Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.12.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1987 in vísa að gera úttektina. Kjarni málsins er hver á að bera ábyrgðina ef eyðslan fer langt fram úr áætlun- um. Gamli óperettustíll íslenska samtryggingakerfisins hefur verið að enginn beri ábyrgðina. Allir séu Stikkfrí. Flugstöðvarmálið snýst því einkum um það hvort á íslandi skuli taka upp nýja siði og hér eigi að ríkja sama siðgæði og hliðstæðar ábyrgðarreglur og í þeim lýðræð- isríkjum sem taka sig alvarlega. Þegar forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokksins og reyndar einnig Alþýðuflokksins rökstuddu þá ákvörðun um og upp úr 1983 að reisa þessa tegund af nýrri flugstöð þá var hamrað á því hvað eftir annað að Islendingar ættu aðeins að greiða helming -j’byggingarkostnaðarins, eða um 800 milljónir króna. Niðurstaðan er hins vegar sú að þjóðin á að borga rúm- ar 2.300 milljónir króna eða nærri þrisvar sinnum hærri upphæð. Skýrsla Ríkisendurskoðunar af- hjúpar að farið hefur verið langt fram úr áætlunum og margvíslegt bruðl, sóun og óstjóm hafa hækkað byggingarkostnaðinn upp úr öllu valdi. Spurningin er: Hver ber ábyrgð- ina? Til að knýja á um svör við þessu lykilatriði hefur Alþýðu- bandalagið flutt tillögu um rann- sóknamefnd þingmanna sem kanni ábyrgð þáverandi utanríkisráð- herra, fjármálaráðherra og annarra sem önnuðust stjóm framkvæmda. Afstaðan til þessarar tillögu Al- þýðubandalagsins mun varpa ljósi á það hvort gamli óperettustíllinn um að allir séu stikkfrí sé enn ríkjandi. Það ber að fagna því að Al- þýðublaðið hefur fyrir jólin lýst í leiðara yfir stuðningi við þessa til- lögu Alþýðubandalagsins um rannsóknamefnd. Ef þingmenn og ráðherrar Alþýðuflokksins em sömu skoðunar þá er kominn þing- meirihluti fyrir málinu. Á það verður látið reyna. Samningurinn sem gerður var í ; Washington er fyrsta formlega' staðfestingin á því að gömlu kenn- ingarnar um að kjarnorkuvígbúnað- urinn tryggi friðinn em ekki lengur gjaldgengar. I fyrsta sinn er samið um að útrýma ákveðinni tegund kjamorkuvopna og lagður gmnd- völlur að enn frekari fækkun með nýjum samningi á næsta ári. Það merkilega er að þeir hafa báðir ; Reagan og Gorbatsjov, hvor með I sínu móti, lýst yfir stuðningi við #tefnuna um heim án kjamorku- , vopna. 1 Gömlu vígbúnaðarhaukarnir í Evrópu og Bandaríkjunum sem sjá nú að gmndvöllur fyrri réttlætinga á síauknum vígbúnaði er ekki leng- , ur í gildi kappkosta nú að útbreiða ótta og tortryggni með því að tala um „klofning milli Evrópu og Bandaríkjanna" og „veikari vamar- stöðu Vestur-Evrópu". Það er þessi tortryggnisáróður vígbúnaðarhauk- anna sem vitnað er til í spurningu Morgunblaðsins. Við eigum að vísa slíkum fullyrð- ingum á bug en taka í staðinn fullan þátt í hinni fersku alþjóðlegu um- ræðu um nýja skipan öryggismála í heiminum. I því sambandi eigum við einnig að fara að ræða í alvöru um minnkandi vígbúnað á Islandi í stað þess að halda áfram að auka hann eins og Steingrímur Her- mannsson og ríkisstjórnin hafa ákveðið að gera. Það er hrópleg mótsögn í því að utanríkisráðherra tekur undir frið- arkröfur á fundum, erlendis en heldur svo áfram byggingu sér- stakrar rammgerðrar stjómstöðvar á Keflaéíkurflugvelli. Þessi nýja stjómstöð á að gera Bandaríkjunum kleift að halda áfram í allt að sjö daga að stýra árásarstríði frá Is- landi eftir að búið væri að tortíma öllu mannlífi í landinu. Það fer illa saman að vera afvopnunarsinni í atkvæðagreiðslum á þingi Samein- uðu þjóðanna en heimila svo í Stjórnarráðinu við Lækjartorg nýja stigmögnun í stríðsrekstrarkerfinu hér á landi. ALBERT GUÐMUNDSSON, ALÞINGISMAÐUR, FORMAÐUR BORGARAFLOKKSINS: Spái ríkissljórninni ekki langlífi 1 Brýnasta verkefnið í efnahags- málum íslensku þjóðarinnar á þessum áramótum er að ríkisstjóm- in segi af sér, kosin verði ný ríkis- stjórn með andstæðar hugmyndir þessari í skattamálum. 2 Ég spái þessari ríkisstjórn ekki laoglífi. Þeir þrír flokkar sem standa að ríkisstjórninni hafa allir andstæðar skoðanir um lausn að- steðjandi vandamála. Því er ekki hægt að setja þá í sama pott, og gera úr þeim nothæfa stjórnarein- ingu. Nú ríkir stjómleysi og því ræður ofríki Alþýðuflokksins. 3 Það er mitt mat að Hæstiréttur sé ofar allri gagnrýni. Hæstiréttur er ein af traustustu máttarstoðum þjóðfélagsins. 4 Úttekt á kostnaði við smíði Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar er sjálf- sögð og mitt mat er að slíkt uppgjör eigi að gera að reglu um allar fram- kvæmdir á vegum opinberra aðila, enda verði betur staðið að öllum undirbúningi og að verksamnings- gerð. , Því miður hafa samningar milli stórvelda oft reynst haldlitlir. Því tek ég nýgerðum samningum um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra eldflauga með fyrir- vara. Ég sé ekki að þessi samningur auki á hættu á klofningi eða vinslit- um milli Evrópu og Bandaríkjanna í öryggismálum, né heldur að vam- arstaða Vestur-Evrópu veikist. Með ÞÓRHILDUR ÞORLEIFSDÓTTIR, ALÞINGISMAÐUR, FOR- MAÐUR ÞINGFLOKKS SAMTAKA UM KVENNALISTA: * Ohjákvæmilegt að leið- rétta stöðu láglaunafólks 1 Aðstæður við upphaf komandi árs eru gjörólíkar þeim er voru á síðasta ári. Nú er reiknað með samdrætti í afla og dollarinn hefur lækkað veru- lega og fer enn lækkandi, en hvort tveggja þýðir verulega lækkandi tekj- ur í meginútflutningsgreinum okkar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa knú- ið upp vexti vegna mikillar eftirspum- ar á innlendum lánsfjármarkaði. En háir vextir eru atvinnurekstrinum þungir í skauti sem og húsbyggjend- um og öðrum skuldurum. Góðærið kom ekki til allra. Kaup- máttur hefur í heild hækkað nokkuð — og hæstu launa verulega — en kaupmáttur lægstu taxta hefur lækk- að á síðasta ári. Óhjákvæmilegt verður að leiðrétta stöðu láglauna- fólks, sem ekki naut góðærisins en fær sannarlega að „njóta“ matar- skattarins. Slík leiðrétting er aðeins möguleg með víðtækri samvinnu allra aðila. Þær aðgerðir í efnahagsmálum sem nú eru brýnastar eru tvenns konar. Það eru beinar aðgerðir til leiðréttingar á ráðstöfunum ríkis- stjómarinnar og viðbrögð við nýjum aðstæðum í efnahagsmálum. Megin- atriði komandi efnahagsaðgerða verða að tryggja afkomuöryggi hinna efnaminnstu og viðhalda fullri at- vinnu um allt land. Matarskattur er alröng ráðstöfun sem við kvennalista- konur myndum þegar fella úr giidi. Einnig væri ástæða til að reyna virka peningastjómun, þ.e. stjómun á framboði peningamagns, en það hagstjórnartæki hefur lengi legið ónotað hérlendis. Ný skattalög draga nokkuð úr þenslu, aðallega vegna aukinnar skattheimtu hjá meðal- tekjufólki. Þensla mun þó trúlega ekki verða meginvandamál á næsta ári. Efnahagsstefna núverandi ríkis- stjórnar stendur og fellur með stöðugu gengi og óverulegum launa- breytingum. Falli gengið kallar það eitt og sér á launabreytingar; verði verulegar launabreytingar, ýtir það líka á gengisfellingu. Þá lendum við í gömlu fari og stefna stjórnarinnar komin upp á sker. í ljósi þessa er nánast óskiljanlegt hvers vegna ríkis- stjómin heldur fast við 25% matar- skatt, þar sem sá skattur virkar hvetjandi á launakröfur. Loks er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til stuðnings atvinnulífi utan Reykjavíkursvæðisins, en þar gæti komið til alvarlegra vandamála sem gætu orðið okkur dýr verði þau ekki leyst í tíma. Efnahagsmál þarf eins og önnur mannleg vandamál að leysa á mannúðlegan hátt. 2 Nei. Nei. 3 Sú hætta hlýtur vissulega að vera fyrir hendi að Hæstiréttur fari að draga taum ríkisvaldsins á kostnað einstaklinganna. Svo virðist sem valdhafar hafí tilhneigingu til að draga taum hver annars og Hæsti- réttur er jú einn þáttur ríkisvaldsins og dómarar hans eru starfsmenn ríkisins. Það er því nauðsynlegt að almenningur jafnt sem dómararnir sjálfir séu vakandi fyrir þessari hættu. Sú umræða sem verið hefur á undanförnum mánuðum um dóma Hæstaréttar og þá einkum um það hvort Hæstiréttur dragi taum ríkis- valdsins í dómum sínum er því jákvæð. Einn helsti aflvaki þessarar umræðu er nýútkomin bók Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns, þar sem hann heldur þessu fram og rekur nokkur dæmi máli sínu til stuðnings. Og því verður ekki neitað að við lestur bókarinnar finnst manni hlutdrægni Hæstaréttar næstum blasa við. Á hitt ber þó að líta að engin fræðileg úttekt hefur verið gerð á dómum Hæstaréttar í þessu tilliti, þ.e.a.s. fyrir utan bók Jóns Steinars, sem tekur aðeins til örfárra mála. Líklegt er þó að slík úttekt yrði erfið þar sem dómar Hæstaréttar eru mjög oft órökstuddir. Og þar ligg- ur kannski hundurinn grafinn. Það hlýtur að veikja tiltrú manna á rétt- mæti dóma þegar rökstuðning vantar og til þess fallið að valda misskiln- ingi þegar fólk þarf að geta í eyðumar. Því hefur verið fleygt í umræðunni að hér sé tímaskorti dóm- ara um að kenna og krafan um rökstuðning leiði aðeins til enn meiri dráttar á niðurstöðum dómsins. Þetta er léttvæg skýring, því auðvitað hljóta dómarar að hafa rök fyrir nið- urstöðum sínum, þótt þau komi ekki fram, eða það skulum við að minnsta kosti vona. Það er því bara spurning- in um að koma þeim rökum á blað og getur varla verið svo tímafrekt að mál þurfi að dragast af þeim sök- um. Það skiptir höfuðmáli í ríki, sem vill teljast réttarríki að réttur fólks sé virtur og þá jafnframt að fólk geti treyst því að svo sé. Að síðustu verða allir að hafa það í huga að lög eru einungis stafur á bók. Túlkun laganna er það sem ræður úrslitum og þar í liggur alltaf hætta á hlutdrægni, þ.e. að svo miklu leyti sem það getur flokkast undir hlutdrægni að enginn maður er svo fullkominn að hann geti útilokað sjálfan sig og sína lífsskoðun þegar kemur að túlkun orða, hvort sem um er að ræða löglærða menn eða ekki. Hvort sem um er að ræða lagabók- staf eða annað ritað mál. Hvort sem um er að ræða Hæstarétt eða „al- menningsálit". 4 Skýrsla sú sem barst þingmönnum frá Ríkisendurskoðun um byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar sýnir að full þörf er á slíkri úttekt. Þar er með mjög skilmerkilegum hætti greint frá gangi mála varðandi hönn- un, ákvarðanatöku, kostnað og mannafla. Sú staðreynd að kostnað- aráæflun fer svo úr böndum sem raun ber vitni vekur margar spurningar. Kostnaðurinn eykst um tæpan millj- arð, átti að vera rúmir tveir milljarð- ar, verður tæpir þrír. Hver á svo að borga? Auðvitað skattgreiðendur. Þó voru þeir ekki spurðir hvort þeir vildu flugstöð eða hvort þeir væru tilbúnir að borga. Þeir fá bara reikninginn. Flugstöðin er ekkert einsdæmi. „Ævintýrin" eru mörg. Og hvað ger- ist? Hveijar eru afleiðingarnar? Hver borgar? Hver eða hveijir eru ábyrgir? I stuttu máli eru svörin á sömu bókina lærð. Eitthvað' „ófyrirsjáan- legt“ fer úr böndum. Afleiðingin ér stóraukinn kostnaður. Þjóðin borgar. Þá er stærsta spurningin eftir: Hvar liggur ábyrgðin? Því er ósvarað. Liður í því að fá svar við þeirri spum- ingu er einmitt svona úttekt. Er ástæðan fyrir því að svona „ævin- týri“ gerast æ ofan í æ ekki einmitt sú að menn eru ekki kallaðir til ábyrgðar? Þeir geta óáreittir farið ábyrgðarlaust með fé skattborgara. Almenningsálit hefur ekki veitt nægilegt aðhald, kannski vegna þess að fólk finnur vanmátt sinn. Það getur hneykslast. Því getur ofboðið, það skrifar í blöð, en þeir sem völdin og ábyrgðina hafa geta þagað hluti í hel. Bara staðið af sér óveðrið. Það líður hjá. Þetta geta þeir gert í skjóli samtryggingar og þagnar. Og gera óspart. Upplýsingar og skýrslur af því tagi sem hér er spurt um geta hjálpað til að veita aðhald, en koma þar að litlu gagni ef umræður fara einungis fram innan veggja alþingishússins og kom- ast ekki þaðan út. Það hjálpar lítið ef fjölmiðlar þegja að mestu yfir efn- isatriðum umræðu, en þykir frétt- næmast að þingmenn og forsætisráð- herra lendi í „snörpum orðaskiptum". En bruðl og samtrygging er ekkert einkamál stjórnmálamanna, vitneskja um slíkt á að ná eyrum almennings. Þar er ábyrgð fjölmiðla mikil. Skýrsl- ur, upplýsingar, umQöllun eru allt liðir í nauðsynlegu aðhaldi, svo menn geti ekki stundað sín „myrkraverk" í friði, heldur séu sífellt meðvitaðir um að dagsljósið muni skína á þá og verk þeirra. 5 Nei. Kjarnorkuvopn hafa aldrei tryggt varnarstöðu Evrópu, né nokkurs ann- Albert Guðmundsson endurskipulagningu og nýrri tækni styrkist samstarf Vesturlanda frá ári til árs og þar með varnir Vest- ur-Evrópu. Þórhildur Þorleifsdóttir ars heimshluta, þvert á móti. Þau hafa miklu fremur ógnað öryggi Evr- ópu og gert hana bæði að eftirsóknar- verðu skotmarki og mögulegum vígvelli stórveldanna. Kjarnorkuvopn er ekki hægt að nota til vamar, einungis til árásar. Sá sem skýtur kjarnorkueldflaug að öðrum hæfir um leið sjálfan sig. Þeirra viðhorfa sem spurningin lýsir hefur gætt í hópi íhaldssamra fylgismanna Reagans forseta og hef- ur Henry Kissinger t.d. verið talsmað- ur þeirra. Þeir virðast enn trúa á fælingarkenninguna en jafnframt bera mikla tortryggni gagnvart samningagerð við Sovétmenn. Kröfur almennings og efnahagsleg nauðsyn hafa þó m.a. knúið stórveld- in til að sýna þann pólitíska vilja sem vantað hefur í afvopnunarviðræðum- ar. Bæði almenningur og talsmenn aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hafa fagnað samningi stórveldanna um fækkun meðal- og skammdrægra kjarnorkueldflauga. Hann boðar að vísu einungis fækkun á hluta kjarn- orkuvígbúnaðar beggja, en er samt mikilsverður áfangi og vekur vonir um breytt viðhorf og upphaf þíðutíma í samskiptum stórveldanna. Styrkur Evrópu sem menningar- og viðskiptaheildar hefur vaxið á undanfömum árum og engin ástæða til að óttast aðskilnað hennar frá Bandaríkjunum sem sækja menning- arrætur sínar til Evrópu. Breytt viðhorf í afvopnunarmálum hvetja menn til að leita nýrra leiða í átt að sameiginlegu öryggi og skiln- ingur ráðamanna virðist sem betur fér vaxandi á því að andspænis vígbúnaði nútímans getur öryggi einnar þjóðar aldrei orðið á kostnað annarrar þjóðar. Næst á dagskrá af- vopnunarviðræðnanna er fækkun langdrægra eldflauga og vonandi stuðlar velgengni í fækkun kjarn- orkuvopna einnig að árangri í afvopnunarviðræðum um hefðbundin vopn. Miklu varðar þó að fækkun kjarn- orkueldflauga á landi leiði ekki til þess að þeim verði komið fyrir í kaf- bátum. Allar þjóðir, ekki síst þær sem byggja afkomu sína á sjávarafla, þurfa að vera vel á verði til að koma í veg fyrir slíkt. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.