Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 54

Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 t Systir okkar, GUÐBJÖRG TORFADÓTTIR, Austurbrún 4, lést í Landspítalanum 21. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. janúar kl. 1 5.00. Ingibjörg Torfadóttir, Guðmundur Torfason. t GUÐLAUG ÁRNADÓTTIR, Sólgötu 5, ísafirði, andaðist á Landspitalanum fimmtudaginn 24. desembe-- sl. Börn og barnabörn. + Móðir mín og amma okkar, GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR, Heiðargerði 80, Reykjavík, andaðist 30. desember sl. Nanna Tryggvadóttir, Guðmundur Jónsson, Tryggvi Jónsson. + Eiginkona mín, KRISTÍN J. GUÐMUNDSDÓTTIR, Kötlufelli 7, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum að morgni 30. desember. Sigurgeir Magnússon. Móðir okkar, + SIGRÍÐUR HANNESDÓTTIR, Meðalholti 9, lést þriðjudaginn 29. desember. Þórir Jónsson, Hafdís Hannesdóttir. ' 1 Móðir okkar og tengdamóðir, m ÞÓRA JÓNSDÓTTIR frá Siglufirði, Hraunbæ138, Reykjavík, andaðist 20. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. janúar kl. 13.30. Hallfriður E. Pétursdóttir, Stefán Friðriksson, Stefania M. Pétursdóttir, Ólafur Tómasson, Kristín H. Pétursdóttir, Baldur Ingólfsson, Björn Pétursson, Bergljót Olafsdóttir. + Þökkum veittan stuðning, vináttu og samúð í veikindum, andláti ,og útför dóttur okkar og systur, EMMU KRISTJÁNSDÓTTUR. Ingibjörg Eggertsdóttir, Kristján J. Kristjánsson, Hjalti Stefán Kristjánsson. + Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar- hug vegna fráfalls mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS BENEDIKTSSONAR frá Digranesi. Guð blessi ykkur öll. Ingunn Einarsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Jóhann Guðbjörn Guðjónsson, Rakel K. Gunnarsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Ingimundur Hilmarsson, Daði Guðjónsson, Kristín L. Gunnarsdóttir, Kolbrún Guðjónsdóttir, Bendt Pedersen og barnabörn. Björn Ölafsson - Minningarorð Fæddur 28. október 1952 Dáinn 13. desember 1987 Þegar maður er kominn á minn aldur og les dánartilkynningarnar og sér samferðafólkið vera að hverfa, þá dettur mér oft í hug, hver verður næstur, verður það kannski ég. Hins vegar finnur mað- ur sárt til er maður les að menn á besta aldri eru að hverfa. Svo varð mér við er ég las að Björn vinur minn, sem ég þekkti vel sem ungan dreng, væri allur. Það hitti svo á, að við foreldrar hans vorum nábúar á Skólabraut- inni, þau á númer 21, ég á 17. Það gaf augaleið að nokkur samgangur varð á milli heimilanna og barna okkar, sem voru tíðir gestir á heim- ilunum á víxl. Sérstaklega varð náinn kunningsskapur á milli Björns og Inga sonar míns, enda jafn gamlir. Eg kynntist Birni all vel þegar hann fór með okkur Inga í langt ferðalag út á land, því ég fór í nokkur ár, þegar skóla lauk á vorin, í söluferðir á jeppa mínum með hjólhýsi aftan í. Byijað var hér og oftast snúið við á Húsavík. Þegar ég horfi til baka finnst mér þessar ferðir vera með ánægju- legustu stundum lífs míns því jafnframt söluferðunum var ég að fara með eldri son minn Vilhjálro að Steiná í Svartárdal, þar sem hann var í sveit ár eftir ár, og'varð hann svo eftir þar, annaðhvort í norður- eða suðurleið. Björn fór að mig minnir í tvær slíkar ferðir og hjálpaði vel til við töskuburðinn inn í búðirnar. Líka var hann ólatur við að sækja matar- vatnið á kvöldin þegar áð var til næturgistingar, einhverstaðar uppi á heiði eða í dal, langt frá manna- byggðum. Þá voru töskur dregnar útúr farartækjunum og búið um sig í hjólhýsinu og sofið rótt. Sérstak- lega man ég vel eftir einu slíku kveldi í Ásbirgi, þá höfðu bæst í hópinn á Húsavík og Akureyri Grét- ar Axelsson og Emil Sigurðsson. Eg var með lítið segulband og ákváðum við að semja leikþátt. Eg lék fréttamann, og spurði við- stadda, Emil sem sýslumann, Grétar sem hreppstjóra, Björn sem lögregluþjón, Inga sem afvegaleidd- an ungling, og út úr þessu kom all skemmtilegur leikþáttur sem ég hlusta á ennþá mér til gamans. Ég minnist og þegar hann kom til mín í ferðalok og þakkaði fyrir ferðalagið með þeim orðum hvað þetta hefði verið gaman, og rétti mér vandaða rafmagnsrakvél sem faðir hans mun hafa gefið honum til að gefa mér, og á ég hana ennþá. Húsfreyjan við Espilund, Lára Hjálmarsdóttir, er farin í ferðina löngu að sameinast forfeðrum og mæðrum. Sem ung stúlka fluttist frú Lára til íslands frá Þýskalandi, nokkru eftir lok seinni heimsstyrjaldarinn- Lesið hefí ég að þeir sem guðim- ir elska deyi ungir. Ekki skal ég leggja neinn dóm á það, en erfítt er að sætta sig við það. Ég vil nú að leiðarlokum biðja Bimi allrar blessunar og þakka hin stuttu kynni okkar hér á jörð. Fari svo sem ég trúi eigum við eftir að hittast síðar. Að síðustu vil ég votta foreldrum hans og öðmm ættingjum mína innilegustu samúð og bið þeim blessunar Guðs. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ar. Líkt og aðrar landnámskonur giftist hún og eignaðist vænleg böm. Samanborið við hetjur, stórmenni og aðra þá, er miklu fjaðrafoki valda, sýnist líf hennar kannski fábrotið, þó lifað hafí hún tímana tvenna hér á jörð. En í skjóli hvers- dagslegs og hljóðláts ævistarfs festi lífíð rætur og greri. Að hausti er uppskeran meiri og betri en margan grunar. Um frú Lám má rriargt gott segja. En einkum er það tvennt sem er efst í huga af mörgum minning- um á þessari kveðjustund. Á páskum fyrir 15 ámm eða svo var ég svo heppinn að bragða skyrkök- urnar hennar Lám. Menningarfé- lagsbræður í Garðahreppi héldu fund við Espilund, Skyrkökunum, þeim bestu í bænum, var skolað niður með ágætu heimabrugguðu víni Vilhjálms húsbónda. Gestrisn- inni og hlýlegheitunum var við bmgðið þar sem frú Lára réð hús- um. Sem unglingi varð gróandinn í garðinum hennar Lám mér mikið undmnarefni. Meðan aðrir vom að basla við að halda lífinu í einstökum hríslum, óx heill skógur í brekkunni hennar Lám. Eftir að hafa farið um stóra skóga á erlendri gmnd er þessi brekkuskógur mér enn efst í huga. Fjölskyldunni færi ég innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Menningar- félags Garðahrepps, Ævar Harðarson, Osló. Blómmtofa Friöfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS JÓNSSONAR, Bragagötu 16. Kristin Guðjónsdóttir, Karl Sigurbjörnsson, Guðjón Guðjónsson, Siv Guðjónsson, Jón Adolf Guðjónsson, Ingibjörg Sigurðardóttir og barnabörn. + Alúðarþakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför TRYGGVAJÓNSSONAR forstjóra, Einimel 11. Kristín Magnúsdóttir, Magnús Tryggvason, Guðrún Beck, Anna L. Tryggvadóttir, Heimir Sindrason og barnabörn. + Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir hluttekningu og hlýhug í orði og verki við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu. THORU MARGRETHE KRISTJÁNSSON, Hliðartúni 6, Mosfellsbæ. Rúna Gisladóttir, Þórir S. Guðbergsson, Stina Gísladóttir, Edda Gísladóttir, Hans Gíslason, Heiða Björg Sigurbjartsdóttir, Lilja Gísladóttir, Jón Snorri Sigurðsson, Kristinn R. Þórisson, Þóra Bryndís Þórisdóttir, Hlynur Örn Þórisson, Hrafn Þorri Þórisson, Baldvin Hansson, Berglind Snorradóttir, Björgvin Hansson, Ingibjörg Snorradóttir, Davíð Hansson, Snorri Freyr Snorrason. + Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur hluttekningu og einlæg- an vinarhug eftir andlát konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRLAUGAR MARSIBIL SIGURÐARDÓTTUR, Hátúni 10a, Reykjavfk. Þráinn Sigurbjörnsson, Kjartan Kristófersson, Hafdís Guðmundsdóttir, Þóra Ósk Kristófersdóttir, Kristófer Óskar Baldursson, Auður Kristófersdóttir og barnabörn. Lára Hjálmars- dóttir — Kveðjuorð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.