Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fróttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakiö. Breyttar efnahagsf orsendur rát± fyrir aflatakmarkan- ir hefur heildarafli físki- skipaflotans aukist um 45% á síðustu þremur árum. Aflinn jókst á fostu verðlagi um 14% 1985, 17,5% 1986 og það stefnir í 8% aukningu 1987. Sjávarvöruframleiðslan jókst um 28% á þessu tímabili. Útflutningsverð sjávarvöru hækkaði samhliða aflaaukn- ingu. Frá árinu 1984 talið hefur verð á freðfíski hækkað um 55% í Bandaríkjadölum. Verð á saltfíski hefur hækkað enn meira eða um 90%. Síðastliðin tvö ár hefur landsframleiðsla aukist að jafnaði um 5,5% á ári og þjóð- artekjur nokkru meira eða um 7%, vegna hagstæðra við- skiptakjara. Kaupmáttur atvinnutekna á mann hefur aukist um 35-40% frá 1985. Á líðandi ári stefnir í 16% aukningu kaupmáttar at- vinnutekna. Á síðastliðnum tveimur árum hefur kaup- máttur hækkað meira en nokkru sinni fyrr á jafnlöngum tíma frá lyktum síðari heims- stjfyaldarinnar talið. Framangreindar tölur, sem sóttar eru í ræðu Þórðar Frið- jónssonar, forstjóra Þjóðhags- stofnunar, á fiskiþingi, sýna ljóslega, að við höfíim búið við mikið góðæri næstliðin ár. Þetta góðæri átti að stærstum hluta rætur í hagstæðum skil- yrðum í sjávarútvegi, auknum sjávarafla og hækkandi út- flutningsverði sjávarvöru. Á því ári, sem senn kveður, hafa flestar efnahagsforsend- ur í íslenzkum þjóðarbúskap breytzt mjög mikið til hins verra. Sterkar líkur standa til þess að komandi ár geti orðið okkur erfítt í skauti, að þessu leyti, á margan veg, ekki sízt í sjávarútvegi. Af þessum sök- um hefur Vinnuveitendasam- band íslands unnið drög að þjóðhagsspá, sem Ólafur Dav- íðsson, hagfræðingur, hefur haft forystu um. Þar er reynt að spá í framvinduna og sett fram þjóðhagsdæmi ársins 1988, eins og það blasir við frá sjónarhóli VSÍ. Þijár efnahagsstærðir stinga einkum í augu í þjóð- hagsspá VSÍ, miðað við fyrri spár: ★ 6% samdráttur í sjávar- vöruframleiðslu. Reiknað er með 345 þúsund tonna þor- skafla 1988 í stað 390 þúsund tonna afla 1987 með hliðsjón af tillögum fískifræðinga. ★ 4% samdráttur vöruút- flutnings vegna samdráttar í sjávarútvegi. ★ 2-3% lakari viðskiptakjör, miðað við núverandi gengi Bandaríkjadals. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um hámarksafla einstakra tegunda. Hafrann- sóknastofnun hefur hinsvegar lagt til að verulega verði dreg- ið úr þorskveiði. Tillögur stofnunarinnar fela í sér 10-12% samdrátt í sjávarafla. Láklegt verður að telja að far- inn verði einhver millivegur milli fískifræðilegra stað- reynda, sem fískifræðingar híifa kunngjört, og efnahags- legra og atvinnulegra sjónar- miða, sem hagsmunaaðilar tíunda. Miðað við líklegan afl- asamdrátt 1988, líklega stöðu Bandaríkjadals og fastgengis- stefíiu hér heima fyrir hlýtur rekstrarstaða sjávarútvegsins, undirstöðuatvinnugreinar íslenzks þjóðarbúskapar, að veilgast á næsta ári. Ekki bætir úr skák fyrirsjáanleg innlend kostnaðarhækkun vegna verðbólgu. Kjarasamn- ingar eru og á næsta Ieiti. Aðilar vinnumarkaðar, samtök launþega og vinnu- veitenda, að ógleymdri ríkis- stjóm, eiga erfítt verk fyrir höndum: að ná fram þjóðar- sátt, sem tekur mið af efna- hagslegum staðreyndum í þjóðarbúskapnum, heldur verðbólgu í skefjum og trygg- ir jafnvægi og stöðugleika í efnahagslífínu. Ef verðbólgu- bönd bresta og flóðalda víxlhækkana færir okkur í sama „gapastokkinn" og vorið 1983, verður dvöl okkar í efnahagsbatanum skammæ. Það er engum greiði gerður, og allra sízt þeim verst settu í þjóðfélaginu, ef kaupgengi íslenzku krónunnar hrapar niður úr öllu valdi og hún verð- ur sá smásjármatur sem hún var — áður en hundrað „flot- krónur“ vóru steyptar í eina nýkrónu. Leiðin í þann botn kann að verða stutt, ef þjóðin þekkir ekki sinn vitjunartíma. H =f Fiskiþing: Eríndi dr. Gríms Valdimarssonar á Fiskiþingi: Útflutningnr tækni ingar í sj ávarútvt Á undanfömum misserum hafa rannsókna- og þróunarmál í sjávar- útvegi og fískvinnslu verið talsvert í brennidepli. Nægir þar að minna á skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins um „Þróun sjávarútvegs" og „Tæknibreytingar í fiskvinnslu" auk nýafstaðinnar afmælisráð- stefnu um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Að þessu sinni ætla ég því að venda mínu kvæði í kross og ræða lítillega um verkefnaútflutning í sjávarútvegi, sérstaklega með tilliti til nýafstaðinnar ferðar til Kína þar sem skoðaður var sjávarútvegur og fískvinnsla. Eins og mönnum er kunnugt er stutt síðan umræða hófst hér á landi um útflutning á tækniþekkingu í sjávarútvegi. Sem betur fer hefur ekki verið látið standa við orðin tóm í þessu efni, því á síðastliðnum tveimur ámm hafa tvö fyrirtæki verið stofnuð á þessu sviði hér á landi, eins og ég kem að síðar. Það sem vafalaust átti mikinn þátt í að þessi starfsemi komst á legg er vaxandi útflutningur á íslenskum búnaði fyrir sjávarútveg og físk- vinnslu. Menn gerðu sér skyndilega ljóst að íslensk tækniþekking og reynsla var nokkuð sem mátti flytja út. Heimsaflinn 90 milljónir tonna FVá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari hefur orðið gífurleg aukning á fískveiðum í heiminum. Veiðin hefur vaxið úr 20 milljónum tonna á ári rétt eftir heimsstyijöldina í tæpar 90 milljónir tonna 1986. Fiskveiðar hafa verið sú grein mat- vælaiðnaðar sem hefur vaxið hvað örast á þessu tímabili eða um 5% á ári. Aukningin í fiskeldi er þó talsvert meiri og er nú svo komið, að fiskeldisafurðir eru orðnar um eða yfír 10% af heimsaflanum. Enginn veit í raun hve mikinn afla heimshöfín geta gefíð af sér en sérfræðingar Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna telja 450 milljóna tonna ársafla ekki flarri lagi. Sé litið á skiptingu afla eftir verkunaraðferðum kemur í ljós að frysting er í örum vexti. Frá 1982 hafa frystar afurðir haft vinninginn yfír ferskan físk sem til þess tíma var ávallt í fyrsta sæti. Heistu skýr- ingu á aukinni frystingu er að fínna í vaxandi áherslu þróunarríkja á að nýta fískimið sín betur, bæði til innanlandsneyslu og til öflunar er- lends gjaldeyris. í heitari löndum virðist frysting á sjó vera helsta leiðin til að framleiða útflutnings- hæfar fískafurðir. Einkum er þar um að ræða dýrari tegundir eins og rækju og skelfísk. Mögnleikar í Kina kannaðir Kínveijar eru ein þeirra þjóða sem hefur lagt mikla áherslu á að auka framleiðslu sína á físki, eink- um fyrir heimamarkað. í kjölfar heimsóknar Steingríms Hermanns- sonar í Kína í fyrra buðu Kínveijar heim tveimur íslendingum til að kynna sér sjávarútveg og fískiðnað þar í landi með það fyrir augum að kanna grundvöll fyrir samstarf þjóðanna á þessu sviði. Sá er hér talar fór fyrir hönd sjávarútvegs- ráðuneytisins og Össur Kristinsson fór fyrir hönd Icecon, fyrirtækis SÍS, SH og SÍF. Stóð ferðin frá 25. september til 6. október. Hófst hún í höfuðborginni, Peking, en síðan var farið til Dalian við Gulahaf, þá til Shanghai og Hongzhou sem er miðstöð mikils fískræktarhéraðs skammt fyrir sunnan Shanghai. Heimsótt voru útgerðar- og físk- vinnslufyrirtæki á þessum stöðum, fískiðnaðarskóli, háskóli og rann- sóknastofnanir. Á hveijum stað voru haldnir fundir með forsvars- mönnum fyrirtækja og stofnana. Á þessum fundum voru málin rædd og kynntum við íslenskan sjávarút- veg og sýndum litskyggnur auk efnis á mjmdbandi. Þótt efnahagsþróun í Kína hafí farið batnandi á undanfömum árum telst landið til þróunarlanda. Meðal- tekjur á mann eru um 335 Banda- ríkjadaiir á ári samanborið við um 14.000 á íslanndi. Kínveijar eru þriðja mesta fiskveiðiþjóð í heimi, næstir á eftir Japönum og Sovét- mönnum, og var heildarveiðin í fyrra 8,2 milljónir tonna. Vegna gífurlegs fólksfjölda er fiskneysla á mann aðeins um 8 kg á ári. Saman- borið við landbúnaðinn er fískiðnað- urinn einnig mjög lítill eða um 1%. Á síðastliðnum 17 árum hefur Kínveijum tekist að nær þrefalda afla sinn, sem í ár verður nálægt 9 milljónum tonna. Um aldamótin reikna þeir með að framleiða um átján milljónir tonna af físki og verða um 70% þess ræktaður físk- Afkoma norðan- togara betri en fyrir sunnan Utg’erðarkostnaður fyrir norðan mun lægri AFKOMA minni togara á svo- kölluðu norðursvæði var mun betri en hjá togurum á suður- svæði á síðasta ári samkvæmt tölum, sem Fiskifélag íslands hefur unnið. Afkoma stærri tog- ara er jafnari eftir svæðum, en heldur betri hjá aflamarkstog- urum fyrir norðan. Afkoma báta er hins vegar heldur betri á suðursvæði, einkum þeirra sem eru undir 200 brúttólestum að stærð. Afkoma minni togara að norðan er tvöfalt betri en hinna að sunn- an, hvort sem um er að ræða 'sóknarmark eða aflamark. Tekjur aflamarkstogara að sunnan eru þó hærri en norðan togaranna en dæmið snýst við hjá sóknarmarks- togurunum. Að meðaltali eru tekjur aflamarkstogara fyrir norð- an 82 milljónir króna en 88,5 fyrir sunnan. Hagnaður eftir ijármagns- kostnað er hins vegar 21,4 milljónir fyrir norðan að meðatali en aðeins 762.000 krónur fyrir sunnan. Mun- urinn á telgum liggur fyrst og fremst í því að sunnan togarar selja meira af afla sínum erlendis. Hins vegar veldur mun minni rekstrarkostnaður norðan togar- anna því að útkoma þeirra er mun betri. Hreinn rekstrarkostnaður þeirra er um 20 milljónum króna lægri en sunnan togaranna, 53,9 milljónir á móti 73,3 fyrir sunnan. Veiðarfærakostnaður er lægri fyrir norðan, olíukostnaður lægri og annar kostnaður við útgerð 12 milljónum króna lægri. Stjómunar- kostnaður er mun hærri sunnan lands svo og annar rekstrarkostn- aður. Vergur hagnaður norðan togaranna er 26,4 milljónir en sunnan togaranna 12,8. Telgur sóknarmarkstogara fyrir norðan eru 93,7 milljónir en 71,4 fyrir sunnan. Hreinn rekstrar- kostnaður fyrir norðan er 71 milljón en 61,8 fyrir sunnan og liggur munurinn að mestu í hærri aflahlut í samræmi við meiri tekjur og annar kostnaður er hærri fyrir norðan. Vergur hagnaður togara fyrir norðan er engu að síður 21 . milljón á móti 8 fyrir sunnan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.