Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987
47
Katrín Hildibrands-
dóttir - Minning
Fædd 8. febrúar 1911
Dáin 13. nóvember 1987
í dag verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði amma
okkar, Katrín Hildibrandsdóttir.
Kata amma, eins og við kölluðum
hana, lést á Garðvangi í Garði 13.
nóvember sl., 76 ára að aldri.
Fyrir 7 árum varð hún fyrir því
óláni að lærbrotna og var hún rúm-
liggjandi upp frá því. Lengst af lá
hún í Sjúkrahúsi Keflavíkur en
síðustu mánuði á Garðvangi í Garði.
Við erum þakklátar fyrir þær
ljúfu minningar sem við eigum um
ömmu. Alltaf tók hún vel á móti
okkur þegar við heimsóttum hana
til Keflavíkur og eins er hún var
ráðskona fyrir norðan. Þegar við
dvöldum að heiman var gott að
skrifast á við hana, því ung hjörtu
eru uppfull af leyndarmálum lífsins
og tók hún virkan þátt í því. Er við
hófum okkar búskap og langömmu-
bömin komu í heiminn hvert af
öðru stóð ekki á ömmu að pijóna
fallegar flíkur á þau og kom það
að góðum notum.
Kveðjustundin er alltaf sár en
hvfldin var henni kærkomin. Við
og fjölskyldur okkar þökkum henni
samfýlgdina og biðjum Guð að taka
hana í sinn náðarfaðm. .
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sigrún, Katrín Gerður og
Valgerður Júlíusdætur.
Kristín Þor-
finnsdóttir
- Minning
•>
Fædd 2. febrúar 1924
Dáin 10. nóvember 1987
t
Þökkum auðsýnda samúð, tryggð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÁRNA GUÐLAUGSSONAR .
frá Miðkoti,
Dalvfk.
Þórgunnur Þorleifsdóttir,
Svanhildur Árnadóttir, Vigfús R. Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga' og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(Hallgrimur Pétursson.)
í dag verður til moldar borin,
Kristín Þorfinnsdóttir, sem andaðist
á heimili sínu 10. nóvember sl. Við
starfsfélagar hennar á Droplaugar-
stöðum viljum þakka henni fyrir
allar góðar stundir sem við áttum
með henni. Frá henni streymdi hlýja
og umhyggja. Geðgóð og víðsýn
kona var hún. Við biðjum þess að
algóður Guð vemdi hana. Ættingj-
um hennar vottum við okkar inni-
legustu samúð.
„Þreyttur leggst ég til náða
náðar faðir gættu mín.
Alla mædda, alla þjáða
endumæri miskunn þín.
Gef þú öllum góða nótt
gef að magni nýjan þrótt.
Ollum þeim þú aftur vekur
eilíft líf þeim burt þú tekur".
(Ólafur Indriðason.)
Starfsfólk Droplaugarstaða
ALCr
ÁHREINU
MEÐ
&TDK
Hótel Saga Simi 12013
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
t
Innilegt þakklæti til allra sem sýndu samúð og hlýjan hug við
andlát og útför eiginmanns míns,
FRANKLÍNS BRYNJÓLFSSONAR.
Jenný Lind Þórðardóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför bróður míns,
GUNNARS BJARNASONAR
frá Vestmannaeyjum.
Anton Bjarnason.
t
Innilegustu þakklætiskveðjur sendum við öllum þeim sem auð-
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
INGVA RAFNS EINARSSONAR,
Götuhúsi, Eyrarbakka.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þorbjörg Katarínusardóttir.
t
Þökkum innilega sýnda samúð og hlýhug vegna andláts og jaröar-
farar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐLAUGAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Reykholti, Fáskrúðsfirði.
Guð blessi ykkur öll.
Þorsteinn Sigurðsson, Aðalbjörg Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Alúðar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
BJÖRGVINS FILIPPUSSONAR.
Margrót Björgvinsdóttir,
Filippus Björgvinsson,
Baldvin Björgvinsson,
Ingibjörg Björgvinsdóttir,
Ingólfur Bjcrgvinsson,
Bjarni Helgason,
Sjöfn Árnadóttir,
Þyrf Huld Sigurðardóttir,
Ingólfur Jónsson,
Anna Tyrfingsdóttir,
Aðalhelöur Kjartansdóttir,
Jónas Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum öllum auðsýnda samúð og hlýhug við andiát og útför
elskulega bróður okkar,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR
frá Asparvfk.
Systklnin frá Asparvlk og aðrir vandamenn.
Ami Snævar Gunn-
laugsson-Minning
Fæddur 8. desember 1950
Dáinn 13. nóvember 1987
Það var hræðilega sárt að frétta
það 9. nóvember sl. að faðir okkar
lægi á gjörgæsludeild Borgarspítal-
ans mikið veikur og væri vart hugað
líf. Við lifðum þó í voninni en hún
brást og það var kannski það besta
úr því sem komið var. En við vitum
að honum líður vel núna hjá Guði
og líka að hann er hjá okkur þó
að við sjáum hann ekki.
Bráðum koma jólin og það verður
skrítið að fara ekki í heimsókn til
pabba. Við eigum eftir að sakna
pabba.
Við biðjum góðan guð í bænum
okkar á kvöldin að gæta hans. Þá
líður okkur betur. Við vitum líka
að við eigum eftir að hittast aftur,
t
Innilegar þakkir fyrir auðáýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa,
SIGURÐAR A. PÉTURSSONAR,
Hringbraut 60.
Vigdfs Jónsdóttir,
Ingveldur Sigurðardóttir,
Annie Sigurðardóttir,
Pétur Sigurðsson, Stefanfa Jónsdóttir,
Jón Sigurðsson, Kristfn Kristjánsdóttir.
einhvem tímann. Við kveðjum elsku
pabba okkar.
Einar og Sigurlaug
t
Þökkum auösýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
AÐALHEIÐAR KRISTÍNAR HELGADÓTTUR,
Hátúni 10,
Reykjavfk.
Elsa Smith, Sigurður Þórir Sigurðsson,
Helgi Bergmann Sigurösson, Þórunn Ástrós Sigurðardóttir,
Ágúst Sigurðsson, Guðjón Sigurðsson,
Hilmar Sigurðsson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem með hlýju handtaki,
samúðarkveðjum, blómum og krönsum, auðsýndu okkur samúð
og virðingu við andlát og útför eiginmanns míns, fööur og fóstra,
GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR
f Sviðugörðum.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrfður Slgurðardóttir,
Sigurður Guðmundsson,
Selma Albertsdóttir og fjölskylda.
Lokað
Vegna jarðarfarar ERLENDAR PÁLS GRÍMSSONAR
verða bifreiðaverkstæði okkar og smurstöð lokuð frá
kl. 12.00-15.00 í dag.
Hekla hf.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á 5 miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki erú tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.