Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 60

Morgunblaðið - 31.12.1987, Page 60
PykkvúIwfM ^Þar vex sem vel er sáð! Islendingar bjartsýnir á komandi ár • ÍSLENDINGAR eru bjartsýnir á tMMBkað næsta ár verði þeim gott og mjög fáir eru þeirrar skoðunar að næsta ár verði þeim verra en árið í ár. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup á Is- landi hefur gert og er einnig gerð í 36 öðrum löndum heims. 36% íslendinga telja árið 1988 verða þeim betra en árið sem er að ljúka göngu sinni og 59% að það verði svipað. Einungis 3% telja að það verði verra og í þeim efnum skera íslendingar sig úr öðrum Evrópuþjóðum, en þar telja rúm 23% fólks að meðaltali að árið 1988 verði þeim óhagstæðara en árið 1987. *- Hins vegar höfum við íslendingar mestar áhyggjur Evrópubúa af því að vinnudeilur og verkföll verði meiri á næsta ári en á þessu, en rúmur helmingur þjóðarinnar er þeirrar skoðunar. Þá höfum við sérstöðu hvað það varðar að telja næsta ár verða friðsælla á alþjóða- vettvangi en árið sem er að líða og við erum einnig mjög bjartsýnir á að ekki verði af heimsstyijöld á næstu tíu árum. Sjá skoðanakönnun Gallups á bls. 18 í b-blaði. Krónan rýrnaði um 17,12% á árinu ÍSLENSKA krónan rýrnaði um 17,12% á árinu, sem er að líða. Er þá tekið mið af vísitölu byggingarkostnaðar, sem hækkaði á árinu um 20,65%. Rýrnun krónunnar á árinu 1987 er heldur meiri en árið áður, en þá nam rýrn- unin miðað við bygginga- vísitölu 14,7%. Krónan hefur nú verið í gildi í 7 ár, en hún var tekin í notk- un á árinu 1981. Byggingavísi- tala, sem miðuð er við grunninn 100 í júní á síðasta ári, hefur á gildistíma krónunnar hækkað um 91,44 stig og er hækkun hennar á þessum tíma 569,36%. Rýmun krónunnar á þessu tímabili er því 85,06%. Minnsta rýmun krónunnar á þessu 7 ára tímabili var á árinu 1986. Gjaldmiðlaskiptin voru við upphaf ársins 1981, en þá tók við nýkróna, sem jafngilti 100 gömlum krónum. Rýrnun krónunnar á árinu 1987. f'ramtið ER VIÐ SKEIFUNA aaaa ][ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Morgunblaðið/RAX Stundmilli stríða á Ægisíðunni STRÁKARNIR við Ægisíðuna láta ekki deigan síga og hafa verið duglegir við að safna í brennu að undanförnu. Margt forvitnilegt kemur í Ijós þegar skoðað er í kassa þá og poka sem á fjörur brennumanna rekur. Það væsti ekki um þessa peyja er Ijósmyndarinn staldraði við hjá þeim í gær. Þeir höfðu dregið forláta hægindastól út úr kestinum og blöðuðu áhugasamir í tímariti, sem hent hafði verið á hauginn. A blaðsíðu 19B er yfirlit yfir áramótabrennur. Búist við næturfundi í neðri deild Alþingis: Hart deilt um sölu- skattsfrumvarpið BÚIST var við næturfundi í neðri deild Alþingis þegar Morgun- blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Ríkisstjórnin ætlaði að freista þess að fá samþykkt sem lög frumvörp um söluskatt, tolla og vörugjald en á fundi sem forset- ar þingsins héldu með formönn- um þingflokka stjórnarandstöð- unnar um fjögurleytið kom.fram að stjórnarandstaðan myndi ekki tala mikið um frumvörpin um tolla og vörugjald en þeim mun meira um söluskattinn sem harð- ar deilur hafa staðið um síðustu vikur. „Við ætlum að freista þess að þessi þijú frumvörp verði að lögum fyrir áramót en við leggjum mesta áherslu á söluskattsfrumvarpið,“ sagði Ólafur G. Einarsson formaður þingflokks sjálfstæðismanna. „Það treystir sér enginn til þess að spá um fundarlok ennþá en það er al- gjörlega í hendi stjórnarandstöð- unnar. Það er hún sem talar. Við getum þó varla fundað lengur en til klukkan tíu í fyrramálið, þó að við vonum að þessu ljúki fyrr,“ sagði Ólafur. í dag kl. 10 er fyrir- hugaður árlegur ríkisráðsfundur forseta íslands og ríkisstjórnar. Um klukkan 18 í gær var ann- arri umræðu ekki lokið um neitt þessara mála. Þau áttu síðan öll eftir að fara til þriðju umræðu í neðri deild og vörugjalds- og tolla- frumvarpið til einnar aukaumræðu í efri deild. Sjávarútvegsnefnd neðri deildar fundaði um kvótafrumvarpið í gær og sagði Matthías Bjarnason for- maður nefndarinnar við Morgun- blaðið að ekkert samkomulag hefði náðst Ráðstefna um sjávarspendýr: Grænlend- ingar taka ekkiþátt GRÆNLENSKA landstjórnin hefur ákveðið að taka ekki þátt í ráðstefnu um sjávarspendýr sem íslendingar hafa boðað til í Reykjavík 21. og 22. janúar næst- komandi, að því er fram kemur í frétt frá Nils J. Bruun Græn- landsfréttaritara Morgunblaðs- ins. Einar Lembcke forstöðu- maður atvinnumálaskrifstofu stjórnarinnar segir að Grænlend- ingar óttist slæm áhrif af þátt- töku í fundum hvalveiðiþjóða, utan Alþjóða hvalveiðiráðsins, til dæmis með Japan og Suður- Kóreu, á viðskiptahagsmuni Grænlendinga. Kjartan Júlíusson deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi ekki fengið upplýs- ingar um afstöðu Grænlendinga. Hann segir að fundurinn verði í Reykjavík 21. og 22. janúar, en vildi ekki gefa upp fundarstað. Þá sagði hann að fundurinn væri boð- aður af sjávarútvegs- og utanríkis- ráðuneyti íslands og fjallaði um „skynsamlega nýtingu sjávarspen- dýra“. Hann sagði að þetta væri lokaður fundur og vildi ekki geina nánar frá fundarefni eða fyrirkomu- lagi. Kjartan sagði að Noregur, Sovét- ríkin, Kanada og Færeyjar hefðu tilkynnt þátttöku, auk íslands. Einnig væri ljóst að Japan yrði með. Suður-Kórea hefði afboðað þátttöku en svör hefðu ekki borist frá Danmörku, Grænlandi og Spáni. Stéttarsambandið: Bændur fái fullnaðar- greiðslu Stéttarsamband bænda hefur sent öllum slátursleyfishöfum símskeyti þar sem skorað er á þá að greiða bændum strax fulln- aðargreiðslu sauðfjárafurða miðað við verðgrundvöll í haust. Stéttarsambandið telur beina fjármagnsfyrirgreiðslu af hálfu hins opinberra orðna það mikla að engin rök séu lengur til þesss að draga lengur þessa fullnaðargreiðslu. 53 íslendingar létust af slysf örum á árinu ALLS létust 53 íslendingar af slysförum á þessu ári. Flestir létust í umferðarslysum, eða 25. Á síðasta ári, 1986, létust 74 íslendingar í slysum, en þar af voru dauðsfölí vegna sjó- slysa eða drukknunar 26. Banaslys á þessu ári eru því 21 færri en í fyrra. Þessar upplýs- ingar fengust frá Slysavamafé- lagi íslands síðdegis í gær. Tíu íslendingar létust vegna sjóslysa eða drukknunar á þessu ári, en voru sem fyrr sagði 26 í fyrra. Banaslys í umferðir.ni voru jafn mörg nú og í fyrra, eða 25. Þá létust fimm í flugslysum, en voru 8 árið 1986. Önnur banaslys má rekja til vinnuslysa ýmis kon- ar, slysa vegna bruna, af völdum fails, eitrunar og lyfja og eru þau samtals 13. Þar af hefur einn ís- iendingur látið lífíð vegna líkams- árásar eða átaka, en tveir létust af þessum orsökum í fyrra. Þrír Islendingar urðu úti eða týndust á árinu, en enginn í fyrra. Flest voru banaslysin í mars, júlí og september, eða sjö í hveij- um mánuði. Dauðsföll vegna sjóslysa eða drukknunar voru flest þijú í einum mánuði, september, banaslys í umferðinni voru flest fjögur, í mars, ágúst, september og nóvember og fjórir fórust í flugslysi í júlí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.