Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
3
Heimaskagi hf. á Akranesi:
60 manns sagt upp
HEIMASKAGI hf. á Akranesi
hefur sagt upp stórum hluta fisk-
verkunarfólks sins frá og með
11. desember næstkomandi. Upp-
sagnirnar eru tilkomnar vegna
fyrirsjáanlegs hráefnisskorts, að
sögn Jóns Helgasonar, fram-
leiðslustjóra fyrirtækisins. Að
svo stöddu er ekki hægt að segja
til um hvenær hægt verður að
endurráða fólkið.
Fyrirtækið hefur á undafömum
árum þurft að segja starfsfólki sínu
upp í desember, en uppsagnir nú
eru um hálfum mánuði fyrr á ferð-
inni. Að sögn Jóns er það vegna
þess að óvenju lítið hefur aflast að
undanfömu. Hann sagði ennfremur
að fólkið yrði endurráðið strax og
það væri mögulegt
Eldur í kjöllurum
ELDUR kom upp í kjöllurum
tveggja húsa í Reykjavík i gær.
Ekki urðu skenundir miklar og
gekk slökkvistarf vel.
Slökkviliðið var fyrst kallað út um
kl. 12.30. Þá logaði eldur í þvotta-
húsi í kjallara hússins að Giljalandi
23. Þar var mikill reykur og fóm
tveir reykkafarar inn til að slökkva
eldinn. Það gekk greiðlega.
Um kl. 15 var slökkviliðinu til-
kynnt að eldur væri í kjallara hússins
númer 87 við Frostaskjól. Þar reynd-
ist loga í plasti í ófullgerðum kjallar-
anum, sem var fullur af reyk.
Slökkvistarf gekk vel og lítill sem
enginn reykur komst upp f fbúðina.
Uorgunblaðið/Ámi Sæberg
Framkvæmdir hafnar hjá Lindálaxi
Framkvæmdir eru hafnar við byggingu fyrsta áfanga laxeldisstöðvar Lindalax hf. á Vatnleysu á
Vatnsleysuströnd. Jarðvinnuverktakinn undirbýr jarðveginn fyrir byggingar og eldisker. Myndin
var tekin i vikunni, tæki verktakans komin á staðinn.
Staðgreiðslukerfi opinberra gjalda 1988:
Innheimtuhlutfall
útsvars verður 6,7%
Þýðir um 28,4% hækkun tekna sveitarfélaga á
milli ára, að sögn félagsmálaráðherra
reglugerð um innheimtuhlutfall
útsvars 1988, en samkvæmt
henni verður það 6,7%. Samband
íslenskra sveitarfélaga gerði til-
lögu um að innheimtuhlutfallið
yrði 7,5% en að sögn félagsmála-
ráðherra hefði það þýtt mikla
hækkun á raungildi útsvara milli
áranna 1987 og 1988 og verulega
aukna skattbyrði.
„Þótt ekki sé nú fallist á ýtrustu
kröfur sveitarfélaganna í þessu
efni, þá felur ákvörðunin um 6,7%
innheimtuhlutfall í sér að hagur
sveitarfélaganna ætti að batna
verulega á næsta ári, en á því er
full þörf. Mikil verðbólga um langt
skeið hefur komið illa niður á sveit-
arfélögunum og fjárhagsstaða
þeirra er nú mjög slæm. Jafnframt
því sem sveitairfélögin fá verulega
auknar tekjur á næsta ári næst sá
mikilvægi áfangi að gildasti tekju-
stofn þeirra, útsvörin, verður
verðtryggður," segir í frétt frá fé-
lagsmálaráðuneytinu.
Þar segir ennfremur að við 6,7%
útsvarsálagningu verði áætlaðar
tekjur sveitarfélaganna af útsvari
um 9.290 milljónir króna í stað
7.235 milljóna króna 1987, sem er
hækkun um 28,4% á milli ára. Út-
svarstekjur sveitarfélaganna gætu
samkvæmt því aukist um 750 millj-
ónir króna_ að raungildi frá 1987
til 1988. Á þessu ári hefði áiagt
útsvar numið um 7,2 milljörðum
króna sem er um 5,5% af áætluðum
tekjum einstaklinga á árinu, en til
samanburðar mætti nefna, að
skattbyrði útsvars 1986 hefði verið
um 5,7%. Við 6,7% innheimtuhlut-
fall væri áætlað að skattbyrði
álagðs útsvars yrði um 6% af áætl-
uðum heildartekjum einstaklinga á
næsta ári, sem væri minni skatt-
byrði en stefnt var að á þessu ári,
sem var 6,2%.
Að sögn félagsmálaráðherra mun
hækkun útsvara ekki bitna á fólki
með lágar tekjur enda væri nú
reiknað með að rúmlega 40 þúsund
króna mánaðartekjur einstaklings
yrðu innan skattleysismarka.
Byggingarvísitalan:
Um 0,94%
Veiðifélag Flóamanna
leigir veioisvæði sín
Stag hf. á Selfossi hyggst koma upp
aðgengilegum útivistar- og veiðisvæðum
Selfossi.
FYRIRTÆKIÐ Stag hf. á Sel-
fossi hefur tekið á leigu aUt
veiðisvæði Veiðifélags Flóa-
manna til tíu ára frá fyrsta
desember næstkomandi. Hjá fyr-
irtækinu er fyrirhugað að leigja
svæðið út til stangveiði og að
koma upp hafbeit og strandeldi
á laxi. Einnig er ætlunin að auka
fiskigengd á veiðisvæðinu, bæði
laxa- og sjóbirtingsgengd.
Veiðisvæðið sem um ræðir nær
yfir Baugstaðaá, Bitrulæk, Hólaá
og Tunguós, aðalskurði Flóaáveit-
unnar upp að Brúnastaðastíflu og
lækinn Fenu. Undanfarin ár hefur
þetta svæði verið leigt til stangveiði
og er vinsælt sem slíkt enda marg-
ir fallegir veiðistaðir í friðsælu
umhverfi á svæðinu. Aðallega hefur
veiðst silungur á svæðinu en undan-
farin ár hafa veiðst þama um 60
laxar á ári.
Stag hf. hyggst koma upp veiði-
húsum á vinsælustu veiðisvæðunum
og gera svæðið sem aðgengilegast.
Þá eru uppi hugmyndir um að út-
búa veiðistaði í afgirtum hólfum í
lækjunum og selja sérstök veiðileyfi
í þau.
Hjá fyrirtækinu eru uppi hug-
myndir um að reyna hafbeit á laxi
og koma upp aðstöðu fyrir slíkt .
Einnig er ætlunin að sleppa silungi
í lækina til að auka sjóbirtings- og
silungsveiðina.
Með þessu framtaki fyrirtækisins
er kominn vísir að víðáttumiklu
útivistarsvæði sem aðgengilegt
verður fyrir almenning að fá afnot
af eins og Guðmundur Sigurðsson
formaður stjómar félagsins komst
að orði. Auk hans eru eigendur að
Stagi hf. Agnar Pétursson og Snorri
Ólafsson.
Sig. Jóns.
Morgunþlaðið/Ingvar Guðmundsson
Slökkviliðið var tvívegis kallað út f gær vegna elds f kjöllumm.
JÓHANNA Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra, gaf í gær út
Brunamálastjóri segir lítið gagn af rannsókn lögreglu:
Nauðsynlegt að stofnunin
athugi sjálf stærri bruna
Fiskvinnslunni í Garði ekki nægilega vel skipt í eldvarnarhólf
Brunamálastjóri segir að
Brunamálastofnun geti ákaf-
lega Iftið gagn haft af rannsókn
lögreglu á ástæðum bruna og
vill hann að stofnunin geri
sjálfstæða athugun á öllum
stærri eldsvoðum. í samræmi
við þessa skoðun Bergsteins
Gissurarsonar brunamálstjóra
skoðuðu starfsmenn stofnunar-
innar rústir fiskverkunarhúsa
Nesfisks hf. f Garði.
Brunamálastjóri segir að
þrennt sé nauðsynlegt að vita eft-
ir stórbruna. I fyrsta lagi að
upplýsa um upptökin og beindist
rannsókn lögreglunnar fyrst og
fremst að þeim þætti. í öðru lagi
þyrfti að athuga hvaða möguleika
eldurinn hefði haft til að breiðast
út. Þær upplýsingar þyrfti stofn-
unin að hafa vegna athugunar á
teikningum og úttekt á bruna-
vömum í eldri húsum. í þriðja
lagi þyrfti Brunamálastofnun
upplýsingar um slökkvistarfið
vegna leiðbeininga á því sviði.
Bergsteinn sagði að upplýsingar
um tvo síðari þættina kæmu ekki
í gegnum rannsókn lögreglunnar
en óviturlegt væri að nota ekki
tækifærið til að afla reynslu og
þekkingar í kjölfar stærri bruna.
Branamálastjóri segir að ekki
sé gert ráð fyrir sjálfstæðri athug-
un stofnunarinnar í lögum eða
flárveitingum en sagði að nú stæði
yfír endurmat á tekjunum og von-
aðist til að úr rættist.
Aðspurður um hvaða lærdóm
hægt væri að draga af brana físk-
verkunarhúsanna f Garðinum
sagði Bergsteinn: „í þessu tilviki
má fyrst og fremst sjá hve mikil-
vægt er að svona byggingum sé
skipt upp í eldvamarhólf með eld-
vamarveggjum. Þama hefði að
öllum líkindum verið hægt að
koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins
ef byggingin hefði verið þannig.
Þama vora geymslar fullar af
afurðum og verða menn að sjá
um að slík tugmilljóna króna verð-
mæti séu geymd eins og þeim
hæfír. Nauðsynlegt er að hægt
sé að veija sérstaklega slíka ein-
ingu. Þá þurfa umbúðageymslur
að vera sér vegna þess hvað papp-
inn í umbúðunum er eldfimur og
gaskútar og slíkt þarf að vera út
af fyrir sig.
Sjá frásögn á bls. 33.
hækkunfrá
október
HAGSTOFAN hefur reiknað
visitölu byggingarkostnaðar
eftir verðlagi í nóvember 1987.
Reyndist hún vera 107,5 stig,
eða 0,94 hærri en í október,
miðað við 100 stig á nýjum
grunni í júní 1987. Þessi vísitala
gildir fyrir desember 1987.
Samsvarandi visitala miðað við
eldri grunn, desember
1982/100, er 344 stig.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala byggingarkostnaðar
hækkað um 20,6%. Undanfama
þijá mánuði hefur vísitalan hækk-
að um 6,1% og jafngildir sú
hækkun 26,8% verðbólgu á heilu
ári.
Af hækkun vísitölunnar frá
október til nóvember stafa um
0,2% af hækkun gatnagerðar-
gjalda, 0,1% af hækkun á verði
eldhúsinnréttinga, 0,1% af hækk-
un á verði innihurða og um 0,5%
af hækkun á verði ýmissa vöra
og þjónustuliða.
(Fréttatilkynning.)