Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
55
Ég þakka innilega öllum þeim jjölmörgu, sem
glöddu mig margvíslega og sýndu mér sóma á
niræÖisafmœli mínu.
Guðrún Valdimarsdóttir.
Þessir hringdu . .
Fyrirspurn um
skattheimtu
Inga Helgadóttir hringdi:
„Þegar staðgreiðslukerfí skatta
verður tekið upp á nýju ári, hvem-
ig verður þá skattheimtu hagað í
sambandi við fyrirframgreidd
laun og laun sem greidd eru eft-
irá? Ef við gefum okkur að fyrsta
greiðsla fari fram 1. janúar fyrir
alla landsmenXLþá eru þeir sem
fá sín laun eftirá að greiða skatt
af desemberlaunum 1987. Ef hins
vegar fyrsta greiðsla færi fram
1. febrúar þá fá þeir sem fá laun
sín fyrirfram janúarlaunin skatt-
frjáls. Ég hefði gaman af að vita
hvemig þessu verður háttað, veit
einhver svarið?"
Hendingin ekki
eftir
Bólu-Hjálmar
Kvæða unnandi
„Ég hef haft mjög gaman af
spumingaþáttum Ómars Ragn-
arssonar á sunnudagskvöldum og
þess vegna þótti mér leiðinleg
skyssan sem honum varð á í
síðasta þætti. Þar sagði hann að
hendingin „Fátæktin var mín
fylgikona" væri eftir Bólu-Hjálm-
ar. Hið rétta er að hendingin er
eftir sr. Jón Þorláksson á Bægisá
og er í Hjónaversi sem hann orti
árið 1812. Kvæðið er þannig:
Fátæktin var mín fylgikona
frá því ég kom í þennan heim.
Við höfum lafað saman svona
sjötígi vetur fátt í tveim.
Hvort við skiljum nú héðan af
hann veit er okkur saman gaf.
Gamlir bílar -
varahlutir
HJ. hringdi:
„Nú er mikið um að bflum sem
komnir em til ára sinna sé fleygt
og er talað um að hvergi sé pláss
fyrir þá. Fjölmargir bflar hafa
verið teknir úr umferð að undan-
fömu og era margir þeirra eflaust
í þokkalegu ástandi. Fyrirtækið
Vaka segist ekki geta keypt alla
þessa bfla þar sem þeir hafi þegar
nóg af bflum til niðurrifs. Væri
ekki tilvalið að leyfa þeim sem
áhuga hafa að hirða varahluti úr
þessum bflum endurgjaldslaust.
Þetta mætti framkvæma þannig
að menn gætu skilið eftir ónýta
bfla á einhverjum tilteknum stað’.
Þar gæfist svo öllum kostur á að
hirða úr þeim varahluti í nokkum
tima áður en hræin væra flutt á
haugana. Góðar vélar, nýleg dekk
og nýtilegir varahlutir fara nú á
raslahaugana engum að gangi.
Ég tel að mikil verðmæti fari oft
forgörðum þegar bflum era settir
á haugana og ætti það ekki að
skaða hagsmuni neins þó mönnum
gæfist kostur á að hirða úr þeim
nothæfa hluta."
Faðirinn -
athyglisvert
leikverk
Leikhúsgestur hringdi:
„Ég er sammála grein Valnýjar
um uppfærslu Leikféíags
Reykjavíkur á Föðumum og hvet
ég fólk til að sjá þetta verk. Við
lifum í auglýsingaþjóðfélagi þar
sem alls konar dægurflugum er
mikið hampað og sá þykir mestur
er hæst galar. Minna fer hins
vegar fyrir alvarlegum listamönn-
um sem hafa metnað fyrir því sem
þeir gera. Uppfærslan á Föðum-
um er Leikfélaginu til sóma. Hér
er um að ræða sígilt og djúphugs-
að verk sem hlýtur að höfða sterkt
til allra."
Hanski
Brúnn kvenhanski tapaðist í
Miðbænum á laugardag. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að hringja
í síma 36463 eða 10500.
Seðlaveski
Brúnt seðlaveski tapaðist í
Stjömubíói eða þar í grennd sl.
mánudag. Finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hringja í síma
29832.
Frjálslyndi eða stjórnlyndi
Til Velvakanda.
Talsmenn þeirrar stefnu, að bjór
verði áfram aðeins seldur í fríhöfn-
inni á Keflavíkurflugvelli, smyglað
inn í landið og fluttur auk þess inn
af farmönnum í einhverjum mæli,
halda mjög á lofti þeirri yfirlýsingu
WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar) að aukið framboð á áfengi
stuðli að aukinni neyslu þess. Við
fyrmefnda yfirlýsingu hef ég út af
fyrir sig ekkert að athuga. Aukið
framboð á hveiju sem vera skal
stuðlar trúlega að aukinni neyslu.
Hins vegar skortir alfarið rök fyrir
því að draga af þessu þá ályktun,
að ef hægt væri að kaupa bjór þar
sem annað áfengi er selt, myndi
áfengisneysla aukast. Skal ég nú
taka dæmi til að skýra mál mitt.
Hér á landi er kaffí víðast á boðstól-
um. Bæði í heimahúsum, á vinnu-
stöðum og á opinberam stöðum.
Þeir sem á annað borð drekka kaffi
HEILRÆÐI
Sjómenn
Kynnið ykkur staðsetningu
handslökkvitækja um borðí
skipi ykkar.
Kynnið ykkur notkun þeirra.
Kynnið ykur ástand þeirra.
Munið: Hafið ávallt greiðan
aðgang að handslökkvitækj-
um, það er aldrei að vita
hvenær grípa þarf til þeirra.
drekka því líklega heldur meira af
því en þeir myndu gera stæði þeim
kaffi ekki svo víða og.oft til boða.
Setjum sem svo að íslendingar
færa einnig að bjóða upp á te alls
staðar þar sem kaffi er boðið. Er
líklegt að hver og einn drykki þá
bolla af tei til viðbótar því kaffi sem
hann drykki hvort eð er?
Ég tel óhætt að svara því neit-
andi. Við höfum aðeins einn líkama.
Því era okkur takmörk sett varð-
andi það magn matar og drykkjar
sem við getum innbyrt hveiju sinni.
Ég ætla að sama lögmál gildi hvað
áfengi varðar. Einungis sé hægt
að neyta ákveðins magns hvetju
sinni. Valið stendur því milli teg-
unda en ekki möguleikans á að
neyta þeirra allra samtimis. Ekki
fæ ég séð að það sé verra að neyta
bjórs en sterkari áfengistegunda.
Finnst mér því illskiljanlegur sá
ótti sem sumir láta f ljós við að
unglingar drekki bjór. í mínum
augum era þeir betur settir með
bjór en vodka, sem er vinsæll drykk-
ur hjá íslenskum unglingum. I tali
bjórandstæðinga finnst mér gæta
þeirrar forsjárhyggju og stjómlynd-
is sem kennd er við vinstri stefnu
í stjómmálum. Þeirrar stefnu að
treysta ekki einstaklingunum til að
kunna fótum sínum forráð og ráða
sjálfir sínum ráðum, en ætla hinu
opinbera m.ö.o. stjómmálamönnum
að taka fyrir þá ákvarðanir í stóra
sem smáu. Hvað er hið opinbera,
embættismenn ríkis og bæja,
stjómmálamenn, annað en misvitrir
einstaklingar sem hafa öðlast meiri
völd en allur almenningur. Þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins vil ég
benda á að hugsa aðeins lengra en
sem nemur yfirborðinu f þessu
máli og átta sig á hvort þeir álíti
það í samræmi við stefnu Sjálfstæð-
isflokksins að stjómmálamenn
ákveði hvaða tegundir áfengis sé
leyfilegt að selja í Áfengis- og tó-
baksverslun ríkisins.
Gyða Magnúsdóttir
/t® n
Mjúk
satináferð
með
Kópal
Glitru 1
Kópal Glitra innimálningin hefur gljástig
10, sem gefur fallega satináferð. Heimilið
fær rnildan og sérlega hlýlegan blæ, því
birtan endurkastast ljúflega. Samspil ljóss
og skugga verður áhrifamikið með Kópal
Glitru. Kópal Glitra hefur hæfilegan gljáa
til að henta á öll herbergi hússins. Viljir
þú hærri gljáa á veggi sem meira mæðir á
skaltu velja Kópal innimálningu með
hærra gljástigi, s.s. Kópal Flos eða Kópal
Geisla.
^TDK