Morgunblaðið - 11.12.1987, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987
FJ5V0FF
OFNHREINSIR
Kröftugur ofnhreinsir með
mjúkum sltrónuilm. Hreins-
ar einnig emeleruð hellu-
borð og stálhluti. S
Jólavaka við kertaljós
í Hafnarfjarðarkirkju
Hin árlega jólavaka við kertaljós verður haldin í Hafnar-
fjarðarkirkju 3. sunnudag í aðventu 13. desember nk. og
hefst hún kl. 20.30. Jólavakan er Hafnfirðingum svo og öðr-
um sem hana sækja augljós vottur um nánd og komu helgra
jóla. Líkt og áður verður nú mjög til hennar vandað.
Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup
flytur hugleiðingu kvöldsins.
Halldór Vilhelmsson barítónsöngv-
ari syngur biblíuljóð eftir Antonon
Dvorák við píanóundirleik Gústafs
Jóhannessonar.
Gunnar Gunnarsson leikur einleik
á flautu og kór Hafnarfjarðarkirkju
flytur aðventu- og jólalög undir stjórn
organista kirkjunnar Helga Braga-
sonar.
Við lok vökunnar verður kveikt á
kertum þeim sem viðstaddir hafa
fengið í hendur. Gengur þá loginn frá
helgu altari til hvers og eins sem
tákn um það að sú friðar- og ljóssins
hátíð sem framundan er vill öllum
lýsa, skapa samkennd og vinarþel.
Megi enn sem fyrr fjölmargir eiga
góða og uppbyggjandi stund á jóla-
vöku í H afnaríj arðarkirkj u.
Gunnþór Ingason, sóknarprestur.
Þjóðkirkjan í Hafnarfirði.
Aðventukvöld á Stöðvarfirði og í Breiðdal
Sunnudagskvöldið 13. desem-
ber nk. verður haldið aðventu-
kvöld i Stöðvarkirkju á
Stöðvarfirði kl. 18 og verður
dagskrá kvöldsins mjög fjöl-
breytt.
Valur Amþórsson kaupfélags-
stjóri á Akureyri og stjórnarformað-
ur Sambandsins verður ræðumaður
kvöldsins. Kirkjukórinn mun flytja
íjölbreytta aðventu- og jólatónlist
undir stjórn og undirleik Ference
Utassy frá Ungverjalandi. Ilka
Petrova frá Búlgaríu leikur einleik
á flautu og Ference Utassy leikur
einleik á trompet. Börn og ungling-
ar munu sjá um upplestur undir
stjórn Bryndísar Þórhallsdóttur.
Einnig munu unglingamir flytja
helgileik.
Fjölmennum í þessa sameigin-
legu helgistund og undirbúum
okkur fyrir helgi jólanna.
Aðventukvöld verður síðan haldið
í Heydalakirkju nk. sunnudagskvöld
13. desember kl. 20.30. Ræðumað-
ur verður Valur Arnþórsson kaup-
félagsstjóri á Akureyri og stjórnar-
formaður Sambandsins.
Kirkjukórinn og stúlknakór kirkj-
unnar undir stjóm Ilku Petrovu frá
Búlgaríu flytur aðventu- og jóla-
sálma. Ference Utassy frá Ung-
veijalandi mun leika einleik á
trompet og Ilka Petrova mun leika
einleik á flautu. Böm og unglingar
munu flytja helgileik og Kristrún
Gunnlaugsdóttir les ljóð.
Allir hjartanlega velkomnir. Fjöl-
mennum.
Gunnlaugur Stefánsson sóknar-
prestur.