Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
Ljóma smjörlíki 500g • • • 43,
Srásykur, lkg • .....16,
Finax hveiti 2 kg • .....41,
Golden síróp, 500g • • • • 65,
Hagvers /\ CD
kókosmjöl, 500g •••••• C? 9
Dansukker “1 ^7
flórsykur, 500g •••••• X/ 9
Dansukker
púöursykur, 500g • • • • • jl. j
Rússnesk 1 —
jarðarbeijasulta, 454g • • • X 9
Odense 1 '
hrámarsipan, 200g • • X %J xJ 9
Odense T /^V _
konfektmarsipan, 200g X U J 9 “
Konsum "I ^ ^
suöusúkkulaði, 200g • X Z/ / 9 ""
Mónu ^7 _
súkkulaöispænir 150g • • jl / 9
HAGKAUP
REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK
Afsögn Weinbergers mark-
ar þáttaskil í varnarmálum
ÞEGAR Ronald Reagan tók við embætti forseta hét hann þvi
að efla að nýju herafla Bandaríkjanna. Það kom í hlut Caspars
Weinberger varnarmálaráðherra að efna það loforð. Weinberger
hefur nú sagt af sér af persónulegum ástæðum eftir tæplega
sjö ára starf og markar afsögn hans að mörgu leyti þáttaskil.
Stefna stjórnarinnar og framganga Weinbergers hefur verið
umdeild. Fylgismenn hans benda á að stefnan hafi borið árang-
ur og hafi til að mynda sú áhersla sem hann hefur lagt á að
unnið verði að framgangi geimvamaráætlunarinnar gert það
að verkum að Sovétstjómin fékkst til að setjast að samningaborð-
inu og ræða um fækkim kjarnorkuvopna. Á hinn bóginn hefur
Weinberger verið gerður persónulega ábyrgur fyrir mestu hem-
aðamppbyggingu á friðartimum i sögu Bandarikjanna og af
þeim söktun þótti sovéskum fjölmiðlum sérstök ástæða til að
fagna afsögn hans.
Astæðuna fyrir afsögn sinni
sagði Weinberger vera
versnandi heilsu eiginkonu sinnar.
Þeir sem gerst þekkja til í vamar-
málaráðuneytinu segja þetta rétt
vera en einnig hafí komið til
óánægja Weinbergers með stefnu
stjómarinnar i afvopnunarmálum.
Hann óttist að Reagan forseti
hyggist bjóða Gorbachev að fresta
framkvæmd geimvamaráætlun-
arinnar gegn þvi að samið verði
um umtalsverða fækkun lang-
drægra kjamorkuvopna. Þessu
hafí hann ekki getað unað og því
ákveðið áð réttast væri að draga
sig í hlé. Weinberger hefur ekki
legið á þeirri skoðun sinni að
geimvamaráætlunin sé nauðsyn-
leg trygging fyrir lýðræðisríkin
ákveði Sovétmenn að ganga á bak
gerðum afvopnunarsamningum.
Breyttar áherslur
Þá hefur ennfremur komið
fram að embættismönnum í vam-
armálaráðuneytinu þykir hafa
verið freklega framhjá sér gengið
i afvopnunarviðræðum við Sovét-
menn á undanfömum tveimur
ámm. Kann þetta einnig að hafa
ráðið miklu um ákvörðun Wein-
bergers. Utanríkisráðuneytið með
George Shultz i broddi fylkingar
hefur borið hitann og þungann
af afvopnunarviðræðunum og má
telja víst að áhrif Shultz komi til
með aukast til muna þá tæpu 14
mánuði sem eftir lifa af valdatíma
Reagans forseta í Hvíta húsinu.
Sérfræðingur breska tímaritsins
The Economist gengur svo langt
að segja að í kjölfar afsagnar
Weinbergers muni aukinn samn-
ingsvilji setja svip sinn á stefnu
Bandaríkjastjómar í afvopnunar-
málum. Telur sérfræðingurinn til
að mynda meiri líkur á því en
áður að risaveldunum takist að
ná samkomulagi um helmings
fækkun langdrægra kjamorku-
vopna á leiðtogafundinum í
Washington og á fyrirhuguðum
fundi í Moskvu á næsta ári.
Vígbúnaðarsérfræðingar eru
sammála um að þörf hafi verið á
því að stórefla herafla Bandaríkja-
manna sem iátinn hafði verið
drabbast niður f valdatíð Jimmys
Carter Bandarílqaforseta. Þegar
Reagan forseti tók við völdum var
mótuð sú stefna að treysta her-
aflann meðal annars til að styrkja
stöðu Bandaríkjastjómar í af-
vopnunarviðræðum við Sovét-
menn. Þessi stefna hefur
vissulega kostað óskiljanlegar
Qámpphæðir. Weinberger lagði
blessun sína yfír smfði MX-flaug-
arinnar, B-l-sprengjuvélina,
stórkostlega uppbyggingu flotans
og smfði háþróaðra stýriflauga
svo nokkur dæmi séu tekin.
Vígvæðingin er sögð hafa kostað
1.900 milljarða Bandaríkjadala.
Sögnlegar tillögnr
Á hinn bóginn vom það Wein-
berger og aðstoðarmaður hans
Richard Perle sem settu fyrst
fram hugmyndina um að stórveld-
in upprættu meðaldrægar kjam-
orkuflaugar, sem flestum þótti
öldungis fráleit er Reagan forseti
tók að kynna hana opinberlega
vikunni.
árið 1981. Nú hafa Sovétmenn
fallist á þessa hugmynd og gott
betur og munu leiðtogamir vænt-
anlega undirrita samning um
útrýmingu meðaldrægra- og
skammdrægra flauga (tvöföldu
núll-lausnina svonefndu) á fund-
inum í Washington. Verður þetta
fyrsti afvopnunarsáttmálinn sem
gerður er frá upphafi kjamorku-
aldar. Þeir lögðu einnig til árið
1982 að stórveldin stefndu að
vemlegri fækkun langdrægra
kjamorkuvopna, sem leiðtogamir
höfðu náð óformlegu samkomu-
lagi um á fundinum í Reykjavík
í fyrrahaust þar til Gorbachev
gerði það að skilyrði að hætt yrði
við geimvamaráætlunina. Þeir
Reagan og Weinberger hafa verið
sammáia um að geimvamir séu
nauðsynleg trygging bijóti Sov-
vétmenn gegn ákvæðum hugsan-
legra afvopnunarsáttmála. Nú
hafa Sovétmenn fallist á að til-
teknar tilraunir með geimvopn
megi framkvæma utan rannsókn-
arstofnana og flest bendir til þess
að Gorbachev sé ákaflega um-
hugað um að ná fram einhvers
konar samkomulagi um takmark-
anir geimvama. Sú skoðun að
geimvamaráætlunin hafí fengið
sovéska ráðamenn að samninga-
borðinu á því vissulega við rök
að styðjast auk þess sem erfíðleik-
ar í sovésku efnahagslífi og
umbótastefna Gorbachevs hafa
vaflaust átt drjúgan þátt í því.
Slyngoir stjórn-
málamaður
Ennfremur hefur verið bent á
að afsögn Weinbergers sýni hvað
hann er slyngur stjómmálamaður.
Bandaríkjamenn em nú almennt
þeirrar skoðunar að vinna þurfí
bráðan bug á fjárlagahallanum í
Bandaríkjunum og hafa margir
áhrifamenn hvatt til þess að fram-
iög til vamarmála verði skorin
niður. Weinberger hafí því séð að
tími hans var liðinn þar sem ör-
uggt megi heita að ekki fáist
framlög til þeirra verkefna, sem
hann hefur sagt nauðsynlegt að
hrint yrði í framkvæmd á næstu
ámm.
Eftirmaður hans John Carlucci,
fyrmrn öryggisráðgjafi, sagði í
síðustu viku að niðurskurður á
fjárframlögum til vamarmála
muni líklega leiða til þess að
fækkað verði í herliði Bandaríkja-
manna. Þótti þetta nokkmm
tíðindum sæta því Weinberger
hafði ævinlega lýst yfír því að
kæmi til greina að fækka her-
mönnum. Carlucci hefur á hinn
bóginn lýst yfír afdráttarlausum
stuðningi við að áfram verði unn-
ið að tilraunum sem tengjast
geimvamaráætluninni. Hans
bíður því það erfíða verkefni að
framfylgja stefnu stjómarinnar í
vígbúnaðarmálum á sama tíma
og fullvíst má telja að fjárframlög
til þessa málaflokks verða skorin
niður.
Þeir sem gerst þekkja segja
Weinberger stálheiðarlegan mann
og jafnframt frámunalega þrjósk-
an. Þykir það dæmigert að hann
skyldi nota tækifærið er haldin
var séretök kveðjuathöfn honum
til heiðure og minna á gildi geim-
vamaráætlunarinnar. Reagan
forseti kvaddi hann með þeim
orðum að með honum væri horfinn
á braut „hæfasti vamarmálaráð-
herrann í sögu þjóðarinnar“.
Weinberger tókst á við ákveðið
verkefni sem honum var falið og
má telja fullvíst að með afsögn
hans sé liðið tímabil áhrifamesta
vamarmálaráðherra í sögu
Bandaríkjanna.
Heimildir: Newaweek,The Eco-
nomist og Time.
Reagan Bandaríkjaforseti þurrkar tár úr auga sér við kveðjuat-
höfn sem haldin var til heiðurs Weinberger (til vinstri) fyrr í
• •
BOKUNAR
VÖRUR
Bandaríkin:
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÁSGEIR SVERRISSON