nóvember
kl. 14.00.
Velunnarar, félagar og
foreldrareru hvattir til
að mæta.
Stjóm knattspd. Vals.
Ingrid og Margrét
unnu kvennamótið
FYRSTA kvennamótið í vegg-
tennis var haldið í Veggsport
HF fyrir stuttu. Það var það
Clarinsumboðið sem stóð fyrir
því.
Keppt var bæði í „squash" og
„racketball" og í fyrrgreindu
greininni sigraði Ingrid Svenson,
en Helga B.Jónsdóttir varð önnur.
í síðamefdu greininni sigraði
Margrét Jónsdóttir, en Ragnheiður
Víkingsdóttir varð önnur.
Keppendur í mótinu voru 15 talsins
og sá Claijns um verðlaun til handa
sigurvegurum.
Stjömu-HI-TEC-mótið í „squash"
fór fram um sl. helgi. 34 keppendur
mættu til leiks. Sigurður G. Sveins-
son sigraði Hörð Þorsteinsson
örugglega í úrslitalejk. Þess má
geta að þetta var í fyrsta skipti sem
Hörður vinnur ekki mót sem hann
tekur þátt' í.
Á sunnudaginn fer fram mót í
„raguet" í Dansstúdíó Sóleyjar kl.
13.
SPAÐUILÍÐIN
SPJLAÐU MEÐ
Hægt er að spá í leikina símleiðis og
greiða fyrirmeð kreditkorti.
Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00
til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30.
Síminn er 688 322
ISLENSKAR GETRAUNIR
- eini lukkupotturinn þar sem þekking
margfaidar vinningsiíkur.
Leikir 21. nóvember 1937 K
1 X 2
1 Arsenal - Southampton 2 Charlton - Coventry 3 Luton - Tottenham
4 Oxford - Watford 5 Portsmouth - Everton 6 Q.P.R. - Newcastle
7 West Ham - Nott’m Forest 8 Wimbledon - Man. United 9 Blackburn - Crystal Palace
10 Leicester - Bradford 11 Man. City - Birmingham 12 Plymouth - Middlesbro
© The Football League