Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 Mótmæli palestínumanna í ísrael: Enn fjölgar fórnar- lömbum óeirðanna PLO vill taka þátt í friðarráðstefnu Bandaríkin: Skoti geim- skutlu frestað Washington, Reuter. SKOTI geimskutlunnar bandarisku hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma vegna þess að einn hiuti hreyfilsins hennar reyndist ekki sem skyldi í prófunum í síðustu viku. Að sögn talsmanna NASA, geimferðastofnunar Banda- ríkjanna, kom ekkert athuga- vert fram þegar farið var yfir niðurstöður prófananna í fyrstu, en við nánari aðgæslu reyndist vera bilun í einum hluta hreyfiltúðunnar. „Skotdegi STS-26 hefur ver- ið frestað. Hversu lengi er hins vegar enn á huldu,“ sagði í til- kynningu NASA. Upphaflega var ráðgert að skjóta geim- skutlunni á loft 2. júní næsta árs. The Independent: Segir írani ætla að láta Líbýumönnum efnavopn í té Lundúnum, Reuter. BRESKA dagblaðið The In- dependent segir að íranir hafi fallist á að láta Líbýu- mönnum efnavopn í té, en í staðinn fái þeir sovéskar Scud-flaugar. Blaðið bar fyrir sig heimilda- mönnum í Teheran og Trípólí og sagði að gengið hefði verið frá samkomulagi þessu þegar leiðtogi írönsku Byltingarvarð- anna heimsótti Líbýu fyrir skömmu. Að sögn The Independent hafa íranir þróað þrjár nýjar tegundir efnavopna, sem komið er á áfangastað í fallbyssu- kúlum og með eldflaugum. Þau eru ætluð gegn skipum, skrið- drekum og fótgönguliði. Talið er að Líbýumenn hyggist beita vopnunum í stríði sínu gegn Chad. Kambódía: Leiðtogi lepp- stjórnarinnar í Afganistan í heimsókn Bangkok, Reuter. NAJIBULLAH, leiðtogi af- gönsku leppstjórnarinnar í Kabúl, er nú í opinberri heimsókn í Kambódíu þar sem honúm hefur verið vel tekið. Afganistan og Kambódía eru þau tvö leppríki Sovétríkjanna, sem hvað verst eru á vegi stödd. Að sögn hinnar opinberu fréttastofu Kambódíu, SPK, tók kommúnistaleiðtoginn Heng Samrin á móti Najibullah á flugvellinum í Phnom Penh. Þangað kqm forseti Kabúl- stjómarinnar frá Víetnam, þar sem hann og Nguyen Van Linh, kommúnistaleiðtogi í Víetnam, undirrituðu sáttmála um vin- áttu og samvinnu ríkjanna. Heng Samrin var gerður að leiðtoga kommúnistastjórnar- innar í Phnom Penh eftir að Víetnamar réðust inn í landið að undirlagi Sovétmanna árið 1978. Þá var stjóm Rauðu khmeranna kómið frá völdum, en hún hafði ríkt í þrjú ár. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn Najibullah til annarra ríkja en Sovétríkjanna. A leið sinni til Vietnam í síðustu viku kom hann við á Indlandi. Tel Aviv, Abu Dhabi, Reuter. SAUTJÁN ára gamall palestínu- tnaður lést í gær af völdum skotsára er hann hlaut í óeirðum palestínumanna á Gaza-svæðinu . og vesturbakkanum þann 21. þessa mánaðar. Þar með hafa 23 palestínumenn fallið fyrir byssukúlum ísraelska hermanna á þessu umdeilda svæði. lsraelskir hermenn skutu hinn sautján ára gamla Mustafa Issa Al-Beik í höfuðið við Jablalya- flóttamannabúðimar á Gaza-svæð- inu og var hann fluttur helsærður í sjúkrahús í suðurhluta ísraeis. Talsmaður asjúkrahússin skýrði frá þv í í gær að hann væri látinn. Fjölmargar þjóðir hafa gagnrýnt ísraela fyrir að hafa mætt mótmæl- um palestínumannanna af allt of mikilli hörku og hefur verið fullyrt að unnt hefði verið að btjóta mót- mælin á bak aftur með öðrum hætti svo sem með því að beita táragasi og gúmmíkúlum. Herforingjar í her ísraela segja hins vegar að her- mönnum hafí verið fyrirskipað að beita aðeins skotvopnum væri lífi þeirra ógnað. Um 900 palestínumenn voru handteknir þá 15 daga sem mót- mælin stóðu yfír og segja lögfræð- ingar hinna handteknu að þeim spáðu því í gær, miðvikudag, að nokkrir erfiðleikar væru fyrir- sjáanlegir á næstu vikum um að halda olíuverði stöðugu.Venju- lega hefur dregið úr eftirspurn eftir hráolíu í janúarmánuði. Þá Sérfræðingamir segja, að þeir sjái og vísbendingar um að olíu- framboð muni verða alltof mikið. Var meðal annars vitnað til yfir- lýsinga sem Saudi Arabar og Indónesar hafa sett fram um að þeir gætu hæglega hundsað regl- ur og verðlagningu Samtaka olíusölurikja, ef einhveijir innan samtakanna virtu ekki sam- þykktir um að fara ekki fram hafí ekki verið leyft að skoða máls- skjöl og annað það sem lýtur að réttarhöldum yfír skjólstæðingum þeirra. Hafa þeir lýst yfír því að þeir geti ekki annast vöm palestínu- mannanna af þessum sökum. ísraelar ráðgera að reka 50 and- spymumenn úr röðum palestínu- manna úr landi en Bandaríkjastjóm hefur lagst gegn þeim áformum því ráðamenn óttast að það kunni að spilla fyrir bættum samskiptum Bandaríkjmanna við Egypta og Jórdana. Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra ísraels, kallaði ráðherra sína til fundar á miðvikudag þar sem rætt var hvort vísa ætti pa- lestínumönnunum úr landi en ákvörðun þar að lútandi var fre- stað. Bandaríkjamenn telja að Frelsishreyfíng palestínu (PLO) hagnit á því verði palestínumönnum vísað úr landi til Líbanons þar sem skæmlipðar PLO hafa bækistöðvar. Talsmaður PLO skýrði frá því í gær að samtökin væru reiðubúin til að taka þátt í fyrirhugaðri ráð- stefnu um leiðir til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafsins. Kvað talsmaðurinn samtökin reiðubúin til að senda fulltrúa á ráðstefnuna svo framarlega sem mynduð yrði sam- eiginleg sendinefnd arabaríkja. úr ákveðnum framleiðslukvóta. Eins og frá hefur verið sagt, var ákveðið á OPEC-fundi nýlega að verð á tunnu yrði 18 dollarar, og mjög hart yrði gengið eftir því að ekki yrði farið yfir framleiðsluk- vóta. Voru menn minnugir þess er verð á tunnu hrapaði niður úr öllu valdi í fyrra og fór lægst í 9 doll- ara. Aftur á móti er strax að koma í Ijós nokkur tregða ýmissa olíu- framleiðsluríkja að hlíta þessu. Þá er þess að gæta að nú um áramótin eru birgðir af olíu meiri en í árslok 1986 og telja því sér- fræðingar, að brugðið geu til beggja vona með olíuverð á næst- unni. Sagði talsmaðurinn PLO geta haft harla lítil áhrif á gang mála ef full- trúar frá Egyptalandi, Sýrlandi, Jórdaníu og Líbanon væru ekki með í för. ísraelar telja PLO til hryðju- verkasamtaka og neita að eiga viðræður við fulltrúa þeirra. Þá er greinir ráðamenn í fsrael einnig á um hvort ráðlegt sé fyrir ísraela að taka þátt í slíkri friðarráðstefnu. Þorskleysi hrjáir Dani Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. SAMKVÆMT siðvenju borða Dan- ir þorsk yfir nýjárið. í ár gæti það reynst þeim erfiðara og dýrara en áður að viðhalda þessari venju vegna skorts á þorski. Gæftaleysi hefur verið mikið og lítið um þorsk á markaðnum því hef- ur verð á þorsk hækkað mikið. Þorskkílóið fór í 67 danskar krónur á fiskmörkuðum á Jótlandi. Þar of- aná leggst söluskattur 22% og þjónustugjald fisksala áður en þorsk- urinn er boðinn almenningi til kaups. Þorskkílóið gæti því náð 85 dönskum krónum, sem jafngildir um 495 íslenskum krónum. Danmörk: Amfetamín stærsta vandamálið Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morg^unblaðsins. STÆRSTU eiturlyfjamál í Dan- mörku á síðasta ári eru tengd amfetamínneyslu. Þessar upplýs- ingar koma fram i nýútgefinni ársskýrslu lögreglunnar í Kaup- mannahöfn. Átta af hverjum tíu málum sem komu til umfjöllunar hjá eiturlyjja- deild lögreglunnar í Kaupmannahöfn voru tengd dreifingu og neyslu am- fetamíns. Á árinu 1987 var lagt hald á 20 kílógrömm af amfetamíni í Kaupmannahöfn. Heróín og hass-málum hjá lögregl- unni hefur ekki fjölgað á árinu sem er að líða. Þrátt fyrir það eru heróín- neysla enn mikið vandamál. Á siðusta sólarhring voru þrír eitur- þrælar I Kaupmannahöfn lagðir inn á sjúkrahús vegna þess að þeir tóku of stóran skammt af heóíni. Mannskæðustu sj*ó- slys aldarinnar Minningarathöfn um þá sem létust þegar ferjan Dona Paz sökk við Filippseyjar eftir árekstur við olíuskip fór fram á þriðjudag • Forseti Filippseyja, Corazon Aquino, var viðstödd athöfnina. Slysið er meðal mannskæðustu sjó- slysa á þessari öld. Með ferj- unni var fólk á leið til jólainnkaupa í höfuðborg Filippseyja, Manila. Ekki er vit- að fyrir víst hversu margir voru með feijunni en um 2.000 manns eru taldir af. Hér á eft- ir er sagt frá mestu sjóslysum sem orðið hafa frá aldamótum. í. 30. janúar 1945 fórust á milli 6.0Ó0 og 7.700 manns í Eystra- salti þegar flutningaskip nasista Wilhelm Gustloff varð fyrir árás sovésks kafbáts og sökk. Flutn- ingaskipið var yfírfullt af Þjóð- veijum sem voru að flýja Pólland. 900 komust lífs af. 2. Nóvember 1948 sprakk kínverskt vöruflutningaskip með um 6.000 manns innanborðs og sökk úti fyrir Mansjúríu. Enginn komst lífs af. 3. 3. desember 1948 fórust á milli 1.000 og 3.920 manns þegar kínverskt skip, Kiangya, með flóttafólki sökk nálægt Shanghai. 4. 26. febrúar 1916 drukknuðu á milli 1.200 og 3.100 manns í Mið- jarðarhafi þegar franska skemmtiferðaskipið Provence sökk. 5. 6. desember 1917. Franska vopnaflutningaskipið Mont Blanc og belgískt gufuskip rákust á í Halifax. 1.600 manns létu lífíð í árekstrinum. 6.14.-15. apríl 1912. Titanic rakst á ísjaka á Atlantshafi í jómfrúr- ferð sinni. 1.500 fórust þegar Titanic sökk. 7. 20. desember 1987. Nær 2.000 eru taldir af eftir að feijan Dona Paz rakst á olíuflutningaskipið Victor við Filippseyjar. 26 manns var bjargað. 8. 7. maí 1915 fórust 1.198 með breska gufuskipinu Lusitaniu sem sökkt var af þýskum kafbát úti fyrir strönd írlands. 9. 26. september 1954. Yfir 1.160 manns létu lífið þegar japanska feijan Toya Maru sökk á Tsug- aru-sundi í Japan. 10. 15. júní 1904. 1.020 létu lífið þegar gufuskipið General Slocum brann á East River í New York. 11. 29. maí 1914 drukknuðu 1.010 þegar breska gufuskipið Empress of Ireland sökk eftir árekstur við norskt kolaskip á St. Lawrence ánni. 12. 29. ágúst 1916. Þúsund manns fórust þegar kínverska gufuskipið Hsin Yu sökk úti fyrir strönd Kína. 13. 18. mars 1921. Gufuskipið Hong Kong fórst á Suður-Kína- hafi með þeim afleiðingum að 1.000 manns drukknuðu. 14. 28. september 1912. Þúsund mahns fórust þegar japanska gufuskipið Kichemaru sökk við Japansströnd. 15. 24. júlí 1915. 810 létu lífið þegar gufuskipinu Eastland hvolf- di á Chicago-ánni. Olíuverð óstöð- ugt á næstunni? London, Reuter. SÉRFRÆÐINGAR um olíumál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.