Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 31.12.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 9 HUGVEKJA Að kveðja og heilsa eftir séra HALLDÓR GUNNARSSON ■■ Gamlársdagur Lk. 2; 25.-39. Áramót hafa alltaf verið upp- gjörsstund. Árið 1987 kveður og nýtt ár 1988 heilsar. Á þess- um tímamótum lítum við til hins liðna árs og reynum gjarnan að gera okkur grein fyrir því hvað fór miður, hvað heppnað- ist og hvort einhveijir stórvið- burðir hafi orðið. Forystumenn stjórnmála um allan heim gera úttekt á árinu og vissulega er þar margt sem skoða ber, þótt handtak Reag- ans og Gorbatsjovs og undir- skrift þeirra í jólamánuðinum beri líklega hæst. Við hvað er þá miðað? Þannig spyr ég vegna þess að ég held að viðmiðunin sé alltaf sú sama: ÉG. Hvernig snertir það mig? Hagnast ég eða tapa ég? Og í örlítið víðara samhengi: Hvernig kemur það við hagsmunahópinn sem ég er í, hvort sem það er stéttarfélag, hagsmunafélag eða stjórnmála- flokkur? Ég held að landið okkar hafi gleymst og sú gamla ungmannafélagshugsjón sem sagði: „íslandi allt“. Hvaða áramótaboðskap myndi landið okkar flytja okkur ef það hefði hugsun, augu, eyru og mál? Hvernig myndi það kveðja og heilsa um áramót? Áramót landsins væru í öðrum tíma, þar sem líklega þúsund ár hjá okkur væru eins og einn dagur hjá því. Frá landinu séð breytist næstum ekki neitt: Hafið umhverfis landið slær takt bárunnar ár eftir ár og fiskurinn veiðist með sama hætti og hann hefur gert í 1000 ár. Fjöllin, jöklarnir og lands- lagið í heild breytist ekki og mennirnir sem þetta land byggja virðast vera eins inn- rættir í 1000 ár. Fæðast og deyja eins. Hafa sömu langanir, sama eðli, beijast við sömu freistingar, hafa sama metnað og hegða sér í alla staði eins. Það eru aðeins verkfærin og vopnin, húsin og aðbúnaðurinn semm breytast. „Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir.“ Þannig hljóðar eitt stef þjóð- söngsins okkar, sem við heyrum með mestri lotningu um hver áramót. Táknar sá sálmur ekki handtak okkar við Drottinn Guð? í sálminum er tíminn upp- hafið og uppgjörsstundin lifuð þegar við mætum Guði sem skapara okkar og frelsara. Þeir kirkjufeður sem völdu hátíðar- dögum kirkjunnar ritningar- greinar hafa verið þessarar sömu skoðunar. I guðspjalli þessa dags segir frá tveimur öldungum sem hittu Jesú í helgidóminum, þegar hann var færður þangað af foreldrum sínum nýfæddur til helgunar og blessunar. Tveir öldungar og nýfætt barn mætast. Það er fortíðin og framtíðin, gamla árið og nýja og uppgjörsstund vonar og fyrirheits lifuð með þessum orðum Símeonar: Nú lætur þú herra þjón þinn í friði fara, eins og þú hefur heitið mér, því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt, sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða, ljós til opinberunar heiðingjum og til vegsemdar lýð þínum ísrael.“ Við áramót væri stórkostlegt að geta kvatt gamla árið og heilsað nýju ári í helgidómi sál- ar okkar frammi fyrir Jesú: þá myndum við geta byijað upp á nýtt, búið að reynslu liðinna ára og mætt nýju ári af meiri þroska og meira hyggjuviti. Átt sann- ari löngun til að leggja góðum málum lið, leggja sig fram, gefa af sér sjálfum og jafnvel vera tilbúin að fórna. Reyna að hlúa betur að kærleikanum til þeirra sem maður elskar og vera sátt- fúsari við þá sem maður er ekki alveg sáttur við. Vera ákveðinn í að takast betur á við það sem úrskeiðis hefur farið og vera staðráðinn í að sigrast á þeim veikleikum sem maður veit stærsta í eigin fari. Ef við gætum lifað þessa uppgjörsstund við okkur sjálf og Drottinn okkar og frelsara, þá myndi allt breytast og við gætum sagt: Nú lætur þú herra þjón þinn í > friði fara. Hann mætir þá nýjum degi handan þess tíma, sem telur daga okkar og ár. Sá dagur er dagur Drott- ins Jesú Krists í lífi okkar, hans sem er handan við tíma og rúm, hans sem þekkir okkur öll með nafni, persónu okkar, hugsun okkar og fylgist með því sem við gerum og látum ógert. „0, guð vors lands, ó, lands vors Guð, vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá, vér deyjum, ef þú ert ei Ijós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá. 0, vertu hvem morgun vort ljúfasta líf, vor leiðtogi’ í daganna þraut, og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf, og vor hertogi' á þjóðlífsins braut. Islands þúsund ár, verði gróandi þjóðlif með þverrandi tár, sem þroskast á'Guðsríkis braut." FYRSTA FL0KKS BANKAÁBYRGÐIR Áhættufé - Fasteignaviðskipti - Fjármögnun viðskipta - Bankaábyrgðir og aðstoð við ábyrgðir vegna hvers kyns framkvæmdaáætlana. Engin umboðslaun fyrr en fé erfengið. Miðlarar eru verndaðir. UMBOÐSMANN þarf til að skapa tengsl fyrir okkur til að framkvæma fjár- mögnun. VENTURE CAPITAL CONSULTANTS Investment Bankers 16311 Ventura Blvd., Suite 999, Encino, California 91436, U.S.A. Telex: 651355 Vencap LSA Faxnr.:(818) 905-1698 Sími: (818) 789-0422 UÖ6S0Ð^^SS^ Helgarferðir Flugleiða og samstarfsflugfélaga ásamt 17 samstarfshótelum heQastá ný í ársbyrjun 1988. Við byrjum með JANÚARTILBOÐI sem stendur í rúman mánuð. JAIMÚARTILBOÐIÐ ER ÓTRÚLEGT! Þar er ferðin (flug, gisting ásamt góðum morgunverði) á hlægilegu verði. Til Reykjavíkur eru helgarferðir frá 20 stöðum á landinu og þar geta helgarferðargestir valið milli sjö frábærra hótela. Frá Reykjavík eru helgarferðirnar til ísaQarðar, Akureyrar, Húsavíkur, Egilsstaða, HornaQarðar og Vestmannaeyja þar sem gist er á úrvals hótelum og gistiheimilum. Allar upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, ferðaskrifstofum og umboðsmönnum. Láttu ekki JANÚARTILBOÐIÐ fljúga frá þér! FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.