Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 [ t Hugsanleg sameining Sjálfstæðis- flokks og Borgaraflokks: Svik við þriðjung kjósenda okkar - segir Júlíus Sólnes „ÉG tel að um þriðjungur fylgis Borgaraflokksins sé kominn frá öðrum flokkum en Sjálfstœðis- flokknum, án þess þó að vita það nákvæmlega. Það væru svik við þessa kjósendur ef við snerum aftur í Sjálfstæðisflokkinn," sagði Júlíus Sólnes, varaformað- ur Borgaraflokksins, á fundi Heimdallar FUS á mánudags- kvöld. Júlíus útilokaði þó ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Fyrst þarf að jafna ákveðinn persónulegan ágreining, sem er fyrir hendi, svo er hægt að fara að starfa saman. Samkeppni milli flokka á borgara- legum væng stjómmálanna hlýtur líka að vera af hinu góða, sá vinnur fylgi frá hinum, sem stendur sig betur," sagði Júlíus. Eitt kjördæmi, fimm ráðherrar í Á fundinum lýsti Júlíus meðal annars hugmjmdum sínum um breytt fyrirkomulag stjómsýslu í landinu. Sagðist hann telja það góðan kost að í hveijum landshluta Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans! yrði kosin ellefu manna landshluta- stjóm um leið og kosið yrði í sveitarstjómir. Þessi landshluta- stjóm mjmdi síðan taka ákvarðanir um mál þau, sem snertu heimamenn sérstaklega, til að mjmda sam- göngumál, menntamál og heilbrigð- ismál. Með þessu móti mætti minnka mjög miðstýringu frá Reykjavík og draga saman jrfir- stjóm ríkisins. Þannig mætti fækka þingmönnum I þijátíu, hafa fímm manna ríkisstjóm og gera landið að einu kjördæmi. Júlíus deildi hart á félagsmála- ráðherra síðustu þriggja ríkis- stjóma fyrir óreiðu og ómarkviss vinnubrögð við endurbætur á hús- næðiskerfínu. „Gömlu flokkamir, þar á meðal Sjálfstæðisflokkur, hafa gert sig seka um að láta menn fjalla um húsnæðis- og lánamál, sem hafa ekki hundsvit á þeim,“ sagði Júlíus. Hann sagði engum hafa dottið í hug að kynna sér fyrir- komulag húsnæðislána í nágranna- löndunum, en þar stæði húsnæðis- kerfíð víðast hvar traustum fótum. Júlíus nefndi sem dæmi að offram- boð væri nú á fé til húsbygginga í Danmörku, og íhuguðu Danir að taka upp lánveitingar út fyrir ríki sitt, til dæmis til Vestur-Þýska- lands. Júlíus sagðist telja það athugandi að íslenskir húsbyggj- endur tækju erlend húsnæðislán af þessu tagi. Morgunblaðið/Sverrir Júlíus Sólnes og hluti fundarmanna á fundi Heimdallar. Fundurinn bar yfirskriftina „Hvað aðskilur Sjálfstæðisflokkinn og Borgaraflokkinn?" og sóttu hann um fimmtíu raanns. Tilnefningar til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs TILNEFNINGAR tíl bókmennta- verðlauna Norðuriandaráðs hafa nú borist frá öllum Norðurlönd- unum. Verðlaunahafinn verður útnefndur á fundi dómnefndar í Þórshöfn 26. janúar nk. og er verðlaunaféð 125 þús. danskar krónur. Afhending verðlauna mun fara fram í tengslum við fund Norðurlandaráðs 8. mars á næsta ári f Osló. Framlög Dana eru skáldsaga Vitu Andersen „Hva’ for en hánd vill du ha“ og ljóðasafn Henriks Nordbrandts „Under mausolæet". Finnar hafa tilnefnt skáldsögu Christer Kihlman „Gerth Blads und- ergáng" og skáldsögu Leenu Kroohn „Teinaron". Norðmenn skáldsögumar „Gobi. Djengis Kahn“ eftir Tor Áge Bringsværd og „Ave Eva. En herregárdsroman" eftir Edvard Hoem. Svíar skáldsög- umar „Bamsben" eftir Lars Ardel- ius og „Svarta villan" eftir Emat Bmnner. Færeyingar ljóðasafnið „Tjoraðu plankamir stevna inn í dreymin" eftir Jóanes Nilsen og málsvæði Sama ljóðasafnið „Ru- oktu váimmus" eftir Nils Aslak Vajkeapáá. íslenku bækumar sem tilnefndar hafa verið em „Tímaþjófurinn" eft- ir Steinunni Sigurðardóttur og „Grámosinn glóir" eftir Thor Vil- hjálmsson. 1l 'X' ■' Föstudag 09:00-18:00 Laugardag 10:00-17:00 Sunnudag 13:00-17:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.