Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
Minning:
S vanur Ágústsson
framkvæmdastjóri
Svanur Ágústsson, veitingastjóri
Leikhúskjallarans, fæddist í
Reykjavík, foreldrar hans, Ágúst
Jónsson, lögreglumaður, sem lést
13. apríl 1978 og Valgerður Tómas-
dóttir, sem lifir son sinn.
Þann 8. febrúar 1959 kvæntist
Svanur Stellu Þoryaldsdóttur og
eiga þau þrjú böm, Ágúst, lögreglu-
maður í Hafnarfírði, Svandísi, sem
er matreiðslumaður og Þorvald.
Snemma beindist hugur Svans
að veitingarekstri og matreiðslu. Á
sjötta áratugnum var hann við nám
í matreiðslustörfum og hótelrekstri
Tekniskeskole í Álaborg í Dan-
mörku, og lauk þaðan flögurra ára
námi í aprfl 1957. Fyrstu árin að
námi loknu réðist hann til Skipa-
deildar SÍS, þar sem hann starfaði
sem kokkur á skipum þess. Þá
starfaði hann um tíma í Þjóðleik-
húskjallaranum í kringum 1960 hjá
Þorvaldi Guðmundssyni, sem þá rak
Leikhúskjallarann, og tókst með
þeim vinátta sem haldist hefur æ
síðan. Upp úr 1960 var Svanur
ráðinn yfírmaður eldhúss Loftleiða
á Keflavíkurflugvelli og gegndi því
starfí þar til hann réðist hingað til
Þjóðleikhússins.
Svanur tók við rekstri Leikhús-
kjallarans í september 1973 og rak
hann til dauðadags að frátöldu einu
og hálfu ári sem hann veitti „Sjall-
anum“ á Akureyri forstöðu. Þá átti
Svanur lengi sæti í stjóm Félags
matreiðslumanna, sat í samninga-
nefndum þess og í prófnefndum
Hótel- og veitingaskólans.
Það verður að segjast eins og er
að rekstur Leikhúskjallarans fór
honum afar vel úr hendi. Hann var
slfellt að koma fram með nýjar
hugmyndir sem gætu leitt til auk-
innar aðsóknar og aukinnar ánægju
fyrir gesti leikhússins. Hann hafði
líka frumkvæði að mörgum hug-
myndum um að tengja saman
veitingareksturinn og leikhúsið og
má þar meðal annars nefna „Leik-
húsveisluna" þar sem leikhúsgest-
um er boðið upp á mat fyrir
sýningu, desertinn í hléinu og dans
á eftir. Þetta fyrirkomulag varð
strax mjög vinsælt og fara vinsæld-
ir þess sívaxandi og má sem dæmi
nefna að matargestum Leikhús-
kjallarans hefur flölgað um ríflega
100% nú á þessu hausti. Það er ljóst
að Svanur hefur markað rekstri
Leikhúskjallarans farveg sem við
eigum eftir að njóta góðs af um
langa framtíð.
Kynni okkar Svans hófust um
það leyti sem hann byijaði störf hér
við Þjóðleikhúsið, en þá var ég
stjómarmeðlimur í Félagi íslenskra
leikara, en það félag hefur um langt
skeið haldið flesta félagsfundi sína
í Þjóðleikhúskjallaranum. Og enn
jukust kynni okkar þegar ég tók
við mínu núverandi starfí.
Það fór ákaflega vel á með okk-
ur, ekki síst vegna þess að
hugmyndir okkar um veitingarekst-
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HAUKUR MAGNÚSSON,
Tunguvegi 3,
Hafnarfirði,
lést miövikudaginn 18. nóvember.
Kristín Þorleifsdóttir,
Bjami Hauksson, Gyða Hauksdóttir,
Auður Hauksdóttir, Þráinn Hauksson,
Hulda Hauksdóttir
og fjölskyldur.
t
Faðir okkar,
GUNNAR ÞORVARÐSSON
rafeindavirkjameistari,
Stífluseli 8, Reykjavfk,
andaðist í Landspítalanum að kvöldi 18. nóvember.
Lórus Gunnarsson,
Árni Gunnarsson,
Hrafnhildur Gunnarsdóttir.
t
Móöir okkar,
JÓNA ÁSGEIRSDÓTTIR,
Álfaskeiði 64, Hafnarfirði,
andaðist í St. Jósefsspítala miðvikudaginn 18. þ.m.
Bryndi's Matthíasdóttir,
Valgerður Jónsdóttir,
Kristfn Jónsdóttir,
Kristinn Jónsson,
Ástrún Jónsdóttir,
Guðlaug Jónsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og langamma,
STEINÞÓRA SIGURBJÖRNSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Höfða,
áður húsfreyja Þyrli,
sem lést 10. nóvember veröur jarðsungin frá Hallgrímskirkju í
Saurbæ laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00.
Sigurður Helgason,
Sigrún Sigurðardóttir, Ingvi Böðvarsson,
Helgi Sigurðsson, Laufey Sigurðardóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Ingvar Ingvarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
ur í leikhúsi lágu að verulegu leyti
saman. Þá deildum við sömuleiðis
ýmsum áhugamálum. Við unnum
mjög náið saman að tölvuvæðingu
Leikhúskjallarans og var mjög
skemmtilegt hvað hann var fljótur
að tileinka sér þessa nýju tækni og
kom oft og tíðum með nýjar hug-
myndir sem til bóta voru á þessu
sviði. Við höfum daglega samband
í gegnum tölvuna og nú síðast viku
áður en hann lést.
Svanur var. hressilegur í fram-
komu og spaugsyrði voru honum
ætíð nærtæk. Það duldist engum
sem samskipti höfðu við Svan að
þar fór maður sem vissi hvað hann
vildi og ætlað sér að gera, enda var
hann vakinn og sofínn í starfi sínu
og ætíð opin fyrir nýjum hugmynd-
um.
í rúm §órtán ár hefur Svanur
átt við erfíðan sjúkdóm að stríða
kl. 14.00.
Bjarni Lárusson,
Svanlaugur Lárusson,
Helga Lárusdóttir,
Lea Rakel Lárusdóttir,
Hrefna Lárusdóttir,
Ebba Lárusdóttir,
Gunnlaugur Lárusson,
og honum var fullljóst að stundin
gæti runnið upp hvenær sem væri.
Aldrei lét hann þetta þó bitna á
þeim sem hann umgekkst, hann
gekk ótrauður til vinnu sinnar og
var jafn lifandi og fijór í sínu starfí
eins og ekkert amaði að honum.
Það er því mikil eftirsjá að Svani
Ágústssyni og skarð hanshér í leik-
húsinu verður vandfyllt. Ég veit að
ég mæli fyrir munn allra hér í leik-
húsinu þegar ég færi eiginkonu
hans og bömum og fjölskyldu hans
allri innilegar samúðarkveðjur.
Gísli Alfreðsson.
í dag, 20. nóvember, verður til
hinstu hvflu borinn frændi okkar,
Svanur Ágústsson, framkvæmda-
stjóri. Hann lést í Landspítalanum
.þann 13. nóvember, eftir stutta
sjúkrahúslegu.
Svanur fæddist í Reykjavík þann
21. október 1933 og var hann því
aðeins 54 ára gamall er hann lést.
Hann var sonur hjónanna Valgerðar
K. Tómasdóttur og Ágústar Jóns-
sonar frá Varmadal á Kjalamesi,
lögreglumanns og síðar heildsala í
Reykjavík. Eftir skilnað foreldra
sinna ólst Svanur upp ásamt systur
sinni, Björgu, hjá móður þeirra, sem
lengst af sá fjölskyldunni farborða
með saumaskap. Eignuðust þau
systkini tvær hálfsystur, Díönu og
Hrafnhildi, úr seinna hjónabandi
Ágústar. Valgerður giftist síðar
Jóhannesi Kolbeinssyni, smiði og
fararstjóra hjá Ferðafélagi íslands.
Um tvítugt hélt Svanur út til
náms og lærði hann til matreiðslu-
meistara í Álaborg í Danmörku.
Strax að loknu námi starfaði hann
um hríð sem bryti á millilandaskip-
um þar til hann réðst til ábyrgðar-
starfa til Loftleiða hf., þar sem
hann starfaði í átta ár. Síðustu
Hildigunnur Hallsdóttir,
Inga Bjartmars,
Leó Guðbrandsson.
Agnar Muller,
Eggert Magnússon,
Þorgelr Ibsen,
Hanna Ágústsdóttir.
sautján árin starfaði Svanur sem
framkvæmdastjóri Þjóðleikhúskjall-
arans með stuttu hléi þegar hann
tók að sér rekstur Sjálfstæðishúss-
ins á Akureyri.
Stuttu eftir heimkomuna frá
Danmörku steig Svanur hið mesta
gæfuspor er hann árið 1959 kvænt-
ist eftirlifandi eiginkonu sinni,
Stellu Þorvaldsdóttur. Eignuðust
þau þijú böm: Ágúst, f. 1960,
Svandísi, f. 1963, og Þorvald, f.
1965.
Það var árið 1974 sem veikindi
Svans hófust, sem að lokum drógu
hann til dauða. í blóma lífsins, að-
eins 41 árs að aldri, fékk Svanur
hjartaáfall sem kallaði á bráðan
hjartauppskurð I London. Starfs-
gleði og ósérhlífni Svans lýstu sér
best í því, að hann var kominn til
fullra starfa áður heilsa hans gaf
tilefni til. Þessi ósérhlífni, ásamt
því að Svanur átti það til að tala
með nokkurri léttúð um sjúkdóm
sinn, gerði það að verkum að fáir
utan nánustu fjölskyldu gerðu sér
ljóst hvert steftidi síðustu mánuð-
ina. Fráfall Svans kom því mörgum
á óvart. Það er kannski einkenn-
andi fyrir skapgerð hans, að
nokkrum dögum fyrir andlát sitt
átti hann tal við systur sína um
matarboð um jólin, á sama tíma og
hann trúir konu sinni fyrir því, að
hann sé hræddur um að þetta verði
sín síðasta ferð á sjúkrahúsið. Eng-
um sem til þekkir duldist hversu
mikill styrkur það var Svani í veik-
indum hans að hafa Stellu sér við
hlið. Dugnaður hennar og rósemi
eru öllum öðrum mikill styrkur á
þessum erfíða tíma.
Við systkinin eigum margar
skemmtilegar minningar tengdar
Svani frænda, allt frá því er hann
klæddist jólasveinabúningi og
skreið inn um stofugluggann á að-
fangadagskveldi fyrir u.þ.b. 25
árum með stóran gjafapoka á bak-
inu. Það var alltaf líf og §ör þar
sem Svanur fór, enda hafði hann
sérstakt lag á að auðga samveru-
stundimar með góðri frásagnar- og
kímnigáfu. Hann var mikil félags-
vera og hafði yndi af samskiptum
við aðra. Einnig átti Svanur mörg
áhugamál og það var fátt sem við
gátum ekki rætt við hann um.
Seinni ár áttu næringarfræði og
náttúrulækningar hug hans allan
og viðaði hann að sér miklum fróð-
leik um þessi mál með lestri er-
lendra tímarita. Það var ekki aðeins
fróðlegt að sitja og hlusta á hann
útskýra mikilvægi næringarfræð-
innar; það var ekki síður ánægjulegt
að sjá hversu mikla ánægju hann
fékk út úr því að geta miðlað öðrum
af þekkingu sinni.
Svanur var einnig gæddur mikl-
um tónlistarhæfíleikum og minn-
umst við systkinin margra góðra
stunda þegar Svanur tók lagið með
okkur og spilaði undir á gítar. Það
voru ekki mörg hljóðfæri sem Svan-
ur gat ekki fljótlega náð lagi úr.
Þó var gítarinn honum alltaf kær-
astur. Þessir tónlistarhæfíleikar
komu sér einnig vel á námsárunum
í Danmörku, en þá spilaði Svanur
um tíma með danshljómsveit og gat
þannig unnið sér inn einhvem auka-
pening ásamt því að eiga góðar
stundir með góðum félögum. Auk
tónlistarinnar hafði Svanur yndi af
útiveru og áttu fjölskyldur okkar
ótaldar ánægjustundir saman við
stangveiði eða siglingar á báti sem
hann smíðaði í félagi við föður okk-
ar.
Allir sem kynntust Svani og
Stellu vita að þau voru höfðingjar
heim að sækja. Jafnvel þótt fyrir-
vari heimsóknar okkar væri oft á
tíðum enginn, var Svani hægt um
vik að töfra fram hina gómsætustu
rétti úr eldhúsinu á örskömmum
tíma. Það brást aldrei að móttök-
umar voru hlýjar og hjartanlegar
og aldrei fundum við annað en að
við komum á besta mögulega tíma.
Þetta á jafnt við eftir að veikindi
og vanlíðan Svans ágerðust.
Við viljum ljúka þessum fátæk-
legu orðum með því að votta konu
hans, bömum og bamabömum,
móður hans og systrum, okkar
dýpstu samúð. Minningar um góðan
dreng munu lifa áfram og verða
öllum vandamönnum og vinum
huggun harmi gegn.
Frændsystkini
t
Útför
BJARNA ÓSKARS FRÍMANNSSONAR
fyrrverandi oddvita
frá Efri-Mýrum,
Austur-Húnavatnssýslu,
fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 21. nóvember kl. 14.00.
Sætaferö frá Fremstagili, Blöhduósi, aö morgni sama dags.
Valgerður Bjarnadóttir,
Karl G. Sigurbergsson.
t
Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi,
SVANUR ÁGÚSTSSON
matreiðslumeistari,
Espigerði 2,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, föstudag, 20. nóvem-
ber kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Hjartavernd eða Minningarsjóð Landspít-
alans.
Stella Þorvaldsdóttir,
Ágúst Svansson, Guðfinna Kristjánsdóttir,
Svandfs Svansdóttir, Oddur Vilmundarson,
Þorvaldur Svansson,
Valgerður Tómasdóttir, Björg Ágústsdóttir
og barnabörn.
t
Útför systur minnar,
KRISTÍNAR HREFNU ÞORFINNSDÓTTUR (BÍBÍ)
frá Baldurshaga,
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstudag, kl. 13.30.
Eva Þorfinnsdóttir.
t
Útför móður okkar og tengdamóöur,
ÁSTU PÁLSDÓTTUR,
Silfurgötu 1,
Stykklshólmi,
fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 21. nóvember