Morgunblaðið - 20.11.1987, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
[
t
Hugsanleg sameining Sjálfstæðis-
flokks og Borgaraflokks:
Svik við þriðjung
kjósenda okkar
- segir Júlíus Sólnes
„ÉG tel að um þriðjungur fylgis
Borgaraflokksins sé kominn frá
öðrum flokkum en Sjálfstœðis-
flokknum, án þess þó að vita það
nákvæmlega. Það væru svik við
þessa kjósendur ef við snerum
aftur í Sjálfstæðisflokkinn,"
sagði Júlíus Sólnes, varaformað-
ur Borgaraflokksins, á fundi
Heimdallar FUS á mánudags-
kvöld.
Júlíus útilokaði þó ekki samstarf
við Sjálfstæðisflokkinn. „Fyrst þarf
að jafna ákveðinn persónulegan
ágreining, sem er fyrir hendi, svo
er hægt að fara að starfa saman.
Samkeppni milli flokka á borgara-
legum væng stjómmálanna hlýtur
líka að vera af hinu góða, sá vinnur
fylgi frá hinum, sem stendur sig
betur," sagði Júlíus.
Eitt kjördæmi, fimm
ráðherrar
í Á fundinum lýsti Júlíus meðal
annars hugmjmdum sínum um
breytt fyrirkomulag stjómsýslu í
landinu. Sagðist hann telja það
góðan kost að í hveijum landshluta
Þú svalar lestrarþörf dagsins
á síöum Moggans!
yrði kosin ellefu manna landshluta-
stjóm um leið og kosið yrði í
sveitarstjómir. Þessi landshluta-
stjóm mjmdi síðan taka ákvarðanir
um mál þau, sem snertu heimamenn
sérstaklega, til að mjmda sam-
göngumál, menntamál og heilbrigð-
ismál. Með þessu móti mætti
minnka mjög miðstýringu frá
Reykjavík og draga saman jrfir-
stjóm ríkisins. Þannig mætti fækka
þingmönnum I þijátíu, hafa fímm
manna ríkisstjóm og gera landið
að einu kjördæmi.
Júlíus deildi hart á félagsmála-
ráðherra síðustu þriggja ríkis-
stjóma fyrir óreiðu og ómarkviss
vinnubrögð við endurbætur á hús-
næðiskerfínu. „Gömlu flokkamir,
þar á meðal Sjálfstæðisflokkur,
hafa gert sig seka um að láta menn
fjalla um húsnæðis- og lánamál,
sem hafa ekki hundsvit á þeim,“
sagði Júlíus. Hann sagði engum
hafa dottið í hug að kynna sér fyrir-
komulag húsnæðislána í nágranna-
löndunum, en þar stæði húsnæðis-
kerfíð víðast hvar traustum fótum.
Júlíus nefndi sem dæmi að offram-
boð væri nú á fé til húsbygginga í
Danmörku, og íhuguðu Danir að
taka upp lánveitingar út fyrir ríki
sitt, til dæmis til Vestur-Þýska-
lands. Júlíus sagðist telja það
athugandi að íslenskir húsbyggj-
endur tækju erlend húsnæðislán af
þessu tagi.
Morgunblaðið/Sverrir
Júlíus Sólnes og hluti fundarmanna á fundi Heimdallar. Fundurinn bar yfirskriftina „Hvað aðskilur
Sjálfstæðisflokkinn og Borgaraflokkinn?" og sóttu hann um fimmtíu raanns.
Tilnefningar til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs
TILNEFNINGAR tíl bókmennta-
verðlauna Norðuriandaráðs hafa
nú borist frá öllum Norðurlönd-
unum. Verðlaunahafinn verður
útnefndur á fundi dómnefndar í
Þórshöfn 26. janúar nk. og er
verðlaunaféð 125 þús. danskar
krónur. Afhending verðlauna
mun fara fram í tengslum við
fund Norðurlandaráðs 8. mars á
næsta ári f Osló.
Framlög Dana eru skáldsaga
Vitu Andersen „Hva’ for en hánd
vill du ha“ og ljóðasafn Henriks
Nordbrandts „Under mausolæet".
Finnar hafa tilnefnt skáldsögu
Christer Kihlman „Gerth Blads und-
ergáng" og skáldsögu Leenu
Kroohn „Teinaron". Norðmenn
skáldsögumar „Gobi. Djengis
Kahn“ eftir Tor Áge Bringsværd
og „Ave Eva. En herregárdsroman"
eftir Edvard Hoem. Svíar skáldsög-
umar „Bamsben" eftir Lars Ardel-
ius og „Svarta villan" eftir Emat
Bmnner. Færeyingar ljóðasafnið
„Tjoraðu plankamir stevna inn í
dreymin" eftir Jóanes Nilsen og
málsvæði Sama ljóðasafnið „Ru-
oktu váimmus" eftir Nils Aslak
Vajkeapáá.
íslenku bækumar sem tilnefndar
hafa verið em „Tímaþjófurinn" eft-
ir Steinunni Sigurðardóttur og
„Grámosinn glóir" eftir Thor Vil-
hjálmsson.
1l
'X' ■'
Föstudag 09:00-18:00
Laugardag 10:00-17:00
Sunnudag 13:00-17:00