Morgunblaðið

Dato
  • forrige måneddecember 1987næste måned
    mationtofr
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 11.12.1987, Side 12

Morgunblaðið - 11.12.1987, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 FJ5V0FF OFNHREINSIR Kröftugur ofnhreinsir með mjúkum sltrónuilm. Hreins- ar einnig emeleruð hellu- borð og stálhluti. S Jólavaka við kertaljós í Hafnarfjarðarkirkju Hin árlega jólavaka við kertaljós verður haldin í Hafnar- fjarðarkirkju 3. sunnudag í aðventu 13. desember nk. og hefst hún kl. 20.30. Jólavakan er Hafnfirðingum svo og öðr- um sem hana sækja augljós vottur um nánd og komu helgra jóla. Líkt og áður verður nú mjög til hennar vandað. Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup flytur hugleiðingu kvöldsins. Halldór Vilhelmsson barítónsöngv- ari syngur biblíuljóð eftir Antonon Dvorák við píanóundirleik Gústafs Jóhannessonar. Gunnar Gunnarsson leikur einleik á flautu og kór Hafnarfjarðarkirkju flytur aðventu- og jólalög undir stjórn organista kirkjunnar Helga Braga- sonar. Við lok vökunnar verður kveikt á kertum þeim sem viðstaddir hafa fengið í hendur. Gengur þá loginn frá helgu altari til hvers og eins sem tákn um það að sú friðar- og ljóssins hátíð sem framundan er vill öllum lýsa, skapa samkennd og vinarþel. Megi enn sem fyrr fjölmargir eiga góða og uppbyggjandi stund á jóla- vöku í H afnaríj arðarkirkj u. Gunnþór Ingason, sóknarprestur. Þjóðkirkjan í Hafnarfirði. Aðventukvöld á Stöðvarfirði og í Breiðdal Sunnudagskvöldið 13. desem- ber nk. verður haldið aðventu- kvöld i Stöðvarkirkju á Stöðvarfirði kl. 18 og verður dagskrá kvöldsins mjög fjöl- breytt. Valur Amþórsson kaupfélags- stjóri á Akureyri og stjórnarformað- ur Sambandsins verður ræðumaður kvöldsins. Kirkjukórinn mun flytja íjölbreytta aðventu- og jólatónlist undir stjórn og undirleik Ference Utassy frá Ungverjalandi. Ilka Petrova frá Búlgaríu leikur einleik á flautu og Ference Utassy leikur einleik á trompet. Börn og ungling- ar munu sjá um upplestur undir stjórn Bryndísar Þórhallsdóttur. Einnig munu unglingamir flytja helgileik. Fjölmennum í þessa sameigin- legu helgistund og undirbúum okkur fyrir helgi jólanna. Aðventukvöld verður síðan haldið í Heydalakirkju nk. sunnudagskvöld 13. desember kl. 20.30. Ræðumað- ur verður Valur Arnþórsson kaup- félagsstjóri á Akureyri og stjórnar- formaður Sambandsins. Kirkjukórinn og stúlknakór kirkj- unnar undir stjóm Ilku Petrovu frá Búlgaríu flytur aðventu- og jóla- sálma. Ference Utassy frá Ung- veijalandi mun leika einleik á trompet og Ilka Petrova mun leika einleik á flautu. Böm og unglingar munu flytja helgileik og Kristrún Gunnlaugsdóttir les ljóð. Allir hjartanlega velkomnir. Fjöl- mennum. Gunnlaugur Stefánsson sóknar- prestur.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55696
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.08.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 282. tölublað (11.12.1987)
https://timarit.is/issue/121537

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

282. tölublað (11.12.1987)

Handlinger: